Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 20116 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0399 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Betri ráðgjafarþjónusta Er siðblindan algjör? LEIÐARINN Það hlýtur að vera rannsóknarefni hvað pólitíkusar eru lengi að átta sig á og bregðast við kröfum þess samfélags sem kaus þá til ábyrgð- arstarfa. Þó liðin séu nákvæm- lega þrjú á frá efnahagshruninu á Íslandi er enn eins og fjölmargir þingmenn hafi ekkert áttað sig á hvað var að gerast. Strax við hrunið komu upp háværar kröfur frá fólkinu í landinu um breytingar. Búsáhaldabyltingunni auðnaðist að hrekja þáverandi ríkis- stjórn frá völdum. Við tók ríkisstjórn sem hefur hamast við það allar götur síðan að endurreisa gamla sukkið. Fjármunum almennings hefur verið ausið í allt of stórt bankakerfi sem auk þess hefur verið veitt skotleyfi á almenning með sérstakri reglugerð viðskiptaráðherra um afturvirkan vaxtaútreikning. Auðvitað hafa bankarnir gripið blessun ríkisstjórnarinnar fegins hendi og láta nú Hæstaréttardóma um ólögmætar lánveitingar sem vind um eyru þjóta. Íslandsbanki fékk í nafni Glitnis á sig dóm frá Hæstarétti Íslands þann 20. október. Þar þótti dómurum sérstök ástæða að taka fram að bankinn hafi reynt að þröngva lántaka til greiðslu á láni sem „..þótt samningurinn væri nefndur fjár- mögnunarleigusamningur væri það heiti nafnið tómt.“ Þrátt fyrir þessa niðurstöðu heldur bankinn áfram að láta sína lögfræðinga senda út stefnur á fólk vegna slíkra samninga. Það þýðir væntanlega að þessi banka- stofnun er bæði að sýna Hæstarétti og almenningi í þessu landi fingurinn og fullkomna lítilsvirðingu. Það er því ekkert skrítið að þegar almenningur er spurður um hvað hann myndi kjósa ef kosið væri nú til Alþingis að efst á blaði er eng- inn stjórnmálaflokkur. Þar tróna Hagsmunasamtök heimilanna með yfirgnæfandi stuðning, þrátt fyrir að þau samtök hafi ekki einu sinni ýjað að þeim möguleika að bjóða fram lista í kosningum. Hvað er þetta annað en rassskelling á það stjórn- málakerfi sem hér er við lýði? Fólk er að lýsa frati á þann yfirgang og sukk sem stjórnmálamenn ætla sér með góðu eða illu að viðhalda á Íslandi. Nýjasta dæmi um ruglið eru kaup lífeyrissjóða á eigin bréfum í flugfélaginu Icelandair. Þar er verið að nota sama módelið og „meintir glæpamenn“ notuðu í 2007 geðveik- inni til að villa um á markaði og til að sýna hækkað gengi hlutabréfa. Hafa menn ekkert lært - er siðblindan algjör í þessu þjóðfélagi? /HKr. Dásamlegt að komast í kartöflur á haustin – uppskeran núna samt algjör hryllingur! Búnaðarþing 2011 ályktaði að tillaga að endur- skipulagningu á ráðgjafarþjónustu bænda yrði lögð fyrir næsta búnaðarþing. Þar færi fram endurmat á þeirri starfsemi og tillaga gerð um fyrirkomulag hennar í næstu fram- tíð. Markmiðið yrði að tryggja sem jafnastan aðgang bænda að þjónustunni hvar sem væri á landinu. Skipaður yrði milliþingahópur til að vinna að tillögugerðinni. Endurskoðun og umræða um ráðgjafarstarf er mikilvæg á þessum tímum. Samningur um fram- kvæmd búnaðarlaga, búnaðarlagasamningur, var við síðustu samningagerð aðeins til tveggja ára. Sá samningur var hluti af nauðsynlegri forgangs- röðun verkefna sem þurfti að fara fram í kjölfar almenns niðurskurðar á fjárlögum. Ekki verður fjallað frekar um þá forgangsröðun hér. Hins vegar líður tíminn hratt og verulega gengur nú á samn- ingstíma síðasta búnaðarlagasamnings. Til næstu samningsgerðar þarf því að mæta með skarpa og skýra sýn bænda á hvernig og hvar eigi að leggja áherslur. Áherslur sem duga til að ná þeim mark- miðum sem eru grunnur að ráðgjafarstarfi og ekki síst kynbótastarfi. Til að undirbúa slíka vinnu var ákveðið að leita til dönsku ráðgjafarþjónustunnar í land- búnaði. Hvers vegna var hún valin? Jú, bæði hið íslenska félagskerfi bænda og ráðgjafarstarf þeirra hafa í áratugi verið um margt áþekk danska fyrir- komulaginu. Athyglisvert er að skoða söguna og sjá hvernig þróun mála hefur í raun fylgst að í þessum löndum, lengi framan af síðustu öld. Það er helst á síðasta fjórðungi hennar sem skilur að. Vissulega hefur margt verið ólíkt en meginþættir eins og tvískipting ráðgjafarstarfs í landsþjónustu og héraðsþjónustu eru þeir sömu. Ole Kristensen, ráðgjafi okkar, hefur nú komið og stýrt tveimur vinnulotum í verkefninu. Ætlun hans er að klára sína vinnu og skila af sér verkinu fyrir lok mánaðarins. Í fyrstu heimsókn sinni kynnti hann sér viðhorf til starfseminnar. Fundaði Ole með félagskjörnum trúnaðarmönnum bænda og starfsmönnum ráðgjafarþjónustunnar. Rannsókn hans fólst m.a. í því að greina megin- verkefni leiðbeiningastarfsins, hver væru fram- tíðarverkefnin að áliti þátttakenda og hverjar væru þarfir bænda fyrir starfsemina. Á þessa fundi komu fulltrúar aðildarfélaga BÍ, ásamt því að helstu aðfangafyrirtækjum og samtökum afurðastöðva var boðin þátttaka. Milliþinganefndin hefur í seinni heimsókn Ole unnið að verkefninu og verið til samstarfs um næstu skref. Áhugaverðar og skýrar niður- stöður gefa sterka mynd af því hvernig hægt er að vinna verkefnið áfram. Meginhugmyndin er að ráðgjafarstarf verði í einu heildarsamstarfi yfir allt landið. Unnið er með þá hugmynd að ráðgjöf verði á hendi Bændasamtaka Íslands. Þjónustustarfsemi önnur en ráðgjöf verði hjá búnaðarsamböndum, s.s. skipulag og rekstur kúasæðinga, bókhald og slíkir þjónustuþættir. Nú er unnið að útfærslu á þessum aðskilnaði og hugmyndum að framgangi slíkra breytinga. Ráðgjafarstarfið hefur ekki tekið miklum breytingum frá árinu 1998 er fyrsti búnaðarlaga- samningurinn var gerður og markmiðið var að mynda sterkar ráðgjafarstöðvar. Umræður um hvernig starfsemin verður öflugri og sterkari er stöðugt viðfangsefni, en hér er verið að opna á hugmyndir sem fela í sér verulegar breytingar. Það er nauðsynlegt að skoða málin ofan í kjölinn og vinna markvisst svo vel takist til. Á næstunni verður boðað til formannafundar félaga í BÍ til að hefja slíka umræðu og Búnaðarþing 2012 mun leiða til lykta. /HB Þær voru hressar og kátar, stöllurnar Rósa Jónsdóttir og Valborg Gunnarsdóttir sem á dögunum voru í óða önn að taka upp kartöflur við Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi fyrir skömmu. Uppskeran var samt ekki til að hrópa húrra fyrir, að þeirra sögn, og hafa þær á löngum ferli við kartöfluupptöku oft séð betri upp- skeru en verið hefur nú í haust. Þær Rósa og Valborg búa báðar á Akureyri en hafa allar götur frá upphafi sjötta áratugar síðustu aldar tekið upp kartöflur fyrir bændur í Höfðahverfi og einnig víða í Eyjafirði. „Það var alveg dásamlegt fyrir heimavinnandi konur með börn að komast í kartöflur á haustin, við fengum ágætis kaup og þetta var svona eins konar vertíð fyrir okkur,“ segja þær. Oftast voru þær í kart- öflum í tæpan mánuð, fóru nokkrar saman á milli bæja og tóku upp. „Mest höfum við verið 41 dag í einni lotu, það var fyrir allmörgum árum síðan og þá endaði törnin á því að við tókum upp rófur fyrir bæði Palla Rist á Litla Hóli og Svein í Brúarlandi,“ segja þær. Algjör hryllingur „Það má segja um uppskeruna núna að hún er bara algjör hryllingur, það er lítið sem ekkert undir grösunum,“ bættu þær við, en ætluðu samt að ljúka verkinu, enda ekki mikið eftir þegar Bændablaðið hitti vinkon- urnar í kartöflugarðinum um miðjan október. Vissulega hefði uppskera í gegnum árin verið æri misjöfn, en þetta haust væri með því allra versta sem þær myndu í svipinn eftir. /MÞÞ. Rósa og Valborg voru í óða önn að taka upp kartöflur í landi Ystu-Víkur á dögunum en sögðu uppskeruna arfa- lélega þetta haustið. Mynd / MÞÞ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.