Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Einokun í öllum myndum er afar ógeðfelld og brýnt verk- efni að koma málum í það horf að henni verði aflétt sem víð- ast. Þetta er álit Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns Framsýnar-stéttarfélags, en hann flutti erindi á aðalfundi Félags þingeyskra kúabænda sem haldinn var á Breiðumýri í byrjun febrúar. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, hélt einnig erindi um stöðu og horfur í greininni. Þá voru mikl- ar og almennar umræður, m.a. fjölluðu menn um slæma skulda- stöðu í greininni og það að nán- ast enginn aðgangur er að lánsfé um þessar mundir. Áburðar- og fóðurverð bar á góma, en verð á hvoru tveggja er afar hátt nú. Það, ásamt háum vöxtum og mikilli verðbólgu, gerir stöðuna afleita. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar-stéttarfélags, flutti erindi um mikilvægi inn- lendrar framleiðslu og minnti fund- arfólk á að brýnt væri að öflugur landbúnaður þrifist á svæðinu. Um 200 störf í úrvinnslugreinum í héraðinu tengjast landbúnaði í Þingeyjarsýslum. Benti Aðalsteinn á að frá því Kaupfélag Þingeyinga komst í þrot fyrir fáum árum hefði fækkað um 722 manns í Suður- Þingeyjarsýslu. Félagið hefði hald- ið uppi öflugri atvinnustarfsemi í héraði og verið kjölfesta þess, m.a. með rekstri sláturhúss og kjöt- vinnslu, mjólkursamlagi, verslun og þjónustu af ýmsu tagi, en um 200 manns störfuðu hjá félaginu þegar best lét. Aðalsteinn sagði bændur hafa verið dygga viðskiptamenn kaupfélagsins og það hefði verið mikill missir þegar það leið undir lok eftir rúmlega hundrað ára starf- semi. Þjónusta, m.a. við bændur, færðist í auknum mæli úr höndum heimamanna og til Akureyrar; vald- ið og stjórnunin hvarf úr héraðinu. Velti Aðalsteinn því fyrir sér hvort tími kaupfélaganna væri ef til vill að renna upp á ný. Benti hann í því samhengi á að bændur í sýslunni sem og nágrannar þeirra í Eyjafirði ynnu nú að því að panta saman áburð frá Finnlandi, sem skipa ætti beint upp á heimaslóðum. Slíkt fyrirkomulag gæti orðið vísir að eins konar pönt- unarfélagi líkt og kaupfélögin voru forðum tíð. Landbúnaður og sjávarútvegur halda okkur uppi Benti verkalýðsforkólfurinn á að atvinnuleysi hefði stóraukist á liðn- um mánuðum, 13 þúsund manns í landinu væru án atvinnu, þar af um 200 í Þingeyjarsýslum. „Það hafa orðið uppsagnir í flestum greinum atvinnulífsins, en þó ekki í tveimur. Og hvaða atvinnugreinar skyldu það vera,“ spurði Aðalsteinn og svarið lá ljóst fyrir; landbúnaður og sjávar- útvegur. „Það eru þessar greinar sem halda okkur uppi og eru okkur afar mikilvægar, landbúnaður er hrygg- lengjan í atvinnulífi margra byggð- arlaga á landsbyggðinni og bakhjarl fjölmargra þéttbýlisstaða. Hann hefur alla tíð gegnt veigamiklu hlut- verki í íslenskri atvinnusögu,“ segir Aðalsteinn og benti í framhaldi af því á háværar umræður fyrr í vetur um inngöngu í Evrópusambandið sem og nýja matvælalöggjöf sem væri í burðarliðnum. Í þeim efnum hefðu forystumenn Alþýðusambandsins ekki hlustað á raddir talsmanna verkafólks í matvælaiðnaði, en bróðurpartur miðstjórnarmanna í ASÍ byggi á höfuðborgarsvæðinu. Afstaða sambandsins hefði komið fram í því að þeir vildu auka veru- lega greiðslur til bænda og lands- byggðarfólks til að auðvelda þeim aðlögun að breyttum aðstæðum. „Bændur og búalið hefðu þá getað staðið við heimreiðina í lopapeysum og gúmmískóm veifandi erlendum ferðamönnum,“ sagði Aðalsteinn en aðildarfélög á landsbyggðinni mót- mæltu þessu sjónarmiði harðlega. Miklar tekjur af landbúnaði á landsbyggðinni „Landsbyggðin hefur miklar tekjur af landbúnaði og þjónustugreinum, margfeldisáhrifin af starfseminni eru mikil og hætta á því ef dramatískar breytingar verða gerðar, líkt og felast í inngöngu í Evrópusambandið, að þekking í landbúnaði glatist, líkt og raunin hefur orðið með fata- og skinnaiðnað,“ sagði Aðalsteinn. Hann ræddi einnig um nýja mat- vælalöggjöf og varaði við innflutn- ingi á landbúnaðarvörum frá löndum þar sem réttindi verkafólks væru virt að vettugi. Fjöldi starfa gæti verið í hættu með tilkomu nýrrar matvæla- löggjafar, ekki bara bænda heldur líka í matvælaiðnaði sem víða á landsbyggðinni væri stór þáttur í atvinnuuppbyggingu. „Það er því ankannalegt að heyra suma þing- menn tala um að efla þurfi atvinnu á landsbyggðinni en styðja svo mat- vælafrumvarpið eins og ekkert sé,“ sagði Aðalsteinn. Í þessu sambandi nefndi hann starfsemi Norðlenska á Akureyri og Húsavík, Fjallalambs á Kópaskeri og MS á Akureyri en fyr- irtækin halda uppi öflugri atvinnu í héraði. Um eða yfir 200 manns hefðu atvinnu hjá kjötvinnslufyr- irtækjunum. Laun í afurðastöðvum er líka verulega yfir lágmarkstöxtum að sögn Aðalsteins. Meðallaun séu á bilinu 220 til 267 þúsund krónur á mánuði og standast fyllilega sam- anburð við sambærilegar atvinnu- greinar. -MÞÞ Aðalsteinn Árni Baldursson á fundi Félags kúabænda í S-Þingeyjarsýslu: „Landbúnaður er hrygglengjan í atvinnulífi margra byggðarlaga á landsbyggðinni“ Kúabændur, líkt og aðrir landsmenn, hafa áhyggjur af framtíðinni. Suður-þingeyskir kúabændur fjölmenntu sem aldrei fyrr á aðalfundinn í Breiðumýri í byrjun mánaðarins. myndir | mþþ Ræðumennirnir Aðalsteinn Á. Baldursson og Baldur Helgi Benjamínsson fluttu erindi á fundinum. Hér eru þeir, ásamt Sveinbirni Sigurðssyni, for- manni Félags kúabænda í Þingeyjarsýslum. „Undirtektir hafa verið afar jákvæð- ar og góðar og ekki útlit fyrir annað en af þessu verði,“ segir Gunnar Guðmundarson í Sveinungsvík sem ásamt Einari Guðmundssyni rekur fyrirtækið Búvís en þeir hafa boðið bændum í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði að kaupa áburð á góðum kjörum. Ætlunin er að flytja inn um 4000 tonn, eitt skip sem kemur með áburðinn frá Finnlandi beint inn á hafnir á Norðurlandi. Sparisjóður Suður-Þingeyinga er til í að fjármagna kaup bænda á þessum áburði og mun stofna sér- stakan áburðarkaupareikning fyrir bændur. Gunnar segir að bændur hafi liðna daga haft samband og skráð sig fyrir áburðarkaupum, en þetta er í fyrsta sinn sem Búvís flytur inn áburð og býður til sölu. Hann segir að sér sýnist sem Búvísmenn bjóði nokkru lægra verð en aðrir áburð- arsalar, eða um 10 þúsund krónum lægra verð á tonnið af algengum áburði. “Bændum hlýtur að þykja það nokkur kjarabót,” segir hann. Búvís hefur boðið bændum norð- an heiða, í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu, upp á áburð, enda fyrirhugað að honum verði skip- að upp á Akureyri og Húsavík. “En það er töluvert um að bænd- ur í Húnavatnssýslu og austan af Héraði haft haft samband og vilja taka þátt í þessu,” segir Gunnar, en við bætist þá flutningskostnaður sem hann segir nema um 3500 krónur til viðbótar fyrir tonnið flutt að norðan og austur á Hérað. Gunnar hvetur bændur sem vilja panta áburð fyrir vorið að hafa samband sem fyrst, en um eða fljótlega eftir helgi þurfi pant- anir að liggja fyrir. Verð og vöru- tegundir má finna inn á vefsíð- unni buvis.is, en verð eru án virð- isaukaskatts en með flutningi heim á hlað. Sparisjóður Suður-Þingeyinga býðst til að fjármagna kaup bænda á áburði með stofnun sérstakst áburðarhlaupareiknings og segir Ari Teitsson stjórnarformaður sjóðsins að lausafjárstaða sjóðs- ins sé góð, bændur séu stór hópur viðskiptavina hans og vanskil séu nánast óþekkt. “Okkur finnst hvíla á okkur sú skylda að tryggja rekstur og fjármögnun búanna og liður í því er að greiða fyrir bænd- um með áburðarkaup sín á þessu vori,” segir Ari. Hann segir að þegar Búvís hafi kynnt verð á sínum áburði hafi mikil óvissa ríkt um verð hjá öðrum áburðarsölum, en þeir riðu á vaðið fyrir nokkrum dögum. “Það voru engin verð komin fram þá, en látið mjög í veðri vaka að verð á áburði kynni að hækka umtalsvert. Mér sýnist þeir Búvísmenn bjóða hagstætt verð og betra en margir aðrir, því þótti okkur skynsamlegt að greiða fyrir því að bændur gætu fjármagnað þessi áburðarkaup. -MÞÞ Búvís mun flytja inn um 4000 tonn af áburði frá Finnlandi beint inn á norðlenskar hafnir Hagstætt verð og undirtektir bænda jákvæðar – Sparisjóður Suður-Þingeyinga býðst til að fjármagna kaupin Áburðarsalar bíða átekta Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir að í deiglunni sé að birta verðlistann en hann sé ekki til- búinn. Ekki sé ljóst hversu mikið hann hækki, en það muni ráðast af gengi íslensku krónunnar. Búið sé að semja um fjármögn- un á áburðarkaupum fyrir þetta ár og að áburðarbirgjar hafi ekki gert óeðlilegar kröfur varðandi greiðslur. Þá mun Fóðurblandan bjóða viðskiptavinum upp á greiðslusamninga eins og hingað til. Lúðvík Bergmann hjá Búaðföngum segir að birting áburðarverðlista sé væntanleg innan tíðar. Hann segir ljóst að verð muni hækka töluvert frá því í fyrra vegna gengisfalls íslensku krónunnarm en vill ekk- ert tilgreina nánar hversu mikil hækkunin verði. Hann segist reikna með því að það verði erf- itt að fjármagna áburðarkaupin en líklegt sé að bændur verði að sjá um þá hlið mála í samráði við sínar lánastofnanir. Hafdís Svein björnsdóttir, deildarstjóri áburðarsölu SS, segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum við Yara um áburðarkaup en verið sé að reyna að ljúka þeim. Ætlunin sé að birta verð eins fljótt og hægt er en SS ætlar að bjóða upp á sömu tegundir og í fyrra. Ati Teitsson og Aðalsteinn Baldursson á fundi Félags kúabænda í Suður- Þingeyjasýslu þann 3. febrúar sl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.