Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012
Girnilegir grillréttir
Nýlega kom út uppskriftabókin Grillréttir Hagkaups þar sem Hrefna Rósa
Sætran á heiðurinn af öllum uppskriftunum. Þar er að finna allt sem þarf
fyrir grillveislur sumarsins og fyrir grillmáltíð hversdagsins, eins og úrbeinuð
sítrónu-kjúklingalæri sem hér kemur uppskrift að.
Úrbeinuð sítrónu-kjúklingalæri
fyrir 4
150 ml ólífuolía
80 ml nýkreistur sítrónusafi
4 msk. agavesíróp
4 hvítlauksrif
1 msk. rósmarín, þurrkað
2 lárviðarlauf
400 g úrbeinuð kjúklingalæri
salt
pipar
2 sítrónur til að grilla
smá sykur
Aðferð:
Blandið saman ólífuolíunni, sítrónu-
safanum og agavesírópinu. Skrælið
hvítlaukinn og rífið hann út í. Bætið
einnig lárviðarlaufunum saman við.
Marinerið kjúklingalærin upp úr leg-
inum í 2-4 klst. Grillið lærin í 8 mín. á
skinnhliðinni. Snúið þeim svo við og
grillið í aðrar 8 mín. Skerið sítrónurnar
í tvennt, penslið með ólífuolíu og veltið
þeim upp úr smá sykri. Grillið þær í 5
mínútur eða þar til sykurinn hefur
karamellast.
Grillsósa úr grískri jógúrt
safi úr 3 appelsínum
1 dós grísk jógúrt
1 tsk. „bitter sweet“ reykt paprikuduft
1/2-1 tsk. kummin, malað
1/2-1 tsk. kóríander, malaður
1 msk. tamari sojasósa
agavesíróp að smekk
salt
pipar
Aðferð:
Sjóðið appelsínusafann niður um
rúmlega helming og kælið. Setjið hann
og allt kryddið í jógúrtina og hrærið
vel. Smakkið og bætið í því sem ykkur
finnst helst vanta þangað til grillsósan
er tilbúin. /ehg
Ragnar Bragason er uppalinn á
Heydalsá en Sigríður Jónsdóttir
er frá Broddanesi 1 í Kollafirði.
Þau tóku við búskap af foreldrum
Ragnars, Braga Guðbrandssyni
og Sólveigu Jónsdóttur árið 2003.
Frá árinu 2006 hafa þau einnig
nytjað jörðina Gestsstaði í sömu
sveit en þar bjuggu móðursystkini
Ragnars, þau Guðjón Jónsson og
Ragnheiður Jónsdóttir. Foreldrar
Ragnars, auk Ragnheiðar frá
Gestsstöðum, taka enn mikinn þátt
í búskapnum og eru ómetanlega
góð hjálp við bústörfin
Býli? Heydalsá 1.
Staðsett í sveit? Heydalsá er við
sunnanverðan Steingrímsfjörð í
Sveitarfélaginu Strandabyggð í
Strandasýslu.
Ábúendur? Ragnar Kristinn
Bragason og Sigríður Guðbjörg
Jónsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Ragnar og Sigríður eiga 3 börn:
Branddís Ösp 14 ára, Stefán
Snær 11 ára og Þórey Dögg 6
ára. Á bænum eru Border-Collie
hundarnir Fluga frá Smáhömrum
og Pjakkur frá Broddadalsá,
kötturinn Mýsla, kanínan Kalli og
yrðlingurinn Helga.
Stærð jarðar? Um 2.800 hekt-
arar, sameiginlegt land beggja
bæjanna á Heydalsá.
Tegund býlis? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Við
vorum með 650 fjár á fóðrum
síðastliðinn vetur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vinnudagurinn er breytilegur eftir
árstíðum. Um þessar mundir sinnir
bóndinn tófuveiði á grenjum en
húsmóðirin starfar á Sauðfjársetrinu
á Sævangi.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Skemmtilegastur er sauðburður
ef tíðarfar er gott, heyskapur og
smalamennskur. Leiðinlegast þegar
vélarnar bila.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með
svipuðu sniði, vonandi auknum
afurðum eftir hverja á og betri gerð,
einnig aukna endurræktun túna.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Þeir sem verja
tíma sínum í að sinna félagsmálum
bænda á óeigingjarnan hátt eiga
þakkir skildar fyrir.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Vel, takist okkur að vera utan
Evrópusambandsins.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Hágæða lambakjöti, mjólkur-
afurðum og hrossum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, egg, ostur, smjör, sultur af
ýmsum gerðum, lýsi og reyktur
rauðmagi.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Sunnudagslærið, létt-
reyktur lambahryggur og hreindýr.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar við fluttum féð í
nýju fjárhúsin 4. desember 2008.
Líf og lyst
Bærinn okkar
Heydalsá 1
Branddís Ösp Ragnarsdóttir, Sigurey Íris Jónsdóttir, Stefán Snær Ragnarsson, Elísabet Ósk Jónsdóttir og Þórey
Dögg Ragnarsdóttir. Sigurey Íris og Elísabet Ósk eru dætur Jóns Bjarna Bragasonar og Laufeyjar Karlsdóttir, en
Jón Bjarni er bróðir Ragnars bónda á Heydalsá. Í baksýn á myndinni sést bærinn Heydalsá og í mynni Steingríms-
fjarðar er eyjan Grímsey, lengra í burtu sést í glæsileg húnvetnsk fjöll.
Í sumarbyrjun bættist í flóru uppskriftabóka þegar Grillréttir Hagkaups komu út á vegum verslunarinnar. Þar eru
uppskriftirnar hver annarri glæsilegri og girnilegri.
Staðgreiðsla fyrir
sumarbústaðinn þinn
Átt þú sumarbústað sem þú vilt selja á góðu verði ?
Okkur langar að kaupa góðan sumarbústað helst í ekki
lengri akstursleið en 1,5 klst frá Reykjavík
Skjólsamur með góðu útsýni og nálægt golfvelli er
draumurinn. Viljum helst vera á suðurlandi.
Erum ekki að leita að mjög stórum bústað.
Áhugasamir vinsamlegst sendið okkur upplýsingar um
nákvæma staðsetningu með myndum og verði ásamt
öðrum upplýsingum á netfangið:
godurbustadur@gmail.com
Einungis kaup á mjög hagstæðu verði koma til greina.
Staðgreiðsla getur verið í boði fyrir rétta bústaðinn.
Nýr Belarus 1221.3
Verð kr. 5.145.000
án vsk.
Rafvörur ehf.
Dalvegur 16c.
201 Kópavogur.
Uppl. Í síma 568-6411
www.rafvorur.is
Til sölu nýtt ónotað
Hobby hjólhýsi.
560 CFE exellent
árg. 2012 kr.
3.990.000 kr.
Markaðsverð kr.
4.695.000 kr.
Upplýsingar
í síma 866 5395