Bændablaðið - 23.09.2010, Page 30

Bændablaðið - 23.09.2010, Page 30
14 | ÖRÆFANETIÐ Þórbergssetur á Hala í Suðursveit var opnað í byrjun júlí 2006 til minningar um ævi og störf Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Í Þór- bergssetri eru sýningar, helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs. Þar er fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús. Aðalsýning setursins tengist ævi og verkum Þórbergs og sögu þjóðarinnar á hinum ýmsu æviskeiðum skáldsins. Sýningin um Þórberg hefur vakið mikla at- hygli en hún er sambland af fræðslu- spjöldum og safni og er meðal annars gengið inn í leikmyndir þar sem leitast er við að ná andblæ liðinna ára um leið og gestir njóta lýsinga meistarans sem leiðsögn um svæðið. Gestum er m.a. boðið upp á loft í fjósbaðstofunni á Hala, eins og hún var á uppvaxtarárum Þórbergs, en einnig inn á skrifstofu Þórbergs á Hringbraut 45 í Reykja- vík. Fjölbreytt sýning Auk sýningarinnar um Þórberg eru breyti- legar sýningar á Þórbergssetri á hverjum tíma. Undanfarið hefur verið uppi sýningin Leyndardómar Suðursveitar, sögusýning um Papa og fyrstu búsetu manna á Suð- austurlandi. Sýningin er hluti af verkefninu Söguslóð á Suðausturlandi og í tengslum við sýninguna verður í haust haldið málþing í Þórbergssetri. Þar munu erlendir fræðimenn fjalla um siglingar fyrr á öldum og um Papa og þá sem fyrir voru í landinu þegar nor- rænir menn námu hér land. Í sumar hefur einnig mátt skoða sýninguna Fjallasýn, sem er samstarfsverkefni Þórbergsseturs og Skriðuklausturs í Fljótsdal. Þar er fjallað um viðhorf til fjalla og óbyggða í gegnum ald- irnar og er uppistaða sýningarinnar málverk og textar um efnið auk mynda sem varpað er á stóran vegg. Á Þórbergssetri er sýnd málverk af Öræfajökli en á Skriðuklaustri eru það málverk af Snæfelli og Herðubreið. Ný vídd opnaðist Þorbjörg segir að með opnun Þórbergsseturs hafi bæst ný vídd í íslenska ferðaþjónustu um leið og setrið styrki ferðaþjónustuna sem fyrir var á svæðinu. Tengingin við verk Þór- bergs og frásagnir Steinþórs á Hala hafi legið beint við og verið mjög aðgengileg. „Hér á Hala erum við með menningartengda ferða- þjónustu þar sem við tökum á móti fólki að íslenskum sveitasið og segjum frá staðnum, búskapnum og því sem hér er að gerast. Hér hefur sama fjölskyldan búið kynslóð fram af kynslóð og þekking á umhverfinu og nátt- úrunni er mikil. Þessa ríku alþýðumenningu reynum við draga fram þegar við kynnum sérstöðu svæðisins“. Þorbjörg segir að til þessa hafi erlendir ferðamenn fyrst og fremst verið að sækjast eftir náttúruupplifun en þeir sýni nú í sívaxandi mæli áhuga á að kynnast menningunni. Ljósleiðarinn er bylting „Koma ljósleiðarans hingað er algjör bylting í búsetuaðstæðum hér. Möguleikar til að nýta netið eru nú orðnir sambærilegir við það sem best gerist á suðvestur horninu og í fyrsta skipti eftir að RÚV hóf útsendingar erum við loksins farin að sjá í sjónvarp al- mennilega og getum nú valið um fjölda stöðva. Ég sé fram að nú gætu opnast möguleikar til að skapa hér störf fyrir fólk sem getur unnið í gegnum netið, óháð bú- setu,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðu- maður Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit. www.thorbergssetur.is Hús Þórbergsseturs vekur vissulega athygli þeirra sem leið eiga um þjóðveginn þar sem það blasir við eins og risavaxin bókahilla með bókum meistarans. Þórbergssetur í Suðursveit: Ný vídd í íslenskri ferðaþjónustu Þorbjörg í skrifstofu Þórbergs á Hringbraut 45 sem hefur verið endurbyggð í Þórbergssetri á Hala. Koma ljósleiðarans hingað er algjör bylting í búsetuað- stæðum hér. Möguleikar til að nýta netið eru nú orðnir sam- bærilegir við það sem best ger- ist á suðvestur horninu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.