Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 8
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR8 afsláttur af umgjörðum föstudag og laugardag Dömu Vintage á kr. 5.000 VIÐSKIPTI Geysir Green Energy (GGE) tapaði 1,4 milljörðum króna á sölu á 57,4% hlut sínum í HS Orku í maí 2010. Hluturinn var seldur til Magma Energy sem greiddi meðal annars fyrir hann með 7,9% hlut í sjálfu sér. Alls er bókfært söluverð hlutarins 14,9 milljarðar króna, sem er töluvert lægri tala en sagt var frá í tilkynn- ingu þegar salan fór fram. Þetta kemur fram í skýringum með árs- reikningi GGE sem Fréttablaðið hefur undir höndum. GGE tapaði 5,5 milljörðum króna á árinu 2010. Þar segir einnig að GGE hafi gert kyrrstöðusamning (e. stand- still agreement) við helsta lánar- drottinn sinn, Íslandsbanka, um að bankinn muni ekki gjaldfella skuldir félagsins fyrr en í fyrsta lagi í lok júní 2011. Síðan segir: „eigendur og stjórn félagsins munu á árinu 2011 endurskipuleggja eignir og skuldir félagsins í sam- vinnu með lánadrottnum félagsins með það að markmiði að hámarka virði eigna félagsins. Vegna mik- illa skulda Geysir Green Energy ehf. er framtíð þess óviss og í höndum lánadrottna félagsins“. Spurður hvar þessi mál standa í dag segir Alexander Guðmunds- son, forstjóri GGE, að félagið hafi verið að selja eignir, sú sala hafi gengið vel og reiknað sé með að henni verði lokið árið 2012. „Verð- mætustu eignir félagsins voru hlutabréfin í HS Orku sem seld voru til Magma Energy Sweden árið 2010 og svo allt hlutafé Jarð- borana sem Íslandsbanki leysti til sín og færði til Miðengis, en Jarð- boranir eru nú í söluferli.“ Í ársreikningnum kemur fram að 57,4% hlutur GGE í HS Orku hafi verið seldur til Magma Energy í maí 2010 á 14,9 milljarða króna. Í tilkynningu vegna sölunn- ar á sínum tíma var kaupverðið sagt „um 16 milljarðar króna“. Bókfært tap GGE vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku á árinu 2010 var 1,4 milljarðar króna. Í skýringum með ársreikningnum kemur einnig fram að GGE eigi 7,9% hlut í Magma, sem síðar var sameinað Plutonic Power Corp. og endurnefnt Alterra Power. Sá hlut- ur var partur af uppgjörinu þegar GGE seldi hlut sinn í HS Orku til Magma. GGE er því enn óbeinn eigandi að HS Orku. thordur@frettabladid.is Tapaði 1,4 milljörðum á því að selja HS Orku Geysir Green Energy tapaði yfir milljarði króna á því að selja hlut sinn í HS Orku. Magma greiddi meðal annars með 7,9% hlut í sjálfu sér. Félagið gerði kyrrstöðusamning við Íslandsbanka. Það ætlar að ljúka sölu eigna á árinu 2012. HS ORKA Orkufyrirtækið var stærsta eign GGE. Eignarhlutur félagsins í því var seldur til Magma fyrir 14,9 milljarða króna í maí 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stærstu eigendur GGE í dag eru Íslandssjóðir, í eigu Íslandsbanka, með 40,18% hlut og félag í eigu Atorku með 41,34% eignarhlut. Atorka er meðal annars í eigu Íslandsbanka, Arion banka, skilanefndar Landsbankans, Glitnis og Spron og Lífeyrissjóða Bankastræti. Eigið fé félagsins var neikvætt um 13,8 milljarða króna í lok árs 2010 þrátt fyrir að skuldir GGE hafi dregist saman um rúma 42 milljarða króna á því ári. Þar munar mestu um að langtímalántökur hjá banka fóru úr 31,4 milljörðum króna í 3,5 milljarða króna. Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá Íslandsbanka, helsta eiganda og lánveitanda GGE, um hversu mikið af skuldum félagsins hefði verið afskrifað. Bankinn vildi hins vegar ekki veita slíkar upplýsingar. Alexander segir skuldirnar hafa breyst vegna tveggja þátta: annars vegar vegna þess að HS Orka hafi horfið úr samstæðuuppgjöri félagsins og hins vegar vegna endurgreiðslu skulda á tímabilinu sem fjármögnuð var með söluandvirði eigna. Skuldirnar minnkuðu mikið SAMFÉLAGSMÁL „Það hefur ekkert foreldri meðfædda vitneskju um hvernig bregðast eigi við áfalla- streitu barna, en það er okkar hlutverk að miðla, fræða og kenna. Það gerum við með ráð- stefnum sem þessari og því að setja inn á heimasíðu okkar gagn- legar upplýsingar sem foreldrar og forráðamenn barna geta nýtt sér,“ segir Linda Kristmunds- dóttir hjúkrunardeildarstjóri á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Stofnunin stendur fyrir árlegri ráðstefnu sinni í Laugardalshöll á morgun, en viðfangsefnið nú ber yfirskriftina Börn og áföll. „Við munum ræða áföll barna í víðri skilgreiningu,“ útskýrir Linda. Hún segir ráðstefnuna einkum höfða til starfsfólks í breiðri þjónustu við börn og ung- linga, bæði í heilbrigðisstétt og skólakerfinu. „Nú í fyrsta sinn verðum við með málstofur þar sem við fáum til liðs við okkur háskólanema og -kennara sem rannsaka fjölbreytt málefni sem tengjast börnum, eins og einelti og ofbeldi í fjöl- skyldum. Með því tengjum við loks saman rannsóknarsamfélag- ið og heilbrigðisstéttina, sem er verulega gagnlegt,“ segir Linda. BUGL hefur umsjón með sér- hæfðustu og erfiðustu málum sem snúa að geðheilbrigði barna og unglinga. „Áfalli barns fylgir ekki endi- lega áfallastreita eða áfallastreit- uröskun, sem er sjúkdómsgreint viðvarandi kvíðaástand í kjölfar áfalls. Áfall getur verið einn yfir- þyrmandi atburður, en líka marg- ir; allt frá slysi upp í langvarandi ofbeldi. Linda segir starfsfólk BUGL hafa undanfarin tvö ár lagt mikla vinnu í að þekkja úr og meðhöndla börn sem hafa upplifað áföll. „Forvarnir eru þó alltaf besta vörnin og því þurfa foreldrar að vera í eins góðu sambandi við börn sín og þeir geta. Þeir þurfa að vera vakandi yfir líðan þeirra og hegðunarmynstri, og í það góðu sambandi að barnið eigi auð- velt með að ræða allt sem á því hvílir. - þlg Fjallað verður um börn og áföll á ráðstefnu sem BUGL stendur fyrir í Laugardalshöll í dag: Foreldrar þurfa að vaka yfir líðan barna sinna ÁVALLT VIÐBÚNAR Yfirmenn göngu- deildar BUGL, þær Linda Kristmunds- dóttir hjúkrunardeildarstjóri og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KAUPMANNAHÖFN, FRÉTTABLAÐIÐ José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg. „Agi í ríkisfjármálum er nauðsynlegur, en dugar ekki einn og sér. Agi er ómissandi, en hagvöxtur er líka nauðsynlegur,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn í gær. Framkvæmdastjórn ESB hefur setið á fundum með ráðherrum dönsku ríkis- stjórnarinnar í vikunni í tilefni af því að Dan- mörk tók við forsæti ráðherraráðs ESB um áramótin. Barroso sagði að til þess að efla traust bæði borgara ESB-ríkjanna og alþjóðlegra fjárfesta á efnahagslífi Evrópu þyrfti stefnu um vöxt og atvinnusköpun. Hann fagnaði því sérstaklega stefnu Dana, sem hyggjast í for- mennskutíð sinni leggja mikla áherzlu á að efla innri markað ESB og fækka hindrunum, til dæmis í vegi rafrænna viðskipta, og leggja sömuleiðis mikið upp úr svokölluðum grænum hagvexti, sem verður til með þróun umhverfisvænnar tækni. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að þróun á „grænum“ atvinnuháttum væri „ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur ábatasöm fyrir evrópskt efnahagslíf. Þetta er geirinn þar sem við verðum að sjá hagvöxt og ný störf verða til“. - óþs Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að aðhald í ríkisfjármálum sé ekki nóg: Barroso segir þörf á stefnu um vöxt og atvinnu SAMMÁLA Helle Thorning-Schmidt og Barroso voru sammála um áherzlu á grænan hagvöxt, jafnframt erfiðum ákvörðunum í ríkisfjármálum. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓNUSTA Reykjavíkurborg er að fjölga þráðlausum nettengingum í félagsmiðmiðstöðvum sínum. Að því er kom fram á fundi mannréttindaráðs borgarinnar verður komið upp slíkum tenging- um í Gerðubergi og á Korpúlfs- stöðum á næstu vikum. Þegar eru þessir svokölluðu „hot spots“ í félagsmiðstöðvunum í Hvassaleiti 56, Hæðargarði 31, Aflagranda 40, Vesturgötu 7, Árskógum 4 og Bólstaðarhlíð 43. Á fundi mannréttindaráðs kom einnig fram að tölvur með nettengingu eru til afnota fyrir gesti á bókasöfnum borgarinnar gegn gjaldi. Einnig sé boðið upp á ókeypis tölvunámskeið í félagsmið- stöðvum. Því telur mannréttinda- ráð að borgin sinni hlutverki sínu að tryggja aðgang að netinu fyrir alla. - gar Þjónusta í félagsmiðstöðvum: Fleiri þráðlaus net á næstunni LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir að ráðast á dyravörð. Mönnunum er gefið að sök að hafa í nóvember 2010 ráðist tvisvar á dyravörð skemmtistað- arins Hallarinnar í Vestmanna- eyjum. Hafi þeir ráðist á hann með höggum og spörkum. Þá er annar mannanna ákærður fyrir að hrinda ungri konu í gólfið og slá hana síðan í andlitið sama kvöld á sama skemmtistað og árásin á dyravörðinn átti sér stað. Dyravörðurinn krefur mennina um 278 þúsund krónur. - jss Tveir menn ákærðir: Árás á dyravörð og kona barin VESTURGATA 7 Félagsmiðstöðin á Vesturgötu býður þráðlaust net.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.