Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Ein af nokkrum jörðum með nafnið Dalsmynni er að finna á sunnanverðu Snæfellsnesi. Guðmundur og Margrét, foreldr- ar Svans, kaupa Dalsmynni árið 1948. Svanur kom inn í búskap- inn árið 1974 og tekur alfarið við, ásamt Höllu konu sinni, árið 1988. Atli Sveinn sonur þeirra kom svo inn í búskapinn 2001 þegar hann útskrifast frá Hvanneyri og í kjölfarið stofnað sameignarfélag um reksturinn. Í Dalsmynni hefur lengst af verið blandaður búskap- ur, kýr, kindur og hross. Árið 2004 var ákveðið að breyta nýlegum fjárhúsum í lausagöngufjós með mjaltagryfju og um leið fækkaði fénu töluvert enda ekkert fjár- hús lengur til staðar. Fékk féð til afnota hluta af flatgryfju og hlöðu og er þar á taði. Atli náði sér svo í tamningakonu, Guðnýju Lindu Gísladóttur frá Hömluholti í sömu sveit. Dalsmynni sf. heldur úti öfl- ugri heimasíðu: www.123.is/dals- mynni. Býli? Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi Snæfellsnesi. Staðsett í sveit? Er um það bil mitt á milli Borgarness og Stykkishólms á sunnanverðu Snæfellsnesi ca 45 km frá hvorum stað. Þjóðvegur 54 ligg- ur í gegnum niðurlandið og veldur töluverðu óhagræði þegar reka þarf kýr yfir tvisvar á dag og lambfé niður fyrir á vorin. Ábúendur og fjölskyldustærð? Svanur Guðmundsson og Halla Guðmundsdóttir eru eldra settið og Atli Sveinn Svansson og Guðný Linda Gísladóttir það yngra. Svanur og Halla eiga 4 börn, sú yngsta í framhaldsskóla. Hjá þeim búa í augnablikinu 5 Border Collie smala- hundar og svo kötturinn Púki. Atli Sveinn og Guðný Linda eiga Aron Sölva, 5 mán., 2 Border Collie hunda, 1 minkahund og köttinn Maximus Bjart. Stærð jarðar? Dalsmynni er u.þ.b. 800 ha, u.þ.b. helmingur vel gróið fjalllendi en niðurlandið að mestu gott mýrlendi. Ræktað land um 80 ha. Á hverju ári er brotið nýtt land til ræktunar, fyrst undir bygg og síðan lokað með grasfræi. Tegund býlis? Aðallega er um mjólkurframleiðslu að ræða, en einnig aðeins sauðfjár- rækt með. Hrossaræktin vaxandi og gæti farið úr böndunum. Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkurkýr 50, annað eins af kvíg- um á öllum aldri. Féð um 150, 8 hundar í augnablikinu, (7 smala- hundar og 1 minkahundur) 20 íslenskar landnámshænur, 2 kettir og nokkur hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig í Dalsmynni? Hann byrjar á mjöltum og endar yfirleitt líka á þeim, reyndar er skot- ist í fjósið fyrir svefninn til að líta yfir kúahópinn og bjóða góða nótt. Flestar kýr bornar núna svo minna er um næturferðir. Á þessum tíma er orðið rólegt, svo þegar viðrar er vélsleðinn brúkaður óspart, stund- aðar hundatamningar og jafnvel skroppið á hestbak. Á vorin er það jarðvinnslan, sauðburðurinn og grenjavinnslan, heyskapur og girð- ingarvinna á sumrin og kornþresk- ing að hausti. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Jarðvinnsla og heyskapur er alltaf ofarlega á listanum, enda mikilvægt að hafa góð tún í góðri rækt svo skepnurnar þrífist vel. Korni er sáð í 15-18 ha., grænfóðri og grasfræi í 5-10 ha. á ári. Það fylgir líka alltaf smá spenningur þegar kýrnar bera og sjá hvort það kemur naut eða kvíga í heiminn, en þær byrja í sept- ember og eru flestar búnar í janúar. Heyskapur í bleytutíð er svo frekar leiðinlegur, og dreifing búfjáráburðarins er nú aldrei neitt tilhlökkunarefni, en oftast er nú hægt að finna eitthvað skemmtilegt við öll bústörfin. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár ? Ætli menn haldi ekki að sér hönd- um þar til ástandið lagast aðeins í þjóðfélaginu, en helmingsstækkun á fjósinu, fjölga kúnum og koma upp betri aðstöðu fyrir kálfa og kvígur er efst á óskalistanum. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Svanur var mjög virkur áður en hann sneri sér að skemmtilegri áhugamálum. Þó bændur hér séu ekki mjög virkir fylgjast menn með og ýmist bölva í hljóði eða þakka − svona eftir því sem við á. Ekki alltaf þakklátt starf að vera í bændapólitíkinni frekar en annarri pólitík. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Ef „rétt“ verður á málum haldið ætti landbúnaðurinn að hafa alla burði til að ganga vel. Allir bændur, sama hvaða grein þeir stunda, þurfa að taka höndum saman og láta sínar skoðanir heyrast. Græn stóriðja er mun umhverfisvænni en ýmis önnur stóriðja. Hver teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við gætum komist langt á hreinni náttúru, lömb sem ganga frjáls á fjöllum og kúm sem leika við hvurn sinn fingur. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, vöfflu- eða skonsudeig (heimagert) og ostur (yngra liðið). Skyr, alvöru álegg, ávextir, vatn og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lamba- og hrossakjöt er ofarlega á listanum. Eftirminnilegast atvikið við bústörfin? Fara úr gamla básafjósinu í lausa- göngufjósið og þegar byggþurrk- arinn var reistur. 2 7 1 1 2 6 9 5 8 6 4 3 8 6 5 4 1 9 5 8 9 3 9 3 5 7 6 2 7 1 3 5 6 3 4 8 1 4 8 9 8 6 4 6 5 7 5 2 6 9 7 9 8 2 9 7 4 4 3 2 1 5 8 1 2 3 4 5 7 1 3 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Fiskisæla með ofnbakaðri kartöflumús Það fylgir því sérstaklega ljúf tilfinning að borða nýjan og vel matreiddan fisk á góðum degi með bragðgóðu meðlæti. Það sem er líka svo skemmtilegt við matreiðslu á fiski er hversu auð- veld hún er að öllu jöfnu. Hér fylgir því uppskrift að himnesk- um fiskrétti með kavíar-, dill- og graslauksblöndu sem gott er að bera fram með rjúkandi heitri ofnbakaðri kartöflumús. Kavíar- og dillfiskur 500 g fiskflök, t.d. þorskur 2 msk. hveiti 3 ½ dl mjólk 1 fiskiteningur 2 msk. rjómi 3 msk. kavíar salt pipar 2 msk. hakkað dill 2 msk. hakkaður graslaukur Aðferð: Hrærið hveitið vel saman við mjólkina í stórum potti. Bætið fiskiteningnum við ásamt rjóma og kavíar. Látið suðu koma upp á sós- unni um leið og hrært er í. Skerið fiskinn í bita, bætið út í sósuna og látið sjóða í nokkrar mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Stráið dilli og graslauk yfir og berið fram. Ofnbökuð kartöflumús 1 hvítlauksrif pipar salt 1 kg kartöflur 100 g smurostur 2 msk. smjör 1 dl rjómi 1 dl niðurskorinn púrrulaukur vatn 200 g camembert eða brie steinselja eða timjan Aðferð: Skrælið kartöflurnar og skerið þær í bita. Sjóðið í léttsöltu vatni. Skerið utan af ostunum og skerið þá í bita. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hvítlauk og púrrulauk. Hellið vatninu frá kartöflunum og stappið þær vel og vandlega. Hellið hvítlauknum og púrrulauknum, salti, pipar, rjóma og ostunum í. Smyrjið eldfast mót og hellið blöndunni í það. Hitið í ofni við 225°C í 15 mínútur. Skreytið með steinselju eða timjan. ehg MATUR Bærinn okkar Dalsmynni, sunnanverðu Snæfellsnesi Atli Sveinn Svansson og Guðný Linda Gísladóttir. Svanur Guðmundsson og Halla Guðmundsdóttir. Kavíar- og dillfisknum er bætt út í sósuna eftir að hún hefur náð suðu og fal- legt er að skreyta fiskinn með dilli og graslauk áður en hann er borinn fram.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.