Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 16
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 201116 Það er óhætt að segja að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi haft veru- legar afleiðingar í för með sér fyrir bændur sem búa á hamfarasvæð- inu. Eldgosið hafði ýmsa eftirmála sem voru þó ekki allir neikvæðir. Svo fór til dæmis þegar Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi III, var búin að berjast í gegnum mesta öskuskýið, að hún var beðin um að halda fyrirlestur fyrir for- seta Eistlands sem kom hingað til lands þegar ósköpin dundu yfir. Ári síðar fékk Berglind síðan hringingu frá Eistlandi og var beðin um að halda opnunarerindi á árlegri leiðtogaráðstefnu þar í landi. „Þetta hófst allt á því að Tjörvi Bjarnason, hjá útgáfu- og kynn- ingarsviði Bændasamtakanna, benti á mig þegar haldin var opinber móttaka fyrir forseta Eistlands í björgunarsveitarhúsinu á Hellu. Þar kynnti forsetinn sér kringumstæður í sambandi við eldgosið, björgunar- sveitirnar, heimamenn og heilsu- og löggæslu. Ég hugsaði strax, hvað getur maður sagt og hvað skiptir máli? Niðurstaðan varð sú að ég tal- aði ekkert um brennandi kindur eða eldgosið heldur um jarðskjálftann á Haítí og hvernig móðir náttúra tuktar okkur til. Einnig lagði ég áherslu á að við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum og síðan endaði ég á að fara með ljóð feita björnsins Balús í Jungle Book, sem fjallar um hin einföldu gæði lífsins,“ útskýrir Berglind og segir jafnframt: „Ári síðar hringdi Raul Rebane sem var í fylgdarliði forsetans í mig. Hann er þekktasti íþróttafréttamaður Eistlands, ráðgjafi almannatengsla, liðsstjóri á ólympíuleikum undan- farna áratugi og skipuleggjandi við- burða eins og heimsóknar eistneska forsetans. Því var hann fenginn til skrafs og ráðagerða til að stinga upp á fólki fyrir ráðstefnuna og hann benti á mig.“ Mannauðurinn skiptir mestu máli Ráðstefnan var haldin í bænum Pärnu í Eistlandi dagana 12.-14. október síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Actual Power“, þema hennar um vald stjórnenda og í hverju vald felist. „Ég var með opnunarræðuna, sem kom sjálfri mér mjög á óvart. Þetta var eins og öskubuskuævintýri þar sem graskerið breyttist í vagn og hvaðeina. Ég var sótt og keyrð, farið með mig eins og prinsessu og ég spurð álits á öllu. Mér var sýnd þessi risastóra ráðstefnuhöll daginn áður, pall- borðið var skoðað og mín sjónarmið virt. Það var rosalegt skipulag á öllu og dekrað við mig allan tímann. Ég lærði mjög mikið um skipulag og virðingarsess í þessari ferð og það voru svo margir litlir hlutir sem hugað var að, eins og að setja blóm í pott á borð hjá fyrirlesurunum þannig að þeir hefðu ákveðinn stað í salnum,“ segir Berglind með bros á vör. Þema ráðstefnunnar var sem áður sagði vald, en öllum fyrirlesurum var uppálagt að vera á bjartsýnisnótunum og bannað var að vera með duldar auglýsingar í fyrirlestrunum. „Mitt innlegg var hvernig við mannfólkið leysum úr ófyrirséðum kringumstæðum eins og náttúruham- förum. Einnig talaði ég um hvernig manneskjan og samfélagið vinna úr því með öllum samvirkandi þáttum eins og björgunarsveitum, löggæslu, heilsugæslu, almannavörnum og íbú- unum sjálfum. Ég var með margar myndir og gaf björgunarsveitunum mjög mikið vægi og sýndi þær einnig að störfum á Haítí. Það er einstakt á jarðarkúlunni, þetta björgunarstarf sem við höfum hér heima og eins almannavarnakerfið. Við erum með her sjálfboðaliða sem búa sig undir þá vá sem að okkur steðjar, það er náttúruhamfarir og sjúkdóma, en ekki að drepa og berjast. Ég lagði áherslu á að mannauðurinn og sam- félagið skiptir svo miklu máli. Það er hægt að vinna sig út úr öllu ef allir standa saman.“ Leiðtogar víða að Valinn maður var í hverju rúmi við pallborðin á ráðstefnunni; leiðtogar víðsvegar að úr heiminum sem allir hafa náð marktækum árangri í sínum störfum. „Þarna var fólk úr öllum áttum og það var svo skemmtilegt. Meðal þeirra var Henri Käsper, sem er einn þekktasti pókerspilari í heimi, Ene-Juta Üleoja, sem er kórstjóri og Geoff Mulgan, sem starfar hjá breska menntamálaráðuneytinu og hefur stýrt vinnu um nýja menntastefnu í Bretlandi þar sem grunnskólabörn fara í starfsnám. Einnig hélt Fabrizio Ferraro erindi en hann er prófessor við IESE, sem er á topp tíu lista yfir bestu viðskiptaháskóla í heiminum,“ segir Berglind og bætir við: „Síðan kom það skemmti- lega á óvart að ég var ekki eini Íslendingurinn sem flutti erindi, því það gerði einnig Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari og þjálf- ari. Hann er þjóðhetja í Eistlandi og talaði um hvernig maður nær árangri. Inntakið hjá honum var að maður gerir það sem maður er góður í og gerir það eins vel og maður getur, sem sagt gerir sitt besta í dag. Það er ekkert til sem heitir að gera hlutina hratt og dró hann í sínu erindi upp samlíkingar við íslensku útrásarvík- ingana. Vésteinn tók óþekktan og óreyndan 21 árs gamlan eistneskan strák upp á sína arma og vildi þjálfa hann á meðan aðrir sögðu að það væri vonlaust. Nokkrum árum síðar varð strákurinn, Gerd Kanter, ólympíu- meistari í kringlukasti. Erindið hans Vésteins var mjög áhugavert og hann hreif gjörsamlega salinn með sér.“ Byggja upp landið með jákvæðni „Það var margt þarna til fyrirmyndar sem við gætum tekið upp. Eistar hafa búið við hernám og yfirgang og fjölskyldur hafa misst margt vegna rússneska hersins. Eins og ráðgjaf- inn Raul Rebane sagði mér frá, þá bjuggu afi hans og amma á bújörð sem hafði verið í fjölskyldunni í 350 ár. Einn daginn kom rússneski her- inn og þau fengu nokkra daga til að pakka saman og fara. Þau fengu sem nam einum mánaðarlaunum til að koma sér fyrir annarsstaðar. Eistland er landbúnaðarland og mikil virðing er borin fyrir þessari atvinnugrein. Nú er mannréttindadómstóll Evrópu smekkfullur af málum fyrrum búgarðaeigenda í Eistlandi sem eru að reyna að endurheimta sitt,“ útskýrir Berglind og segir jafnframt: Eldgosið í Eyjafjalaljökli olli óvæntri uppákomu í lífi Berglindar Hilmarsdóttur bónda á Núpi III undir Eyjafjöllum: Úr öskuskýi í öskubuskuævintýri til Eistlands „Mitt innlegg var hvernig við mannfólkið leysum úr ófyrirséðum kringumstæðum eins og náttúruhamförum. Einnig talaði ég um hvernig manneskjan og samfélagið vinna úr því með öllum samvirkandi þáttum,“ útskýrir Berglind. Mynd / HKr. Elgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á líf fjölda fólks víða um heim á meðan á því stóð. Gosið olli því líka að bóndakona undir Eyjafjöllum var kölluð á ráðstefnu úti í Eistlandi fyrir skömmu. Mynd / HKr. Pärnu í Eistlandi er einn helsti sumardvalarstaður og skútusigling- abær Eistlendinga en þar eru miklar hvítar sandstrendur. Berglind í ræðustól á r´ðastefnunni í Pärnu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.