Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011 Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, hefur ákveðið að láta af störfum á næsta ári en sinnir áfram kennslu- og rannsóknar- störfum við fiskeldis- og fiskalíf- fræðideild skólans. Hann segir efnahagskreppuna hafa komið við skólann með niðurskurði og miklu aðhaldi í rekstri. Á sama tíma hefur tekist að halda uppi öflugri kennslu og rannsóknum og starfsemi skólans er þjóðfélaginu greinilega mikilvæg á okkar tímum. Skúli telur að á næstu árum verði mikil uppbygging á Hólum, enda séu möguleikar landsbyggðarinnar sjaldan meiri en nú. Skúli hefur starfað við Hólaskóla frá árinu 1990 þegar hann réð sig sem deildarstjóra fiskeldisfræðideildar skólans. Skúli er menntaður líffræð- ingur og átti þátt í að byggja upp rann- sóknarstarf við skólann. Árið 1999, þegar skólinn fékk leyfi til að kenna á háskólastigi, varð Skúli skólameistari hans og síðar rektor þegar skólinn varð háskóli að lögum. Net opinberra háskóla Skúli segir starfið ákaflega gefandi og skemmtilegt og af mörgu sé að taka en nefnir fyrst sem dæmi eitt spennandi verkefni sem nú er unnið að með Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Landbúnaðarháskóla Íslands. Þessir fjórir opinberu háskólar vinna nú að því að mynda samstarfs- net, en tveggja ára átaksverkefni um þetta hófst haustið 2010 að tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Markmið verkefnisins eru að efla íslenska háskóla, kennslu og rannsóknir, auka hagkvæmni í rekstri og að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu. „Eftir hrun hófust umræður um háskólana en þeir eiga að vera í fararbroddi í menningarsamfélögum og við uppbyggingu samfélaga. Háskólar ætla að stefna lengra og að gera meira. Markmið nets opinberu skólanna eru að stuðla að meiri sam- vinnu og að veita betra umhverfi til menntunar og rannsókna. Þetta er að mínu mati mikilvægt, ekki síst fyrir hina þrjá opinberu háskóla úti á landi, til að nýta fjármuni sína betur og til að styrkja og efla skóla úti á lands- byggðinni,“ segir Skúli brosandi og bætir við: „Horft hefur verið á erlendar fyr- irmyndir í háskólasamstarfi í þessari vinnu. Þessari stefnu svipar til dæmis til þess sem University of Highlands and Islands í Skotlandi hefur unnið að við að tengja saman þrettán mis- stóra skóla í dreifðum byggðum og eyjum Norður-Skotlands. Í neti opinberra háskóla er nú þegar búið að taka stór skref, til dæmis við að samræma stoðþjónustu skólanna, sem og að greiða mun betur fyrir flæði nemenda milli skóla en hefur verið gert hingað til. Þá er markvisst unnið að auknu samstarfi um kennslu og rannsóknir. Þetta er mjög jákvætt mál í öllu þessu neikvæðnisrugli sem verið hefur í þjóðfélaginu. Hólaskóli hefur reyndar verið í miklu samstarfi við aðra háskóla um árabil og að mörgu leyti byggt þróun sína á því.“ Sérhæfður skóli Í Háskólanum á Hólum eru um 270 nemendur á þremur sviðum, hesta- fræði-, ferðamála- og fiskeldis- og fiskalíffræðibraut. Þar af er þó nokkur fjöldi erlendra nemenda, sérstaklega í hestafræðinni. „Við erum mjög stolt af nem- endum okkar. Við skólann eru stundaðar viðamiklar rannsóknir sem hafa aukist undanfarin ár og aðstaða skólans til rannsókna- og þróunarstarfa er mjög góð bæði á Hólum og í Verinu á Sauðárkróki. Þá er skólinn einnig með starfsfemi á Blönduósi og Hvammstanga. Við hér á Hólum sjáum veruleg tækifæri í því að styrkja háskólann enn frekar. Aðsókn í ferðamáladeildina hefur tekið algjöran kipp, meðal annars vegna þess að nú bjóðum við upp á fjarnám með staðbundnum lotum. Við leggjum mikið upp úr tengslum nemenda við staðinn,“ útskýrir Skúli og segir jafnframt: „Þetta er gríðarlega sérhæfður skóli á sviðum sem eru þjóðinni mjög mikilvæg, ekki síst eftir hrun. Við höfum allt að græða á því að vinna með öðrum og aðrir með okkur.Við höfum byggt upp sterkan kennara- hóp og aðstöðu hér og höfum mikla úrvalsnemendur hér við skólann. Hér hafa verið allt að 12 þjóðerni á sama tíma og í hestafræðinni er allt kennt á íslensku. Erlendu nemendurnir hafa þá komið hingað til lands fyrr til að læra íslensku og þeim vegnar oftast mjög vel. Við erum einnig með útlenda nemendur í framhaldsnámi eins og í meistaranámi í fiskeldis- og fiskalíffræði og ferðamálafræðum og svo leiðbeinum við doktorsnemum í samstarfi við aðra háskóla. Erlendir nemendur okkar eru mjög mikilvægir fyrir skólann í sínu heimalandi.“ Í meistaradeildina rétt fyrir hrun Árið 2007 varð Hólaskóli háskóli með lögum frá Alþingi og ári síðar fékk skólinn fulla opinbera viður- kenningu fræðasviða sinna. „Við fórum í alþjóðlegt mat og í framhaldinu fengum við þessa viðurkenningu. Þessi þróun þýðir að skólinn hefur fengið mun meiri athygli. Árið 2000 voru hér ekki nema um 50 nemendur svo þetta er mikil breyting á rúmum áratug. Það varð mikil breyting á starfsemi skólans árið 2008 þegar við fórum frá landbúnaðarráðuneytinu undir mennta- og menningarmálaráðu- neytið, eins og Landbúnaðarháskóli Íslands. Frá því ári hefur verið sam- fellt unnið að því að tryggja skól- anum grunn í nýju ráðuneyti og að tryggja starfsemi hans til framtíðar. Eftir hrun voru allir háskólar hvattir til að taka inn fleiri nemendur um leið og skorið var niður svo það olli rosalegri spennu í rekstri. En það hefur verið mjög skemmtilegt að taka þátt í endurreisn landsins með öflugri kennslu og rannsóknum.“ Skólastarf til framtíðar Háskólinn á Hólum fór eftir fyrir- mælum líkt og aðrir háskólar lands- ins eftir hrun og tók inn fleiri nem- endur. Nemendum hefur fjölgað mest í ferðamáladeildinni. „Rekstur skólans hefur oft verið erfiður í gegnum árin en frá og með árinu 2009 hefur reksturinn verið í nokkuð góðu jafnvægi í kjölfar mikils átaks. Við höfum tekist á við ýmsar sársaukafullar aðgerðir, þurft að segja upp starfsfólki, hagræða á öllum sviðum og breyta skipulagi, en jafnframt hefur okkur tekist að auka sértekjur skólans. Það sem er sérstakt við reksturinn hér er að skólinn er einnig staðarhaldari að Hólum. Jörðin er stór og hér hefur myndast þéttbýli því hér búa allt að 200 manns. Hólar eru líka einn helsti menningar- og sögustaður þjóðarinnar og ýmis verkefni tengd því koma í hlut skólans. Í því sam- bandi má geta þess að síðasta áratug hafa verið hér viðamiklar fornleifa- rannsóknir.“ Skúli segir einnig að nú eigi sér stað viðræður við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið um samning við skólann um verkefni hans á næstu árum og einnig eru viðræður um fjármögnun skólans til framtíðar. Hann bindur miklar vonir við þessa vinnu. Þá er einnig stefnt að því að Sveitarfélagið Skagafjörður taki alfarið að sér þjónustu- og skipulags- mál íbúðabyggðarinnar á Hólum. Uppbygging framundan Í kjölfar umræðu um fjármögnun og starfsemi skólans þróaðist umræða Skúla og blaðamanns út í hvernig skólinn hafi komið undan því efna- hagshruni sem hér varð fyrir þremur árum. „Eins og áður sagði hefur niður- skurður á fjárframlögum verið mjög sársaukafullur, það hefur ekki verið auðvelt að skapa jafnvægi í rekstr- inum og sú vinna heldur áfram. Það er fullljóst að frekari þróun og efling skólans krefst meira fjár- magns og við leitum allra leiða til að tryggja það. Uppbygging eftir hrun gerir mikla kröfu til starfsemi háskóla. Íslendingar eiga tvímæla- laust að nýta skólana sína og rann- sóknarstofnanir til að byggja upp betra og öflugra þjóðfélag. Upprót kreppunnar felur þrátt fyrir allt í sér margvísleg tækifæri, ekki síst fyrir skapandi hugsun og störf. En eins og góður maður sagði eitt sinn; „never waste a good crisis“, eða að við eigum ekki að láta góða kreppu fara til spillis – með öðrum orðum, við eigum að nota upprótið núna til að skapa farveg góðra verka og byggja upp. Það er mjög mikilvægt að nýta þennan tíma núna til þess og háskólar landsins eiga að vera hér í fararbroddi.“ Margföld tækifæri landsbyggðarinnar Skúli hefur starfað sem kennari og deildarstjóri við Hólaskóla í 9 ár og hefur verið rektor skólans síðast- liðin 12 ár. Núna hyggst hann aftur á móti hleypa nýjum manni í brúna og hefur starf hans verið auglýst laust til umsóknar. „Mitt mat er að 12 ár séu góð reynsla og að það sé gott fyrir skól- ann að fá hér inn ferskan einstakling. Þannig að það verða rektorsskipti á næsta ári og ég fer aftur í mína prófessorsstöðu þar sem ég mun sinna kennslu og rannsóknum. Ég býð áfram krafta mína fyrir háskólasamfélagið, enda eru slík störf virkilega skemmti- leg og gefandi. Fyrir þann sem tekur við starfi rektors er það að mínu mati stórkostlegt tækifæri til að þróa og efla góðan skóla og til að vinna með frábæru starfsfólki og nemendum,“ segir Skúli og bætir jafnframt við: „Verkefni háskólanna eru ein þau mikilvægustu sem framkvæmd eru í samfélaginu. Þessir skólar gera svo afskaplega mikið fyrir þjóðfélagið og starf þeirra er hafið yfir nagg og dægurþras. Það er ómetanleg reynsla og hrein forréttindi að taka þátt í að leiða slíkan málaflokk. Þessi áskorun sem blasir við hér á Hólum, sem og við öðrum háskólum og þekk- ingarsetrum, er mjög mikilvæg fyrir dreifbýlið því það eru mikil lífsgæði sem felast í því að búa og starfa úti á landi. Þegar ég kom hingað árið 1990 var ég talinn furðukall að flytjast á þennan afskekkta stað þar sem var þá gamall malarvegur, en síðan hefur mikið breyst og nú sjá menn mun betur kostina hérna. Tækifæri lands- byggðarinnar hafa aldrei verið meiri „Tækifæri landsbyggðar aldrei meiri en nú“ Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, mun láta af embætti á næsta ári en fer þó aftur í sitt gamla starf sem prófessor við skeldis- og skalíffræðideild skólans. Hann segir mikil og spennandi tækifæri bíða eftirmanns síns. Framleiðum margar stærðir af mykjudreifurum og mykjudælum fyrir húsdýraáburð. Sími 565-1800 - www.velbodi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.