Fréttablaðið - 13.01.2012, Qupperneq 24
4 föstudagur 13. janúar
faðir hans vinnur hjá Maersk þann-
ig að fjölskyldan er á víð og dreif um
heiminn.
„Ég hef mjög gaman af því að
ferðast og upplifa nýja menningar-
heima. Ég sé hvað það gefur mér í
dag að hafa flutt mikið milli landa í
æsku. Ég finn að ég hef meiri skiln-
ing á menningu annarra landa en til
dæmis vinir mínir,“ segir Fredrik en
fjölskyldan hefur meðal annars búið
í Stavanger í Noregi og Damaskus í
Sýrlandi. Sjálfur hefur Fredrik bæði
búið í New York og í Mílanó.
LEIKINN RAUNVERULEIKI
Raunveruleikaþættir hafa skotið föst-
um rótum í sjónvarpsmenningunni
síðustu ár og uppgangurinn hefur
verið mikill, sérstaklega í Bretlandi.
Raunveruleikastjörnur verða fræg-
ar á einni nóttu og Fredrik segir að
það hafi verið skrýtið að venjast því
í fyrstu. „Að vera beðinn um eigin-
handaráritun úti á götu og fá aðdá-
endabréf er skrýtið en skemmtilegt.
Að fá boðskort á frumsýningu og veita
viðtal með Tom Hanks við hliðina á
sér er hins vegar sérkennilegt,“ segir
Fredrik og viðurkennir að það hafi
komið honum spánskt fyrir sjónir
þegar fjölmiðlar við rauða dregilinn á
einni frumsýningunni tóku við hann
viðtal þegar það var fullt af frægu
fólki, meðal annars Tom Hanks, allt
í kringum hann. „Ég er bara strák-
ur sem er með í raunveruleikaþætti
og finnst ég kannski ekki eiga skilið
svona mikla athygli.“
Þættirnir Made in Chelsea eru með
vinsælustu þáttum Bretlands og sería
þrjú að fara í tökur á næstu dögum.
Þættirnir hafa verið seldir til Ástral-
íu og hugsanlega er innrás á Banda-
ríkjamarkað í bígerð. „Það væri virki-
lega gaman og klárlega markmiðið
að komast að í Bandaríkjunum en ég
er ennþá að hugsa hvort ég vilji vera
með í næstu seríu eða segja þetta
gott núna og snúa mér að öðru. Það
kemur í ljós.“
Þættirnir fjalla um vinahóp úr
ríkramannahverfinu Chelsea í Lund-
únum þar sem hraðskreiðir bílar,
kampavín og kokteilpartí eru hluti
af hversdeginum. Krakkarnir í þátt-
unum eru vinir í alvörunni en það er
nokkurn veginn það eina í þáttun-
um sem á sér stoð í raunveruleikan-
um. Þættirnir falla í flokkinn„Script-
ed reality show“ eða leiknir raunveru-
leikaþættir.
„Þetta er frekar sérkennilegt því
við erum ekki leikarar og ekki í hlut-
verkum í þáttunum en vinnum samt
eftir handriti og þurfum oft að end-
urtaka atriðin oft og mörgum sinn-
um. Ég man að fyrst fannst mér
mjög erfitt að vera eðlilegur í kring-
um myndavélina og það tók langan
tíma að ná eðlilegu flæði í samtölun-
um en núna er ég orðinn vanur því
að ganga úti á götu með myndavélina
mér við hlið. Það skiptir líka ennþá
meira máli að koma vel fyrir þegar
maður er að „leika“ sjálfan sig og það
sem maður gerir í þáttunum á eftir
að fylgja manni alla ævi. Margir úr
þáttunum hafa þannig stigið feilspor
sem þeir eiga eftir að sjá eftir,“ segi
Fredrik en framleiðendur þáttann
hafa mikil áhrif á framvindu mál
og eiga það til að ýta undir dramatí
milli þátttakenda.
„Það er allt gert til að búa til got
sjónvarp. Ég byrjaði að sjá í gegnum
þetta í annarri seríunni og hef dreg
ið mig aðeins til baka vegna þessa.
byrjun hverrar seríu erum við tekin
á fund með framleiðendum þar sem
ástamál okkar og önnur persónule
mál eru krufin og athugað hvort hæg
sé að nota í þáttunum. Í síðustu seríu
var ég til dæmis á föstu með stelpu
sem fékk fyrir vikið aukahlutverk.“
FRÆGÐINNI FYLGJA FRÍÐINDI
Fredrik fær borgað fyrir þættina o
viðurkennir að launin séu góð. Þa
að vera þekkt andlit í Bretlandi hefu
einnig ýmiss konar tækifæri og fríð
indi í för með sér. Fataframleiðend
ur senda honum fatnað og hann fæ
boðskort á alls konar viðburði o
frumsýningar í London.
„Það skrýtnasta sem fylgir því a
vera þekkt andlit í Bretlandi fanns
mér hið svokallaða PA eða Publi
Apperance, eins og það er kallað. Þ
borga næturklúbbar þér fyrir að kom
og láta sjá þig á staðnum. Hringja sv
í fjölmiðla sem koma og taka myn
af því þegar maður mætir, oftast í bí
frá skemmtistaðnum og blandar geð
Í byrjun ársins 2011 gjörbreyttist líf hins hálfíslenska
háskólanema Fredriks Kristjáns Jónssonar
Ferrier. Hann ákvað ásamt vinum sínum að taka
þátt í raunveruleikaþáttaröðinni Made in Chelsea
sem sló í gegn í Bretlandi og Fredrik gengur nú
rauða dregla og opnar heimili sitt fyrir blöðum á
borð við Hello!
Viðtal: Álfrún Pálsdóttir
Myndir: Valgarður Gíslason
Á RAUÐUM DREGLI Í LOND
É
g hugsaði mig vel og
lengi um áður en ég
ákvað að taka þátt.
Velti fyrir mér kost-
um og göllum þess
að fara í sjónvarpið og að lokum
voru kostirnir fleiri. Foreldrar
mínir voru ekki beint sáttir fyrst
og skildu ekki hvernig þáttur á
borð við þennan gæti verið ein-
hverjum til framdráttar en nú
eru þau sátt. Ég hef farið varlega
og hugsa vandlega um hvernig ég
kem fyrir í sjónvarpinu. Þetta verð-
ur á feril skránni minni alla ævi og
þá er eins gott að vera meðvitað-
ur,“ segir Fredrik og bætir við að
það sé auðvelt að láta glepjast af
glamúrnum sem fylgir því að vera
sjónvarpsstjarna. „Ég á sem betur
fer góða fjölskyldu sem heldur
mér niðri á jörðinni.“
SJALDSÉÐ KYRRÐ Á
ÍSLANDI
Fredrik eyddi áramótunum á Ís-
landi en eldri systir hans, Char-
lotte Ólöf, er búsett hér á landi
ásamt íslenskum eiginmanni.
Honum finnst gott að koma til Ís-
lands og kúpla sig út úr erilsama
lífinu í London. Hann reynir að
koma að minnsta kosti einu sinni
á ári og finnst mikilvægt að kom-
ast í tæri við náttúruna.
„Það er alltaf gott að koma hing-
að og anda að sér hreinu lofti, vera
í friði og upplifa náttúruna sem er
einstök á Íslandi. Það er einhver
sjaldséð kyrrð hérna sem erfitt
er að finna annars staðar,“ segir
Fredrik sem einnig var mjög upp
með sér að fá að upplifa allan
þennan snjó í Reykjavík. „Ég frétti
að þetta væri mesti snjór á þess-
um árstíma í mörg ár, sem er mjög
gaman. Svo sá ég líka norðurljósin,
sem eru líklega daglegt brauð fyrir
þig, en ótrúlega magnað fyrir mig.“
Gamlárskvöldi var eytt á Skóla-
vörðuholtinu þar sem sprengju-
æði Íslendinga kom útlendingn-
um skemmtilega á óvart og mikil
ánægja var með kvöldið. Næturlíf
miðborgarinnar var einnig kann-
að í ferðinni en Fredrik skemmti
sér einna helst á Prikinu. „Það var
frábært að sjá ljósakrónurnar byrja
að sveiflast þegar líða tók á nótt-
ina. Frábær stemning.“
Faðir þeirra Charlotte heitir Jón
Arthur og er Íslendingur og móðir
hans ensk en Fredrik hefur aldrei
búið á Íslandi. Faðir hans starfar
í olíugeiranum sem gerir það að
verkum að fjölskyldan hefur búið á
ýmsum stöðum í heiminum gegn-
um tíðina og talar Fredrik meðal
annars ensku, spænsku og arab-
ísku. Núna eru foreldrar hans bú-
settir í Kaupmannahöfn þar sem
Erfitt að leika sjálfan sig „Það skiptir ennþá meira máli að koma vel fyrir þegar maður er að „leika“ sjálfan sig og það sem maður gerir í þát
þáttunum hafa stigið þannig feilspor sem þau eiga eftir að sjá eftir,“ segir Fredrik Kristján Jónsson Ferrier um leik sinn í raunveruleikaþáttunum
SALON REYK JAVÍK
=
VERTU VELKOMIN
SALON REYKJAVÍK
GRANDAGARÐUR 5
1 0 1 R E Y K J A V Í K
SÍMI : 56 85 305
O P N U N A R T Í M A R
VIRKA DAGA: 9 - 18
LAUGARDAGA 9 - 13
SALON REYKJAVÍK BÝÐUR UPP Á NÝJA NATURA KERATIN
SLÉTTUNARMEÐFERÐ SEM GEFUR MJÚKT, SLÉTT,
HEILBRIGÐT, FALLEGT OG GLANSANDI HÁR.
Þetta er frekar sérkennilegt því við erum ekki
leikarar og ekki í hlutverkum í þáttunum
en vinnum samt eftir handriti og þurfum oft að
endurtaka atriðin oft og mörgum sinnum.”