Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 24
24 3. mars 2012 LAUGARDAGUR
1.Fyrir sextíu árum skrifaði
bandaríski rithöfundurinn
Ray Bradbury bókina Fahren-
heit 451 (brunamark pappírs
er 451 gráða á Fahrenheit,
um 232,8 gráður á Celsíus).
Bókin gerist í framtíðarríki
þar sem lestur er bannfærður.
Vígaleg sérsveit – Brunaliðið –
geysist um vopnuð kröftugum
eldvörpum og brennir til ösku
bækur hvarvetna sem þær
finnast. Engin bók er óhult.
2.Bradbury upplýsir lesendur
um að bókaáhugi hafi dvínað
smám saman á nokkurra ára-
tuga skeiði samfara því að
athygli almennings beindist
að ágengum fjölmiðlum og
einföldu afþreyingarefni sem
þjónaði alfarið hagsmunum
markaðsaflanna.
Þegar fram liðu stundir
geymdu eingöngu bækur hug-
myndafræðilega óþekkt og
dirfsku, ögrandi kenningar og
nýstárlegar skoðanir. Hinir
ýmsu hagsmunaðilar og jaðar-
hópar sem stóð ógn af þessum
frjálsa og gagnrýna bókaheimi
– til dæmis trúarsamtök, þjóð-
arbrot og peninga aðall – réðust
því á þær á sífellt heiftúðugri
hátt.
Að lokum gáfust stjórnvöld
upp og bönnuðu bækur til
að móðga enga, til að allir
geti unað sáttir við sitt fyrir
framan risaskjáina sem engum
storka. Bannið þróast síðan
út í þrautskipulagða og harð-
svíraða eldeyðingu bóka. Í
söguheimi Fahrenheit 451
drepur almenningur tímann og
hugann á afþreyingar síbylju á
risavöxnum sjónvarpskjáum,
tilfinningalíf þess er mauk-
soðið, þekking þess yfirborðs-
kennd og bjöguð. En í felum má
þó finna Bókafólkið, hóp fólks
sem hefur lagt heilu bækurnar
á minnið til að varðveita þær
þangað til og ef bókabanninu
verður hnekkt. Ofsótt fólk með
forboðnar bækur á heilanum.
3.Bradbury hefur sagt að bókin
fjalli ekki um fasíska rit skoðun
heldur lýsi því hvernig sjón-
varpið og fjölmiðlar eyðileggi
áhugann á lestri bókmennta,
sem leiði til þess að fólk taki
að skynja þekkingu sem sam-
safn ómerkilegra staðreynda
eða jafnvel gervi-staðreynda,
hlutdrægar upplýsingar sem
skortir allt samhengi. „Menn
þurfa ekki að brenna bækur til
að eyðileggja menningarheim.
Bara að fá fólk til að hætta að
lesa bækur,“ segir Bradbury.
Rússneski Nóbelsverðlaunahaf-
inn Joseph Brodsky tók í svipað-
an streng og sagði til vera verri
glæpi en að brenna bækur, „svo
sem að lesa þær ekki“.
4.Þeir glæpir fara í vöxt, já
kannski má segja að glæpa-
alda sé riðin yfir græsku-
lausa íslenska þjóð. Þjóð sem
sæmir sig titlinum bókaþjóð
þegar hún ölvast af eigin
ágæti, þegar hún hreykir sér
á fölskum forsendum ósk-
hyggjunnar. Því bókaþjóðin
liggur á sóttarsæng, jafnvel
banabeði ef hún bandar frá sér
lækningu.
5.Undanfarna mánuði hefur
hópur rithöfunda þingað að
eigin frumkvæði um bágborna
stöðu lestrar, læsis og bóka á
Íslandi. Við vildum vekja fólk
til vitundar um að alvarlegur
háski steðjaði að bókaþjóðinni
svokölluðu, háski ólæsis og í
kjölfarið dauði bókarinnar.
Við vildum vekja til vitundar
um að lestur er lífsnauðsyn
í nútímasamfélagi, að lestur
hafi eitthvað fram að færa sem
aðrir miðlar hafa ekki. Enginn
vill skylda börn eða fullorðna
til að lesa, aðeins að minna á
að til er hafsjór skemmtilegra
bóka og að lestur er gefandi á
ótal vegu. Við blésum til ráð-
stefnu í liðnum mánuði, Alvara
málsins – bókaþjóð í ólestri –
sem tókst framar öllum vonum
en markar þó aðeins upphaf
baráttu sem aldrei má linna.
6.Stríðið er auðvitað löngu hafið
og lesturinn og bókin sæta
stórskotahríð. Vorið 2009 taldi
þriðji hver unglingsstrákur
í 10. bekkjum landsins að
lestur væri tímasóun. Sjötta
hver stúlka var á sama máli.
Helmingur drengja kvaðst
bara lesa tilneyddur og þriðja
hver stúlka. Alls 57% nem-
endanna sögðust allt eins geta
hugsað sér að hætta að lesa
bækur alfarið. Í augum þessara
krakka er lestur kvöð, ánauð,
óþekktur heimur sem þau kæra
sig ekki um að kynnast eða
hrökkluðust frá eftir stuttara-
leg kynni. Bókin er þeim lokuð.
7.Könnun sem gerð var sama
ár leiddi í ljós að 65% barna á
aldrinum 10-15 ára höfðu sjón-
varp í sínu herbergi, 91% áttu
farsíma og 58% höfðu tölvu
eða fartölvu í sínu herbergi.
Ég reikna með að þessar tölur
hafi hækkað enn frekar síðan
þá – herbergi sumra unglinga
minna meira á stjórnstöð
geimfars en íverustað ung-
mennis á viðkvæmu skeiði
andlegs og líkamlegs þroska.
En tölva og bók þurfa ekki
að vera svarnir óvinir, enda
getur himinn og haf skilið að
tölvunotkun og tölvunotkun.
Rannsóknir sýna að þeir sem
lesa mikið af rafrænu efni lesa
einnig mikið af hefðbundnu og
öfugt.
En það er ekki sama hvað
er lesið. Þeir sem nýta sér
netið einkum til að leita og
afla sér upplýsinga hafi meiri
ánægju af lestri og lesa meira
en aðrir, en þeir sem nýta sér
netið aðallega til að tengjast
samskiptavefjum og hafa sam-
skipti við aðra lesa minna
og standa sig verr á lestrar-
prófum. Lestrarfærnin ræðst
með öðrum orðum af nýtingu
upplýsingatækninnar, eðli og
innihaldi.
8.Sumir halda að ólæsis plágunni
verði afstýrt með tilkomu
tækninýjunga á borð við les-
bretti og spjaldtölvur. Fögur
er trúin. Við getum lyft raf-
kyndlum hátt á loft til að lesa
við bjarma þeirra en lestölva
leysir ekki framlag lesandans
af hólmi. Að auki er lunginn
af útgefnum bókum heimsins
ekki til á rafrænu formi og
verður aldrei. Rafbækur eru
viðbót við þær hefðbundnu
og ef þær laða til sín nýja
lesendur og halda í þá sem
þegar hafa ánetjast töfrum
bókarinnar eru þær góðra
gjalda verðar – en fólk má ekki
vera svo grunnhyggið að halda
að þær fyrirbyggi hættuna á
ólæsi. Því ólæsi er ekki tækni-
legt vandamál. Það er hugar-
farslegt vandamál, það er
samfélagslegt vandamál. Það
er djöfulleg tímasprengja sem
mun gera óskunda í nánustu
framtíð þjóðarinnar.
9.Leyfi mér að lokum að vitna í
einn samherja minn í lestrar-
átakinu Bókaþjóð í ólestri,
Pétur Gunnarson rithöfund:
„Íslenskan er svo fámenn að
við megum engan lesenda
missa.“ Við skulum vona að
afkomendur okkar standi ekki
dag einn frammi fyrir Bruna-
liði í fullum herklæðum í leit
að bókum – til að brenna.
Sumir halda að ólæsisplágunni verði
afstýrt með tilkomu tækninýjunga á
borð við lesbretti og spjaldtölvur. Fögur
er trúin. Við getum lyft rafkyndlum hátt á loft til að
lesa við bjarma þeirra en lestölva leysir ekki framlag
lesandans af hólmi.
Brunaliðið leitar að bókum
Menning
Sindri
Freysson
rithöfundur
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ KAUPA SÉR FATASKÁP!
• Margar gerðir
• Glæsilegir fataskápar á afslætti
• Ýmsir uppröðunarmöguleikar
• Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti
FATASKÁPADAGAR UM HELGINA
Opið um helgina
Laugardag: 10-16
Sunnudag: 11-14Margir möguleikar