Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 10
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR10 RON THOMPSON NEO FORCE VÖÐLUR Hlýjar og góðar vöðlur úr 4ra mm þykku neoprenefni. Góður brjóstvasi og þægileg axlabönd. Styrking á hnjám. Stígvél eru með 3ja mm þykku neoprenfóðri og filtsóla. Líklega einhverjar mest keyptu neoprenvöðlur á Íslandi árum saman. Fullt verð 18.995,- DAM HYDROFORCE NEO- PRENVÖÐLUR Ný gerð af vönduðum vöðlum frá DAM í Þýskalandi. Fóðruð stígvél og filtsóli. Styrkingar á hnjám. Stór og góður brjóstvasi. Stillanleg axlabönd. Fullt verð 22.995,- SCIERRA CC3 ÖNDUNARVÖÐLUR Vandaðar, léttar og liprar vöðlur með áföstum stígvélum. Stígvél eru með stö- mum feltsóla. Stillanleg axlabönd. Góður vasi að framan með rennilásalokun. Fullt verð 34.995,- PROLOGIC MAX4 NEOPRENVÖÐLUR Einhverjar vönduðustu skotveiðivöðlurnar hér á landi. Sterkt og þykkt efni í MAX4 felumynstri. Góð stígvél með gúmmsóla. Fullt verð 31.995,- PROLOGIC MAX4 NYLO STRETCH VÖÐLUR Léttar og sterkar vöðlur úr nælonefni. Áföst stígvél með gúmmísóla. Innri vasi með rennilás. Belti fylgir. Bæjarins besta verð á skotveiðivöðlum. Fullt verð 16.995,- MAD NEOPREN- VÖÐLUR Í FELULITUM Realtree felumynstur. Styrking á hnjám og góð stígvél með gúmmísóla. Góður brjóstvasi og stillanleg axlabönd með smellu. Fullt verð 28.995,- VORTILBOÐ AÐEINS VORTILBOÐ AÐEINS VORTILB OÐ AÐEINS VORTILBOÐ AÐEINS VORTILBOÐ AÐEINS V ORTILBOÐ AÐEINS VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA VEIDIMADURINN.IS KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK. S. 517 8050 SÍÐUMÚLA 8 - 108 REYKJAVÍK S. 568 8410 Strandgata 49 - 220 Hafnarfjörður S. 555 6226 ALÞINGI Þingfundur gærdagsins snerist um eitt mál: hvort bera ætti drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosn- ingum í júní eður ei. Þingfundur hófst klukk- an 10.30 með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við. Umræð- ur stóðu enn þegar Fréttablaðið fór í prentun, en til að hægt væri að halda atkvæðagreiðsl- una á umræddri dagsetningu þurfti að samþykkja málið fyrir miðnætti í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið á miðvikudag og skilaði meiri- hlutinn nýju áliti þar sem spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarps- drögunum var breytt. Spurningarnar má sjá hér til hliðar. Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal, full- trúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, lögðu einnig til að bætt yrði tveimur spurningum við er vörðuðu forseta Íslands. Annars vegar hvort í stjórnarskrá ætti að vera ákvæði um að forseta Íslands sé falið að mynda ríkis- stjórn og hins vegar ákvæði um hvort forseti geti synjað lagafrumvörpum staðfestingar og vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Birgir og Ólöf ítrekuðu hins vegar í nefndar áliti andstöðu sína við málið. „Full- trúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd leggjast alfarið gegn þingsályktunartillögu meiri hluta nefndar- innar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um tillögur stjórnlagaráðs að frum- varpi til stjórnarskipunarlaga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja tillögu um slíka atkvæðagreiðslu með öllu ótímabæra.“ Lilja Mósesdóttir lagði til að spurt yrði hvort setja ætti ákvæði í stjórnarskrána um að „almenningur geti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um lög sem sett eru til að fram- Þingmenn þráttuðu fram á kvöld um stjórnarskrármálið Alþingi var í gær undirlagt umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosn- ingum í sumar. Brigslað um hræðslu við þjóðina. Umræðan stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. TEKIST Á Ekki var að sjá að umræða um stjórnarskrár- málið og frekari vinna þingnefndar hefði í nokkru breytt skoðunum þingmanna á hvort kjósa ætti um stjórnarskrá í sumar eður ei. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Hagsmunasamtök heimilanna harma að alþingis- menn í stjórn og stjórnarand- stöðu hafi ekki komið sér saman um afnám verðtryggingarinnar á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar þann 26. mars. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þetta sé bagalegt, sér- staklega í ljósi þess að um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir heimilin í landinu. Samkvæmt könnun sem unnin var fyrir samtökin eru 80% landsmanna fylgjandi afnámi verðtryggingar á neytenda- lánum. Samtökin skora því á efnahags- og viðskiptanefnd að viðurkenna óréttlætið sem felst í verðtryggingunni og að taka höndum saman um afnám hennar. - áas Harma ósamstöðu á þingi: Vilja afnema verðtryggingu Spurningar samhliða frumvarpinu 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúru- auðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já Nei 3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já Nei 4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónu- kjör í kosningum til Alþingis heimilað í meiri mæli en nú er? Já Nei 5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já Nei 6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæða- greiðslu? Já Nei LEIKIÐ Á KOTO Japönsk kona leikur á Koto, fornt japanskt hljóðfæri, í Washington-borg þar sem heimamenn minntust þess að öld er liðin frá því að Japanar gáfu kirsuberjatré til borgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP fylgja þjóðréttarskuldbindingum eða varða skattamál“. Þá lagði Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins, til að samhliða kosningun- um yrði spurt um hvort draga ætti umsókn að ESB til baka. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.