Bændablaðið - 05.11.2009, Síða 17
18 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009
Á markaði
Innflutningur á fóðri
Síðastliðna 9 mánuði nam heildarinnflutningur á hráefnum til fóðurgerðar 35.936 tonnum en allt árið 2008 var
innflutningurinn 53.322 tonn. Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar hefur verð á harðhveiti og byggi
lækkað frá fyrra ári en lækkun heimsmarkaðsverðs á maís virðist hafa skilað sér í minna mæli til íslenskra kaup-
enda. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun cif verðs síðustu 21 mánuð. EB
Útflutningur á kindakjöti
Fyrstu 9 mánuði ársins 2009 voru flutt út 1.128 tonn af lamba- og
kindakjöti, samtals að verðmæti 653 milljónir króna fob, samkvæmt
verslunarskýrslum Hagstofu Íslands. Meðal fob-verð var því 579 kr./
kg. Kjötið er flutt út í fjölbreyttu formi, ferskt, frosið, í heilum og
hálfum skrokkum eða valdir bitar. Sem dæmi var meðalverð á fersku
lambakjöti í heilum og hálfum skrokkum til Danmerkur 727 kr./kg og
707 kr./kg til Noregs. Mest er flutt út bæði í magni og verðmætum til
Noregs, alls 455 tonn að meðalverðmæti 760 kr/kg fob. Á sama tíma í
fyrra höfðu verið flutt út 616 tonn að meðalverðmæti 420 kr./kg. EB
Elsa S. Helgadóttir, tölvunar-
fræðingur í tölvudeild Bænda-
sam taka Íslands og þróunar-
stjóri FJARVIS.IS, hefur unnið
við þróun FJARVIS.IS á síðustu
árum. Elsa segir að nú hafi tekist
að ljúka forritun á öllum stærstu
þáttum kerfisins.
,,Kröfurnar er miklar frá sauð-
fjárbændum en samtímis var tek-
ist á við viðamikinn uppgjörs-
hluta fyrir sauðfjárskýrsluhaldið
eftir svæðum og fyrir landið allt.
Gagnamagnið er gífurlegt og
margfalt á við önnur tölvukerfi
Bændasamtakanna. Þetta reyndi á
þolrifin bæði hjá okkur í hugbún-
aðarþróuninni en ekki síður hjá
hýsingaraðila gagnagrunnsins en
Skýrr hýsir öll skýrsluhaldskerfi og
gagnagrunna Bændasamtakanna.
Við unnum í kapp við tímann því
að það þurfti að ná þessu öllu
saman á réttum tíma því eldra kerfi
í AS/400 stórtölvuumhverfinu
hafði verið lokað. Allt varð þetta
að ganga upp því ekki var aftur
snúið“, sagði Elsa.
Aðspurð um hvaða helstu nýj-
ungar hafi séð dagsins ljós í forrit-
inu á þessu ári segir Elsa að sæð-
ingakerfi hafi verið forritað á árinu
og muni það gefa mikilvægar upp-
lýsingar um frjósemi í framtíðinni.
Þá hafi burðar- og þungaskráning
verið endursmíðuð að mestu leyti
til að auka notendavænleika og gera
skráninguna hraðvirkari fyrir bænd-
ur. Á næsta ári sé brýnt að vinna að
endurbótum á ýmsum þáttum gagna-
grunnsins enda hefur hann stækkað
mikið frá upphaflegri hönnun, sagði
Elsa þegar hún var innt eftir vinnunni
framundan. Sífellt sé verið að bæta
við upplýsingum sem kalla á endur-
skipulagningu gagna til að tryggja að
hraði kerfisins sé fullnægjandi enda
oft mikið álag á kerfinu á ákveðn-
um tímum þegar allir eru að vinna
skýrsluhaldið á sama tíma.
655 sauðfjárbændur skiluðu
skýrslum á Netinu
Af um 1500 bæjum sem eru þátttakendur í skýrsluhaldinu í sauð-
fjárrækt skiluðu 655 vorskráningu sinni rafrænt á Netinu í gegnum
FJARVIS.IS. Þetta er góður árangur með tilliti til þess hve netteng-
ingar bænda í hinum dreifðu byggðum eru víða slæmar þó það standi
nú til bóta, að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanni tölvudeild-
ar Bændasamtakanna. „Þetta segir okkur að vel hefur tekist í þróun á
netforritinu FJARVIS.IS enda leitumst við eftir að hlusta eftir þörfum
bænda og ráðunauta. Þá er það gæfa Bændasamtakanna að hafa yfir
að ráða úrvali forritara í tölvudeildinni sem hafa byggt upp dýrmæta
þekkingu í störfum sínum hjá samtökunum í áraraðir. Starfsmannavelta
hefur sem betur fer verið lítil í deildinni sem skiptir sköpum í hugbún-
aðarþróun sem byggir á mannauði“, sagði Jón Baldur.
Stærstu þróunarhlutar
FJARVIS.IS að baki
Þann 19. október sl. Ákváðu land-
búnaðarráðherrar ESB landanna,
að tillögu framkvæmdastjórn-
arinnar, að leggja 280 milljónir
EVRA til að hjálpa kúabænd-
um út úr efnahagsþrengingum.
Þar með vonuðust menn til að
mótmælum bænda vegna versn-
andi afkomu myndi linna. Krafan
um auknar fjárveitingar hefur
verið uppi frá 21 ríki, Þýskaland
og Frakkland þar fremst í flokki.
Þau hafa farið fram á alls 300
milljónir Evra. Löndin sem ekki
voru með í þessum hópi eru
Svíþjóð, Danmörk, Holland,
Bretland, Kýpur og Malta.
Mariann Fischer Boel hefur því
nú gegn upphaflegum vilja sínum
fallist á að veita 280 milljónum
Evra til bænda. Fjármununum
verður deilt út til aðildarland-
anna eftir framleiðslumagni. Til
Svíþjóðar renna t.d. 60 milljónir
sænskra króna sem gerir ca. 2
aura á lítra (0,36 krónur íslensk-
ar). Fjármunirnir eru teknir af
fjárveitingu ársins 2010.
Fischer Boel gerði jafnframt
ljóst að ekki sé í frekari sjóði að
sækja. Ef aðrar búgreinar lenda í
kreppu er hætta á að farið verði
út fyrir fjárhagsrammann og það
bitni á almennum stuðningi við
bændur. Mjólkurverð til bænda
hefur um langt skeið verið lægra
en sem nemur framleiðslukostnaði
en Fischer Boel taldi von um breyt-
ingu á því. Verð hefur farið hækk-
andi síðan í júní en verður að skila
sér til bænda áður en við getum
vænst þess að ástandið batni og það
tekur óneitanlega tíma.
Formaður COPA, Bændasam-
taka Evrópu, fagnaði þessari aðstoð
en lét um leið þau orð falla að aðrar
búgreinar sem eru í kreppu þyrftu
einnig aðstoð, einkum svínakjöts-
framleiðsla, kornrækt, ólífuolíu- og
nautakjötsframleiðsla. Aldrei fyrr
hefðu svo margir bændur átt við
fjárhagsvanda að etja en nú. Fleiri
markaðsaðgerðir þurfa að koma til
hjálpar bændum svo framleiðsla
búvara leggist ekki af á ýmsum
svæðum innan ESB.
Þýtt stytt og endursagt úr Internationella
Perspectiv Nr 29/2009/EB
Evrópusambandið kemur
kúabændum til hjálpar
Miklar breytingar hafa verið
á áburðarverði á heimsmark-
aði síðustu 2-3 ár. Áburðarverð
náði hámarki um mitt ár 2008.
Meðfylgjandi graf sýnir verðþró-
un díammóníum fosfats í New
Orleans frá því í júlí 2000 í doll-
urum annars vegar og um reiknað
í íslenskar krónur (á meðalgengi
Seðlabankans) hins vegar. Verðið
er nú 34% hærra en fyrir tveimur
árum í íslenskum krónum en 34%
lægra í dollurum.
Í Noregi hefur verð á blönd-
uðum áburði lækkað umtalsverð frá
því á sama tíma í fyrra samkvæmt
auglýsingum frá Felleskjøpet í
Bondevennen, sjá meðfylgjandi
töflu.
Spár eru uppi um hækkandi
olíuverð á næstu mánuðum sem
muni leiða til hækkunar á áburð-
arverði á ný. Á móti kemur óvissa
um þróun gengis íslensku krónunn-
ar á næstu mánuðum. EB
Áburðarblanda
Efnainnihald (hrein efni)
Október
2008
Október
2009
IKR/tonn
miðað við meðalgengi
Seðlabanka Íslands
N-P-K NOK/tonn NOK/tonn okt.08 okt.09
25-2-6 4825 2700 85.520 59.496
18-3-15 5100 3450 90.395 76.022
22-2-12 4975 3150 88.179 69.412
Kalksaltpétur 3050 1900 54.060 41.867
Kalísúlfat 41% kornað* 5100 7700 90.395 169.673
* verð miðað við 40 kg sekki
Þróun áburðarverðs á heimsmarkaði
Þróun á verðvísitölu díammóníum fosfats frá hausti 2000 til hausts 2009 í bandarískum dölum og íslenskum krón-
um. Verðið var sett á 100 miðað við 31. júlí árið 2000.
31. okt.
2000
31. okt.
2001
31. okt.
2002
31. okt.
2003
29. okt.
2004
31. okt.
2005
31. okt.
2006
31. okt.
2007
31. okt.
2008
30. okt.
2009