Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 Lesendabásinn Alþingi samþykkti fjarskipta- áætlunina árið 2005. Sú áætlun var í raun tímamótaverk. Að gefnu tilefni, og vegna þess að Alþingi fær bráðlega til umfjöll- unar frumvarp til nýrrar fjar- skiptaáætlunar, leyfi ég mér að rifja upp nokkur atriði er varða þá áætlun sem samþykkt var á Alþingi árið 2005 og er enn í gildi. Á grundvelli þeirrar áætlunar var unnið það verk- efni Símans hf. sem kynnt var í síðasta Bændablaði. Einkaréttur á fjarskiptum afnuminn Samræmd Evrópulöggjöf kallaði á víðtækar breytingar, m.a. aukna samkeppni og afnám einkaréttar á fjarskiptamarkaði. Þær breytingar lögðu grunn að einkavæðingu ríkisrekinna símafyrirtækja og var sala Landssíma Íslands eðli- legt framhald af því. Stjórnvöld gátu ekki lengur falið Símanum að framkvæma stefnumið sín enda fleiri fjarskiptafyrirtæki komin á markaðinn. Í kjölfar þess að Síminn var seldur var nauðsynlegt að setja fram með skýrum hætti stefnuna í fjarskiptaáætlun og tryggja að Íslendingar gætu orðið í fremstu röð þjóða með hagkvæma og örugga fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn. Árið 2000 tóku gildi ný fjarskiptalög. Með þeirri löggjöf voru gerðar grundvall- arbreytingar sem stuðla áttu að aukinni samkeppni í fjarskiptum, auk þess sem tryggja átti aðgang allra landsmanna að ákveðinni lágmarksþjónustu, svokallaðri alþjónustu. Löggjöfin kom í veg fyrir markaðshindranir, viðskipta- frelsi jókst til muna og valkostum viðskiptavina símafyrirtækja fjölg- aði í kjölfarið. Fjarskiptalögum var síðan breytt árið 2003 í kjölfar mikilla breytinga á markaði og nýrra krafna innan EES-svæðisins. Í dag keppa símafyrirtækin og tækninni fleygir fram, en samt er verk að vinna við úrbætur eins og verða vill í tæknigeiranum, sem tekur stöðugum breytingum, og kröfur notenda aukast. Háhraðavæðing Megin markmið fjarskiptaáætl- unarinnar voru þau að allir lands- menn sem þess óskuðu gætu tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu. Þessum markmiðum var síðan fylgt eftir með tímasetningu hvers verkefnis innan áætlunartímabils- ins, sem var tímabilið 2005-2010. Væntingar landsmanna voru mikl- ar gagnvart þessu verkefni. Ég tel að símafyrirtækin hafi í flestum tilvikum staðið sig vel í því að hrinda þessum markmiðum í fram- kvæmd. Engu að síður skortir enn á að markmiðum fjarskiptaáætl- unar hafi verið náð á því herrans ári 2011. Engan skal undra að sitthvað rifjist upp af því sem sagt var að ætti að gerast ekki seinna en í dag, að mati þeirra sem síðan fengu til þess völd og aðstöðu, en skjóta sér stöðugt á bakvið hrunið og hafa ekki náð því fyrr en nú að berja saman endurskoðaða áætlun. Farsamband Fjarskiptaáætlun sú sem samþykkt var árið 2005 gerði ráð fyrir því að öryggi vegfarenda yrði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum. Samkeppni fjarskiptafyrirtækjanna, sem mótuð var með lögunum sem tóku gildi 1. janúar árið 2000, leiddu til þess að uppbygging farsímakerfanna varð hraðari hér á landi en búast mátti við í svo dreifbýlu landi. Til þess að ná markmiðum fjarskiptaáætl- unar var Fjarskiptasjóði gert að kosta uppbyggingu á svæðum sem símafyrirtækin voru ekki tilbúin til að byggja upp á markaðslegum forsendum. Útboð Fjarskiptasjóðs á þessum verkefnum var sett af stað og bar góðan árangur. Hluti þess verkefnis var að tryggja að sjófarendur næðu sjónvarpssend- ingum um gervihnött og að tryggja framgang háhraðaverkefnisins, sem kynnt var í Bændablaðinu 27.10. sl. og sagt frá að væri nú loksins lokið. Fjarskiptasjóður er tómur í dag Þann 9. desember 2005 samþykkti Alþingi lög um fjarskiptasjóð sem ætlað er að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóð- félagsins. Sjóðnum var ætlað að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í þeim tilgangi að bæta fjarskiptakerfin um landið allt. Á árinu 2006 var einum milljarði króna varið til uppbyggingar og síðan var gert ráð fyrir að 500 milljónir króna kæmu í sjóðinn árlega 2007-2009. En auðvitað setti hrunið strik í reikninginn, lítið hefur farið fyrir framförum á fjarskiptasviðinu síðan árið 2008 og því miður hefur lítil sem engin umræða farið fram um leiðir til þess að bæta hér úr. Ég vil því fagna framkomnu frumvarpi að endurskoðaðri fjarskiptaáætlun og er það vonum síðar sem hún kemur fram. Hinsvegar blasa við þau vandræði að Fjarskiptasjóður er sagður vera tómur. Fjárhagslegar forsendur við frekari uppbyggingu eru því í uppnámi. Öllum má ljóst vera að upp- bygging fjarskiptakerfa tekur tíma. Það er engu að síður von undirrit- aðs að markmiðum fjarskiptaáætl- unar verði náð sem fyrst svo fjar- skiptin nýtist einstaklingum hvar sem er á landinu. Það er jafnframt von mín að innanríkisráðherra fái þann stuðning sem þarf til þess að halda þessu mikilvæga starfi áfram svo Ísland verði ALTENGT, eins og starfsfólk samgönguráðuneytis og Póst- og fjarskiptastofnunar á sínum tíma, stjórn Fjarskiptasjóðs og símafyrirtækin í landinu hafa unnið svo ágætlega að, oft við erfiðar aðstæður og takmarkaðan skilning hinna fjölmörgu, óþolin- móðu notenda fjarskiptatækninnar. Hin mikla notkun almennings á síma og nettengingum tryggir við- skiptamódel símafyrirtækjanna. En símafyrirtækin þurfa hinsvegar að minnast þess að kostnaðurinn við fjarskiptin má ekki sliga heimili og fyrirtæki, eins og mér virðist stefna í að óbreyttu. Sturla Böðvarsson Höfundur var samgönguráð- herra 1999 til 2007 Fjarskiptaáætlun endurvakin Sturla Böðvarsson. Byggðavandinn er heimatilbúin meinloka - Svar við grein Þórarins Lárussonar Þórarinn Lárusson ritar grein um meinloku stjórnlagaráðs sem lýtur að vöntun á þriðja stjórnsýslustig- inu í nýrri stjórnarskrá. Sannast sagna var þetta aðeins lítillega rætt í stjórnlagaráði og náði aldrei flugi. Hinsvegar var settur inn nýr kafli um sveitarstjórnir sem gæti orðið grundvöllur að aukinni sjálfsstjórn héraðanna. Ég er reyndar ósammála Þórarni um nauðsyn eins stjórnsýslustigs til viðbótar og tel það ekki meginmálið til að halda landinu í byggð. Um hvað ætti sú stjórnsýsla að snúast? Vandi byggðanna er fyrirliggjandi stjórnsýsla, en hún virðist ekki snúast um að auka atvinnumöguleika hins venjulega íbúa á sínu svæði nema þá með stóriðju. Samt blasir við að leyfa frjálsar strandveiðar alla strandlengjuna og ánafna hverri byggð hluta afrakstursins. Skapa þannig aðgengi að þeirri auðlind sem fólkið þekkir og vill nýta. Sveitarstjórar um allt land hafa andmælt þessu enda samræmist það ekki áframhaldandi brautar- gengi þeirra innan sinna flokka. Þegar forystufólk sveitarfélaganna hafnar unnvörpum atvinnusköpun í heimabyggð, sem hægt er að koma á strax án nokkurs tilkostnaðar, yrði nýtt stjórnsýslustig einungis annað lag slíkra dugleysingja. Engin byggð festir sig í sessi nema skarta einhverju lífsviðurværi. Brýnasta verkefni þeirra sem vilja landið í byggð er að hafna þeirri auðlindastefnu sem rekin er af hagsmunaaðilum í skjóli Alþingis. Fylkja sér síðan um ný auðlindalög sem tryggja þegnunum jafnræði sem og landsvæðum arð af nálægð sinni við auðlindir. Meinlokan er því ekki stjórnlagaráðs heldur þeirra sem kjósa endurtekið yfir sig fólk og flokka sem viðhalda kyrrstöðunni. Lýður Árnason, læknir og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði Lýður Árnason. Vill sveitarstjórn Mýrdalshrepps ekki vegabætur á Gatnabrún? Erfitt er að trúa því að ábyrg sveitarstjórn sé mótfallin vega- bótum í héraði, en það átti sér stað er sveitarstjórn Mýrdalshrepps kom saman þann 20. október síðastliðinn. Þá var meirihlutinn ósáttur við að samgönguráð setti á samgönguáætlun 2011-2022 framkvæmd að vegabótum á Gatnabrún í Mýrdal. Það er skylda Vegagerðarinnar að stuðla að öryggi á vegum landsins, og ættu vegfarendur síst að eiga von á að sveitarstjórnir tefji framkvæmda- leyfi til vegabóta. Meðfylgjandi er skáletruð bókun úr fundargerð sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 20. okt. sl. Auglýsing um umhverfismat til- lögu samgönguráðs að samgön- guáætlun 2011–2022. Í tillögum samgönguráðs er gert ráð fyrir því að á árunum 2015–2022 verði ráðist í endurbætur á veginum um Gatnabrún í Mýrdal. Meirihluti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, EE, IMB, SEG, ÓSB, bendir á að í drög- um að nýju aðalskipulagi sveitar- félagsins er gert ráð fyrir nýjum láglendisvegi um bakka Dyrhólaóss og í gegnum Reynisfjall, sem mun að mestu leysa af hólmi veginn um Gatnabrún. Sveitarstjórn leggst þó ekki gegn þjónustu og eðlilegu við- haldi á veginum um Gatnabrún, en bendir á að sá vegur getur aldrei þjónað íbúum landsins á sama hátt og láglendisvegur um Mýrdal. Á almennum íbúafundi sem haldinn var í Leikskálum s.l. þriðjudag kom þetta mál til umræðu og fram kom skýr afstaða meirihluta fundarmanna til þess að leggja áherslu á láglendisveg um Mýrdal. Hvernig ber að skilja þessi viðbrögð meirihlutans í Mýrdal? Meirihlutinn vinnur að endurskoðun aðalskipulags Mýrdals 2012–2028, með því megin markmiði að koma á skipulagið svokölluðum „lág- lendisvegi“ fyrir þjóðveg 1 sem lægi um Dyrhólahverfi, eftir bökk- um Dyrhólaóss, um Reynishverfi með gati gegnum Reynisfjall og á bökkum Víkurfjöru. Þótt meirihlut- anum takist að koma veglínunni á aðalskipulagið er hún ekki í tillögum samgönguráðs að samgönguáætlun 2011–2022 og engin vilyrði hafa verið gefin um framkvæmdina. Er næsta víst að sú framkvæmd kemst ekki á samgönguáætlun fyrr en eftir um 25 ár, það er árið 2037. Hvers eiga íbúar og vegfarendur að gjalda ef brýnar vegabætur á Gatnabrún eru ekki vel þegnar af núverandi sveitarstjórn? Erla Bil Bjarnardóttir. Höfundur er í Samtökum íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal, er heldur úti upplýsingavefnum www.myrdalur.is.. Hestakerrur til sölu Eigum á lager mjög vandaðar hestakerrur Ein s ttasta r ggingin er r áli r st r u stáli g lasti j n er sögu r kari

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.