Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGSjávarútvegur LAUGARDAGUR 3. MARS 20126 Ég grenjaði eins og ljón í heil-an sólarhring átta ára, um að fá að fara á sjóinn. Mamma lét það ekki eftir mér. Ég fór svo að fara ellefu ára á línu með frænda mínum,“ segir Sigurður Ásgeir Samúelsson, skipstjóri á Berglín GK-300 frá Sandgerði, þegar hann er spurður út í fyrstu sjóferðina. Hann er fæddur og uppalinn við sjávarsíðuna, á Norðfirði, þar sem hann þvældist í beitningarskúrun- um og snerist kringum karlana þar. Sjómannsbakteríuna fékk hann því snemma en fyrsta alvörutúrinn fór hann þegar hann var fimmtán ára. „Ég var drullusjóveikur alla fyrstu vertíðina og vildi koma heim en mamma sagði nei, ég hefði vilj- að þetta svo ég skyldi klára vertíð- ina,“ segir hann og hlær að minn- ingunni. Mömmu hans hafði því snúist hugur frá því hann vildi fara átta ára á sjóinn. „Ég var óstýrilátur á þessum árum og mömmu fannst ég kannski bara best geymdur á sjón- um. Enda fékk ég besta skólann þar. Ég segi oft að einu mennirnir sem læri aga í dag eru sjómenn. Ég hef líka verið heppinn að vera allt- af með góðum mönnum úti á sjó,“ bætir hann við. Hann segir þó sjó- mannsbakteríuna ekki hafa smit- ast til sona hans. „Nei, þeir vilja ekki koma nálægt þessu. Þetta á við suma og ekki aðra, eins og gengur.“ Sigurður reyndi að vinna í landi um tíma við jarðborun en var fljót- lega kominn aftur á sjóinn. Hann segist ekki sjá fyrir sér að hann endi uppi á landi aftur. „Nei, ekki úr þessu. Ég klára bara mína plikt og sigli minn sjó, svo lengi sem maður hefur vinnu við þetta.“ Sextán manns eru í áhöfn Bergl- ínar GK-300 og fara þeir ellefu til tólf í einu út. Þá eru þeir fimm daga úti og landa síðan í Sand- gerði. Sigurður segir þá hins vegar vera meira og minna stopp þessa dagana. „Við erum stopp vegna kvóta- stöðu sem er óþolandi ástand enda er nægur fiskur í sjónum. Það er þrúgandi að vinna undir svona óvissu,“ segir Sigurður og telur að þetta ástand sé meðal annars ástæða þess að lítil nýlið- un sé í sjómannastéttinni. „Meðal- aldurinn er orðinn hár og megnið af sjómönnunum yfir fimmtugu. Þessi umræða hjálpar ekki til en svo hefur auðvitað fækkað skipum. Maður heyrir ekki lengur auglýs- inguna „háseta vantar á bát“ eins og áður í útvarpinu.“ Spurður hvort hann sé aflakló vill hann lítið gera úr því, f leira skipti máli þegar farið er á sjó. „Ég hef ekki lent í neinum áföllum og það er minn mælikvarði á vel- gengni,“ segir Sigurður. Grenjaði eins og ljón um sjóferð Sigurður Ásgeir Samúelsson, skipstjóri á Berglín GK-300 frá Sandgerði, hafði varla slitið barnsskónum þegar hann fór að stunda sjóinn. Hann segir áhyggjuefni hve lítil nýliðun sé í sjómannastéttinni í dag en sjómennska sé skemmtilegt starf. Sigurður er skipstjóri á Berglín GK-300. Sigurður Ásgeir Samúelsson skipstjóri fékk sjómannsbakteríuna í vöggugjöf og var kominn á sjóinn ellefu ára. MYND/VALLI LÍFRÍKI SJÁVAR Í MÁLI OG MYNDUM Hafrannsóknastofnun og Námsgagnastofnun stóðu að gerð bæklinga um lífríki sjávar fyrir skólanema og almenning á árunum 1991 til 2000. Þeir fjölluðu um algengustu og/eða mikilvægustu sjávarlífverur við landið. Viðkomandi lífveru er lýst í hverjum bæklingi, heimkynnum hennar, líffræði, vexti, þroska og nytsemi. Sum heftin fjalla um umhverfi og búsvæði. Alls var gefinn út 41 bæklingur í þessari röð. Þeir hafa nú allir verið gerðir aðgengilegir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, slóðin er hafro.is. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.