Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Ný Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði var vígð 10. febrúar sl. að viðstödd- um rúmlega 400 gestum. Bjarni Arason fyrrverandi nautgripa- ræktarráðunautur tók skóflu- stungu að húsinu í júlí 2007 en nautin verða flutt í nýju stöðina á næstu vikum. Stefán Ólafsson byggingarstjóri afhenti Haraldi Benediktssyni for- manni Bændasamtakanna lyklana að stöðinni sem þakkaði öllum þeim sem komu að byggingarfram- kvæmdunum fyrir vel unnin störf. Að svo búnu fékk Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri stöðvarinnar lyklavöldin en starfs- skilyrði hans og aðbúnaður nauta verður nú með töluvert öðrum hætti en í gömlu stöðinni á Hvanneyri sem lýkur nú hlutverki sínu. Sveinbjörn segir að nú gefist naut- griparæktinni mikil tækifæri að sækja fram. „Aðstaðan gjörbreyt- ist til hins betra. Nú getum við verið með 24 naut í sæðistöku og aukinn fjöldi kálfa í uppeldi gefur ræktunarstarfinu mikið svigrúm. Það er yfirlýst markmið okkar að auka sæðingar í nautgriparæktinni og við höfum hvatt bændur óspart í þeim efnum og minnka að sama skapi notkun heimanauta,“ segir Sveinbjörn og bætir við að með því að hafa kálfauppeldi og nautastöð- ina á sama stað verði hægt að ná aukinni hagkvæmni í rekstrinum. Teknir eru á bilinu 120 til 170 þús- und skammtar úr nautum á stöð- inni árlega og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna. Sveinbjörn segir að með nýrri og bættri aðstöðu séu vinnuferlar eins og best verð- ur á kosið og t.a.m. uppfylli stöð- in kröfur Evrópusambandsins um útflutning á nautasæði. Aðalmarkmið með byggingu nýju stöðvarinnar var að bæta aðbúnað og velferð gripa og vinnu- aðstöðu starfsfólks og auka rekstr- arhagkvæmni til lengri tíma. Þá uppfyllir stöðin nútímakröfur sem gerðar eru til starfseminar, m.a. um heilbrigði og sóttvarnir. Stöðin er byggð af miklum metnaði og ætlað að efla ræktunarstarf í nautgripa- rækt, treysta fagmennsku og bæta þjónustu við nautgriparæktina. Í nýju stöðinni er ráðgert að auka upplýsingaöflun um grip- ina og úrvinnslu úr þeim, auka lífssýnatökur og arfgerðargreina sæðinganaut og foreldra þeirra. Heildarbyggingarkostnaður verður um 180 milljónir króna en vegna gengisbreytinga og mikillar hækk- unar á byggingavísitölu fóru fram- kvæmdir nokkuð fram úr upphaf- legri fjárhagsáætlun. Landstólpi sá um yfirbyggingu hússins og Stefán Ólafsson hjá SÓ húsbyggingum var byggingarstjóri og sá jafnframt um sökkla og undir- stöður aðalhúss ásamt því að byggja einangrunarhús fyrir ungkálfa. Aðalhönnuður hússins er Magnús Sigsteinsson, Byggingaþjónustu BÍ, en verkfræðihönnun var á hendi Sæmundar Óskarssonar. Unnsteinn S. Snorrason starfs- maður BÍ sá um hönnun innrétt- inga og skipulags teikningar voru unnar af fyrirtækinu Landlínum í Borgarnesi. Raflagnahönnun var í höndum Rafteikningar ehf. og verktaki í raflögnum Glitnir ehf. Gunnar Guðmundsson sviðsstjóri ráðgjafarsviðs BÍ hafði umsjón með verkinu fyrir hönd verk- kaupa. Auk þessara aðila kom fjöldi verktaka að byggingu nýju Nautastöðvarinnar. Ný Nautastöð BÍ vígð í Borgarfirði Í tilefni af vígslu nýju Nautastöðvarinnar á Hesti þriðjudaginn 10. febrúar vilja Bændasamtök Íslands koma á framfæri alúðarþökkum til allra þeirra fjölmörgu, ekki síst mikils fjölda kúabænda víðs vegar af landinu, sem mættu og gerðu með því daginn og stundina að ógleymanlegum viðburði. Aðalbygging Nautastöðvar Stærð 1.305 fermetrar, þar af fjós 700 fermetrar og haug- kjallari 353 fermetrar sem er undir hluta hússins 24 stíur fyrir sæðistökunaut. Hver stía er tvískipt, 2,2 X 4,4 m, legupallur með gúmmímottu og helmingurinn flór 64 legubásar fyrir uppeldiskálfa Sæðistökurými er 62 fermetrar Rannsóknastofa Skrifstofa Fundarsalur og aðstaða fyrir starfsfólk Einangrunar stöð kálfa 98 fermetrar Pláss fyrir um 20 kálfa í hálmstíum Öryggisgeymsla fyrir sæðisbirgðir Nautgriparæktarfólk BÍ Frá vinstri Sæmundur Óskarsson, Magnús B. Jónsson, Gunnar Guðmundsson, Haraldur Benediktsson, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Berglind Ósk Óðinsdóttir og Magnús Sigsteinsson. myndir | ÁÞ/TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.