Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 18

Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 18
18 13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu Landspítala Í tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og bygg- ingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjör- gæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrar- sparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minni- háttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnum Í eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfs- eininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lág- marki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfs- menn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahús apóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari bið Fjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðis- málum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök. Nýr Landspítali: Sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samning- um Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþing- iskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusamband- inu 19. júlí 2009 og samþykkti sam- bandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningavið- ræður nú staðið yfir í tæpa 17 mán- uði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af til- skipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegn- um EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningavið- ræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkis- ráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sam- bandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misser- in. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambands- ins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innan- ríkisráðherra sem er svarinn and- stæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samn- ingnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálg- unin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmál- ar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðn- anna. Þar skipta mestu máli kafl- arnir um landbúnað, gjaldmiðils- mál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samn- ingsaðilar hafi þegar mótað sér samnings- afstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semja Ef skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræð- ur einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst vilj- að bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upp- hafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýp- verja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minni- hlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingis- kosningarnar 2013 Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef and- stæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbún- aðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjáv- arútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriði Nægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndun- um til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mán- uðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræð- um ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samn- ingum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum. Ræðum efnisatriði ESB-aðildar Í Fréttablaðinu 4. janúar sl. skrifar Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, grein sem hann nefn- ir Trúfrelsi eða trúræði? Hann kemur fram sem varaformaður Siðmenntar en sér ekki ástæðu til að geta þess að hann á jafnframt sæti í Mannréttindaráði Reykja- víkurborgar, ráðinu sem sett hefur á fót mjög svo umdeildar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunar- félaga. Þær eru lúmskar rangfærslurn- ar sem Bjarni laumar inn í grein sína, væntanlega í þeirri von að hafa megi áhrif á skoðanir fólks og réttlæta tilburði Mannrétt- indaráðs til að takmarka frelsi skólastjórnenda til samskipta við kirkjur og trúfélög. Hann kýs að líta svo á að þeir fjölmörgu aðil- ar sem gert hafa athugasemd- ir við nýjar reglur Reykjavíkur- borgar séu að berjast fyrir því að halda inni trúboði sem kirkjan hafi stundað í leik- og grunnskólum í einn til tvo áratugi. Það er barna- legt að halda því fram að gagn- rýnin sé til að reyna að viðhalda einhverjum nýjungum sem komið hafa fram á síðustu tuttugu árum. Málið snýst vitanlega um það, og komst þess vegna í hámæli á ný um jólin, að fjölmargir skólar hafa átt ánægjuleg og heilbrigð samskipti við presta og kirkjur í undirbún- ingi jólanna og í því er ekki falið trúræði, líkt og Bjarni telur, held- ur viðurkenning á því að kristni er sá siður sem öðrum fremur hefur mótað samfélag okkar í þúsund ár. Að fela kirkjuna fyrir nemendum, líta svo á að hún sé þeim hættuleg og starfsemi hennar brjóti á mann- réttindum er í raun alvarlegasta brotið sem við sem samfélag getum framið í þessum efnum. Vissulega skiptir máli í samskiptum skóla og kirkju að gætt sé að því að taka tillit til þess að nemendur koma frá ólíkum heimilum og tilheyra ólík- um trúfélögum eða standa utan þeirra. Bjarni er upptekinn af þeirri ógn sem skólastarfi stendur af „gildis- hlöðnu boðunarstarfi trúfélaga“ en honum yfirsést sú mikilvæga stað- reynd að kennsla er í eðli sínu gild- ishlaðið starf og um það má lesa í fjölmörgum fræðigreinum. Skólinn er í sífellu að miðla gildum og það er hin sístæða glíma kennarans að forðast veg innrætingarinnar og efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Boð og bönn eru ekki farsæll farvegur fyrir mótun skólasamfélagsins. Þar er meiri þörf á trausti, faglegri for- ystu stjórnenda og opinni umræðu um þau gildi sem móta samfélag okkar. Með útilokun hins trúar- lega litrófs samfélagsins erum við óhjákvæmilega að innræta nem- endum skólasamfélagsins heims- mynd hins trúlausa. Að lokum get ég ekki annað en mótmælt þeirri fullyrðingu Bjarna að hann sé að kalla eftir raunveru- legu trúfrelsi. Það sem hann er að kalla eftir er að í skólum landsins sé raunverulegt vantrúræði. Sið- mennt hefur um margra ára skeið barist fyrir því að í opinberum skólum fari fram veraldlegt hlut- laust starf og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Heimsmynd sem í huga húmanistans er verald- leg og hlutlaus er ekki hlutlaus í huga kristins manns heldur er hún afhuga kristninni og sem slík er hún því hlutdræg. Það er ekki þar með sagt að ég aðhyllist boðun trúar inni í skólum en heilbrigð samskipti við kirkjur og trúfélög eru af hinu góða. Raun- verulegt trúfrelsi er mér mikils virði, hver svo sem trúin er, og ég vil því að við sem samfélag stönd- um vörð um að virða og lyfta upp þörf einstaklingsins til að eiga sína trú, rækta hana og iðka, frjáls og án ótta. Höfundur er menntaður grunn- skólakennari og starfaði sem slík- ur í mörg ár. Jafnframt félagi í Gídeon og starfar í dag sem Sviðs- stjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi. Trúfrelsi eða vantrú- ræði? Ég fór á nýárstónleika Lúðra-sveitar Þorlákshafnar sem haldnir voru í Ráðhúsi Ölfuss 7. janúar og verð ég að hrósa henni fyrir stórkostlega tón- leika. Ástríðan skein úr andlitum þeirra, sást og heyrðist langa leið að þarna var á ferð hópur sem var að spila af hinni mestu ein- lægni og kom það vel út í spila- mennsku þeirra. Ég er ákaflega stoltur af þessari sveit og vona að önnur sveitarfélög hafi yfir svona hæfileikum að ráða. Þessi sveit er rekin á vinnu sveitarmeðlima og frjálsum framlögum, þetta hæfileikaríka fólk er ekki að fá borgað fyrir þessa vinnu, enda er þetta ástríða þess og kemur það vel fram sem hjartahlý innlifun í tónlist þeirra. Ég er ekki stærsti aðdá- andi Hörpunnar sem var vígð á síðasta ári, en húsið er nú komið upp og við berum kostnað af því sem þjóð. Þetta hús á að vera fyrir þjóðina alla, og eflaust er það hugsun þeirra er að húsinu standa. Ég vil því leggja til að stjórnendur Hörpunnar taki sig til og stofni til tónleikaraðar þar sem sveitum um allt land er boðið að halda tónleika í Hörpunni þeim að kostnaðarlausu. Er það von mín að Lúðrasveit Þorláks- hafnar verði fengin til að hefja þá tónleikaröð og er ég þess hand- viss að sú sveit myndi sóma sér ákaflega vel í þeim salarkynnum sem í Hörpunni má finna. Þessi tónleikaröð yrði til þess fallin að tengja landsbyggðina betur við húsið og jafnframt að gefa þessum stórkostlegu sveit- um tækifæri til að spila í sölum sem hæfa þeirra hæfileikum og gefa höfuðborgarbúum tækifæri til að hlusta á þetta tónlistar- fólk sem fram hjá alltof mörgum fer. Davíð Stefánsson orti Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í paradís. Er ég þess viss að englar Guðs muni hlusta á, ef sveitir á borð við Lúðrasveit Þorlákshafnar spila í Hörpunni. Snert Hörpu mína himinborna dís Nýr Landspítali Jóhannes M. Gunnarsson læknisfræðilegur verkefnisstjóri nýs Landspítala Björn Zoëga forstjóri Landspítala ESB-aðild Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samn- ingaviðræð- um ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál … Trúmál Jóhann Þorsteinsson kennari Boð og bönn eru ekki farsæll farvegur fyrir mótun skólasamfélagsins. Þar er meiri þörf á trausti … Menning Ólafur Hannesson nemi við HÍ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.