Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009
Á síðasta Búnaðarþingi var sam-
þykkt ályktun þar sem skorað
var á ráðherra að skipa starfshóp
til að finna leiðir til að tryggja
varðveislu góðs ræktarlands til
framtíðar.
Á dögunum skipaði Einar
Kristinn Guðfinnsson, fráfarandi
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, nefnd um landnýtingu. Er
henni ætlað að vinna út frá ályktun-
inni og taka á þeirri umræðu hvort
breytt búskaparform í sveitum með
frístundabyggð, skógrækt og ann-
ars konar landnýtingu en verið
hefur, geti á einhvern hátt ógnað
hefðbundnum landbúnaði. Nefndin
tæki einnig til skoðunar þau sókn-
arfæri sem geta gefist í landbúnaði
á komandi árum – t.a.m. með hlýn-
andi loftslagi.
Er hægt að framleiða nóg
af hveiti?
Ein af þeim hugmyndum sem farið
hefur á flug varðandi landnýting-
armál, er hvort ekki megi stórauka
hveiti- og kornræktun á Íslandi
– ekki síst vegna sjónarmiða sem
varða fæðuöryggi þjóðarinnar og
innlenda verðmætasköpun í land-
búnaði. Ólafur Eggertsson, bóndi
á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum,
situr í áðurnefndri nefnd um land-
nýtingu. Hann hefur ákveðnar
skoðanir á þessum málum og telur
Íslendinga búa yfir miklum mögu-
leikum í jarðrækt. Talað hefur verið
um að til þess að anna eftirspurn
Íslendinga eftir hveiti þurfi um
7000 ha lands.
„Við höfum verið að skoða þessa
möguleika allt frá því að við fórum
að byrja að þróa hveitiræktunina,
fyrir um 6 árum. Þá höfum við
stuðst við þekkingu okkar úr korn-
ræktinni sem við höfum reynslu af
frá árinu 1960. Það má segja að enn
sé þetta á tilraunastigi hjá okkur en
í dag eru um 15 ha af vetrarhveiti
í jörðu; hérna á Þorvaldseyri, á
Skógasandi og í Drangshlíð. Það
eru engar áætlanir í gangi um að
stórauka hveitiræktunina og þetta
er ekki beinlínis á verksviði nefnd-
arinnar þó vissulega sé líka verið að
skoða möguleika landsins í ræktun
til framtíðar. Þá er aðallega verið að
hugsa um að það sé komið að því
að fylgja eftir kröfum um að góð
ræktunarlönd verði tekin frá fyrir
matvælaframleiðslu til framtíðar og
byggja þannig undir matvælaöryggi
þjóðarinnar,“ segir Ólafur.
Kallað eftir auknum rannsóknum
Það er einna öruggast að rækta hveiti
hér undir Eyjafjöllum og það verður
því að passa upp á allra besta landið,
vegna þess að þessi tegund ræktunar
er þrátt fyrir allt alveg á mörkum
þess að þrífast hér. Hér er líka mild-
asta veðráttan, en það er örugglega
dálítið langt í að við framleiðum allt
það hveiti sem Íslendingar þurfa.
„Með ennþá meiri rannsóknum
og kynbótum á hveiti væri hægt að
gera hveitiræktina öruggari,“ segir
Ólafur við þeirri spurningu hvort
ekki þurfi að móta opinbera stefnu í
þá átt að Ísland verði sjálfu sér nægt
í hveitiframleiðslu í framtíðinni. „Ég
held að Bændasamtökin, landbún-
aðarráðuneytið, Landbúnaðarháskóli
Íslands og stjórnvöld verði að taka
höndum saman um að móta slíka
stefnu. Það er ljóst að við þurfum
aðstoð fræðimanna og stofnana til
að hjálpa okkur í þessari ræktun.
Það þarf að bæta rannsóknir og gera
þær markvissari fyrst og fremst, ekki
ósvipað því sem gerst hefur með
kornið. Það þyrfti þannig að finna
ennþá betri yrki en við erum að nota
og síðan yrðu þau kynbætt.“
Góður árangur
með íslenska byggið
„Við höfum séð mjög góðan árangur
með byggið á undanförnum miss-
erum og við stöndum núna alla daga
í því að flokka og mala bygg og
hveiti. Þökk sé frábæru markaðsátaki
sem við fórum í með Landssambandi
bakarameistara, ásamt Kornaxi.
Við þurfum líka að þróa meiri
hagkvæmni í vinnslu í þessari grein,
kornbændur verða t.a.m. í meira
mæli að sameinast um þurrkstöðvar.
Í haust voru þurrkuð um 200 tonn
af byggi af Skógasandi, Drangshlíð
og hveiti frá Þorvaldseyri.
Drangshlíðarbúið reisti kornhlöðu
í Drangshlíð og þar var komið fyrir
þurrkaðstöðu. Aðstaðan þar er góð
og var bætt við búnaði til flokkunar
og mölunar á korni. Byggmjölið er
sett í 40 kg sekki sem fer í bakaríin.
Heilhveiti og byggmjöli er pakkað í
kílóapakkningar á Þorvaldseyri þar
sem búið er að koma upp aðstöðu
til þess. Byggið er afhýtt og malað
í steinmyllu sem skilar um 300 kg af
möluðu korni á klukkustund.“ Ólafur
segist hafa átt þessar vélar og ákveð-
ið að stilla þeim upp í Drangshlíð til
að prófa hvort þetta myndi ganga
upp þannig. „Nú hefur það komið í
ljós að þetta virkar og viðtökur hafa
verið góðar. Um 8 tonn eru farin frá
okkur síðan við gangsettum möl-
unina í Drangshlíð þann 18. jan-
úar,“ segir hann. ,,Matís hefur gert
viðamiklar rannsóknir á íslensku
byggi til matvælaframleiðslu, sem
staðfesta að um gott og hollt hráefni
sé að ræða.“
Mikilvægt að halda
frumvinnslunni í héraði
Ólafur segist hafa þá staðföstu trú að
halda eigi þessum verkþætti í sveit-
inni. „Við höfum samið við Kornax
sem dreifingaraðila. Þessa dagana er
verið að dreifa kílóapakkningum í
verslanir um landið.“
Hann segist ennþá vera einn
íslenskra bænda með íslenskt hveiti
í framleiðslu. ,,Við erum með um
14 tonn núna á lager sem við erum
að vinna úr. Það var ræktað hér á
Þorvaldseyri en þurrkað og geymt í
Drangshlíð. Við tókum þá ákvörðun
í desember að vera þar með hreins-
un og mölun til að halda þeim þætti
aðskildum þar sem um matvöru er
að ræða.“
Spennandi vinna framundan í
nefnd um landnýtingu
„Það er gott að fá tækifæri til að
starfa í þessari nefnd og ég mun auð-
vitað beita mér fyrir því að benda á
möguleikana í hveiti- og byggrækt
á Íslandi á þeim vettvangi. Þá er
hér gríðarlegt landflæmi ónotað; ég
myndi kannski segja að það væru
um 20 þúsund ha sem væri hægt að
breyta í hveiti- og/eða kornrækt-
arlönd með litlum tilkostnaði undir
Eyjafjöllum og í Landeyjum. Á
þessu svæði eru mildir vetur sem
gefa ákjósanleg skilyrði til korn-
ræktar.“
Ólafur segir að yfirstandandi
vetur hafi verið mjög hagstæður;
mildur og ekki yfir neinu að kvarta.
Algjörlega klakalaus jörð var undir
Eyjafjöllum þegar Bændablaðið
ræddi við Ólaf í byrjun þorra.
-smh
Frá gangsetningu vélanna í Drangshlíð þann 18. janúar. Settar voru upp
þrjár vélar til að hreinsa, afhýða og mala hveiti og bygg. Afhýðunarvélin er
frá RALA en myllan og hreinsunarvélin komu frá Þorvaldseyri. Þurrkararnir
eru á bak við Ólaf.
Ólafur Eggertsson ræðir korn- og hveitirækt og framtíðarmöguleika
Byggið slær í gegn − hveitið næst á dagskrá?
Iðjagrænt vetrarhveitið á Þorvaldseyri í
byrjun þorra. mynd | Ólafur Eggertsson
Jónatan Hermannsson, til-
raunastjóri Landbúnaðarháskóla
Íslands á Korpu, segir að til sé
tvenns konar hveiti; vorhveiti,
sem sáð er að vori eins og byggi,
og hausthveiti (vetrarhveiti), sem
sáð er síðsumars og lifir veturinn
af. Vorhveiti þurfi mun lengri
sprettutíma en bygg og skili ekki
þroskaðri uppskeru hér nema
hugsanlega í einstöku góðæri.
Vetrarhveiti nýti hins vegar vaxt-
artímann allan frá fyrstu hlýindum
í apríl og hefur skilað þroskaðri
uppskeru ár eftir ár á Þorvaldseyri.
En með vetrarhveitinu komi nýr
áhættuþáttur í ræktunina, sem sé
vetrarþolið.
„Við höfum ekki lagt mikla
áherslu á hveitið, en þó gert tilraun-
ir þrisvar síðasta áratug, bæði hér á
Korpu og víðar. Öll árin kól hveit-
ið til stórskemmda hér á Korpu.
En syðst á landinu, eins og undir
Eyjafjöllum, eru vetur svo mildir
að hveitið lifir flesta vetur áfalla-
laust. Möguleikarnir á að stórauka
framleiðslu á íslensku hveiti eru
fyrir hendi þar eystra, en ég sé fyrir
mér að það gerist hægt og sígandi.
Ég sé ekki fyrir mér byltingu,“
segir Jónatan. „Hveitiræktun á
Íslandi er á frumstigi og því hefur
gæðamat á íslenska hveitinu ekki
farið fram, en það ber þó að taka
fram að hveitið frá Þorvaldseyri
hefur reynst prýðilega til bakst-
urs.“
Jónatan vinnur um þessar
mundir að því að búa til byggyrki
sem mun haga sér eins og hveiti
að því leyti að hýðið fellur af við
þreskingu. Til manneldis er ein-
göngu notað afhýtt bygg eða þá
hýðislaust. „Hýðislausa byggið
gæti komið til notkunar eftir um
fjögur ár. Sem stendur þarf að
afhýða byggið í sérstakri vél áður
en það er malað og er það talsverð
aukavinna og fyrirhöfn,“ segir
Jónatan.
Hann telur að í nánustu framtíð
muni hveitikynbætur snúast um
að bæta vetrarþol vetrarhveitisins.
„Sem stendur þolir hveitið ekki
veturinn nema þar sem frost eru
vægust, eins og undir Eyjafjöllum
og í Austur-Landeyjum. Ég sé fyrir
mér að farsælast sé að þróa þetta
í smáum skrefum að því takmarki
að auka smátt og smátt hlutdeild
íslenska hveitisins á innlendum
matvörumarkaði.“
Möguleikarnir á stóraukinni
hveitiframleiðslu fyrir hendi
– segir Jónatan Hermannsson,
tilraunastjóri LbhÍ á Korpu
Pökkunaraðstaðan á Þorvaldseyri.