Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 76
KYNNING − AUGLÝSINGSjávarútvegur LAUGARDAGUR 3. MARS 20128 VORRALLIÐ ER HAFIÐ Stofnmæling botnfiska á Íslands miðum, eða vorrallið, hófst í lok febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu: togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20 til 500 m dýpi. Vorrall Hafrannsóknastofnunar hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærð, aldurssam- setningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu fisktegunda við landið, og hitastigi sjávar. Enn fremur er safnað sýnum vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengandi efnum í sjávar- fangi. Úrvinnsla mælinganna og aldursgreiningar fara fram í lok mars og fyrstu niðurstöður verða kynntar í apríl. Fylgjast má með ferðum rallskipa á vef Hafrannsókna- stofnunarinnar. www.hafro.is FÖGUR BYGGING Hús Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem í dag heitir Tækni skólinn, er með fegurri bygging um landsins. Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson húsameistari teiknuðu húsið. Lagður var hornsteinn að byggingunni á sjómannadaginn 4. júní 1944 og var skólinn vígður árið 1945. Í blýhólki sem lagður var í hornsteininn liggja upp- drættir hússins og meginatriði að byggingarsögu skólans, skráð á skinn. Veðurstofan hafði aðsetur í skólanum til ársins 1973. Kennara- háskóli Íslands hafði einnig hluta hússins til afnota um tíma. Heimild: Wikipedia HOLLUR OG GÓÐUR Margir leiða líkur að því að fiskur hafi haldið lífi í þjóðinni hér á árum áður enda inniheldur hann mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Aðeins tvö þeirra er þó að finna í fiskafurðum umfram það sem er í annarri fæðu, stein- efnið joð og D-vítamín. Joð gegnir mikilvægu hlutverki við myndum skjald kirtilshormónsins týroxíns sem stjórnar orkunýtingu líkamans. Ef líkaminn færi ekki nægilegt magn af joði úr fæði getur það haft þau áhrif að skjaldkirtillinn stækkar. D-vítamín gegnir fjölda mikilvægra hlut- verka í líkamanum og er meðal annars nauðsynlegt fyrir upp byggingu beina og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði. Afleiðingar mikils D- vítamínskorts geta orðið beinkröm hjá börnum og kalklítil og mjúk bein hjá fullorðnum. Heimild: www2.lydheilsustod.is Við erum með hugann við það sem þú ert að gera Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó við kunnum kannski ekki handtökin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga. Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka. E N N E M M / S ÍA / N M 5 10 0 7 sjavarutvegur@islandsbanki.is islandsbanki.is | Sími 440 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.