Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 58
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR42 sport@frettabladid.is LOKAUMFERÐIN í N1-deild karla fer fram í kvöld en hæst ber leikur HK og Fram í Digranesi en það er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst áfram í úrslitakeppnina ásamt Haukum, FH og Akureyri. HK dugir jafntefli til að komast áfram en leikurinn hefst klukkan 19.30. HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson hefur valið 20 leik- menn í íslenska landsliðið sem mun taka þátt í umspils- keppni fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum. Riðill Íslands fer fram í Króa- tíu um páskana en Ísland mun leika við gestgjafana og Japan og Síle. Tvö efstu liðin í riðlinum fá þátttökurétt á leikunum í Lund- únum í sumar. Miðað við styrk- leika liðanna er ljóst að íslenska liðið er í dauðafæri til þess að tryggja sig til London. Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson gefa báðir kost á sér á ný en þeir misstu báðir af EM í Serbíu í upphafi ársins. Ólafur Guðmundsson er kom- inn aftur í hópinn en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Einu forföllin eru hjá Alexand- er Peterssyni en hann er enn að glíma við meiðsli í öxl og sér ekki fyrir endann á því. - esá Landsliðið valið: Snorri Steinn og Ólafur með Landsliðshópurinn Markverðir: Aron Rafn Eðvarðsson Haukar Björgvin Páll Gústavsson Magdeburg Hreiðar Levý Guðmundsson Nötteröy Aðrir leikmenn: Arnór Atlason AG Aron Pálmarsson Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover- Burgdorf Guðjón Valur Sigurðsson AG Ingimundur Ingimundarson Fram Kári Kristján Kristjánsson Wetzlar Ólafur Bjarki Ragnarsson HK Ólafur Guðmundsson Nordsjælland Ólafur Stefánsson AG Róbert Gunnarsson Rhein-Neckar Löwen Rúnar Kárason Bergischer HC Sigurbergur Sveinsson Basel Snorri Steinn Guðjónsson AG Stefán Rafn Sigurmannsson Haukar Sverre Jakobsson Grosswallstadt Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf Þórir Ólafsson Kielce KEMUR AFTUR Snorri Steinn Guðjóns- son verður með Íslandi í Króatíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Það verður seint sagt að lukkan hafi leikið við örvhentu sleggjuna Einar Hólmgeirsson á atvinnumannaferlinum. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og lék sinn síðasta handboltaleik fyrir ellefu mánuð- um. Þá héldu allir að ballið væri búið hjá Einari. Svo er nú aldeilis ekki því hann fær tækifæri út þessa leiktíð til þess að sanna sig hjá þýska úrvals- deildarliðinu Magdeburg, sem Björgvin Páll Gústavsson leikur með. „Við verðum að sjá til hvernig þetta endar. Ég er í ágætu standi en það hefur ekkert reynt almenni- lega á það. Þeir hafa engu að tapa og ekki ég heldur og því látum við reyna á þetta,“ sagði Einar en hann skrifar í dag undir samning sem gildir til loka leiktíðar. Fín- asta afmælisgjöf en Einar varð þrítugur í gær. Aðalskytta Magdeburg er meidd og verður frá fram að jólum. Sá er leysir hann af hefur átt í meiðslum og því vantaði Magdeburg mann. „Eftir fyrstu æfinguna spurðu þeir hvort ég gæti spilað á laugar- daginn. Ég hef lítið annað að gera þannig að ég var til,“ sagði Einar sem hefur verið að æfa með 3. deildarliði síðan í janúar. Hann ætlaði að reyna að komast að hjá liði í janúar en varð að slá því á frest þar sem vinstra hnéð var skorið upp í október. Það var í fjórða skiptið sem hann er skorinn upp á því hné. „Þjálfarinn veit hvernig ég er og að ég þarf örugglega mínar hvíld- ir. Ég er fenginn til að leysa hinn af. Ég á ekki að framkalla einhver kraftaverk hérna. Sleggjan er smá ryðguð en það þarf aðeins að pússa hana upp. Ég veit ekki alveg hvar ég stend og renni frekar blint í sjóinn.“ Einar gerir sér grein fyrir því að ef vel gangi gætu opnast dyr fyrir hann í framhaldinu. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig skrokkurinn heldur. „Ef vel gengur má vel vera að þeir vilji framlengja fram að jólum. Maður veit það ekki. Þetta er tækifæri fyrir mig til þess að sanna að ég get enn spilað.“ - hbg Einar Hólmgeirsson fær óvænt tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni og spilar með Magdeburg fram á sumar: Ekki fenginn til að framkalla einhver kraftaverk MÆTTUR AFTUR Einar er kominn aftur í úrvalsdeildina. Hann er hér í leik með Flens- burg gegn Ciudad Real. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5 Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KR Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fædd- ir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfar- ar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR, er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framleng- ingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá Þór Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálf- ari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guð- mundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðast Það boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. ooj@frettabladid.is Einvígi góðkunningjanna Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson eru ekki að mætast í fyrsta sinn í úrslitakeppni en það eru æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson að gera. Tvö einvígi í átta liða úrslitunum fara af stað í kvöld. ÞEKKJAST VEL Efri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson. Neðri röð frá vinstri: Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Exp. karla í körfu 8 liða úrslit, fyrsti leikur Grindavík - Njarðvík 94-67 (46-32) Grindavík: J’Nathan Bullock 19 (10 frák.), Sigurður Þorsteinsson 17, Þorleifur Ólafsson 13, Ryan Pettinella 10, Giordan Watson 9 (12 stoðs.), Páll Axel Vilbergss. 9, Jóhann Ólafss. 7, Ómar Sævarss. 4, Ólafur Ólafss. 4, Björn Brynjólfsson 2. Njarðvík: Travis Holmes 20, Cameron Echols 18, Elvar Már Friðrikss. 9, Páll Kristinss. 8, Rúnar Erlingss. 3, Hjörtur Einarsson 3, Jens Óskarsson 2, Maciej Baginski 2, Oddur Birnir Pétursson 2. KR-Tindastóll 84-68 (46-32) KR: Robert Ferguson 21, Dejan Sencanski 17, Joshua Brown 15 (12 frák.), Finnur Atli Magnússon 11 (11 frák./8 stoðs.), Emil Þór Jóhannsson 9, Martin Hermannsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 2. Tindastóll: Curtis Allen 16, Maurice Miller 13, Þröstur Jóhannsson 12, Svavar Birgisson 11, Helgi Viggósson 9, Igor Tratnik 5, Hreinn Birgisson 2. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun líklega semja við annað erlent félag í dag. Hann spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vildi ekki segja það í gærkvöldi um hvaða erlenda félag er að ræða. -óój Skúli Jón Friðgeirsson: Semur í dag KÖRFUBOLTI KR tók forystuna í einvígi sínu gegn Tindastóli með nokkuð sannfærandi sigri í Vesturbænum. KR hafði frumkvæðið frá upphafi leiksins en Stólarnir önduðu þó ofan í hálsmál þeirra í síðari hálfleik. Meira gerðu gestirnir þó ekki og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var ánægður þótt hann telji lið sitt eiga mikið inni. „KR-liðið stendur í 70 prósentum. Líkamlega erum við klárir og við erum búnir að setja allt upp sem við viljum gera. Núna þurfum við bara að vera klárari þegar pressan er mikil,“ sagði Hrafn en KR-ingar hafa nú unnið fimm leiki í röð og til alls vísir. - ktd KR vann Tindastól í gær: KR enn bara í 70 prósentum ROBERT FERGUSON Lék vel á móti Helga Rafni og félögum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Grindavík er komið með forystu í rimmu sinni gegn Njarðvík, 1-0, í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla eftir öruggan sigur í gær, 94-67. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur sem skóp sigurinn. „Grindavíkurliðið hefur stund- um verið þekkt fyrir að vera með þriggja stiga skotsýningar en það var ekkert slíkt uppi á teningnum í kvöld. Það er bara varnarleikurinn sem mestu máli skiptir og ekkert annað,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálf- ari Grindavíkur. Næsti leikur liðanna verður í Njarðvík á sunnudagskvöld. - esá Grindavík vann Njarðvík: Miklir yfirburð- ir í Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.