Fréttablaðið - 06.02.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 06.02.2012, Síða 6
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR6 BJÖRGUN Björgunarsveitir bera ábyrgð á skemmdum sem verða á bílum sem draga þarf úr snjó- sköflum og ófærum. Sveitirnar þurfa að borga á annað hundr- að þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eig- andi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins. „Það er auðvitað dapurlegt að vera að aðstoða samborgarana, í umboði lögreglunnar, og fá svo á sig kostnaðinn ef eitthvað gerist,“ segir segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysa- varnarsviðs hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu. Verði tjón á bíl sem björgunar- sveitir draga úr skafli eða ófæru á eigandi bílsins kröfu á björg- unarsveitina. Sveitirnar eru tryggðar fyrir tjóninu, en þurfa að borga sjálfsábyrgð sem er yfirleitt á bilinu 100 til 170 þús- und krónur, segir Gunnar. Þessi kostnaður fellur á þá björgunar- sveit sem á bílinn sem veldur tjón- inu. Gunnar segir kostnaðinn geta sett öll áform björgunarsveita í uppnám, sérstaklega minni sveita sem hafi oft takmarkaða mögu- leika til að fjármagna starfsemi sína. Hann segir að vegna þessar- ar áhættu kjósi sumar björgun- arsveitir frekar að bjarga fólki úr föstum bílum og skilja bílana eftir. Það sé þó á endanum ákvörð- un hvers bílstjóra á bílum björg- unarsveitanna. Menn velti þessum möguleika óneitanlega fyrir sér. Landsbjörg hefur ítrekað óskað eftir því við stjórnvöld og þing- menn að björgunarsveitirnar fái undanþágu í lögum svo tjón af þessu tagi falli ekki á sveitirnar séu þær við björgunarstörf, án þess að það hafi náð inn í nefndir þingsins, hvað þá lengra. - bj Björgunarsveitir rukkaðar fyrir tjóni á bílum sem þeir draga úr sköflum og ófæru: Dýrt að valda tjóni við björgun ALÞINGI Fjármagn verður sett í rannsóknir á umfangi og nýt- ingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi, verði þingsályktun- artillaga sem lögð var fram á föstudag samþykkt. Tuttugu og einn þingmaður í öllum flokkum standa að tillögunni og verður því að teljast líklegt að hún verði samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segir að leiða megi getum að því að sjávarorka sé ein stærsta ónýtta orkuauðlind Íslands. Iðnaðarráðherra verði falið að byggja upp gagnagrunn um nýt- ingu sjávarorku, stuðla að tækni- þróun á sviðinu og greina nýting- arkosti á þeim landsvæðum sem talin eru henta. Skúli Helgason, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, segir að vonir standi til að nýting sjáv- arorku gæti skilað heilmiklu í framtíðinni. Hann segir Íslend- inga skammt á veg komna í mála- flokknum og er ánægður með hve víðtækan stuðning hann fékk við tillöguna. „Menn eru komnir á fleygi- ferð í löndunum í kringum okkur, Bretar lengst og Írar og Danir eru að kveikja á þessum mögu- leikum. Stjórnvöld víða um heim eru að móta sér stefnu um stuðn- ing í málaflokknum,“ segir Skúli. Hann segir málið ekki kalla á miklar deilur og vonast til að hægt sé að ljúka því með vor- inu, en tillögunni var vísað til atvinnuveganefndar. „Ef þingið sýnir vilja sinn í verki ætti að vera hægt að líta til þessa við fjárlagagerð næsta árs.“ kolbeinn@frettabladid.is Rannsaka færi á nýtingu sjávarorku Tuttugu og einn þingmaður úr öllum flokkum stendur að tillögu um rannsókn- ir á nýtingu sjávarorku. Lítið rannsakað hér en mörg lönd komin langt á veg. Frumkvöðull segir orkumagn Íslendinga geta margfaldast með nýtingu sjávar. KRAFTUR SJÁVAR Rannsaka á hvernig hægt verði að nýta sjóinn til raforkufram- leiðslu. Þær hugmyndir sem lengst eru komnar gera ráð fyrir hverflum neðar- sjávar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Valdimar Össurarson rekur fyrirtækið Valorku sem hefur hannað samnefnd- an sjávarhverfil. Hann fékk í október fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasam- taka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir hverfilinn. Valorka stefnir að því að virkja hæga strauma sem eru í röstum og við annes. Hann segir vandræði hve lítið hefur verið rannsakað af sjávarföllum í kringum landið. Helst hafi slíkt verið í kringum fiskeldi og hafnargerð. Valdimar segir gríðarlega orku liggja undir ef vel tekst til að nýta hana. „Írar hafa gert vandaða úttekt á þeirri heildarorku sem þeir búa yfir. Þeir telja sig geta nýtt 240 terawattstundir á ári og ef við yfirförum það á Ísland eftir stærð mundi það gera um 330 terawattstundir á ári. Það er um tuttuguföld sú orka sem við erum að nota í dag.“ Valdimar hefur gert forprófanir í keri á hverflinum og mun gera prófanir á fleka í sumar, mögulega við Snæfellsnes. Gangi þær vel verður búin til frumgerð sem er algjörlega neðansjávar. „Valorka er fremst í heimi í þessu að reyna að virkja strauma fyrir utan strendur.“ Hægt að tuttugufalda orkuna SAMKEPPNI Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins að ógilda skuli samruna Valitors á Euro Refund Group North á Íslandi, sem rekur starfsemi undir merkjum Tax Free og sér um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. Samkeppniseftirlitið taldi að markaðirnir sem fyrirtækin störfuðu á væru nátengdir og samruninn gæti skapað mikinn möguleika, getu og hvata til úti- lokunar keppinauta á mörkuðum fyrir greiðslukortastarfsemi, posaleigu, endurgreiðslu virðis- aukaskatts til ferðamanna og fleira. - sh Hæstiréttur sammála SE: Valitor og Tax Free máttu ekki renna saman RANNSÓKNIR Persónuvernd veitti í janúar fjórtán leyfi til aðgangs að trúnaðargögnum vegna rann- sókna fræðimanna. Meðal þeirra eru „Opin áreitipróf hjá börnum sem grunuð eru um sýklalyfjaof- næmi“ og „Ríkisafskipti af sam- skiptum unglingsstúlkna og setu- liðsmanna“. Í seinna tilvikinu fær sagnfræð- ingur aðgang að skjalasafni vinnu- hælisins að Kleppjárnsreykjum frá árunum 1942 til 1943. Aðrar rann- sóknir eru til dæmis „Árangur í offitumeðferð Reykjalundar“. - gar Fjórtán ný rannsóknarleyfi: Skoða stúlkur af vinnuhæli BANDARÍKIN, AP Níu ára gömul stúlka frá Maine í Bandaríkj- unum er á batavegi eftir að hafa gengist undir sexfalda líffæraíg- ræðslu vegna krabbameins. Hún er að öllum líkindum fyrsta mann- eskjan til að fá vélinda grætt í sig. Stúlkan, Alannah Shevenell, fékk nýjan maga, lifur, milta, smá- þarma, bris og hluta af vélinda. Hún greindist með risastórt æxli árið 2008, þegar hún var fimm ára. Læknar reyndu í tvígang að fjar- lægja æxlið án árangurs. Lyfja- meðferð hafði ekki heldur áhrif á æxlið og því var ákveðið að reyna aðgerðina. Fjölskyldu hennar var sagt að um helmingslíkur væru á því að hún lifði aðgerðina af, en án hennar átti hún enga batavon. Aðgerðin var framkvæmd í októ- ber og stúlkan var á spítala þar til í síðustu viku. Hún barðist við sýk- ingar og aðra fylgikvilla áður en hún fékk leyfi til að fara heim. Alannah er þó ekki úr hættu enn. Hún þarf að vera undir stöð- ugu eftirliti og taka níu lyf á hverj- um degi. Ónæmiskerfi hennar er mjög veikt og hún getur því ekki verið innan um mikið af fólki. - þeb Níu ára gömul stúlka er líklega fyrsta manneskjan til að fá nýtt vélinda: Sex líffæri grædd í litla stúlku ÖRYGGISMÁL Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík í gærkvöld áleiðis til Bergen í Noregi þar sem gera á við aðalvél skipsins. Það vakti athygli vegfarenda síð- degis í gær að skipið var þá á leið inn í Reykjavíkurhöfn. Hjá Landhelgisgæslunni feng- ust þær upplýsingar að um prufu- siglingu væri að ræða. „Skipið er búið að vera í alls konar próf- unum að undanförnu,“ segir Hrafnhildur B. Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar. Aðalvél skipsins hefur verið í ólagi og vildi framleiðandinn, Rolls Royce, að skipið færi í við- gerð í Noregi. Ráðgert er að Þór komi til Bergen á miðvikudag og að viðgerðin taki um mánuð. Landhelgisgæslan ber ekki kostnað af viðgerðinni. Varðskip- in Týr og Ægir munu sinna hlut- verki Þórs meðan hann er ytra. - fb Varðskipið Þór sneri við: Þór farinn í við- gerð í Noregi VARÐSKIPIÐ ÞÓR Lagði af stað til Noregs í gær. Rúðubrot við Þjóðleikhúsið Tilkynnt var um rúðubrot í bifreið á Hverfisgötu við Þjóðleikhúsið aðfaranótt sunnudags. Þar hafði mjög ölvaður maður kastað bjórflösku á eftir bifreið og brotið afturrúðu hennar. Elti ölvaðan ökumann Bifreið var ekið á ljósastaur við Miklu- braut. Vegfarandi sá bílinn fara af staðnum og fylgdi henni eftir. Vísaði hann lögreglu á bílinn við Hólmavað. Þar sat ölvaður karlmaður undir stýri er lögregla handtók hann. LÖGREGLUFRÉTTIR BOSNÍA, AP Þyrlur voru notaðar til að koma mat og öðrum nauðsynj- um til þorpa á fjalllendum svæð- um Bosníu, þar sem fannfergi hefur lokað öllum landvegum. Sjúklingar voru einnig fluttir frá þessum þorpum með þyrlum. Ekkert lát virðist ætla að verða á vetrarhörkunum í austanverðri Evrópu næstu daga. Úkraínubúar hafa orðið verst úti. Kuldarnir hafa komist þar niður í 33 stiga frost og hafa kost- að meira en 130 manns lífið. - gb Neyðarástand í Bosníu: Innilokuð þorp vegna fannkófs Á SKÍÐUM Í RÓM Sjaldséð sjón í höfuð- borg Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP KOMIN HEIM Alannah ræddi við blaða- mann ásamt ömmu sinni í síðustu viku. Hún hefur verið á spítala undanfarna þrjá mánuði að jafna sig eftir aðgerðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Landsbjörg hefur kannað mögu- leikann á því að láta ökumenn bíla sem þarf að draga skrifa undir samning um að afsala sér kröfu á björgunarsveitina verði skemmdir á bílnum. Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir það ekki sam- rýmast lögum. Lögum samkvæmt falli tjón á bíl sem sé dreginn á þann bíl sem dragi, og ekki sé hægt að semja sig frá þeirri ábyrgð. Geta ekki samið GUNNAR STEFÁNSSON TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Átt þú sparnað í ríkisskulda- bréfum? JÁ 8,4% NEI 91,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgist þú með frambjóð- endum til embættis biskups Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.