Bændablaðið - 05.11.2009, Page 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009
var töluvert eldri en ég, en hann
bað mín og úr varð að við giftum
okkur og ég varð bóndakona og
húsmóðir á Neðra-Seli.“
Ekki alltaf dans á rósum
Hanna eignaðist sex börn en þau
Guðmundur misstu einn son sinn
aðeins tveggja ára gamlan úr
garnaflækju, sem var henni trega-
fullt.
„Við vorum með 15 beljur, 140
kindur og þrjá hesta svo þetta var
þó nokkur búskapur. Árið 1980
ákváðum við að hætta búskap því
Guðmundur var orðinn svo slæm-
ur af astma og hann þoldi ekki
rykið í heyinu lengur. Við fluttum
því í bæinn og elsti sonur okkar
tók við búinu og bjó þar í 10 ár.
Guðmundur lést fyrir 14 árum en
hann var ákaflega vandaður og
góður maður,“ segir Hanna og það
bregður fyrir dapurleika í röddinni.
Hanna hefur oft á tíðum sakn-
að fjölskyldu sinnar í Rúmeníu en
hún hefur aldrei snúið aftur þang-
að. Samband við systur hennar
hefur þó alla tíð verið gott og glott-
ir Hanna yfir því þegar þær sendu
henni nælonsokkabuxur á árum
áður þegar slíkt var ófáanlegt hér
heima. Stundum skiluðu þær sér þó
ekki alla leið, því Hanna fékk oftar
en einu sinni eingöngu bréf í send-
ingunum og þá var búið að koma
sokkabuxunum undan.
„Lífið hefur ekki alltaf verið
dans á rósum hér á Íslandi og ég
er oft döpur yfir því. Mér finnst
ágirnd á öllum sviðum vera alltof
mikil í þessu þjóðfélagi en svona
upplifði ég það ekki þegar ég kom
hér fyrst. Mér þykir ekkert varið í
lífið lengur og einhvern tíma verða
jú allir menn að deyja. Ég hef
aldrei séð eftir því að hafa komið
til Íslands og hér er ég búin að festa
rætur en ég hugsa að leið mín hefði
orðið töluvert önnur ef ég væri ung
kona í dag.“
ehg
Hanna með kanínur, ásamt stúlku frá Öndólfsstöðum í Reykjadal, þar sem
Hanna réð sig sem vinnukonu í eitt ár.
Árið 1949 komu hér til lands 314
þýskir landbúnaðarverkamenn á
vegum Búnaðarfélags Íslands til
að starfa í sveitum í öllum lands-
hornum. Þetta var stærsti hópur
út lendinga sem komið hafði til
Ís lands fram að þeim tíma fyrir
ut an hernámslið Breta og Banda-
ríkjamanna. Nú er talið að um
tvö þúsund afkomendur þessara
landnema búi á Íslandi en laug-
ardaginn 21. nóvember næst kom -
andi verður haldin samkunda á
Hótel Sögu til að minnast þess að
60 ár eru liðin síðan land bún aðar-
verka menn irn ir komu hingað til
lands.
Rit Péturs Eiríkssonar sagnfræð-
ings, Þýska landnámið, er ein yfir-
gripsmesta heimild sem til er um
komu landbúnaðarverkafólksins
hingað til lands. Pétur mun halda
erindi á samkomunni 21. nóvem-
ber en hér koma nokkur kaflabrot
úr bók hans sem útskýrir í stuttu
máli hvernig ráðningarnar komu
til, hver kjör fólksins voru, koma
þeirra til landsins og hversu marg-
ir settust hér að. Geta ber þess að í
bók Péturs er að finna mun ítarlegri
upplýsingar um komu fólksins
hingað til lands, dvöl þess og einn-
ig viðtalsbrot við sumt af fólkinu.
Þingsályktunartillaga á
Búnaðarþingi
Tildrög þess að þýskir landbún-
aðarverkamenn komu hér til starfa
var sú að á Búnaðarþingi árið
1947 lögðu Sveinn Jónsson, bóndi
og oddviti á Egilsstöðum, Bjarni
Bjarnason, bóndi og skólastjóri á
Laugarvatni, og Gunnar Bjarnason,
ráðunautur, fram þingsályktun-
artillögu um innflutning á erlendu
verkafólki til landbúnaðarstarfa.
Miðað var við að flytja inn fólk
frá Norðurlöndunum og jafnvel
Norður-Þýskalandi á aldrinum
20-30 ára sem yrði ráðið í 2-3 ár til
þjónustu í sveitum landsins. Þetta
yrði gert vegna fólksfæðar í sveit-
um vegna straums til höfuðborg-
arinnar og að eina ráðið til bjargar
sveitunum sé innflutningur fólks í
sveitirnar.
Þegar nær dró ráðningum var
ákveðið að miða skyldi við ársvist,
árskaup yrði 4-6 þúsund krónur
fyrir karla og 3-5 þúsund krón-
ur fyrir konur auk þess sem fólk
skyldi boðið frítt uppihald og frí
ferð til landsins. Bændur sem ósk-
uðu eftir fólki áttu að greiða 500
krónur fyrirfram sem jafngilti um
það bil hálfum áætluðum ferða-
kostnaði.
Búnaðarmálastjóri auglýsir í
útvarpi
Í upphafi átti að ráða fólk hingað til
lands sem ætti uppruna sinn í norð-
urhluta Þýskalands en það breytt-
ist þó fljótt og mikill hluti fólksins
voru flóttamenn frá fyrrum austur-
héruðum Þýskalands, svæðum sem
eftir heimsstyrjöldina tilheyrðu
Póllandi og Sovétríkjunum. Aðrir
komu mun lengra að.
Þann 21. mars 1949 flutti bún-
aðarmálastjóri erindi í útvarpið
þar sem hann skýrði bændum frá
þessum fyrirhugaða innflutningi
á landbúnaðarverkafólki og ósk-
aði jafnframt eftir að þeir létu
vita af ef þeir óskuðu eftir þýsku
verkafólki. Í seinni tíma umfjöllun
um þýska landbúnaðarverkafólkið
hefur það ranghermi komið fram að
þessi ráðstöfun Búnaðarfélagsins
hafi verið nokkurs konar tilraun
til hjónabandsmiðlunar fyrir ein-
hleypa íslenska bændur.
Samlöguðust þjóðinni vel
Esjan kom á ytri höfnina í Reykja-
vík um kl. 15:30 þann 8. júní. Um
kl. 18 fóru fulltrúar Útlend inga-
eftir litsins, tollþjónar, læknar, full-
trúar Búnaðarfélagsins og atvinnu-
málaráðuneytisins um borð ásamt
nokkrum túlkum. Fréttamönnum
var fyrst meinað að fara um borð
og olli það töluverðri óánægju
þeirra. Flutt var ávarp á þýsku þar
sem fólkið var boðið velkomið og
því skýrt frá dagskrá næsta sólar-
hrings. Fram fór vegabréfa- og toll-
skoðun um borð, sem og augn-
læknisskoðun. Ekki var fólkinu
hleypt frá borði fyrr en um kl. 4 um
nóttina. Var þá ekið mað það suður
á „Flugvallarhótelið“, sem voru
nokkrir braggar í Nauthólsvíkinni
innréttaðir sem hótel. Næsta dag
fór allt fólkið í gegnumlýsingu og
blóðrannsókn. Síðan fengu allir
afhentar 50 krónur í vasapeninga,
smáritið Leiðbeiningar fyrir þýskt
verkafólk á Íslandi (Winke für
deutsche Arbeiter in Island),“ svo
og eintak af Málabókinni. Að lokn-
um hádegisverði gat fólkið farið
í bæinn til að skoða sig um. Mjög
bar á því að bæjarbúar þyrptust að
Þjóðverjunum fyrir forvitnissakir.
Af 146 einstaklingum sem
settust hér að voru 114 konur (af
238 konum í heild) og 32 karlar
(af 76). Í hundraðstölum reiknað
settust 48% kvennanna hér að en
42% karlanna. Í lokaorðum Péturs
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að taka megi undir niðurstöðu
Búnaðarfélagsins að tilraun til að
ráða bót á vinnuaflsskorti landbún-
aðarins hafi mistekist því að fæst
af fólkinu settist hér að til lang-
frama þó að sumir hafi gert það.
Heimildir eru fyrir því að fólkið
sem settist hér að hafi undantekn-
ingarlaust orðið hinir bestu þegnar
þessa lands og samlagast íslensku
þjóðinni vel. ehg
Nína Rós Ísberg, mannfræð-
ingur, kláraði nýlega doktors rit-
gerð í mannfræði við University
of London en hún fjall ar um
þýsk ar konur sem komu hingað
til lands um 1949 og settust hér
að. Hluti þeirra er úr Bún aðar-
félags hópnum og kannar Nína
Rós í ritgerð sinni reynslu þeirra
kvenna.
„Ritgerð mín fjallar um þýskar
konur sem komu á þessum tíma, úr
Búnaðarfélagshópnum og á vegum
annarra. Ég skoða þær konur sem
urðu eftir, giftust og stofnuðu
heimili og reynslu þeirra af því að
setjast að á Íslandi sem erlendar
konur,“ útskýrir Nína Rós og segir
jafnframt:
„Ég byggi á minningum kvenn-
anna um reynslu þeirra og ber einn-
ig saman við reynslu yngri kvenna
sem hafa flutt til landsins á síðustu
árum. Það kemur í ljós töluverður
þrýstingur á þessar konur að verða
íslenskar, bæði frá ríkisvaldinu og
nánasta umhverfi, fjölskyldum
þeirra og nágrönnum sem var bæði
meðvitaður og ómeðvitaður. Það
eru margar aðferðir við að gera þær
íslenskar og taka þær inn í íslenskt
samfélag. Hluti af því er að láta þær
hverfa, að gera sögu þeirra ekki að
hluta af íslenskri sögu og það er
sérstakt að sjá að þær hafa verið
eins og ein þeirra sagði „týndar og
gleymdar“, á þær er helst minnst í
neðanmálsgreinum. Það segir sitt
um hugmyndir okkar Íslendinga
um aðlögun og innflytjendur og
ekki síst erlendar konur.“
ehg
Minningarsamkoma laug-
ardaginn 21. nóvember
– breytt dagsetning
Það skal áréttað að minningarsamkoman um þýska verkafólkið verð-
ur haldin laugardaginn 21. nóvember á Hótel Sögu og hefst klukkan
14:00 en ekki laugardaginn 14. nóvember eins og misritaðist í síðasta
Bændablaði. Af þessu tilefni vill Christiane Leonor Bahner, stjórn-
arformaður Þýsk-íslenska vinafélagsins á Suðurlandi, benda á að mik-
ilvægt er að hafa í huga að þeir sem komu á þessum tíma hafi ekki allir
ferðast með Esjunni hingað til lands því þó nokkrir komu áður eða
seinna eða á eigin vegum. Einnig voru nokkrir sem komu á svipuðum
tíma til þess að vinna á heimilum eða spítölum og ekki í landbúnaði.
Þessu fólki er líka boðið að koma á samkomuna og vonast aðstandend-
ur hennar til að sem flestir sjái sér fært að mæta. ehg
Minningar kvenna
sem settust hér að
60 ár frá komu þýsks
landbúnaðarverkafólks
Til sölu
hestakerra.
Fyrir tvo hesta,
!"#