Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009
Nú þegar menningar- og tón-
listarhúsið á hafnarbakkanum
í Reykjavík stendur hálfkarað
með gapandi gluggum og alls
óvíst er hvort að það muni nokk-
ur tímann nýtast í annað en leik-
mynd fyrir hasarmyndir sem ger-
ast eiga í framtíðinni er ekki úr
vegi að velta fyrir sér hlutverki
bygginga í menningarmálum
yfirleitt. Á annari hverri þúfu úti
um sveitir landsins standa félags-
heimili sem sum hver voru byggð
af litlum efnum en með harðfylgi
og dugnaði sveitafólks sem lét sig
ekki muna um að gefa alla sína
vinnu og jafnvel ýmislegt fleira
til þess að koma menningar-
starfsemi sveitanna undir þak. Í
áratugi hafa þessi hús hýst menn-
ingarstarfsemi sem er órjúfanleg-
ur þáttur í í sögu lands og þjóðar.
Ef brot af þeirri menningu sem
landsmenn hafa notið í þessum
húsum myndi einhvern tíma enda
inni í menningar- og tónlistarhús-
inu ókláraða við höfnina myndu
allir góðir menn fagna því.
Mörg þessara félagsheimila
hýstu einnig skólastarfsemi og
gera jafnvel enn. Annars staðar
reistu menn glæsilegar skólabygg-
ingar þar sem ungmenni voru alin
á Íslandssögu Jónasar frá Hriflu og
skrifuðu stíla upp úr grænu bók-
inni.
En fólki í sveitum fækkar
jafnt og þétt og virðist afar erf-
itt að sporna gegn þeirri þróun.
Skólabyggingar, sem áður voru
yfirfullar af ungu fólki standa nú
víða auðar eða ákaflega fámenn-
ar. Fækkun í sveitum veldur líka
því að félagsstarfsemi, eins og til
að mynda leiklistarstarfsemi hefur
víða lagst af og mörg félagsheim-
ili standa nú lítt notuð lungann úr
árinu. Það er helst að ein og ein
erfidrykkja fari þar fram.
Ótrúlega fjölbreytt verkefni
En með breyttum aðstæðum koma
breyttir möguleikar. Fjölmörg
dæmi eru orðin um breytta notkun
félagsheimila og skólabygginga þar
sem skólahald hefur verið aflagt.
Einkaaðilar hafa ýmist keypt eða
leigt þetta húsnæði og víða er nú
stunduð blómleg atvinnu- og menn-
ingarstarfsemi í þessum bygging-
um á nýjan leik – bara með örlítið
breyttum formerkjum.
Bændablaðið forvitnaðist um
stöðu þessara mála úti um land-
ið með aðstoð ýmissa heimildar-
manna, meðal annars landshluta-
samtaka sveitarfélaganna. Kom þá
í ljós að ótrúlega víða hafa þessar
byggingar fengið nýtt hlutverk,
ekki síst á síðustu árum. Verkefnin
eru ótrúlega fjölbreytt og nægir þar
að nefna skólabúðir fyrir grunn-
skólanemendur, ferðaþjónustu af
margvíslegum toga, menningar-
miðstöðvar, lista- og handverks-
setur, safnastarfsemi af ýmsu tagi,
náttúrusetur, unglingaheimili og
sumarbúðir. Auk þess hafa ýmis
félagsheimili fengið upplyftingu
og eru nýtt sem menningarhús og
tónleikahús.
Menningarmiðstöð,
safnastarfsemi og þjónusta
Eitt dæmi um nýtt og breytt hlut-
verk félagsheimila er félagsheim-
ilið Snæfell á Arnarstapa sem byggt
var af Breiðavíkurhrepp og ung-
mennafélaginu Trausta árið 1950.
Félagsheimilið var selt á síðasta ári
til hjónanna Ólínu Gunnlaugsdóttur
og Kristins Jóns Einarssonar sem
hyggjast setja þar á fót menning-
armiðstöð og safn og þjónusta með
því bæði ferðafólk og íbúa á svæð-
inu. Ráðgert er að starfsemin fari í
fullan gang á komandi vori og segir
Ólína að þau hyggist meðal annars
stíla inn á umferð farþega skemmti-
ferðaskipa sem árlega koma til
Grundarfjarðar.
Ólína segir að undirbúningur
sé í fullum gangi til þess að hægt
verði að hefja starfsemi á komandi
vori. „Meiningin er að opna hér
menningar- og þjónustumiðstöð
fyrir ferðafólk og heimamenn líka.
Við hyggjum á heilsársstarfsemi
sem myndi sameina þetta tvennt.
Við ætlum okkur að halda hér uppi
menningarstarfsemi sem fyrst og
fremst myndi tengjast svæðinu
sjálfu, sem og safnastarfsemi. Ég
á allmikið safn af gömlum munum
sem tengjast svæðinu og jafnframt
umtalsvert magn skriflegra heim-
ilda sem ég hef safnað í gegnum
tíðina. Margir hafa jafnframt fært
mér muni og skjöl vegna þessa
áhuga míns og meiningin er nú að
koma þessu fyrir í Snæfelli til sýnis
fyrir heimamenn og ferðafólk. Við
höfum einnig hugsað okkur að hægt
væri að setja upp einhverjar þema-
sýningar sem að tengjast svæðinu
hér. Við myndum þá geta boðið upp
á pakkaferðir fyrir hópa þegar slík-
ar sýningar væru í gangi.“
Farþegar skemmtiferðaskipa
óplægður akur
Ekki er stefnt að því að bjóða upp á
gistingu eða slíka ferðaþjónustu að
sögn Ólínu en hins vegar hyggjast
þau hjón bjóða upp á greiðasölu.
„Það mun án efa þróast með þess-
ari starfsemi. Við erum talsvert að
horfa til skemmtiferðaskipanna.
Það koma tólf skemmtiferðaskip
til Grundarfjarðar og þau vantar
viðkomustaði. Þetta eru einhver
þúsund sem renna hér í gegn og í
raun vantar þetta fólk ekki bara
einhverja afþreyingu heldur vantar
bara lágmarksþjónustu eins og sal-
ernisaðstöðu. Það gæti farið mjög
vel saman að geta boðið upp á
léttar veitingar og svona þjónustu.
Sömuleiðis hyggjumst við bjóða
upp á að fólk hér í sveitinni geti selt
handverk og annan varning hér hjá
okkur.“
Ólína segist vonast til að hægt
verði að koma á fót vísi að bóka-
safni og skjalasafni að Snæfelli
samhliða annarri starfsemi. Hún
vonaðist jafnframt til þess að á vetr-
um, utan háannatíma, verði hægt að
bjóða fræðimönnum upp á aðstöðu.
„Við verðum trúlega í samstarfi
við Reykjavíkurakademíuna ef allt
gengur eftir.“
Hlutirnir þurfa ekki að kosta neitt
ofboð
Fjármögnun á starfsemi sem þess-
ari hefur oft verið auðveldari en
nú um stundir í efnahagslægðinni.
Ólína segir að þau hjón fjármagni
uppbygginguna úr eigin vasa og
hafa enn sem komið er ekki feng-
ið til þess neina styrki. „Við höfum
bara gert þetta með litlum tilkostn-
aði. Við búum vel að því leyti að
maðurinn minn er smiður og við
getum gert býsna margt sjálf. Við
höfum líka smá reynslu af því
koma svonalöguðu á fót, við eigum
og rekum Fjöruhúsið sem er kaffi-
hús sem við byggðum upp hér á
Hellnum þar sem við búum. Það
þarf nefnilega ekki alltaf óskaplega
mikla peninga til að koma svona
verkefnum á koppinn.“
Ólína segir að þau hjón ætli sér
að byggja upp starfsemina með
hægðinni. „Meiningin er að koma
á legg fjölbreyttri starfsemi og fjöl-
menningarlegri. Þarna er allt til alls,
salur og svið og það er hægt að vera
þarna með alls konar uppákomur.
Við viljum skapa vettvang sem fólk
getur nýtt sér. Vonandi verður líka
virðisauki af þessari starfsemi fyrir
svæðið og þarna skapast vonandi
störf þegar fram í sækir.“
Bændablaðið mun á næstunni fjalla
enn frekar um ný hlutverk félags-
heimila og skólabygginga um land-
ið. fr
JANÚAR-TILBOÐ!
B-Niewiado BE6317U
Flutningakerra 304 x 130 cm
Tilboðsverð með vsk. kr. 299.000
B-Niewiado A2532HTP
Vélafl utningavagn 300 x 150 cm
Tilboðsverð með vsk. kr. 494.265
B-Niewiado BE6317U
Flutningakerra 170 x 1,3 m
Tilboðsverð með vsk. kr. 118.960
CT 0080 Galvaniseruð
Flutningakerra 224x115x40 cm
Tilboðsverð með vsk. kr. 75.000
Ótrúlegt verð á kerrum
Zagroda fl aghefi ll Brettagafl arStoll blokkskerar Zagroda valtariTanco rúllugreipar
Warfarma sturtuvagnar HiSpec haugsugurBreviglieri pinnatætarar Örfáar notaðar dráttarvélar
á frábæru verði
Stoll ámoksturstæki
Allt á gamla genginu
Gæði á góðu verði
Ný menning – sömu hús
Félagsheimili og skólabyggingar
hafa víða fengið ný hlutverk
Fjölbreytt menningar- og atvinnustarfsemi er nú rekin þar sem börn lærðu
áður lexíur eða dansinn dunaði á sveitaböllum
Félagsheimilið Snæfell á Arnarstapa þar sem til stendur að opna menn-
ingar- og þjónustumiðstöð með vorinu.
Ritvélin sem blaðið Neisti var rit-
að með en blaðið var gefið út af
Mál fundafélagi Breiðuvíkurhrepps.
Rit vélin er einn þeirra muna sem
verða til sýnis í menningarmið-
stöðinn að Snæfelli.