Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 2
3. mars 2012 LAUGARDAGUR2
SPURNING DAGSINS
Sjálfsöryggi og sátt
Sjálfsöryggi og sátt er nýtt 10 skipta (20 klst.) námskeið á vegum
Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem kenndar eru aðferðir til að
bæta sjálfstraust. Lítið sjálfstraust getur hamlað fólki í daglegu lífi,
haft veruleg áhrif á lífsgæði og valdið þrálátri vanlíðan.
Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar,
jafnframt því sem lögð er áhersla á árvekni (mindfulness) og sátt
(acceptance). Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að bæta
öryggi í samskiptum og leikari kemur í heimsókn og fjallar um
framkomu og líkamstjáningu.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. mars kl. 15 og munu
sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar stýra námskeiðinu.
Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is
Nánari upplýsingar: www.kms.is
Sjálfstyrkingarnámskeið
DÓMSTÓLAR Útgerðarfyrirtækið
Dögun hefur ákveðið að áfrýja til
Hæstaréttar dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli Olís á hendur
fyrirtækinu.
Helga Melkorka Óttars dóttir,
lögmaður Dögunar, segir að
áfrýjunin verði lögð fram eftir
helgina, en á föstudag rennur út
þriggja mánaða áfrýjunarfrestur
fyrirtækisins.
Olís höfðaði mál á hendur
Dögun fyrir að skuldajafna á
móti kröfu olíufélagsins tjóni sem
fyrirtækið taldi sig hafa orðið
fyrir vegna samráðs Olís, Essó og
Skeljungs vegna áranna 1994 til
2001. Héraðsdómur féllst ekki á að
sönnur hefðu verið færðar á tjón
Dögunar vegna samráðsins. - óká
Skuldajöfnuðu samráðstjón:
Dögun áfrýjar
samráðsmáli
NÁTTÚRUFAR Hlýr febrúar-
mánuður hefur dugað kínverska
elrinu í Grasagarðinum til að
opna og teygja úr karlreklunum
sem nú hanga niður, þannig að
vindur hefur greiðan aðgang
að frjóhirslum og þar með geta
frjókornin dreifst út í andrúms-
loftið.
Á þetta er bent á vef Náttúru-
fræðistofnunar og að elrifrjó
geti kallað fram ofnæmisein-
kenni hjá þeim sem þegar eru
komin með ofnæmi fyrir birki-
frjóum. - óká
Hlýindi í febrúar hafa áhrif:
Vara við frjó-
kornum elris
ÍRAN, AP Obama forseti segir að
Bandaríkjunum sé full alvara með
því að hernaður gegn Íran komi
til greina, ef Íranar koma sér upp
kjarnorkuvopnum.
Hins vegar varaði hann Ísraels-
menn jafnframt við því að grípa
einhliða til aðgerða, sem geti orðið
meira til tjóns en til góðs.
Hann sagði að stjórnvöld bæði
í Ísrael og Íran geri sér fulla
grein fyrir því, „að þegar Banda-
ríkin segja það ekki ásættanlegt
að Íranar hafi kjarnorkuvopn, þá
meinum við það sem við segjum.“
Litlar líkur þykja á mikilli
stefnubreytingu í Íran í kjölfar
þingkosninga í gær. - gb
Kjarnorkuáætlun Írana:
Obama segir
alvöru í hótun
KHAMEINI Erkiklerkur Írans greiðir
atkvæði í kosningum. NORDICPHTOTOS/AFP
IKEA innkallar ofngrindur
Neytendastofa vekur athygli á inn-
köllun IKEA á ofngrindum úr NUTID
og FRAMTID ofnum. Ofngrindin sem
fylgdi getur dottið niður við notkun
og valdið brunaslysum. Ofnskúffur
eru hins vegar sagðar hafa passað.
Innköllunin nær aðeins til ofna
með framleiðsludagsetningu 1134-
1150(ár/vika) og ákveðin vörunúmer.
ÖRYGGISMÁL
DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri,
hefur falið lögmönnum á LEX
að útbúa kæru til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu vegna með-
ferðar innherjasvikamáls hans í
íslenska réttarkerfinu.
Hæstiréttur staðfesti um
miðjan febrúar tveggja ára
fangelsis dóm yfir Baldri vegna
sölu hans á bréfum í Lands-
bankanum fyrir 192 milljónir
rétt fyrir bankahrun.
Í t i lkynningu frá L EX
segir að það sé mat lögmanna
stofunnar að með dómnum hafi
í veiga miklum
atriðum verið
brotinn réttur
á Baldri í skiln-
ingi ákvæða
Mannréttinda-
sáttmála
Evrópu.
Í tilkynning-
unni er vísað
til ákvæða um
bann við endur-
tekinni málsmeðferð og réttláta
málsmeðferð.
Segir þar að hann hafi ekki
notið réttlátrar málsmeð ferðar
í fernum skilningi: Hann hafi
verið sakfelldur sem tíma-
bundinn innherji en ákærður
fyrir að hafa verið svokallaður
annar innherji, Hæstiréttur hafi
ekki tekið tillit til veigamikilla
atriða í vörn Baldurs, sönnunar-
byrðinni hafi verið snúið við og í
síðasta lagi leiki mikill vafi á því
að málið hafi notið óvilhallrar
meðferðar fyrir dómi.
Kæran verður send til Mann-
réttindadómstólsins á næstunni,
segir í tilkynningunni. Hún
frestar ekki réttaráhrifunum af
dómi Hæstaréttar. - sh
Mál Baldurs Guðlaugssonar á leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu:
Baldur kærir mannréttindabrot
BALDUR
GUÐLAUGSSON
Siggi, varstu látinn fjúka?
„Nei, en ég sá storm í aðsigi og
ákvað að forða mér.“
Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur,
sagði sig úr Samstöðu eftir ágreining
innan flokksins.“
SÝRLAND, AP Stjórnvöld í Sýrlandi komu í veg fyrir
að starfsfólk Rauða krossins kæmist inn í hverfið
Baba Amr í Homs með hjálpargögn til íbúa þar,
sem vikum saman bjuggu við linnulitlar sprengju-
árásir stjórnarhersins.
Hjálparstarfsfólkið er engu að síður komið inn
í borgina Homs og mun bíða þar eftir því að tæki-
færi gefist til að fara inn í Baba Amr.
Lík tveggja erlendra blaðamanna, sem létu
lífið í árásunum á Homs, voru flutt frá borginni í
gær til höfuðborgarinnar Damaskus. Tveir aðrir
erlendir blaðamenn, Edith Bouvier og William
Daniels, komu hins vegar til Frakklands í gær,
viku eftir að Bouvier særðist í árásunum á Homs.
Þau höfðu komist til Líbanons í fyrradag.
Frakkar sögðust í gær hafa ákveðið að loka
sendiráði sínu í Sýrlandi og fleiri vestræn ríki
hafa gert slíkt hið sama.
Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að sýrlensk
stjórnvöld standi enn fyrir því að taka einstak-
linga úr röðum uppreisnarmanna af lífi án dóms
og laga.
Talsmaður mannréttindafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna sagði óstaðfestar fréttir hafa borist um
að sautján manns hafi verið drepnir í Baba Amr
eftir að stjórnarherinn náði hverfinu á sitt vald nú
í vikunni. - gb
Starfsfólk Rauða krossins komið til borgarinnar Homs með hjálpargögn:
Komast ekki inn í Baba Amr
MÓTMÆLI GEGN ASSAD FORSETA Fjöldi manns hélt út á götur
í bænum Binnish í Sýrlandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP
HB styrkir Bíóhöllina
Stjórn HB Granda ætlar að leggja
fimm milljónir króna í endurnýjun
sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar á
Akranesi. Áður hafði bæjarstjórn
Akraness hrint af stað söfnunarátaki
og veitt 8 milljónum til verkefnisins.
AKRANES
HEILBRIGÐISMÁL Vafasamt er að
læknar beri fyrir sig trúnaðar- og
þagnarskyldu gagnvart sjúklingum
þegar kemur að því að veita land-
lækni upplýsingar um konur sem
gengist hafa undir brjóstastækk-
unaraðgerð. Þetta segir Tómas
Guðbjartsson prófessor í skurð-
læknisfræði við Háskóla Íslands
og yfirlæknir á Landspítalanum í
leiðara nýjasta tölublaðs Lækna-
blaðsins.
Landlæknisembættið óskaði
eftir upplýsingum frá lýta læknum
um brjóstastækkunar aðgerðir
eftir að upp komst að iðnaðar-
sílíkon hafði verið sett í PIP-púða
sem settir voru í rúmlega 400
konur hér á landi. Lýta læknar
telja sig bundna trúnaði gagnvart
sjúk lingum og vísuðu málinu til
Persónu verndar, sem nú hefur
málið til skoðunar.
„PIP-málið hefur komið af
stað þarfri umræðu um eftirlits-
hlutverk landlæknisembættisins
og fleiri stofnana eins og Lyfja-
stofnunar, og hversu vanmáttugar
þessar stofnanir eru í eftirliti með
læknastarfsemi utan sjúkrahúsa,“
segir Tómas. Hann segir sífellt
meiri áherslu hafa verið lagða
á skráningu fylgikvilla í skurð-
lækningum og tengingu þeirra við
ígræði undan farin ár.
Vegna þess að brjósta stækkanir
fara fram á einkastofum og án
þátttöku sjúkratrygginga hefur
skráning á notkun brjóstafyllinga
verið á ábyrgð lýtalækna sjálfra.
Það er óviðunandi að mati Tómasar.
Miðlæg skráning ígræða sé nauð-
synleg, jafnt í lýtalækningum sem
öðrum sérgreinum skurðlækninga.
„Þess vegna veldur áhyggjum að
lýtalæknar hafi nýlega neitað land-
lækni um upplýsingar um konur
sem gengist höfðu undir brjósta-
stækkunaraðgerð.“
Þetta eftirlitshlutverk á ekki að
eiga að vera á ábyrgð einstakra
lækna, sem sumir haldi skrár í
einkatölvum, að mati Tómasar. Í
lögum um landlækni og lýðheilsu
er skýrt tekið fram að embættið
eigi að hafa eftirlit með heilbrigðis-
þjónustu á landsvísu. „Í sömu lög
vantar hins vegar augljóslega
úrræði til að beita viðurlögum, séu
þessar upplýsingar ekki veittar.“
Tómas segir hætt við að úrskurður
Persónuverndar, sem nú er beðið,
geti flækt og tafið málið. „Verði það
raunin er brýnt að breyta lögunum
þannig að enginn vafi leiki á vald-
heimildum landlæknis embættisins.
Hér vega hagsmunir sjúklinga
þyngst.“ thorunn@frettabladid.is
Vafasamt að bera
við þagnarskyldu
Óviðunandi er að læknar beri sjálfir ábyrgð á skráningum brjóstafyllinga. Mið-
læg skráning er nauðsynleg, en landlæknir er vanmáttugur í eftirliti, segir lækna-
prófessor. Vafasamt er að bera við þagnarskyldu til að veita ekki upplýsingar.
PIP-PÚÐI Þörf umræða um eftirlitshlutverk landlæknis og fleiri stofnana hefur farið
af stað í kjölfar PIP-málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Umræðan í kringum PIP-brjóstafyllingarnar og sílíkonaðgerðir í landinu
hafa snúist upp í ofsóknir gegn Jens Kjartanssyni lýtalækni. Þetta segir Ottó
Guðjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna, í grein í nýjasta tímariti
Læknablaðsins.
Ottó segir fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa keyrt algjörlega um þverbak
og einkennst af dylgjum og rógburði. Þá geti Félag lýtalækna ekki fallist á að
ábyrgðin liggi hjá Jens varðandi PIP-púðana, heldur alfarið hjá framleiðandanum.
- sv
Ofsóknir gegn Jens lýtalækni
BESSASTAÐIR Ástþór Magnússon
ætlar að gefa kost á sér í forseta-
kosningum í sumar. Þetta er í
þriðja skipti sem Ástþór býður
sig fram.
Ástþór tilkynnti um fram-
boðið á blaðamannafundi á heim-
ili sínu í gær. Hann segir fjölda
fólks hafa haft samband við sig
og hvatt sig til framboðs. „Fram-
boðið er jafnframt áskorun til
fjölmiðla, sitjandi forseta og
stuðningsmanna hans að virða
rétt þjóðarinnar til að velja sér
forseta í opnu og lýðræðislegu
ferli.“ - þeb
Forsetaframboð í þriðja sinn:
Ástþór býður
sig fram á ný