Bændablaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 20122 Barist við elda á Snæfellsnesi Slökkvilið Borgarbyggðar ásamt bændum barðist á mánudag við sinueld sem kviknaði í landi Rauðkollsstaða á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eldurinn logaði á nokkrum hekturum mólendis og gekk hægt að ná tökum á honum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, tók þátt í slökkvistarfinu og gerði gæfumuninn. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir að mjög erf- itt hafi verið að komast að svæðinu með slökkvitæki. Um mólendi er að ræða sem verið var að búa undir skógrækt og búið að kílræsa og því erfitt að fara um landið með haugsugur. Ekki var fært fyrir tankbíl slökkviliðsins að eldinum. Þá var talsverður vindur á svæðinu sem gerði slökkvistarf erfiðara. Að sögn Bjarna er talið líklegt að elds- upptök megi rekja til suðuvinnu á jarðýtu sem var í notkun á svæðinu. Seint á mánudagskvöld tókst loks að slökkva eldinn að mestu en þá var TF-Líf komin á svæðið og búin að fara einar 20 ferðir með slökkvifötu sem tekur 2.100 lítra. Gríðarlegur þurrkur hefur verið á Vesturlandi um tveggja mánaða skeið og segir Bjarni að fólk verði að hafa varan á vegna þess. „Ég kalla líka eftir því að hagsmuna- aðilar eins og Bændasamtökin, Náttúrufræðistofnun, Skógræktin, Samtök sveitarfélaga og fleiri komi saman og myndi vinnuhóp um þessi mál. Menn hafa fengist við gróður og sinuelda í meira mæli en við Íslendingar og kannski við gætum nýtt okkur þekkingu þaðan. Eftir Mýraeldana ól ég þá von í brjósti að eitthvað yrði gert í þessu en ég verð að játa það að ég varð ansi súr þegar settar voru 70 milljónir í Náttúrufræðistofnun til að rannsaka gróðurfar eftir eldana en ekki króna í tækjabúnað eða áætlanir varðandi slökkvistarf,“ segir Bjarni. /fr Fréttir Eins og undanfarin ár verða greiddir styrkir vegna gras-, grænfóður- og kornræktar og koma fjármunirnir úr mjólkur,- sauðfjár- og búnaðarlagasamningi. Það kemur ekki í ljós fyrr en í lok ársins hver styrkurinn á hvern hektara verður, m.a. vegna þess að það ræðst af umfangi ræktunarinnar á landsvísu og heildarfjárhæð. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári var hann 13.050 krónur á fyrstu 20 ha en 8.700 krónur á ha upp að 40 ha ræktun. Óska þarf eftir úttekt ráðunautar fyrir 10. september. Reglur og umsóknareyðublað er að finna á bondi.is. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Bændur eru hvattir til að tilgreina tegund ræktunar og yrkja. Sækja þarf um á kennitölu rekstrareiningar þar sem búnaðargjaldsskyld framleiðsla er stunduð sem er með sérstakt virðisaukaskattsnúmer. Styrkir til jarðræktar árið 2012 Á aukaársfundi Lífeyrissjóðs bænda, sem haldinn var 8. júní síðastliðinn, var samþykkt tillaga stjórnar sjóðsins um að áunnin réttindi sjóðfélaga verði skert um 10%. Tillaga þessi er byggð á ráðleggingum tryggingastærð- fræðings sjóðsins miðað við tryggingafræðilega stöðu 31. desember 2011. Skerðing rétt- inda gildir jafnt fyrir þá sem njóta lífeyris úr sjóðnum og þá sem eiga geymd lífeyrisréttindi. Lækkun lífeyrisgreiðslna kemur til framkvæmda við greiðslu 1. október 2012. 10% lækkun lífeyris Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að vegna samspils tekna frá lífeyrissjóðum og greiðslna frá Tryggingastofnun hafi lækkun lífeyris hjá sjóðnum engin eða afar lítil áhrif á heildarlífeyrisgreiðslur sjóðfélaga m.v. núgildandi reglur Tryggingastofnunar. „Við 10% lækkun lífeyris munu greiðslur frá Tryggingastofnun hækka sam- svarandi í tilfelli meirihluta ellilíf- eyrisþega en það fer þó eftir öðrum tekjum þeirra og hjúskaparstöðu. Ef ekki er reiknað með öðrum tekjum frá lífeyrissjóðum má ætla að heildar- greiðslur til ríflega 90% ellilífeyris- þega breytist ekki og meðallækkun annarra verði innan við 2%. Þeim líf- eyrisþegum sem einnig fá greiðslur hjá Tryggingastofnun ríkisins er því bent á að nauðsynlegt er að leggja þar inn nýja tekjuáætlun fyrir árið 2012 vegna minnkandi greiðslna úr lífeyrissjóðnum þar sem flestir geta átt rétt á samsvarandi hækkun lífeyris frá Tryggingastofnun,“ segir Ólafur. Ekki áður skert Réttindi hafa ekki áður verið skert hjá Lífeyrissjóði bænda, öndvert því sem gerst hefur hjá nær öllum öðrum lífeyrissjóðum að sögn framkvæmdastjórans. „Með skerð- ingunni næst fyrr jöfnuður milli eigna og skuldbindinga sjóðsins,“ segir Ólafur. Skert lífeyrisréttindi bænda – framkvæmdastjóri reiknar þó með að heildargreiðslur 90% ellilífeyrisþega breytist ekki Dómstólar staðfestu bætur vegna riðu Ábúendum í Skollagróf í Hrunamannahreppi voru í síð- ustu viku dæmdar 13,9 milljóna króna bætur frá íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna riðusmits sem greindist á bænum árið 2007. Matsnefnd eignarnáms- bóta mat tjónið á sínum tíma á 13,9 milljónir króna en ríkið var ósátt við niðurstöðu nefndarinnar og fór með málið fyrir dómstóla. Öllu fé af bænum var farg- að í desember 2007 að kröfu Matvælastofnunar og ráðist í hreinsun á húsum og umhverfi á svæðinu með tilheyrandi kostnaði. Ágreiningur aðila snérist um það hvort stefnda væri að lögum skylt að greiða stefnendum „eignar- námsbætur“ í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta og ef ekki, hvort og þá hve háar bætur og kostnað stefnda bæri að greiða stefnendum til viðbótar vegna niður- skurðar fjárins. Niðurstaða mats- nefndar eignarnámsbóta var sú að hæfilegar bætur vegna niðurrifs, hreinsunar og jarðvegsskipta væru 6.800.000 krónur. Dómari féllst á að bætur fyrir afurðatjón yrðu miðaðar við fjárleysi í þrjú ár í samræmi við niðurstöðu matsnefndar eignarnáms- bóta eða samtals 3.080.422 krónur. Annar kostnaður, sem landeigendur báru vegna tjónsins, var förgunar- kostnaður og lögmannskostnaður sem ríkið greiddi að fullu samkvæmt dómnum. / TB Miklir þurrkar eru víða um land og eldhætta umtalsverð. Mynd: hlh/Skessuhorn Leyfilegt að koma með osta úr ógerilsneyddri mjólk til landsins Í maí tók gildi breyting á 10. grein laga um dýrasjúkdóma þar sem bann við innflutningi á ósoðinni mjólk var fellt úr gildi. Því fá ferðamenn nú leyfi til að flytja til landsins allt að eitt kíló af osti úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Hingað til hefur ekki verið leyfi- legt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varn- aðarskyni gegn útbreiðslu dýra- sjúkdóma. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni en eingöngu til einkaneyslu. Reglugerðarbreytingin kemur að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift og er aðeins um takmarkað magn að ræða. Nær eingöngu til einkaneyslu „Það hefur verið allur gangur á merkingum á þessum ostum og þessi reglugerðarbreyting er til einföldunar og nær eingöngu til einkaneyslu fólks. Hér er ekki um frjálsan innflutning að ræða heldur er þetta hugsað fyrir ferðamenn sem hafa neytt álíka osta erlendis. Þannig að ég get ekki séð að þetta sé ógn við matvælaöryggi hérlendis, segir Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu. Aðspurður um hvort þetta muni leiða til rýmkunar á reglum fyrir framleiðendur hérlendis segir Sigurgeir: „Þessi breyting hefur ekki áhrif á það í bili og það er engin reglugerð- arbreyting í farvatninu hvað varðar innlenda framleiðendur.” „Óskiljanleg ráðagerð” „Fyrir mér er þetta alveg óskiljanleg ráðagerð og hún getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það hefur verið litið á það á Íslandi og í allri Norður-Evrópu að ógerilsneyddir ostar séu varhugaverðir vegna listeríu sýkingar og því hefur verið ákveðið í þessum löndum að banna markaðssetningu og sölu á þessum vörum til að vernda neytendur. Í frönskumælandi neysluheimi hafa reglulega komið upp listeríusýkingar vegna neyslu á ostum sem búnir eru til úr ógerilsneyddri mjólk. Ég sé alls ekki þörfina á að þetta sé gert með þessum hætti og að opna á þetta er mjög einkennilegt því hér er verið að rjúfa ákveðinn eldvegg sem við höfum sett upp. Rökin eru sú að verið sé að liðka til fyrir inn- flutningi ferðamanna og að auðvelda tollayfirvöldum en ég blæs á þau rök. Einnig myndi ég segja að kíló á mann sé frekar óhóflegt og það er sérkenni- legt að leyfa þennan innflutning á meðan innlendir framleiðendur mega ekki framleiða samskonar vöru,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsóknarflokksins. Neytendur þurfa að vera upplýstir „Þetta er merkilegt skref sem er verið að taka hér. Við vitum öll að geril- sneyðingin er ekki að ástæðulausu, hún er til að tryggja að hættulegar bakteríur berist ekki í mjólkurvörur og osta. En þetta hefur verið leyft í Evrópusambandslöndunum með þeim skilyrðum að framleiðendur sæta ströngu öryggiseftirliti. Þessu fylgir auðvitað smávægileg áhætta, hún er til, en ef allir öryggisþættir eru í lagi þá sé ég ekkert að þessu. Það geta verið slæmar bakteríur í ógerilsneyddum mjólkurvörum eins og listería sem er hættuleg fyrir fólk með brenglað ónæmiskerfi og ófrískar konur. Einnig eru dæmi um kamfýlóbakter í hrámjólk og ostum,” útskýrir Haraldur Briem sóttvarnar- læknir og bætir við: „Ég vil að fólk sé meðvitað og viti að hér er smávægileg áhætta. Neytendur þurfa að vera upplýstir þannig að þeir viti hvað það þýðir að vera með ógerilsneydda vöru í höndunum.” /ehg Mega koma með frosið, hrátt kjöt Fleiri breytingar hafa verið gerðar eins og að vottorðskrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður. Einnig hefur verið opnað á það að ferðamenn geti komið með frosið, hrátt kjöt til landsins sem hefur verið salmónelluprófað. Sé magnið undir þremur kílóum þarf ekki að greiða toll af kjötinu en þó þarf leyfi hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Ólafur K. Ólafs framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda. Mynd: TB Breyting á 10. grein laga um dýrasjúkdóma tók gildi í maí þar sem bann við innflutningi á ósoðinni mjólk var fellt úr gildi. Nú geta ferðamenn tekið með sér allt að eitt kíló af osti úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu til landsins. Ostarnir á myndinni eru úr Ostahúsinu og þeir eru gerilsneyddir. Mynd: EHG Lífrænt og vænt á Lækjartorgi Lífgrænn ávaxta- og grænmetis- markaður hefur opnað aftur á Lækjartorgi í Reykjavík en þetta er annað sumarið í röð sem ferða- mönnum og öðrum gestum mið- bæjarins er boðið upp á ferskar lífrænar vörur með þessum hætti. Ari Hultqvist rekur markaðinn alla daga ásamt nokkrum starfs- mönnum. Ari hefur unnið í tengslum við sölu á lífrænni matvöru seinustu ár. Í boði eru fjölbreytt fæða og þegar líður á sumarið eykst úrvalið af glæ- nýrri uppskeru sem kemur daglega beint frá bændum. Opið er alla daga nema sunnudaga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.