Fréttablaðið - 13.01.2012, Page 6
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR6
Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hvernig hægt er að
nota þetta magnaða forrit til eftirvinnslu og lagfæringar
stafrænna mynda úr myndavélum og skönnum.
Skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti.
Bæði dag- og kvöldnámskeið
byrja 23. jan. og ljúka 6. feb.
Kennd Mánudaga og miðvikudaga
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
Að eiga myndavél og kunna
ekki á Photoshop er eins og að
eiga bíl og kunna ekki að keyra!
Ætti að úthluta stangveiðileyf-
um til almennings úr pottum?
JÁ 85,5%
NEI 14,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Stundar þú líkamsrækt?
Segðu þína skoðun á visir.is
DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson,
einn þeirra sem slitastjórn Glitnis
hefur ákveðið að stefna til greiðslu
skaðabóta vegna fimmtán millj-
arða króna lánveitingar til Baugs
í árslok 2007, segist engin áhrif
hafa haft á ákvörðunina um lánið.
Slitastjórnin telur sig hins vegar
búa yfir sönnunum um annað.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær mun slitastjórn á allra
næstu dögum stefna níu manns
til greiðslu skaðabóta að upphæð
6,5 milljarðar vegna lánsins, sem
Baugur fékk til að taka þátt í hluta-
fjárútboði FL
Group.
Þ essir n íu
eru Jón Ásgeir,
Lárus Welding
og öll sjö manna
stjórn bankans
á þessum tíma.
Í stjór n i nni
sátu Þorsteinn
M . Jónsson ,
Jón Sigurðsson,
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
Björn Ingi Sveinsson, Pétur Guð-
mundarson, Haukur Guðjónsson og
Katrín Pétursdóttir.
Jón Ásgeir var á þessum tíma
aðaleigandi Baugs og stjórnarfor-
maður FL Group en gegndi engri
formlegri ábyrgðarstöðu í Glitni.
Engu að síður telur slitastjórn-
in sig hafa sannanir um að hann
hafi komið með skaðabótaskyld-
um hætti að ákvörðuninni um lán-
veitinguna, sem að endingu hafi
bakað bankanum 6,5 milljarða
króna tjón.
Fram kom í Kastljósi RÚV
í gær að Jón Ásgeir hafi sjálf-
ur sent Lárusi Welding drög að
lánasamningnum.
Þessu vísar Jón Ásgeir á bug í
svari við fyrirspurn Fréttablaðs-
ins. „Málið fékk eðlilega afgreiðslu
í stjórn bankans,“ segir hann. „Ég
hafði engin afskipti eða áhrif á
stjórnarmenn sem fjölluðu um
málið og tóku lokaákvörðun. Það
er óumdeilt að til eru tugir tölvu-
skeyta milli Glitnis og Baugs
varðandi málið sem sýna svo ekki
verður um villst að málið fór í
eðlilegan farveg.“
Hann segir enn fremur að sér
sé kunnugt um að stjórnendur og
stjórnarformaður Glitnis hafi ekki
tekið þátt í umræðum um þessa
lánveitingu.
Jón Ásgeir segir að Baugur
hafi einungis fengið rúman þrjá
og hálfan milljarð greiddan út af
láninu til að byrja með en afgang-
urinn hafi orðið eftir sem bundin
bankainnistæða. Fimm milljarð-
ar af henni hafi svo verið greiddir
út árið 2008 til að gera upp aðrar
skuldir Baugs við bankann.
Jón Ásgeir segir sorglegt að
horfa upp á vinnubrögð slitastjórn-
arinnar, ekki síst í ljósi þess að hún
hafi verið gerð afturreka með mál-
sókn sína á hendur honum og sex
öðrum í New York. Þá sakar hann
Steinunni Guðbjartsdóttur, for-
mann slitastjórnarinnar, um að
hafa logið að breskum dómstól-
um um milljarðaeignir hans. „Það
þarf að taka öllu með fyrirvara
sem kemur frá þessu pari sem
skipar slitastjórn Glitnis.“
stigur@frettabladid.is
Jón hafnar ábyrgð á
milljarðaláni Baugs
Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn
Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007.
Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins.
STEFNT Lárus Welding, Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson eru meðal þeirra
sem slitastjórnin mun stefna vegna málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
JÓN ÁSGEIR
JÓHANNESSON
Ég hafði engin afskipti
eða áhrif á stjórnar-
menn sem fjölluðu um málið
og tóku lokaákvörðun.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON
FYRRVERANDI AÐALEIGANDI BAUGS
EFNAHAGSMÁL Tveir þriðju hlutar
stjórnenda í stærstu fyrirtækjum
landsins telja aðstæður í atvinnu-
lífinu vera slæmar. Þetta er nið-
urstaða könnunar Capacent fyrir
Samtök atvinnulífsins og Seðla-
banka Íslands. Hlutfallið hefur
lækkað um fimm prósentustig á
milli ársfjórðunga.
Alls 67 prósent stjórnenda telja
aðstæður í atvinnulífinu slæmar,
29 prósent telja þær hvorki góðar
né slæmar og 4 prósent telja þær
góðar. Sérstaklega þungt er yfir
stjórnendum á landsbyggðinni en
þar telja um 80 prósent aðstæður
slæmar. Á höfuðborgarsvæðinu
er hlutfallið um 60 prósent.
Stjórnendur eru einnig aðeins
bjartsýnni á jákvæða þróun
næstu mánuði en á stöðuna nú.
Alls 22 prósent stjórnenda telja
að aðstæður í atvinnulífinu batni
á næstu sex mánuðum en sama
hlutfall var 17 prósent fyrir
tveimur mánuðum. Meirihluti
stjórnenda, 61 prósent, býst þó
við óbreyttum aðstæðum eftir
hálft ár.
Capacent framkvæmir árs-
fjórðungslega könnun á stöðu
og framtíðarhorfum stærstu
fyrirtækja á Íslandi fyrir Sam-
tök atvinnulífsins og Seðlabanka
Íslands. Í úrtaki voru í þetta
skiptið 441 stærstu fyrirtæki
landsins og var svarhlutfall 55
prósent. - mþl
Könnun Capacent á viðhorfi stjórnenda í til aðstæðna í atvinnulífinu:
Stjórnendur örlítið bjartsýnni
ATVINNULÍFIÐ Stjórnendur stærstu fyrir-
tækja landsins telja sem fyrr aðstæður í
atvinnulífinu vera slæmar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FERÐAÞJÓNUSTA Um 21 þúsund
erlendir ferðamenn fóru úr landi
um Leifsstöð í desember. Eru það
ríflega 11 prósentum fleiri en í des-
ember árið 2010. Samanlagt fóru því
541 þúsund erlendir ferðamenn úr
landi um Leifsstöð á árinu 2011 sem
er metfjöldi og tæplega 18 prósent-
um fleiri en árið 2010. Áður var árið
2008 metár þegar 473 þúsund erlend-
ir ferðamann fóru um Leifsstöð.
Fyrstu tíu mánuðir síðasta árs
voru allir metmánuðir yfir fjölda
ferðamanna sem fóru gegnum
Leifsstöð. Met voru hins vegar ekki
slegin í nóvember og desember.
Fjöldi ferðamanna í desember var
meiri árin 2007 og 2008.
Þá hefur Icelandair birt tölur um
fjölda farþega í flugum sínum á
árinu 2011. Voru þeir 1.750 þúsund,
um fimmtungi fleiri en árið 2010.
Hefur Icelandair aldrei áður flutt
jafnmarga farþega á einu ári og
þá hefur sætanýting heldur aldrei
verið betri. - mþl
Síðasta ár metár í fjölda ferðamanna. Icelandair aldrei flutt fleiri farþega en 2011:
Aldrei fleiri farið um Leifsstöð
LEIFSSTÖÐ Alls 541 þúsund erlendir
ferðamenn yfirgáfu Ísland um Leifsstöð
á árinu 2011. Eru það 14,4 prósentum
fleiri en á árinu 2008 sem var áður
metár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir landa-
brugg.
Maðurinn var dæmdur fyrir
að hafa í húsnæði sem hann hafði
á leigu við Bæjarlind í Kópavogi
framleitt í söluskyni 938 lítra af
gambra, með 12 til 15 prósenta
áfengisstyrkleika, og 84 lítra
af landa, með 26 til 43 prósenta
áfengisstyrkleika. Áfengið fannst
við leit lögreglu í húsnæðinu
föstudaginn 9. september 2011.
Maðurinn játaði bruggunina
greiðlega fyrir dómi. Hann hafði
ekki áður gerst sekur um refsi-
verða háttsemi.
Þrír mánuðir á skilorði:
Bruggaði rúma
þúsund lítra
BANDARÍKIN, AP Stjórnandi Fíl-
harmóníusveitar New York borg-
ar í Bandaríkjunum stöðvaði
flutning níundu sinfóníu Mahlers
í Lincoln Center á þriðjudag eftir
látlausa hringingu farsíma eins
áheyrenda.
Alan Gilbert hljómsveitarstjóri
stöðvaði sveitina þar til slökkt
hafði verið á símanum. Viðlíka
mun aldrei hafa gerst áður hjá
Fílharmóníusveitinni.
Wall Street Journal greindi
frá því að um hafi verið að ræða
sjálfgefna „marimba“-hringingu
iPhone. Fyrst hafi Gilbert sýnt
óánægu sína með því að horfa í
áttina að fyrstu sætaröð, þaðan
sem hringingin kom, en síðan
gefist upp þegar ekkert lát varð á
henni. - óká
AFDRIFARÍK HRINGING Hringing úr síma
tónleikagests setti tónleika í New York
úr skorðum.
Sími hringdi á tónleikum:
Stöðvaði fíl-
harmóníusveit
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á
Akureyri hefur ákært nær fimm-
tuga konu fyrir skjalafals.
Konunni er gefið að sök að hafa
notað í viðskiptum við Sparisjóð
Ólafsfjarðar tvö veðskuldabréf,
tvö tryggingarbréf og skjal um
skilmálabreytingu, sem hún hafði
falsað með nöfnum sambýlis-
manns síns og dóttur.
Upphæðir falsana konunnar
námu samtals rúmlega ellefu
milljónum króna. - jss
Falsaði nöfn ítrekað:
Kona er ákærð
fyrir skjalafals
DANMÖRK Fríblaðið Urban sem
kemur út í Danmörku hættir göngu
sinni frá og með gærdeginum.
Útgáfufélagið Berlingske Media
reynir með þessu að auka sparnað,
að því er greint er frá á viðskipta-
vef Berlingske, business.dk.
87 starfsmönnum Urban hefur
verið sagt upp störfum. Haft er
eftir Lisbeth Knudsen, fram-
kvæmdastjóra Berlingske Media,
að með vorinu standi til að opna
nýja stafræna útgáfu Urban,
væntanlega fyrir net, farsíma,
spjald- og lestölvur. - óká
Berlingske Media rekur 87:
Urban hættir
að koma út
KJÖRKASSINN