Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 1
veðrið í dag
TÓNLIST Myndbandasíðan You-
tube, hafnaði nýlega beiðni
Félags tónskálda og textahöfunda
um að greiða höfundarréttargjöld
í sjóði íslenskra
rétthafa. „Við
vildum að þeir
myndu greiða
einhvers konar
greiðslu, eins
og þeir gera
víða um heim.
Að þeirra mati
verðskuldar
Ísland ekkert
slíkt. Við erum
ekki nógu stór
og digur að þeirra mati,“ segir
Jakob Frímann Magnússon,
formaður FTT.
FTT leitar nú leiða til að afla
tekna á móti því sem félagið telur
að tapist með ólöglegu niðurhali
og streymi á vefsíðum á borð við
Youtube, Facebook og Groove-
shark. Síðustu ár hafa verið uppi
hugmyndir innan FTT um að fara
í samningaviðræður við íslenskar
netþjónustur um að rukka ákveð-
ið gjald af hverri nettengingu á
Íslandi. - afb / sjá síðu 34
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
13. janúar 2012
11. tölublað 12. árgangur
Óttaðist lýðheilsuógn
Þetta er eins og að lenda
í náttúruhamförum, segir
Jens Kjartansson lýtalæknir.
föstudagsviðtalið 12
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Föstudagar eru pitsukvöld á fjölmörgum heimilum.
Prófið nýjung: Forbakið pitsubotn í nokkrar mínútur,
dreifið maskarponeosti og hvítlauksolíu yfir og bakið
á ný. Dreifið klettasalati og kirsuberjatómötum yfir heita
pitsuna og berið fram.
U m komandi mánaða-mót verður opnaður nýr veitingastaður á Snorra-braut 56. „Þetta verður klassískur amerískur dæner en lögð verður áhersla á mikil gæði og fjölbreytileika,” segir Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson yfirmat-reiðslumaður staðarins sem mun bera nafnið Roadhouse. Baldur lærði á hótel Loftleið-um og hefur starfað á Holtinu og 1919. Hann hefur síðastliðin ár unnið á fínum veitingastöðum í Danmörku en snýr nú aftur til að taka við þessu skemmtilega verk-efni. „Við munum vinna matinn að langmestu leyti frá grunni. Verðum með ýmsar útgáfur af hamborgurum og þrjár mismun-andi tegundir af rifjum. Svo verð-um við með girnilega forrétti ogklassíska bandarí k
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 kjúklingabringur
Deig
200 g hveiti
pilsner
börkur af hálfri sítrónu1/2 tsk. salt
1/4 tsk. ferskt saxað timjan
Þessu er blandað saman svo úr verði mjúkt klattadeig. Látið standa í tvo tíma.
Rasp
1/4 hluti kornflex3/4 hluti pankorasp
Mulið
CHICKENFINGERS OG ROADHOUSE-SÓSA
Forréttur fyrir 4
Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson verður yfirmatreiðslumaður á glænýjum veitingastað, Roadhouse:Dæner
á fínum
nótumBRAGÐGÓÐIRHOLLUSTURÉTTIR FYRIR ALLA
Fita 6,3 gr
Kcal 237
Fita 7,3 gr
Kcal 332
GÓMSÆTHOLLUSTA
COUSCOUSSALAT
COUSCOUS,
KJÚKLINGABAUNIR, AGÚRKA, TÓMATAROG ICEBERG.
890 KR.
1090 KR.
-MEÐ KJÚKLINGI
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 13. janúar 2012
Fredrik Ferrier
Lifir stjörnulífi
Paratabs®
Hópurinn valinn í dag
Guðmundur Guðmundsson
mun tilkynna þá 17
leikmenn sem fara með
landsliðinu til Serbíu.
sport 30
JAKOB FRÍMANN
MAGNÚSSON
FTT leitar leiða til tekjuöflunar:
Youtube hafnar
lagahöfundum
Hjátrú og hryllingur
Hrollvekjusérfræðingar mæla
með heppilegu sjónvarpsefni
á föstudaginn þrettánda.
allt 2
VIÐSKIPTI Tveir forstjórar Geysis
Green Energy (GGE) fengu sam-
tals greiddar 90 milljónir króna í
starfslokagreiðslur á árinu 2010.
Þá keypti félagið einnig eign-
arhlut Ásgeirs Margeirssonar,
fyrrum forstjóra þess, í því á 5
milljónir króna. GGE tapaði 5,5
milljörðum króna á árinu 2010
og eigið fé þess var neikvætt um
13,8 milljarða króna. Þetta kemur
fram í ársreikningi GGE fyrir árið
2010. Stærsti eigandi félagsins er
Íslandsbanki.
Í skriflegu svari til Fréttablaðs-
ins segir Alexander Guðmundsson,
forstjóri GGE, starfslokagreiðslurn-
ar vera annars vegar vegna starfs-
loka Ásgeirs Margeirssonar og hins
vegar þar sem formlegu starfsam-
bandi hans sjálfs og GGE hafi lokið
í árslok 2010. „Greiðslur vegna
starfsloka voru í samræmi við fyrir-
liggjandi ráðningarsamninga. Ekki
komu til neinar viðbótargreiðslur
vegna starfslokanna. Ég hef hins
vegar haldið áfram að vinna að
málefnum félagsins eftir þetta
samkvæmt ósk stjórnar.“ Heimild-
ir Fréttablaðsins herma að ráðning-
arsamningarnir hafi gert ráð fyrir
allt að tveggja ára uppsagnarfresti
sem hafi allur verið greiddur.
Í ársreikningnum kemur einnig
fram að GGE hafi tapað 1,4 milljörð-
um króna á sölu á 57,4% hlut sínum
í HS Orku í maí 2010. Hluturinn
var seldur til Magma Energy sem
greiddi meðal annars fyrir hann
með 7,9% hlut í sjálfu sér. Skuld-
ir GGE drógust saman um rúma
42 milljarða króna á árinu 2010 og
stóðu í um 27 milljörðum króna í
lok þess árs. Alexander segir skuld-
irnar hafa breyst vegna tveggja
þátta: annars vegar vegna þess að
HS Orka hafi horfið úr samstæðu-
uppgjöri félagsins og hins vegar
vegna endurgreiðslu skulda á tíma-
bilinu sem fjármögnuð var með
söluandvirði eigna. - þsj / sjá síðu 8
90 milljónir vegna starfsloka
Tveir forstjórar Geysis Green Energy fengu háar starfslokagreiðslur á árinu 2010 vegna uppsagnarfresta.
Annar þeirra starfar enn hjá félaginu að ósk stjórnar. Félagið tapaði 5,5 milljörðum króna á árinu 2010.
Greiðslur vegna
starfsloka voru í
samræmi við fyrirliggjandi
ráðningarsamninga.
ALEXANDER GUÐMUNDSSON
HJÁ GEYSI GREEN ENERGY
VEÐUR Sterklega er varað við vetrarumhleypingunum
sem fylgja vatnsveðrinu sem nú dynur á landsmönn-
um. Asahlákan um helgina verður mun meiri en um
síðustu helgi og hætt við eignaspjöllum og hálku-
slysum.
Í tilkynningu frá tryggingafélaginu VÍS er vitnað
til orða Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings
Veðurvaktarinnar, sem segir að vatnsveðrið verði
allt annað og meira en um liðna helgi.
Við þessar aðstæður bráðnar snjór fljótt en
klakinn síður, en hann er hins vegar prýðis vatns-
farvegur sem getur beint rigningar- og leysinga-
vatni í aðrar áttir en æskilegt er með tilheyrandi
skemmdarmætti, segir Einar.
Borgarstarfsmenn eru í viðbragðstöðu vegna hlý-
indanna. Dreifa á sandi á hálkuna í dag ef aðstæður
verða eins og um síðustu helgi. „Snjóruðningstrukk-
arnir tíu sem eru venjulega í því verkefni að dreifa
salti á stofnbrautir og helstu umferðaræðar verða
sendir út til að sanda allar götur í borginni ef með
þarf,“ segir í tilkynningu frá borginni. Þar segir
einnig að margir hafi sótt sand og salt á hverfa-
stöðvarnar til að bera á einkalóðir og innkeyrslur.
- shá, gar
Tryggingafélagið VÍS biður fólk að gera viðeigandi ráðstafanir vegna veðurs:
Vara sterklega við asahlákunni
UMHLEYPINGAR Stórrigningar ofan í mikinn snjó skapa hættu.
Hér hreinsa borgarstarfsmenn frá niðurföllum við Rauðarárstíg
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RIGNING Í dag verða víða sunnan
1 0-18 m/s og rigning en dregur úr
úrkomu er líður á daginn, síst þó
V-til. Hiti 4-10 stig, mildast syðst.
VEÐUR 4
4
4
5
6
6
HJÁLP BERST Í HELGAFELL Landhelgisgæslunni barst beiðni frá lögreglu klukkan fjögur
í gær vegna karlmanns sem hafði hrapað í hlíðum Helgafells við Hafnarfjörð. Þyrlan fann manninn skömmu
síðar og sigmaður og læknir sigu niður og hlúðu að honum. Maðurinn, sem var vel búinn til göngu, var fluttur á
Landspítalann í Fossvogi en að sögn varðstjóra var hann þá „illa á sig kominn“. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALEXANDER K.
GUÐMUNDSSON
ÁSGEIR
MARGEIRSSONForgangur í skóla
Ungt fólk á að meta að
verðleikum þess, ekki búsetu
segir Pawel Bartoszek.
umræðan 17