Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 39
Ítölsk matargerð gengur út á einfaldleikann þar sem ferskt og gott hráefni fær að njóta sín til fullnustu. Ítölsk matargerð byggir enda á
alþýðumat sprottnum upp úr nærumhverfi fólks-
ins sem þróaði hana,“ lýsir Þorleifur Jónsson,
stoltur eigandi veitingastaðarins La Luna
trattoria-pizzeria við Rauðarárstíg 37. Hann segir
staðinn bjóða upp ítalska matargerð eins og hún
gerist best.
„Aðalsmerki La Luna eru pitsur í hæsta gæða-
flokki. Við fórum saman í það, ég og Snorri Viktor
Gylfason, yfirkokkur á staðnum, að búa til hina
fullkomnu pitsu þegar við tókum við rekstrinum í
mars á þessu ári. Í botninn notum við lítið af geri,
smyrjum hann með sósu sem tekur næstum dag
að gera og punkturinn yfir i-ið er svo mozzarella
ostur og annað góðgæti. Útkomuna köllum við La
Luna-pitsuna sem er létt í maga þar sem deigið
fær að hefast fullkomlega og er ótrúlega ljúffeng
á bragðið.“
Alls býður staðurinn upp á 21 tegund af pitsu
og er þeim raðað niður í stafrófsröð, þó með
einni undantekningu. „Ég setti q á undan p og
r þar á eftir. Ástæðan er sú að ég er gallharður
aðdáandi Queen Park Rangers og er þarna að
skammstafa heiti liðsins,“ útskýrir Þorleifur bros-
andi og segir aðeins einn matargest hafa komið
auga á þessa tilfærslu. Sá hafi líka verið aðdáandi.
Á matseðli eru einnig pasta, bruschetta sem er
bakað daglega á staðnum og alls kyns eftirréttir,
svo sem gelato-ís, tíramisú og fleira sem tilheyrir
ítalskri matargerð. Þótt áherslan sé á ítalskan mat
segir Þorleifur vissra íslenskra áhrifa gæta í mat-
seldinni. „Sem dæmi bjóðum við sérstaka pitsu,
eplapitsu, sem ég leyfi mér að fullyrða að er
íslensk uppfinning,“ segir hann og hlær.
ÓLÆKNANDI BAKTERÍA
Húsnæðið var gert upp skömmu áður en La Luna
opnaði og er staðurinn rekinn á tveimur hæðum
þar sem gestum gefst kostur á að snæða í her-
bergjum eða opnum matsal. Elsta brugghús
landsins var þar áður og hafa minjar um það feng-
ið að halda sér að sögn Þorleifs. „Hér eru kútar,
rör og peningaskápur frá tíma Ölgerðarinnar og
koparvaskur þar sem humlarnir voru þvegnir,“
lýsir hann. „Við leyfðum þessari gamaldags
stemningu að halda sér en hún er ein ástæða
þess að ég fór hingað og sneri aftur í bransann
eftir langt hlé.“
Spurður nánar út í það segist Þorleifur hafa
tekið sér fimm ára frí frá veitingabransanum árið
2007. „Sama ár seldi ég Eldsmiðjuna sem ég hafði
rekið við góðan orðstír frá árinu 1994. Á þess-
um þrettán árum kynnti ég til sögunnar margar
skemmtilegar nýjungar sem aðrir hafa síðar haft
að viðmiði í pitsugerð á Íslandi. Til dæmis fórum
við að nota hnetur, kjúkling, rjómaost og fleira
„óvenjulegt“ sem pitsuálegg sem er orðin viðtekin
venja í dag,“ nefnir hann. „Í lokin var ég hins veg-
ar orðinn dauðþreyttur á stritinu og sagði skilið
við bransann. Ákvað að ferðast á mótorhjóli um
heiminn og stofnaði fjölskyldu eftir heimkomu.“
En nú ertu farinn aftur af stað. „Ég bara get
ekki haldið mig frá veitingahúsarekstrinum.
Þetta er náttúrulega ólæknandi baktería,“ segir
Þorleifur og hlær. „Svo réði húsnæðið úrslitum,
eins og ég segi. Þegar ég gekk hérna inn varð ekki
aftur snúið!“
Hann segir vel tekið á móti viðskiptavinum La
Luna. Ekki nóg með að maturinn sé eldaður af
vönum matreiðslumönnum og borinn fram í fal-
legum húsakynnum heldur sé verðinu stillt í hóf.
„Þannig hafa fleiri færi á að njóta matsins sem er
eins og best verður á kosið.“
ÍTÖLSK STEMNING Í GÖMLU BRUGGHÚSI
FAGMENN
Yfirkokkurinn Snorri
Viktor Gylfason og eig-
andinn Þorleifur Jónsson
hafa langa reynslu að
baki úr veitingabransan-
um. Þeir taka vel á móti
gestum La Luna.
MYND/ANTON
MATUR |FÓLK
LA LUNA KYNNIR Pitsur, pasta, gelato-ís og fleira sem tilheyrir ítalskri matargerð býðst á veitingastaðnum La Luna trattoria-
pizzeria á Rauðarárstíg 37. Viðskiptavinir eiga þar kost á sælkeramat á sanngjörnu verði í notalegum húsakynnum.
ÍTÖLSK VEISLA
Á La Luna býðst
ítalskur matur eins og
hann gerist bestur að
sögn Þorleifs.
NOTALEGT
Minjar um brugg-
húsið eru víða á
staðnum og þægindi
höfð í fyrirrúmi.
MYND/ANTON