Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 Í kjölfar hins erfiða efnahags- ástands hafa kúabændur hér á landi upplifað miklar breyt- ingar á starfsemi bankanna. Í Danmörku er þessu eins farið en dönsk mjólkurframleiðsla lenti, líkt og hin íslenska, í miklum erfiðleikum. Mjólkurframleiðsla danskra bænda er landbúnað- inum og þjóðinni þar í landi gríðarlega mikilvæg og því gat búgreinin ekki búið lengi við þá stöðu að ekki væri hægt að fá lán í bönkum til frekari þróunar eða endurfjármögnunar greinarinnar. Bankar með ráðunauta í vinnu Nú hafa fleiri og fleiri bankar brugðist við af mikilli skynsemi og hafa komið sér upp sérþekkingu á bæði mjólkur- og kjötframleiðslu. Þessir sérfræðingar bankanna í nautgriparækt eru því færir um að setja spurningarmerki við ýmsa rekstrarþætti búanna. Sem dæmi má nefna að skuldsett bú, sem bankinn aðstoðar við að halda áfram, þarf að ná góðum árangri á öllum sviðum eigi ekki að ganga að því. Þannig eru dæmi um að bankar hafi gert athuga- semdir við það ef bú ná ekki gæða- álagi afurðastöðvar vegna mjólkur. Einnig er algengt að bankarnir geri alvarlegar athugasemdir við rekstur búanna ef meðalafurðir eru lágar, en framlegð ekki að sama skapi há. Sumir bankar hafa einnig ráðið til sín ráðunauta í nautgriparækt, oftast sem verktaka, sem þeir senda á eigin kostnað á kúabú sem eru í vanda. Ráðunautarnir gera þá oftast viðamikla úttekt og gera tillögur að breytingum á rekstri búanna. Þessum rekstrartillögum er svo fylgt eftir með reglulegum heimsóknum ráðunautanna, svo tryggt sé að farið sé að tillögunum! 50% lækkun jarðamats En það er ekki eingöngu á sviði endurfjármögnunar sem bankarnir hafa tekið upp nýja siði heldur einnig á sviði nýrra útlána. Engin atvinnugrein getur búið við þá stöðu til lengdar að ekki sé fjárfest í nýjum framleiðslueiningum og er mjólkur- framleiðsla þar engin undantekning. Nú hafa margir bankar brugðist við þessari þörf og lána nú til nýfram- kvæmda en þó með þeim hætti að setja afar stífar kröfur um útlánin. Dæmi um þessar kröfur eru að við veðmat jarðar er landverð fært niður um amk. 50% frá því sem það var árið 2007. Þá lána flestir bankanna eingöngu til fjósbygginga, sem áætl- að er að kosti 30-35 þúsund danskar krónur á hverja kú (u.þ.b. 650-750 þúsund íslenskar krónur.). Þetta er langt undir því sem lánsfjárhæðin var fyrir tveimur árum en meðal byggingarkostnaður fjósa var þá 45 þúsund d.kr./kú með hefðbundinni mjaltatækni og 55 þúsund d.kr./kú þar sem fjárfest var í mjaltaþjónum. Lausnirnar eru til Þessi lága lánsfjárhæð hefur sett fjóshönnuði landsins í þá stöðu að þeir hafa þurft að finna lausnir sem áður hafa vart sést í fjósbyggingum í Danmörku. Sett var í gang verk- efni sem miðaði að því að finna nýbyggð, sjálfstæð fjós (þ.e. ekki viðbyggingar) sem stæðust allar nútíma kröfur um aðbúnað, en hefðu verið ódýr í byggingu. Fimm fjós voru tekin til nánari athugunar. Af þeim voru tvö með mjaltaþjónum og önnur tvö með mjaltabásum en það síðasta án mjaltaaðstöðu. Þrjú af þessum fjósum, fjósin án mjaltaþjónanna, höfðu verið byggð fyrir minna en 30 þúsund d.kr./kú en mjaltaþjónafjósin tvö fyrir 40 þúsund d.kr./kú. Þessi bú höfðu það sameiginlegt að haldið var stíft um taumana við byggingu fjósanna, ekkert var framkvæmt í þeim án þess að leitað hefði verið tilboða og í öllum fimm tilfellunum voru iðnaðarmennirnir sem unnu við verkin sk. heimamenn. Þá voru fjósin öll afar einföld í hönnun og með litlum tæknibúnaði. Rík krafa til fjóshönnuða Með sameiginlegri vinnu margra fjóshönnuða, framleiðenda húsa, innréttinga og tækja hafa nú litið dagsins ljós nokkrar útfærslur af því sem kalla mætti ódýr fjós sem koma til móts við þessar hörðu kröfur bankanna. Segja má að sértækar lausnir fyrir hvert kúabú hverfi með öllu þegar fermetraverð nýframkvæmda er skorið svona niður og því þurfi bændurnir að sætta sig við það að fá eingöngu lán fyrir einskonar staðalfjósi með lágt tæknistig. Þessar bygg- ingar eru tiltölulega mjóar á danskan mælikvarða (ekki breiðari en 32 metrar) og fóðurgangurinn er utan við útvegg, en þakskeggið er afar langt og myndar einskonar þak yfir hinum utanáliggjandi fóðurgangi. Þá eru legubásarnir ekki steyptir upp og eingöngu hafður stallur aftast í þeim en legusvæðið sjálft fyllt með sandi, taðtrefjum eða annarskonar undirburði. Í þessum fjósum hefur grunnurinn einnig verið einfaldaður verulega og allir gólffletir hafðir í nánast sömu hæð. Þannig eru t.d. ekki smákálfa- eða burðarstíur með hálmi í fjósunum, enda þyrfti þá að útbúa sértæka lausn vegna sökkuls og frárennslis, sem hækkar kostnaðinn. Eingöngu nauðsynlegir þættir með Reynslan frá Danmörku sýnir að kostnaður við kaup á mjaltaþjóni nemur um 10 þúsund d.kr. aukalega á hverja kú miðað við hefðbundna mjaltatækni eða um 215 þúsund í.kr./kú. Hefur þá verið tekið tillit til allra þátta við bygginguna sjálfa, svo sem við undirstöður, lagnir, upp- setningu, mjaltaþjónakaup og þess háttar. Því eru nýju, ódýru fjósin með hefðbundnum mjaltabásum, þar sem enn meira er lagt upp úr góðri nýtingu mjaltabásanna en verið hefur. Sem dæmi um þetta má nefna að þó svo að stór fjós finnist í Danmörku, allt upp í 1.000 kúa fjós, þá væri hægt að mjólka allar kýr í slíku fjósi í venjulegum mjaltabás með 2x12 tæki. Þetta er þó vissulega háð því að nýtingin sé rétt og að mjaltir þurfi að taka lengri tíma en oft er miðað við í dag, sem er þó ekkert frábrugðið því að vera með mjaltaþjón í raun. Samandregið má segja að horft sé á hvern fermetraný- byggingarinnar, spurt út í hvort við- komandi lausn sé nauðsynleg fyrir rekstur búsins eða ekki og eingöngu framkvæmdir þeir hlutir sem teljast til nauðsynlegra þátta. Snorri Sigurðsson Auðlindadeild LbhÍ Heimild: Rasmus Kjelsmark Nielsen, 2011. „Billigt byggeri, kan vi det?“. Fyrirlestur á ráðstefnunni Nordisk byggetræf 2011, sem haldin var í Danmörku 14.–16. september 2011. Ódýr fjós Opið hús á Stóra-Ármóti í FlóaFöstudaginn 11. nóvember milli kl. 13-17 verður opið hús á tilrauna búinu Stóra-Ármóti í Flóa. Þar verður hægt að fylgjast með klaufsnyrtingu, kúadómum, sauðfjárdómum og hrossa- dómum. Kynning verður á tilraunastarfinu, NorFor fóðurmatskerfinu, túnkortagerð ofl. MS og Ölvisholt brugghús verða með vörukynningu. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar í boði. Ýmis fyrirtæki og hagsmunasamtök tengd landbúnaði, kynna starfsemi sína og margt fróðlegt að sjá og heyra fyrir börn og fullorðna. Allir velkomnir Dagskrá á www.bssl.isBúnaðarsamband Suðurlands Landbúnaðarháskóli Íslands Ferðaþjónusta bænda · Síðumúla 2 · 108 Reykjavík · Sími 570 2700 · Fax 570 2799 · sveit@sveit.is UPP Í SVEIT ALLT ÁRIÐ - EINSTÖK UPPLIFUN! 23. nóvember á Reykjavik Natura (áður Hótel Loftleiðir) Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2011 DAGSKRÁ: HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR á Reykjavík Natura (23. nóv.) Reyktur og grafinn lax með salati og hunangssósu Lambalæri með steiktum kartöflum, rabarbarasultu og soðsósu Súkkulaði mousse með vanillusósu og skógarberjum Um kvöldið mun starfsfólk skrifstofu Ferðaþjónustu bænda veita tveimur ferðaþjónustubæjum viðurkenningar: Besta frammistaðan 2011 Hvatningaverðlaun 2011 Allir félagar í Ferðaþjónustu bænda eru hvattir til að mæta á svæðið Skráning á Uppskeruhátíðina er í fullum gangi hjá Elsu Ágústu, netfang elsaagusta@farmholidays.is, beinn sími: 570 2726. 09.00 - 09.30 Kaffibollaspjall 09.30 - 09.45 Setning Uppskeruhátíðar (Sigurlaug Gissurardóttir formaður FFB) 09.45 - 10.00 Sumarið 2011 og tækifærin framundan (Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri FB hf.) 10.00 - 10.20 Kynning á verkefninu „Ísland allt árið“ (Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofu) 10.20 - 10.35 Er framtíðarlausnin að byggja? Hermann Ottósson, Íslandsstofa 10.35 - 11.00 Kaffihlé 11.00 - 12.00 Heimskaffi og umræður. Ísland allt árið: Hvað vilja bændur gera? 12.00 - 13.00 Hádegisverður 13.00 - 13.20 Hvað gerir góða staði góða? (Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ) 13.20 - 13.40 Úr geymslu í gersemi (Dísa og Óli ferðaþjónustubændur í Skjaldarvík, Eyjafirði) 13.40 - 14.00 Eldhúsið, þar sem hjartað slær! (Hansína B. Einarsdóttir, Skref fyrir skref) 14.00 - 14.15 Kaffihlé 14.15 - 14.30 Horft fram á veginn í gæðamálum (Berglind, gæðastjóri FB) 14.30 - 14.45 Tækifærin á netinu í gegnum Ferðaþjónusta bænda (Sævar og Hildur Fjóla vefstjóri). 14.45 - 14.55 Hentar gistibókin öllum félagsmönnum Ferðaþjónustu bænda? 14.55 - 16.00 Það sem bændur vilja sagt hafa ... orðið er laust! Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu 17.00 Óvissuferð 19.30 Hátíðarkvöldverður á Reykjavík Natura 22. nóvember: Opið hús á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2 13.00 - 14.00 Kynning fyrir nýja/nýlega félaga í Ferðaþjónustu bænda 13.00 - 16.00 Vinnusmiðja um gistibókina og vefsöluna (Ath. sama dagskrá er á skrifstofunni 22. og 24. nóvember - spurning hvað hentar félögum betur) 24. nóvember: Námskeiðið „Ólíkir menningar- heimar“ og opið hús 24. nóvember í Síðumúla 2 09.00 - 12.00 Ólíkir menningarheimar 13.00 - 14.00 Kynning fyrir nýja/nýlega félaga í Ferðaþjónustu bænda 13.00 - 16.00 Vinnusmiðja um gistibókina og vefsöluna Allir félagar eru hvattir til að taka þátt í vinnusmiðjunni. (Ath. sama dagskrá er á skrifstofunni 22. og 24. nóvember - spurning hvað hentar félögum betur) Í tengslum við Uppskeruhátíðina höfum við fengið sérstakt tilboðsverð á gistingu á Reykjavik Natura. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.