Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 52
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR36 lifsstill@frettabladid.is TÍSKA Sænski verslanarisinn Hen- nes & Mauritz hefur tilkynnt að hann ætli sér að opna nýja keðju árið 2013. „Við erum með mörg ólík verk- efni í burðarliðnum en á næsta ári ætlum við að fara af stað með nýtt merki og verslanakeðju í líkingu við COS sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Þetta verð- ur keðja sem er alveg óháð öðrum búðum samsteypunnar en fer vel saman við það vöruúrval sem við bjóðum upp á nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri H&M Karl- Johan Persson. Líkur þykja að um sé að ræða nýtt lúxusmerki frá Hennes & Mauritz og hefur yfirhönnuður sænska fatamerkisins Whyred, Behnaz Aram, verið nefndur sem aðalmaðurinn á bak við nýja merk- ið. H&M samsteypan á nú þegar vinsælar verslanakeðjur á borð við Monki, Weekday og Cos þann- ig að ekki er von á öðru en að nýja merkið slái einnig í gegn. Ný keðja frá H&M 2013 ? Ég er búinn að vera í sambúð með sömu konunni í tíu ár. Hún vill ekki nota pilluna, þannig að við höfum notað smokkinn. Vandamálið er að það virkar engan veginn, engin fullnæging og minni tilfinning. Svo nú hefur kynlífið hjá okkur þróast yfir í að við höfum samfarir án smokks þessa fáu daga „öruggu“ daga í hverjum mánuði. Inni á milli er fátt um fína drætti, alla vega ekki hefðbundnar samfarir. Mér finnst það ekki fullnægjandi, en ég vil ekki þrýsta á hana að fara á pilluna. Ertu með einhverjar hug- myndir um það hvernig má bæta úr þessu? SVAR: Svo ég skilji þig rétt, þá ætla ég að ganga út frá því að þú viljir stunda samfarir. Limur í leggöng. Án smokksins. Til að varna getnaði þá getið þið pruf- að að nota sæðisdrepandi krem, hettuna eða lykkjuna. Ef þið sjáið alls ekki fyrir ykkur barneignir í framtíðinni þá gætir þú látið taka þig úr sambandi. Þessar lausnir veita hins vegar ekki vörn gegn kynsjúkdómum. Þrátt fyrir að þið séuð í sambandi, þá er ágætt fyrir ykkur bæði að hafa það bak við eyrað. Mér finnst samt áhuga- vert að skoða þessa upplifun þína af smokknum, því það eru til ótal- margar tegundir af honum. Hefur þú prófað alla sem eru í boði? Þú gætir einnig prófað að setja dropa af sleipiefni inn í smokkinn áður en þú smeygir honum á. Ef þig langar að fá meiri örvun þá getið þið prufað typpahring með titr- ara og lengt forleikinn þar sem þú færð aukna örvun. Í samförum gæti konan svo spennt grindar- botnsvöðvann og þannig þrengt að typpinu. Sumum finnst það auka tilfinninguna. Mig langar samt að vita hvað konan segir um kynlífið ykkar, er hún fullnægð og ánægð með það eins og það er? Það gæti meira búið að baki hér heldur en eingöngu leiði á smokkanotkun. Ég er einnig að spá í hvort „að þér finnist þetta ekki fullnægjandi“ þýði að þú sért ekki fullnægður, eða að þú viljir almennt auka tíðni samfara. Kyn- líf er meira en bara inn-út og það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur, því örvun þarf að eiga sér stað á fleiri stöðum en innst inni við legháls. Ég myndi því byrja á því að ræða þetta við maka þinn og ef áhugi er til staðar til að auka tíðni samfara þá getið þið skoðað saman fyrrgreindar getnaðarvarnir samhliða aukinni örvun. Að nota smokkinn í sambandi SMOKKURINN Lesandi veltir fyrir sér smokkanotkun og Sigga Dögg er að sjálfsögðu með ýmsar lausnir. KYNLÍF: ÞARFTU HJÁLP? Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Samstarfsverkefni Gallerís 17 og fatahönnuðarins Hörpu Einarsdóttur kemur í verslanir í byrjun apríl. Harpa er í skýjunum með afraksturinn og Gallerí 17 stefnir á áframhaldandi samstarf við íslenska hönnuði í framtíðinni. TÍSKA „Það hefur lengi verið á stefnuskránni að koma á sam- starfi milli okkar og íslenskra hönnuða enda mikil gróska í þeim geira,“ segir Guðlaug Einarsdótt- ir, rekstrarstjóri Gallerís 17, en fatahönnuðurinn Harpa Einars- dóttir hefur hannað fatalínu fyrir verslanakeðjuna. Fatalínan er væntanleg í búðir í byrjun apríl og ber nafnið Moss by Harpa Einars. Harpa sjálf hann- ar undir nafninu Ziska og er þess dagana á fullu við undirbúning fyrir Reykjavík Fashion Festival. „Þetta er búið að vera svakalega skemmtilegt og ég er í skýjunum með afraksturinn. Eðlilega þurfti ég að einfalda hönnunina mína aðeins þar sem ég þarf að höfða til margra en mér finnst mitt hand- bragð ná að skína í gegn,“ segir Harpa og bætir við að fötin verði á mjög sanngjörnu verði. „Okkur þótti Harpa strax tilval- in í verkefnið. Hún var að vinna hjá fyrirtækinu fyrir mörgum árum og þekkti því inn á ferlið, sem og að hún hefur getið sér gott orð í þessum bransa,“ segir Guð- laug og segir fatalínuna smell- passa inn í Gallerí 17 en fötin eru framleidd í París í samstarfi við saumastofu NTC hér á landi. Kjólar einkenna línuna en kögur og efnin fínflauel og sif- fon eru áberandi. Guðlaug segir þau finna fyrir mikilli eftirvænt- ingu hjá viðskiptavinunum eftir hönnun Hörpu. „Ljósmyndarinn Helgi Ómars tók auglýsingamynd- ir og við vorum svo heppin að fá fyrirsætuna Kolfinnu Kristófers til að sitja fyrir,“ segir Guðlaug en Gallerí 17 stefnir á að halda sam- starfi við íslenska hönnuði áfram á næstu misserum. alfrun@frettabladid.is Harpa Einars hannar fyrir Gallerí 17 SKEMMTILEGT SAMSTARF Fatahönnuðurinn Harpa Einars hannar línu fyrir Gallerí 17 sem nefnist Moss by Harpa Einars en mikil ánægja er með fatalínuna sem kemur í verslanir í byrjun apríl. Hér er hún ásamt Guðlaugu Einarsdóttur, rekstrarstjóra Gallerís 17, sem hefur unnið náið með Hörpu í hönnunarferlinu. KÖGUR Kjólar einkenna fatalínuna Moss by Harpa Einars en fyrirsætan Kolfinna sat fyrir á auglýsingamyndunum. MYND/HELGI ÓMARS NÝ LÚXUSKEÐJA? Behnaz Aram, yfir- hönnuður sænska tískumerkisins Whyred, hefur verið nefnur sem aðal- maðurinn á bak við nýja merkið frá H&M-samsteypunni sem opnar á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal, betur þekkt sem Skotta í Stund- inni okkar, borðar hundasúrur og drekkur röndóttan safa. HEILSA Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðju af því karl- menn samkvæmt tölum frá rann- sóknarstöð krabbameins í Bret- landi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug. Flest tilfellin eru tengd við reykingar. Áfengismisnotkun og vírus vegna munnmaka eru einn- ig talin tengjast aukingunni, að því er sagði í frétt BBC. Krabbamein eykst REYKINGAR Flest tilfellin í Bretlandi tengjast reykingum. ÓÁNÆGÐUR MEÐ SIG Alber Elbaz, yfirhönnuður tískuhússins Lanvin, þykir einn sá færasti í bransanum í dag. Hönnuðurinn er þó sjaldnast fullkomlega ánægður með verk sín. „Ef ég væri hrifinn af verkum mínum hefði ég enga ástæðu til að bæta mig,“ sagði hönnuðurinn knái.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.