Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 12
3. mars 2012 LAUGARDAGUR12 LÖGREGLUMÁL Kæru Péturs Maack, sálfræðings á Akureyri, á hendur Snorra Óskarssonar í Betel, hefur verið vísað frá af lögreglustjóranum á Akureyri. Pétur kærði Snorra fyrir ummæli um samkynhneigð á bloggsíðu hans í síðasta mánuði, en Snorri var þá grunnskóla- kennari við Brekkuskóla á Akureyri. Vikudagur greinir frá því að niður staða sýslumanns- embættisins sé sú að ummæli Snorra falli ekki undir brot á grein í almennum hegningar- lögum eða brot á öðrum ákvæðum hegningarlaga. - sv Engin lögreglurannsókn: Kæru á hendur Snorra vísað frá VÍSINDI Skortur á omega-3-fitu- sýrum í mat getur valdið því að heilinn eldist hraðar og missi þar með hluta af hæfileika sínum til þess að muna og hugsa. Þetta sýna niður stöður rannsóknar heilbrigðis vísindamanna við Kaliforníu háskóla sem Science Daily greinir frá. Rannsóknin tók til 1.575 manna og var meðalaldur þeirra 67 ár. Heili þeirra sem voru með minnsta magnið af omega-3-fitusýrum í blóðinu var minni en þeirra sem voru með mesta magnið. Minni þeirra sem voru með minnstu heilana var verst. - ibs Skortur á fitusýrum: Heilinn eldist og minnkar VIÐSKIPTI Theo Hoen, forstjóri Marels, óttast að fyrirtækið þurfi að yfirgefa landið verði gjaldeyrishöft lengi við lýði. Þá sé nauðsynlegt að skýra hvernig peninga málum verði hér háttað til frambúðar. Hoen flutti erindi á ráðstefnu sem Landsbankinn stóð fyrir í fyrradag undir yfirskriftinni „Hvað þarf til að halda íslensk- um fyrirtækjum í landi?“ Hoen sagði margt jákvætt við að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Hér væru langtímahluthafar sem gæfu fyrirtækinu tækifæri til að vaxa og dafna. Þá fengi það rými til að athafna sig svolítið utan sviðsljóssins þar sem fyrir- tæki í íslensku kauphöllinni ny t u m i n n i athygli en til dæmis fyrir- tæki í kauphöllinni í heimalandi Hoen, Hollandi. Þá væri hér vel menntað vinnuafl og samfélag sem styddi dyggilega við starfsemina. Hoen sagði aftur á móti ýmsa ókosti við Ísland, helst gjaldeyris höftin og krónuna. Höftin og gengis áhætta vegna flökts krónunnar gerðu það að verkum að alþjóðlegir fjárfestar vildu ekki fjárfesta í Marel þrátt fyrir að lítast vel á fyrirtækið. Sagðist Hoen því óttast að sá vegur sem Marel væri á hér innan lands væri blindgata yrði ekki leyst úr þessum vanda. Tók Hoen dæmi af banda- rískum fjárfesti sem ætti stóran hlut í Marel. Hoen hafði eftir honum að hann þyrfti að reikna með 20 til 30 prósenta af föllum af virði hluta sinna vegna gengisáhættu. Af þessum sökum fái Marel fáa erlenda fjárfesta sem séu alþjóð- legu fyrirtæki nauðsynlegir. Þá gerðu höftin Marel einnig erfitt fyrir að veita starfs- mönnum kauprétti sem væri svo aftur nauðsynlegt til að lág- marka starfsmannaveltu. Loks nefndi Hoen skort á tæknimenntuðu vinnuafli sem ókost við íslenskt atvinnulíf. - mþl Theo Hoen, forstjóri Marels, óttast að verði gjaldeyrishöft ekki brátt losuð þurfi fyrirtækið að yfirgefa Ísland: Óttast að Marel þurfi að fara úr landi THEO HOEN ESB, AP Leið togar Evrópu sam- bandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknar ríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu. Endanlegri ákvörðun um greiðslu til Grikklands var frestað fram á fund fjármálaráðherra Evrópu- sambandsins í næstu viku, þegar samningar um niðurfellingu banka á skuldum gríska ríkisins verða frá- gengnir. Þá hafa 25 af 27 ríkjum Evrópu- sambandsins tekið ákvörðun um stofnun fjármálabandalags, sem á að tryggja aga í fjárlagagerð ríkjanna. Auk Breta ákváðu Tékkar að standa utan við bandalagið. Þessar ákvarðanir voru teknar á tveggja daga leiðtogafundi Evrópu sambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Á sama tíma bárust hins vegar þær fréttir frá Spáni að fjárlaga- hallinn þar verði í ár 5,8 prósent, sem er 1,4 prósentustigum hærri spænsk stjórnvöld höfðu lofað Evrópu sambandinu. „Ég ráðgaðist ekkert við leið- toga Evrópusambandsins en mun tilkynna framkvæmda stjórninni þetta í apríl,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. „Þetta er fullveldisákvörðun af hálfu Spánar.“ Hann sagði reyndar stefnt að koma fjárlagahallanum niður í þrjú prósent á næsta ári, sem verður þá í samræmi við áætlun Evrópu- sambandsins. Hann vildi jafnframt fullvissa alla um að hann stæði eftir sem áður við áform um strangt aðhald í ríkisfjármálum. Spánverjar höfðu óskað eftir því við Evrópusambandið að mega fara eitthvað yfir 4,4 prósenta halla, en fengu ekki jákvæð svör. Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu áherslu á það í gær að nú þegar fjármálabandalagið er orðið að veruleika og nokkurn veginn búið að ganga frá björgunarpakka handa Grikkjum, þá þurfi að fara að huga af alvöru að því að auka hag- vöxt á evrusvæðinu. Ágreiningurinn við Spán sýnir hins vegar vel þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, að þurfa að minnka skulda- súpu evruríkjanna en um leið örva hagvöxtinn til að geta staðið undir niðurgreiðslu þessara sömu skulda. „Við erum í viðkvæmri stöðu,“ sagði Angela Merkel Þýskalands- kanslari. „Kreppan er engan veginn búin.“ gudsteinn@frettabladid.is Spánverjar standa ekki við loforðin Sama daginn og 25 af 27 ríkjum Evrópusambandsins stofna fjármálabandalag berast fréttir af því að fjárlagahalli Spánar fari fram úr umsömdu hámarki. SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sem nú fer með formennsku í ráði Evrópu- sambandsins, undirritar samning um fjármálabandalag. Angela Merkel Þýskalandskanslari bíður eftir að röðin komi að sér. NORDICPHOTOS/AFP Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Mundu eftir að kjósa! Kosning til stjórnar VR stendur til kl. 12 á hádegi þann 9. mars nk. Nánar á heimasíðunni www.vr.is. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Tvær góðar! 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 6.990,- VINDLAFRAMLEIÐSLA Starfsmaður vindlaverksmiðjunnar La Carona á Kúbu lætur fátt trufla sig við vinnuna. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.