Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Vinnufundur um DNA-ætternis- greiningar á íslenska hestin- um var haldinn 13. janúar sl. í Bænda höllinni í Reykjavík. Fyrir fundin um stóðu Bændasamtök Íslands og var tilgangur fundarins að finna bestu leiðir til að koma á samvinnu milli rannsóknarstofa milli landa og tryggja alþjóðlega samræmingu niðurstaðna. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar þeirra rannsóknarstofa sem eru byrjaðar að skila inn gögnum í WorldFeng, en ætlunin er síðan að fleiri rannsóknarstofur komi að verkefninu þegar tekist hefur að ná betur utan um það. Þátttakendur á fundinum í Reykjavík voru fulltrúar frá rann- sókn ar stofunum Prokaria (Matís) á Íslandi, Tilraunastöð HÍ á Keldum, SLU í Svíþjóð og Blod type- laboratoriet for heste í Danmörku. Jafn framt voru á fundinum Guð- laug ur Antonsson hrossaræktarráðu- nautur, Þorberg Þ. Þorbergsson, þró unarstjóri WorldFengs og Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtakanna, sem stýrði fundinum. Að sögn Jóns Baldurs tókst fundurinn vel og ljóst að áhugi á viðfangsefninu var mikill. Nokkrum málum var vísað til ársfundar FEIF í Hamborg 27. febrúar til 1. mars nk. til að fá fram skoðun ræktunarleiðtoga aðild- arlanda FEIF á ýmsum álitamálum sem fræðimennirnir vöktu máls á. Það verður síðan stefnt að öðrum fundi þangað sem fulltrúar rann- sóknarstofa í öðrum löndum verða boðaðir, sem hafa áhuga á samstarfi í samvinnu við aðildarfélag FEIF í viðkomandi landi. Kæri lesandi. Mörgum hverjum þykir plantan vallhumall kannski ekkert sér- staklega merkileg og jafnvel frekar lítilfjörleg þar sem hún rembist við að lífga upp á rykuga vegkanta víð- ast hvar um landið. En hreinan og safamikinn vallhumalinn má líka auðveldlega finna fjarri mengandi bílaumferð og nýta á ýmsa vegu okkur til ánægju og lækninga, enda ein af okkar gömlu og góðu nytja- jurtum. Latneska heiti vallhumals er Achillea millefolium. Samkvæmt Grasnytjum Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal frá 1783 voru þó önnur latnesk nöfn þessarar sömu jurtar í gangi og allt önnur eins og Tonacetum, Supercilium Veneris, Syngenesia og Polygamia super- flua en einnig Millefolium. En eins og við vitum þá voru hér áður fyrr oft í gangi mörg heiti yfir sömu jurt, bæði hér á landi og erlendis, allt þangað til samræming komst á í þessum málum fyrir einum hundr- að árum eða svo. Fyrir norskuna gefur Björn upp heitið jordhumle, á dönsku rællike og garbe og á þýskri tungu telur hann upp heit- in Tausendblatt og Schafsgarbe. Eitthvað finnst manni íslenska heit- ið vallhumall benda bæði til vaxt- arstaðar, eða vallanna, og eins til þess að jurtin hafi mögulega verið notuð til ölgerðar – humlarnir. Vallhumallinn er af körfublóma- ætt enda vaxa hvít (og stundum bleik) blómin saman í litlar körf- ur, en körfurnar mynda svo marg- ar saman blómsveip. Stöngullinn og blöðin eru frekar dökkgræn, með gráum blæ og loðin. Jurtin öll verður um 10-30 sentimetrar á hæð, vex um allt land í nánd við byggð, gjarnan í þurru graslendi eða sendnum jarðvegi og prýðir þess vegna gjarnan vegkanta eins og áður sagði. Vallhumall blómstr- ar í júní og fram í júlí og gott að safna jurtinni um það leyti sem hún er í fullum blóma. Þegar vallhumli er safnað er öll jurtin ofanjarð- ar tekin, skorin með hnífi nálægt jörðu. Hún er svo þurrkuð í vönd- um sem hengdir hafa verið upp á góðum stað og látnir hanga í um tvær vikur. Þá eru þeir teknir niður og fingrunum rennt eftir stöngl- inum þannig að þurrkuð blöðin og blómin detta af. Þau eru svo notuð og líka geymd eða bara geymd og svo notuð. Sem kryddjurt nýtist vallhum- allinn mjög vel. Það er feykilega gott að nudda lambasteikina upp úr þurrkaðri og mulinni jurtinni. Eins er vallhumall ljómandi góð tejurt og sem slík einnig lækningajurt, enda er hún dregin fram á mínu heimili þegar fólk er við það að fá hálsbólgu. Vallhumallinn er bæði þekkt og viðurkennd lækningajurt og skilst mér að þónokkuð margar rannsóknir hafi sýnt fram á jákvæð- an áhrifamátt hennar á okkur fólkið. Í Lítilli ritgjörð um nytsemi nokk- urra íslenskra jurta eptir ýmsa höf- unda sem Jón Jónsson garðyrkju- maður safnaði saman og var gefin út í höfuðstaðnum árið 1880 segir svo um vallhumalinn: „Jurt þessi styrkir, mýkir og dregur saman, hún er uppleysandi og blóðhreins- andi, bætir sinateygjur og stríðleika í líkamanum; hún er því góð móti alls konar blóðlátum, innantökum, þvagteppu, uppþembingi, mat- arólyst, hósta, gulu og alls konar innvortis bólgu.“ Hér er mælt með að drekka te af blöðum og blómstr- um jurtarinnar þrisvar á dag. Auk þess er því lýst hvernig gera megi smyrsl af jurtinni: „Maður tekur af blöðunum smásöxuðum 12 lóð, 24 lóð af nýju, ósöltuðu sauðasmjöri, sýður þetta saman um stund, síðan skal sía hið þunna frá, kreista vel úr því og geyma síðan.“ Fram kemur að smyrsl þetta eigi að vera sér- staklega gott til þess að græða sár og útbrot á hörundi. Einhvern tímann gerði ég mér þennan fína varasalva með því að hita kókosolíu upp í svona 60 gráður og setja mulinn vallhumal saman við. Leyfði þessu svo að storkna í litlu íláti. Þetta reyndist bara ljómandi vel á varirnar og í raun furðulegt að ég hafi ekki drifið í þessu aftur. En þá er líka hægt að nýta sér þær jurtaafurðir sem grasakonur landsins framleiða, eins og kremin frá Villimey og fleiri góðum. Í þeim leynist oftar en ekki vallhumall. Af þessum lýsingum getum við helst lært að nýta okkur vallhum- alinn enn betur og einnig að það, sem virðist svo ómerkilegt í veg- kantinum, leynir kannski örlítið á sér! Nytjajurtin vallhumall Vallhumall hefur grætt mörg sárin. Hér sést hann í fullum skrúða. Myndin sýnir útbreiðslu vallhumals á Íslandi árið 2008. Rauðu þríhyrning- arnir tveir eru staðir þar sem vallhumallinn vex eingöngu í nánd við jarð- hita. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Nú er góður tími til þess að líta eftir gömlum ráðum um ræktun. Í ritinu Atla, sem Björn í Sauðlauksdal lét upphaflega prenta í Hrappsey árið 1780, og hefur verið endurútgefið margoft eftir það, segir frá þeim verkum sem ganga þarf í allt eftir árstíðum. Í stuttum kafla um Þorrann sem nú er skrifar Björn: „Allt hvað þú geymir af lifandi ávöxtum innanhúss þarf nú meiri vöktun en fyrri part vetrar og því meiri sem á líður fram til sumarmála að það skemmist ekki af frosti eða hita, slaga eða ofþurrki. Til að gjöra góðan sáðreit er nú hænsnaskarn besti áburður, sé það borið þriggja þumlunga þykkt yfir hann og rigni þar niður til sáðtímans að vori.“ Gangi ykkur vel með þetta hvort tveggja! Alþjóðlegt samstarf um DNA-ætternisgreiningar á íslenska hestinum Á myndinni má sjá frá vinstri: Elin Sørensen frá Blodtypelaboratoriet for Heste í Danmörku, Sigríður Hjörleifsdóttir og Alexandra M. Klonowski frá Prokaria (Matís), Guðlaugur Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt (BÍ), Þorberg Þ. Þorbergsson, þróunarstjóri WorldFengs (BÍ), Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WorldFengs (BÍ), sem stýrði fundi, Magdalena Hoveklint, Heimir Gunnarsson, Anna Sahlander og Lotta Hegardt Witt frá Svenska Islandshästförbundet (SIF) í Svíþjóð og Vilhjálmur Svansson frá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Á myndina vantar Kristinn Ólafsson frá Prokaria (Matís) og Sofiu Mikko frá SLU en hún tók þátt í fundinum í gegnum síma. Bolli í Laufás Valnefnd í Laufásprestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi, ákvað á fundi í byrjun febrúar síðastliðnum að leggja til að sr. Bolli Pétur Bollason yrði skipaður sóknarprestur í Laufásprestakalli. Sex umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. mars næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd er skip- uð níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Þingeyjarprófastsdæmis. Bolli Pétur Bollason lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2000. Hann var vígður prestur til Seljaprestakalls 2002 og hefur þjónað þar síðan.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.