Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 6
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR6 BJÖRGUN Björgunarsveitir bera ábyrgð á skemmdum sem verða á bílum sem draga þarf úr snjó- sköflum og ófærum. Sveitirnar þurfa að borga á annað hundr- að þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eig- andi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins. „Það er auðvitað dapurlegt að vera að aðstoða samborgarana, í umboði lögreglunnar, og fá svo á sig kostnaðinn ef eitthvað gerist,“ segir segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysa- varnarsviðs hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu. Verði tjón á bíl sem björgunar- sveitir draga úr skafli eða ófæru á eigandi bílsins kröfu á björg- unarsveitina. Sveitirnar eru tryggðar fyrir tjóninu, en þurfa að borga sjálfsábyrgð sem er yfirleitt á bilinu 100 til 170 þús- und krónur, segir Gunnar. Þessi kostnaður fellur á þá björgunar- sveit sem á bílinn sem veldur tjón- inu. Gunnar segir kostnaðinn geta sett öll áform björgunarsveita í uppnám, sérstaklega minni sveita sem hafi oft takmarkaða mögu- leika til að fjármagna starfsemi sína. Hann segir að vegna þessar- ar áhættu kjósi sumar björgun- arsveitir frekar að bjarga fólki úr föstum bílum og skilja bílana eftir. Það sé þó á endanum ákvörð- un hvers bílstjóra á bílum björg- unarsveitanna. Menn velti þessum möguleika óneitanlega fyrir sér. Landsbjörg hefur ítrekað óskað eftir því við stjórnvöld og þing- menn að björgunarsveitirnar fái undanþágu í lögum svo tjón af þessu tagi falli ekki á sveitirnar séu þær við björgunarstörf, án þess að það hafi náð inn í nefndir þingsins, hvað þá lengra. - bj Björgunarsveitir rukkaðar fyrir tjóni á bílum sem þeir draga úr sköflum og ófæru: Dýrt að valda tjóni við björgun ALÞINGI Fjármagn verður sett í rannsóknir á umfangi og nýt- ingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi, verði þingsályktun- artillaga sem lögð var fram á föstudag samþykkt. Tuttugu og einn þingmaður í öllum flokkum standa að tillögunni og verður því að teljast líklegt að hún verði samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segir að leiða megi getum að því að sjávarorka sé ein stærsta ónýtta orkuauðlind Íslands. Iðnaðarráðherra verði falið að byggja upp gagnagrunn um nýt- ingu sjávarorku, stuðla að tækni- þróun á sviðinu og greina nýting- arkosti á þeim landsvæðum sem talin eru henta. Skúli Helgason, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, segir að vonir standi til að nýting sjáv- arorku gæti skilað heilmiklu í framtíðinni. Hann segir Íslend- inga skammt á veg komna í mála- flokknum og er ánægður með hve víðtækan stuðning hann fékk við tillöguna. „Menn eru komnir á fleygi- ferð í löndunum í kringum okkur, Bretar lengst og Írar og Danir eru að kveikja á þessum mögu- leikum. Stjórnvöld víða um heim eru að móta sér stefnu um stuðn- ing í málaflokknum,“ segir Skúli. Hann segir málið ekki kalla á miklar deilur og vonast til að hægt sé að ljúka því með vor- inu, en tillögunni var vísað til atvinnuveganefndar. „Ef þingið sýnir vilja sinn í verki ætti að vera hægt að líta til þessa við fjárlagagerð næsta árs.“ kolbeinn@frettabladid.is Rannsaka færi á nýtingu sjávarorku Tuttugu og einn þingmaður úr öllum flokkum stendur að tillögu um rannsókn- ir á nýtingu sjávarorku. Lítið rannsakað hér en mörg lönd komin langt á veg. Frumkvöðull segir orkumagn Íslendinga geta margfaldast með nýtingu sjávar. KRAFTUR SJÁVAR Rannsaka á hvernig hægt verði að nýta sjóinn til raforkufram- leiðslu. Þær hugmyndir sem lengst eru komnar gera ráð fyrir hverflum neðar- sjávar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Valdimar Össurarson rekur fyrirtækið Valorku sem hefur hannað samnefnd- an sjávarhverfil. Hann fékk í október fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasam- taka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir hverfilinn. Valorka stefnir að því að virkja hæga strauma sem eru í röstum og við annes. Hann segir vandræði hve lítið hefur verið rannsakað af sjávarföllum í kringum landið. Helst hafi slíkt verið í kringum fiskeldi og hafnargerð. Valdimar segir gríðarlega orku liggja undir ef vel tekst til að nýta hana. „Írar hafa gert vandaða úttekt á þeirri heildarorku sem þeir búa yfir. Þeir telja sig geta nýtt 240 terawattstundir á ári og ef við yfirförum það á Ísland eftir stærð mundi það gera um 330 terawattstundir á ári. Það er um tuttuguföld sú orka sem við erum að nota í dag.“ Valdimar hefur gert forprófanir í keri á hverflinum og mun gera prófanir á fleka í sumar, mögulega við Snæfellsnes. Gangi þær vel verður búin til frumgerð sem er algjörlega neðansjávar. „Valorka er fremst í heimi í þessu að reyna að virkja strauma fyrir utan strendur.“ Hægt að tuttugufalda orkuna SAMKEPPNI Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins að ógilda skuli samruna Valitors á Euro Refund Group North á Íslandi, sem rekur starfsemi undir merkjum Tax Free og sér um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. Samkeppniseftirlitið taldi að markaðirnir sem fyrirtækin störfuðu á væru nátengdir og samruninn gæti skapað mikinn möguleika, getu og hvata til úti- lokunar keppinauta á mörkuðum fyrir greiðslukortastarfsemi, posaleigu, endurgreiðslu virðis- aukaskatts til ferðamanna og fleira. - sh Hæstiréttur sammála SE: Valitor og Tax Free máttu ekki renna saman RANNSÓKNIR Persónuvernd veitti í janúar fjórtán leyfi til aðgangs að trúnaðargögnum vegna rann- sókna fræðimanna. Meðal þeirra eru „Opin áreitipróf hjá börnum sem grunuð eru um sýklalyfjaof- næmi“ og „Ríkisafskipti af sam- skiptum unglingsstúlkna og setu- liðsmanna“. Í seinna tilvikinu fær sagnfræð- ingur aðgang að skjalasafni vinnu- hælisins að Kleppjárnsreykjum frá árunum 1942 til 1943. Aðrar rann- sóknir eru til dæmis „Árangur í offitumeðferð Reykjalundar“. - gar Fjórtán ný rannsóknarleyfi: Skoða stúlkur af vinnuhæli BANDARÍKIN, AP Níu ára gömul stúlka frá Maine í Bandaríkj- unum er á batavegi eftir að hafa gengist undir sexfalda líffæraíg- ræðslu vegna krabbameins. Hún er að öllum líkindum fyrsta mann- eskjan til að fá vélinda grætt í sig. Stúlkan, Alannah Shevenell, fékk nýjan maga, lifur, milta, smá- þarma, bris og hluta af vélinda. Hún greindist með risastórt æxli árið 2008, þegar hún var fimm ára. Læknar reyndu í tvígang að fjar- lægja æxlið án árangurs. Lyfja- meðferð hafði ekki heldur áhrif á æxlið og því var ákveðið að reyna aðgerðina. Fjölskyldu hennar var sagt að um helmingslíkur væru á því að hún lifði aðgerðina af, en án hennar átti hún enga batavon. Aðgerðin var framkvæmd í októ- ber og stúlkan var á spítala þar til í síðustu viku. Hún barðist við sýk- ingar og aðra fylgikvilla áður en hún fékk leyfi til að fara heim. Alannah er þó ekki úr hættu enn. Hún þarf að vera undir stöð- ugu eftirliti og taka níu lyf á hverj- um degi. Ónæmiskerfi hennar er mjög veikt og hún getur því ekki verið innan um mikið af fólki. - þeb Níu ára gömul stúlka er líklega fyrsta manneskjan til að fá nýtt vélinda: Sex líffæri grædd í litla stúlku ÖRYGGISMÁL Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík í gærkvöld áleiðis til Bergen í Noregi þar sem gera á við aðalvél skipsins. Það vakti athygli vegfarenda síð- degis í gær að skipið var þá á leið inn í Reykjavíkurhöfn. Hjá Landhelgisgæslunni feng- ust þær upplýsingar að um prufu- siglingu væri að ræða. „Skipið er búið að vera í alls konar próf- unum að undanförnu,“ segir Hrafnhildur B. Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar. Aðalvél skipsins hefur verið í ólagi og vildi framleiðandinn, Rolls Royce, að skipið færi í við- gerð í Noregi. Ráðgert er að Þór komi til Bergen á miðvikudag og að viðgerðin taki um mánuð. Landhelgisgæslan ber ekki kostnað af viðgerðinni. Varðskip- in Týr og Ægir munu sinna hlut- verki Þórs meðan hann er ytra. - fb Varðskipið Þór sneri við: Þór farinn í við- gerð í Noregi VARÐSKIPIÐ ÞÓR Lagði af stað til Noregs í gær. Rúðubrot við Þjóðleikhúsið Tilkynnt var um rúðubrot í bifreið á Hverfisgötu við Þjóðleikhúsið aðfaranótt sunnudags. Þar hafði mjög ölvaður maður kastað bjórflösku á eftir bifreið og brotið afturrúðu hennar. Elti ölvaðan ökumann Bifreið var ekið á ljósastaur við Miklu- braut. Vegfarandi sá bílinn fara af staðnum og fylgdi henni eftir. Vísaði hann lögreglu á bílinn við Hólmavað. Þar sat ölvaður karlmaður undir stýri er lögregla handtók hann. LÖGREGLUFRÉTTIR BOSNÍA, AP Þyrlur voru notaðar til að koma mat og öðrum nauðsynj- um til þorpa á fjalllendum svæð- um Bosníu, þar sem fannfergi hefur lokað öllum landvegum. Sjúklingar voru einnig fluttir frá þessum þorpum með þyrlum. Ekkert lát virðist ætla að verða á vetrarhörkunum í austanverðri Evrópu næstu daga. Úkraínubúar hafa orðið verst úti. Kuldarnir hafa komist þar niður í 33 stiga frost og hafa kost- að meira en 130 manns lífið. - gb Neyðarástand í Bosníu: Innilokuð þorp vegna fannkófs Á SKÍÐUM Í RÓM Sjaldséð sjón í höfuð- borg Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP KOMIN HEIM Alannah ræddi við blaða- mann ásamt ömmu sinni í síðustu viku. Hún hefur verið á spítala undanfarna þrjá mánuði að jafna sig eftir aðgerðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Landsbjörg hefur kannað mögu- leikann á því að láta ökumenn bíla sem þarf að draga skrifa undir samning um að afsala sér kröfu á björgunarsveitina verði skemmdir á bílnum. Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir það ekki sam- rýmast lögum. Lögum samkvæmt falli tjón á bíl sem sé dreginn á þann bíl sem dragi, og ekki sé hægt að semja sig frá þeirri ábyrgð. Geta ekki samið GUNNAR STEFÁNSSON TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Átt þú sparnað í ríkisskulda- bréfum? JÁ 8,4% NEI 91,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgist þú með frambjóð- endum til embættis biskups Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.