Fréttablaðið - 13.01.2012, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 13. janúar 2012 17
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu
að nýjar reglur um hverfaforgang
í framhaldsskólum gangi ekki
upp. Lagaheimild hafi skort, regl-
urnar hafi ekki verið settar með
reglugerð heldur með bréfaskrift-
um og birtingu þeirra hafi verið
ábótavant. Hæpið sé að stjórnar-
skráin heimili slíka takmörkun á
aðgengi til náms. Ráðuneytið fær,
með öðrum orðum, falleinkunn.
Umröðun fjölgar ekki sætum
Rifjum aðeins upp forsöguna.
Í kjölfar afnáms samræmdra
prófa í tíunda bekk, nýrra fram-
haldsskólalaga og töluverðrar
aðsóknar eldri nemenda í fram-
haldsskólamenntun í tengslum
við aukið atvinnuleysi sköpuðust
vandræði með innritun í fram-
haldsskóla fyrir tæpum þremur
árum. Sumir fengu hvergi inni.
Eldri nemendur áttu erfitt með
að fá skólavist. Þessu átti að
redda með setningu hverfakvóta.
Rökin væru þau að þannig ætti
að tryggja öllum nemendum
aðgang að einhverjum skóla. Frá
sjónarhóli einfaldrar talningar-
fræði gengur þessi röksemda-
færsla auðvitað ekki upp.
Ef það eru fleiri farþegar í
strætó en sætin skiptir ekki máli
í hvaða röð fólkið er látið setjast,
það munu alltaf jafnmargir þurfa
að standa. Þetta er stundum
kallað „varðveislulögmál“. Það
er hægt að athuga hvenær barn
uppgötvar varðveislulögmálið, til
dæmis með því að hella úr tveim-
ur jafnstórum kókómjólkurfern-
um í tvö misbreið glös, og spyrja
barnið hvort glasið innihaldi
meira. Einhvers staðar í kringum
sjö ára aldur átta börn sig á því
að bæði glösin innihalda jafnmik-
ið af kókómjólk. Lögun ílátsins
breyti engu um magnið.
Eflaust má kalla það mein-
fyndni að ýja að því að mennta-
málaráðherra hafi ekki náð
þroska sjö ára barns, og eflaust
er það hárrétt að um ódýrt skot
sé að ræða. Hins vegar stendur
eftir að hvorki í viðtölum við ráð-
herra, eða opinberum skýringum
ráðuneytisins er að finna nokkra
skýringu á því að hverfaforgang-
urinn hafi breytt nokkru um það
eðli vandans, þ.e. að sætin voru
of fá, þótt hann kynni að hafa
gert verkefni menntamálaráðu-
neytisins ögn meðfærilegra.
Nú er ekki þar með sagt að
landfræðilegur forgangur eigi
aldrei rétt á sér. Það getur talist
málefnalegt að veita heima-
mönnum forgang í skóla í hér-
aðinu, ef það á að hindra að 16 ára
ungmenni þurfi að flytja langar
vegalengdir til að sækja sér nám.
En það er ekki mannréttindabrot
að menn þurfi hugsanlega að taka
strætó í skólann.
Fjölþætt lögbrot ráðherra
Ráðherrar þurfa að fara að
lögum. Í gildi eru lög um fram-
haldsskóla. Þar er ekkert fjallað
um hverfaforgang. Í gildi er
reglugerð um innritun í fram-
haldsskóla. Þar er ekki held-
ur fjallað um hverfaforgang,
fyrsta val, annað val, einhver
40%, eða neitt þessu líkt. Sá sem
læsi reglugerðina fengi allt aðra
mynd af innrituninni en raun-
in varð. Það er í raun óskiljan-
legt að Katrín Jakobsdóttir hafi í
það minnsta ekki kosið að breyta
reglugerðinni þegar hún ákvað að
breyta fyrirkomulaginu.
Nei, nýja innritunarfyrir-
komulagið var kynnt á heima-
síðu ráðuneytisins, og í bréfi
til skólastjórn enda. Lagalegur
grundvöllur fyrirkomulagsins
átti að felast í gerð skólasamn-
inga við einstaka skóla, og þar
yrði fjallað um að nemendur
ákveðinna grunnskóla ættu að
fá forgang. Þegar umboðsmað-
ur Alþingis leitaði eftir slíkum
skólasamningum á þeim tíma árs
2010 sem innritunin stóð yfir kom
í ljós að þeir höfðu ekki enn verið
undirritaðir. Í lok sumars hafði
verið lokið við gerð helmings
þeirra.
Það lítur sem sagt út fyrir að
innritun heils skólaárs hafi farið
fram þvert á gildandi lög, þvert
á gildandi reglur en á grundvelli
bréfaskrifta við skólastjórnend-
ur og ógerðra skólasamninga.
Hvernig mögulega getur það tal-
ist ásættanleg stjórnsýsla?
Virðum valfrelsi ungs fólks
Þann 16. júlí 2010 benti ég, í
Fréttablaðsgrein, á að umrætt
fyrir komulag innritunar í fram-
haldsskóla væri ólöglegt. Nú liggur
fyrir álit Umboðsmanns Alþingis
um að svo sé sannarlega. Það er
gott. Því ber sérstaklega að fagna
að til sé fólk sem hafi ákveðið að
láta þessa vitleysu ekki yfir sig
ganga. Þeim ber að þakka þessa
baráttu. Ungt fólk á að vera metið
á grundvelli eigin verðleika en
ekki á grundvelli þess hvar for-
eldrar þeirra hafa kosið að búa.
Stjórnmálamenn sem eru á annarri
skoðun ættu að hugsa sinn gang.
Farsæll dauði hverfaforgangs
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök en ekki opin-
ber stofnun. Það er mikilvægt að
hnykkja á þessu því algengt er að
fólk geri kröfur til samtakanna
rétt eins og þau séu opinber eftir-
litsstofnun sem getur kallað eftir
gögnum eða sektað verslanir sem
grunaðar eru um brot á reglum. Þá
kemur mörgum utanfélagsmönnum
á óvart að hafa ekki fullan aðgang
að lögfræðiráðgjöf eða annarri
þjónustu samtakanna. Þótt Neyt-
endasamtökin eigi allt sitt undir
félagsmönnum vinna þau að öflugri
hagsmunagæslu fyrir alla neyt-
endur í landinu. Það njóta því allir
góðs af því starfi sem félagsmenn
standa undir með árgjaldi sínu.
Á næsta ári eru 60 ár frá stofn-
un Neytendasamtakanna sem eru
ein af elstu samtökum neytenda í
heiminum. Bágborinn réttur neyt-
enda á tímum einokunar og hafta
á þessum árum var sennilega
hvatinn hjá stofnendum samtak-
anna sem reyndar voru víðsýn-
ir og þekktu vel til markaðsað-
stæðna í öðrum löndum. Í dag er
ekki síður mikilvægt að hafa öflug
hagsmunasamtök neytenda þegar
aðferðirnar og tæknin til að seilast
í buddu neytenda tekur sífellt á sig
nýja mynd.
Félagsmenn Neytendasamtak-
anna voru þegar best lét um 22.000
en hefur farið fækkandi og eru nú
um 9.500 talsins. Neytendasamtök-
in hafa allt frá stofnun rekið neyt-
endaaðstoð sem er opin fyrir alla,
en ekki bara félagsmenn. Stjórn-
völd hafa gert þjónustusamning
við Neytendasamtökin og auk
almennrar aðstoðar við neytend-
ur sjá þau um hýsingu úrskurðar-
nefnda og aðstoð fyrir neytendur
á innri markaði EES-svæðisins.
Fyrir þessa þjónustu fá samtökin
8,5 millj. frá stjórnvöldum. Sú upp-
hæð hefur haldist óbreytt frá 2009
en það ár var upphæðin lækkuð úr
12 millj. eða um 30%.
Það verður að viðurkennast að
stór hluti starfs samtakanna fer í
að uppfylla þennan þjónustusamn-
ing og sú upphæð sem Neytenda-
samtökin leggja sjálf í þessa þjón-
ustu hækkar ár frá ári. Þjónustan
hefur nefnilega haldist óbreytt þó
stjórnvöld leggi fram sífellt lægri
upphæð til að leiðbeina og aðstoða
almenning í neytendamálum. En
samtökin hafa sýnt stjórnvöldum
skilning vegna bágrar stöðu ríkis-
kassans.
Styrkur samtakanna felst í
fjölda félagsmanna og því fleiri
félagsmenn sem eru í samtökunum
þeim mun sterkari eru þau. Kvart-
anir og ábendingar sem berast til
samtakanna eru teknar alvarlega
og málum fylgt eftir. Fyrirtækj-
um berast daglega erindi frá Neyt-
endasamtökunum þar sem þau eru
krafin svara vegna ábendinga sem
félagsmenn senda eða hringja inn.
Þannig verður aðhald á markaðn-
um og kemur öllum til góða. Bar-
átta fyrir úrbótum í reglugerðum
og lögum er stór hluti af starfinu
ásamt ýmsum rannsóknum og
miðlun upplýsinga til neytenda.
Þessi hluti starfsins þjónar öllum
almenningi ekki bara félagsmönn-
um. En hvað fá þá félagsmenn til
viðbótar?
Félagsmenn fá aðgang að heim-
ilisbókhaldi samtakanna, þeir fá
Neytendablaðið fjórum sinnum á
ári og milligöngu Neytendasam-
takanna í kvörtunarmálum. Þeir
hafa aðgang að gæðakönnunum og
verðkönnunum og auk þess geta
þeir fengið mælitæki lánað heim
til að mæla rafmagnsnotkun heim-
ilistækja sinna. Árgjaldið er 4.950
kr. og með hverjum nýjum félags-
manni er samtökunum gert kleift
að veita markaðinum meira aðhald
öllum neytendum til hagsbóta.
Hagsmunasamtök
en ekki stofnun
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn
jl
.i
s
*Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar
um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is.
Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam-
kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e irliti Fjármála-
e irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og
Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt
árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði
hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís-
bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um
sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á
landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að
kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum,
en þar er meðal annars ítarleg um öllun um árfestingar-
stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum.
Landsbankinn býður upp á öl-
breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða.
Sparibréf verðtryggð er sjóður sem
árfestir í verðtryggðum skuldabréf-
um íslenska ríkisins og hefur það
markmið að endurspegla ávöxtun
verðtryggðra ríkisskuldabréfa.
Reglubundinn sparnaður
Með reglubundnum sparnaði í
sjóðum getur þú byggt upp eigna-
safn með áskri frá 5.000 kr. á
mánuði. Enginn munur er á kaup-
og sölugengi í áskri . Sparnað
í sjóðum má alltaf innleysa.
Komdu við í næsta útibúi, hringdu
í 410 4040 eða sendu okkur póst
á armalaradgjof@landsbankinn.is.
Framúrskarandi
ávöxtun Sparibréfa
verðtryggðra á
árinu 2011
16,3%
Ársávöxtun
2011*
Neytendur
Þuríður
Hjartardóttir
framkvæmdastjóri
Neytendasamtakanna