Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 12
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR12
J
ens Kjartansson lýtalækn-
ir setti gallaða sílíkonpúða
í 440 íslenskar konur á
árunum 2000 til 2010.
Hann sótti um fjögurra
mánaða veikindaleyfi frá
störfum sínum fyrr í vik-
unni, en hann hefur verið
yfirlæknir lýtalækninga á Land-
spítalanum síðan árið 2000 og
rekur sína eigin læknastofu sam-
hliða því. Jens segir álagið und-
anfarnar vikur hafa gert það að
verkum að hann hafi beðið um frí
frá störfum.
„Þetta er álagstengdur sjúk-
dómur sem kom síðast upp fyrir
fjórum árum. Þá skánaði mér
eftir að hafa verið í burtu í smá
tíma og svo hef ég haldið honum
niðri með meðferð. Núna datt
þetta í sama farið, bara verra,“
segir hann. „Enginn þrýsti á mig.
Ég tók þessa ákvörðun fyrr í vik-
unni þegar ég fór að sjá í hvað
stefndi. Þetta hefur verið ótrú-
lega mikið álag í mun lengri tíma
en flestir átta sig á.“
Frakkar bera ábyrgðina
„Stóra vandamálið hófst í lok
desember. Þá bárust fréttir frá
Frakklandi um að fyllingarnar
væru krabbameinsvaldandi. Það
bókstaflega keyrði mig alveg út
af laginu,“ segir Jens, sem hafði
samdægurs samband við land-
lækni þegar hann heyrði fregn-
irnar.
„Ég tjáði honum að mér fannst
við standa frammi fyrir lýð-
heilsuvandamáli. Ég gæti engan
veginn sinnt þessum 440 konum
einsamall ef málið væri þess
eðlis að allar fyllingarnar þyrftu
að vera teknar úr vegna þess að
þær væru stórhættulegar. Stjórn-
völd yrðu að koma að þessu.“
En Frakkar drógu fregnir um
eiturefnin fljótt til baka og þá
segir Jens að aðalatriðið hafi
verið að koma frá sér róandi
skilaboðum um að þetta væri
ekki eins hættulegt og gefið hafði
verið í skyn.
Jens telur ábyrgðina fyrst
og fremst liggja hjá frönskum
eftirlitsaðilum. Hann hafi fengið
vöruna senda með EU-vottun um
að um sé að ræða fyrsta flokks
læknisvöru og ekkert hafi bent
til þess að um eitthvað annað hafi
verið að ræða.
„Þeir vottuðu vöruna og urðu
þess valdandi að við, læknarn-
ir, urðum fórnarlömb þessara
glæpamanna. Hvernig í ósköp-
un átti ég eða allir hinir hundruð
læknanna, að átta sig á því að svo
var ekki? Mér finnst ábyrgð þess-
ara eftirlitsaðila vera töluverð og
ef ekki bara algjör.“
400.000 konur um allan heim
Jens fékk upphaflega tilkynningu
um málið frá Sænska lýtalækna-
félaginu vorið 2010. Félagið gaf
út þær leiðbeiningar að læknar
skyldu að hætta að nota fylling-
arnar, en ekki var talin sérstök
ástæða til að fjarlægja heila
púða. Þá áttu þær konur sem
voru með fyllingarnar ekki að
vera látnar vita sérstaklega og
því aðhafðist hann ekki.
„Ég hætti strax að nota þær
og ræddi um þetta við kollega
mína á norrænu lýtalæknaþingi
skömmu síðar. Þetta kom okkur
öllum í opna skjöldu. Ég hafði
ekki grænan grun um að þessi
púðar væru gallaðir, frekar en
hundruð kollega minna sem
höfðu unnið með þessar fjögur
hundruð þúsund konur út um
allan heim í tíu ár. Enginn hafði
minnsta grun um að eitthvað
væri að,“ segir hann.
Engin kona ætti að vera með
svona fyllingar
Ríkið hefur boðið þeim 440
konum sem eru með PIP fylling-
arnar í brjóstum sínum ókeypis
ómskoðun og fjarlægingu púð-
anna séu þeir lekir.
En telurðu að eðlilegt sé að
skattgreiðendur greiði hundr-
uð læknisskoðana og -meðferða
vegna gallaðra sílíkonpúða eftir
fegrunaraðgerðir?
„Ég mundi glaður bera kostn-
aðinn af þessu sjálfur; borga
ómskoðun, taka burtu fylling-
arnar og setja nýjar í staðinn.
En ég væri ekki búinn að aðstoða
margar konur af þessum 440 fyrr
en ég væri kominn á hausinn. Til
að horfa raunsætt á málið þá er
það einfaldlega þannig að það er
engin lausn að ég komi að þessu
á þennan máta,“ segir Jens. „En
minn draumur er að engin kona
væri með svona fyllingar.“
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld
Jens bendir á að franska ríkið
hafi boðist til að fjarlægja PIP
fyllingar úr 30 þúsund frönskum
konum og láta setja nýjar í stað-
inn. Að hans mati er með því verið
að mismuna konum eftir þjóðerni,
því vissulega eigi þær íslensku
alveg jafn mikinn rétt á því og
þær frönsku að þurfa ekki að bera
kostnað af slíkum aðgerðum.
„Mér finnst íslensk stjórnvöld
ekki hafa staðið sig vel í að kanna
þennan möguleika. Í staðinn ráð-
ast þau á einn mann sem sannar-
lega hefur ekki gert neitt rangt í
sjálfu sér,“ segir hann. „Ég tel að
ef konum líður illa með fylling-
arnar og eru hræddar við þær, þó
svo ég viti að þær eru ekki hættu-
legar, þá ætti ríkið að bjóðast til
þess að fjarlægja þær.“
Ekki tryggður
Jens er ekki tryggður fyrir
skaðabótum komi til þess að
ríkið sæki kröfu á hendur honum
vegna þeirra aðgerða og skoðana
sem konunum stendur til boða.
„Samkvæmt áliti hæfustu
manna gerði ég ekki mistök,”
segir hann. Menn telja að mis-
tök séu ekki skaðabótaskyld á
neinum vettvangi lagalega séð.
En það er einblínt á að ég keypti
fyllingarnar sjálfur. Hefði málið
litið öðruvísi út ef ég hefði keypt
þær frá heildsala? Ég held ekki.“
Allt íslenskar konur
Jens hefur fjarlægt fyllingar úr
tveimur konum eftir að málið kom
upp. Önnur þeirra var með PIP
púðana, hin ekki. Hann segir að ef
púðar séu fjarlægðir verði brjóst-
in tóm og að hans mati ætti að
setja aðra í staðinn. Slíkt sé gert
í sömu aðgerð, en í því felst vissu-
lega aukakostnaður fyrir konuna,
sem þarf að borga púðana sjálf.
Jens telur að hann hafi fram-
kvæmt brjóstastækkanir á tæp-
lega þúsund konum hér á landi.
Hann segir það eingöngu hafa
verið íslenskar konur sem leiti til
hans, eða innflytjendur sem séu
búsettar hér á landi.
„Það hefur engin kona komið til
mín erlendis frá, þær hafa allar
verið íslenskar,“ segir hann. Hann
telur að um 300 brjóstastækkanir
séu framkvæmdar árlega hér á
landi, en hver aðgerð kostar um
400 þúsund krónur. Hann veit ekki
til þess að nokkur læknir geri slík-
ar aðgerðir á stúlkum undir átján
ára aldri.
Engin hagsmunatengsl
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra sagðist í Fréttablaðinu
í gær ætla að láta skoða samspil
hins opinbera og einkageirans í
heilbrigðisgeiranum. Að hans mati
er óeðlilegt að sami aðilinn sé
starfandi yfirlæknir á Landspít-
ala á sama tíma og hann stendur í
einkarekstri á sama sviði. Jens er
ósammála því.
„Í mínu fagi eru engin hags-
munatengsl, þetta eru svo ólík-
ir sjúklingahópar. Á spítalanum
er ég að sinna brunasjúkling-
um, brjóstauppbyggingum eftir
krabbamein og aðstoða hina koll-
ega mína. Á stofunni geri ég minni
háttar blettatökur, laga lítil ör og
fegrunaraðgerðir sem væru aldrei
gerðar á spítalanum. Hagsmuna-
árekstrarnir í mínu fagi eru nær
engir,“ segir hann. „Hins vegar
er gaman og örvandi að vera
á báðum stöðum. Maður kann
hvoru tveggja og ég held að spít-
alar á Norðurlöndunum líði fyrir
að eldri kollegar hverfa af spítal-
anum, sem eru komnir með mikla
reynslu, og fara alfarið í einka-
rekstur. Það er ekki gott.“
Eins og að lenda í hamförum
Jens segist afar feginn því að
búið sé að finna konurnar og
koma málum þeirra í farveg.
Hann telur umræðuna þó fyrst
og fremst hafa snúið að því að
hann hafi sjálfur keypt og flutt
púðana inn.
„Fólk getur haft sitt álit á því,
en ég veit að það er ekki ólög-
legt,“ segir Jens og bendir á að
fjöldi lækna og tannlækna flytji
inn vörur til síns rekstrar. „Eðli-
lega, til að gera þetta sem hag-
kvæmast og best. Þannig að mér
finnst þessi innflutningsumræða
mjög óeðlileg.“
En hvernig líður lækninum
eftir svona orrahríð?
„Mér líður ömurlega. Þetta er
ekki létt fyrir fjölskylduna og
hefur tekið á heilsu mína. Það
er ótrúlega mikið álag að fara í
gegnum svona pakka, þar sem er
enginn óvinur sem maður getur
slegist við beint, heldur beinist
þetta að manni úr öllum áttum.
Þetta er svipað og að lenda í
náttúruhamförum. Undanfarnar
vikur hafa verið voðalega skrýt-
in upplifun,“ segir hann. „En
það sorglega er að það er búið
að eyðileggja mannorð mitt með
þessu. Og það finnst mér mikil
fórn fyrir ekki merkilegri hlut.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Jens Kjartansson, lýtalæknir
En það sorglega er að það er búið að eyðileggja mannorð
mitt með þessu. Og það finnst mér mikil fórn fyrir ekki
merkilegri hlut.
Myndi glaður greiða kostnaðinn
Íslenska ríkið hefur boðið 440 konum aðstoð vegna gallaðra sílíkonpúða sem Jens Kjartansson lýtalæknir setti í þær á tíu ára
tímabili. Jens telur stjórnvöld þó ekki ganga nógu langt til að aðstoða konurnar og vildi sjálfur bera kostnaðinn af þjónustunni til
kvennanna ef hann gæti. Hann sagði Sunnu Valgerðardóttur frá sviknum PIP púðum, mannorðsmissi og veikindum sínum.
ÁLAGIÐ YFIRÞYRMANDI Jens glímir við veikindi sem taka sig upp þegar álagið er mikið. Hann hefur haldið sjúkdómnum niðri með meðferð undanfarin ár, en segir álagið
vegna fölsuðu sílíkonpúðanna sem hann flutti inn frá Frakklandi hafa reynst honum ofviða. Hann hefur sótt um fjögurra mánaða leyfi frá störfum sínum til að ná sér á strik á
ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjármálaráðuneytinu hefur verið falið að skoða hvort einkarekstur Jens hafi
verið í samræmi við skattalög. Stöð 2 greindi frá því í gær að velferðarráðu-
neytinu hafi borist ábendingar um að þar gæti verið pottur brotinn og hafði
fréttastofa heimildir fyrir því frá ráðuneytinu að ábendingarnar hafi verið
þess eðlis að „framhjá þeim verði ekki litið“.
Í ljósi eðli málsins var það því áframsent frá velferðarráðuneytinu til fjár-
málaráðuneytisins með formlegum hætti. Þar verður það skoðað frekar og
vísað áfram til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra ef ástæða þykir til. Jens neitar
alfarið að hafa brotið lög í rekstri sínum.
Grunaður um brot á skattalögum