Bændablaðið - 23.09.2010, Side 28

Bændablaðið - 23.09.2010, Side 28
12 | ÖRÆFANETIÐ Milli sanda Öræfasveit er stundum kölluð sveitin milli sanda, þ.e. Skeiðarársands í vestri og Breiðamerkursands í austri. Skeiðarársandur nær frá Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu yfir í Öræfasveit í Austur-Skaftafellssýslu. Um hann renna margar jökulár og mest þeirra var Skeiðará. Brúin yfir hana er sú lengsta á landinu, 904 m, vígð árið 1974. Breiðamerkursandur var áður gróinn og kemur nafnið af höfuðbólinu Breiðá sem talið er að hafi verið vestan við svo- kallaðar Nýgræður. Jörðin fór undir jökul um aldarmótin 1700. Á Breiðá bjó Kári Sólmundarson ein helsta hetja Njálu- sögu. Sker sem er tiltölulegu nýkomið undan jökli hefur nú verið skírt Kárasker eftir þessari fornu hetju. Þægileg setustofa, bað og hvíldaraðstaða með heitum potti, gufubaði og sturtum. Allt sameiginlegt rými er skreytt með íslenskri nútímamyndlist. Hofi-Öræfum | sími: 478-2260 | fax: 478-2261 | www. frostogfuni.is | hof@frostogfuni.is Þægindi og góður aðbúnaður Sveitahótel með 37 herbergjum staðsett miðja vegu milli þjóðgarðsins í Skaftafelli og Jökulsárlóns. Ferðir í friðlandið í Ingólfshöfða hafa átt vax- andi vinsældum að fagna undanfarin ár. Það var Sigurður Bjarnason bóndi í Hofsnesi sem byrjaði árið 1991 að bjóða ferðafólki upp á ferðir út í höfðann á heyvagni sem var hengdur aftan í dráttarvél. Í dag er það hins vegar sonur hans Einar Rúnar sem hefur tekið við rekstrinum og sem aðalleiðsögu- maður í Ingólfshöfðaferðunum og nýtur við það dyggrar aðstoðar konu sinnar Matthildur Þorsteinsdóttur. Nú hefur þriðja kynslóðin bæst við þar sem sonur þeirra Aron er einnig farinn að taka virkan þátt í starfinu. Enn sem fyrr er notast við dráttarvélar og sérútbúna vagna til að flytja ferðafólkið út í höfðann. Frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu „Þetta var mikið frumkvöðlastarf þegar pabbi byrjaði með ferðirnar út í Ingólfshöfða. Hann var þá tiltölulega ný hættur með fjárbúskap og þetta var hans leið til að skapa sér verk- efni og afla tekna. Þegar Einar sá hve frum- kvæði föður hans í ferðaþjónustu gekk vel ákvað hann að fara sjálfur af stað með fjalla- leiðsögn árið 1994 meðfram störfum sínum sem landvörður í Skaftafelli. „Þegar umsvifin hjá pabba héldu áfram að aukast og hann að eldast þá endaði á því að ég fór með honum í þetta sem aðalstarf á sumrin en hélt þó áfram að sinna fjallaleiðsögninni meðfram. Ég tók síðan við af föður mínum sem aðal- leiðsögumaður í Ingólfshöfða ferðunum 2000/2001.“ Ferðatímabilið út í Ingólfshöfða er þrír og hálfur til fjórir mánuðir frá byrjun maí og fram yfir miðjan ágúst. Í sumar var farin ein ferð alla daga vikunnar nema sunnudaga af sandinum fyrir neðan Hofsnes kl. 12:00. Að sögn Einar voru það fyrst og fremst hópar með fararstjóra sem fóru í þessar ferðir í upphafi en nú hefur þetta snúist við og í dag eru einstaklingar sem skipuleggja sínar ferðir sjálfir í gegnum Internetið í miklum meiri- hluta. Einar segir að sumarið hafi verið mjög gott og gerir ráð fyrir að næsta sumar verði einnig gott ef ekki verða einhver meiriháttar áföll alþjóðlega. „Það er ljóst að gengi krón- unnar hefur orðið til þess að erlendir ferða- menn eyða meiru og nýta sér afþreyingu eins og þessa í ríkari mæli en áður.“ Viðkvæmt lífríki lundans Að sögn Einars er það fyrst og fremst lund- inn sem fólk hefur áhuga á að skoða í Ing- ólfshöfðaferðunum og hann er yfirleitt farinn upp úr miðjum ágúst. Einar segist ekki hafa skynjað dramatískar breytingar á lundavarp- inu í Ingólfshöfða á sama hátt og gerst hefur í Vestmannaeyjum þar sem skortur á æti ógnar tilveru lundans. Hann segir hins vegar að svo virðist sem að ekki megi mikið út af bregða til að það sé nóg af æti fyrir lundann í höfðanum. „Ég tók eftir því í fyrsta skipti í sumar að dauðar pysjur voru við holur í höfðanum einn daginn. Þá var búið að vera mjög slæmt veður og úfinn sjór í nokkra daga og kannski hefur það dugað til þess að lundinn náði ekki að afla nægrar fæðu. Skúmurinn og langvían virðast hins vegar lifa ágætu lífi í Ingólfshöfða,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi í Hofsnesi. www.oraefaferdir.is Það er ljóst að gengi krón- unnar hefur orðið til þess að erlendir ferðamenn eyða meiru og nýta sér afþreyingu eins og þessa í ríkari mæli en áður. Einar Rúnar Sigurðsson ferðaþjónustubóndi segir lundann enn lifa góðu lífi í Ingólfshöfða þótt vís- bendingar séu um að ekki megi mikið út af bregða með fæðuframboð. Ferðir á opnum vagni í friðlandið í Ingólfshöfða hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal ferðafólks undanfarin ár. Friðlandið í Ingólfshöfða: Lundinn er að al að dráttar aflið

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.