Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. mars 2012 Til stendur að kjósa um til-lögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni. Það er margt fínt í tillögum stjórnlagaráðs. Ég hygg að hryggjarstykkið í þeirri stjórn- skipan sem sett er upp í tillög- unum gangi þokkalega upp. Þá á ég við leikreglur um samspil forseta, stjórnar og þings. Að sama skapi er nýr kafli um dóms- valdið tímabær, sem og endur- skoðun þeirra ákvæða sem varða utanríkismál. Margt af þessu er ekki hlutir sem fólk er að sturlast af spenningi yfir en eru góð mál engu að síður. Margar aðrar breytingar eru róttækari en kannski minna aðkallandi. Mannréttindakafl- anum er bylt. Hlutverk forseta við stöðuráðningar er aukið. Nýju kosningakerfi komið á. Ísland er síðan látið stíga skref- ið frá því að vera ríki þar sem þjóðaratkvæðagreiðslum er beitt mjög sjaldan og til þess að fær- ast skammt á eftir Sviss hvað varðar notkun beins lýðræðis við ákvarðanatöku. Það er stór breyting. Breytingarákvæðin Það eru þó ákvæðin um breyting- ar á stjórnarskránni sjálfri sem mest þarf að ígrunda. Eðli máls- ins samkvæmt eru þetta veikustu hlekkir hverrar stjórnarskrár. Engu gildir hverju stjórnarskrá lofar borgurunum ef því má auðveldlega snúa við. Í dag þurfa tvö þing með kosn- ingum á milli að samþykkja breytingar á stjórnarskránni til að þær öðlist gildi. Stjórnlagaráð lagði til breytingar á þessu ferli. Ákvæðið um breytingar á stjórn- arskránni hljóðar svo í tillögum stjórnlagaráðs: „Þegar Alþingi hefur sam- þykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frum- varpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlut- ar þingmanna samþykkt frum- varpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.“ Grunnurinn að textanum kemur úr dæmi A í tillögu stjórn- laganefndar, og þaðan er tíma- ramminn 1-3 mánuðir fenginn. Stjórnlagaráð felldi þó burt þann þröskuld að 30% allra kjósenda í landinu þyrftu að samþykkja tillögurnar, sem var í tillögum stjórnlaganefndar, og bætti við þeirri leið að 5/6 hlutar þings gætu samþykkt stjórnarskrár- breytingar án þjóðaratkvæðis. Stærsta dempunartækið í gild- andi stjórnarskrá er í raun sá tími sem það tekur að breyta henni. Sitjandi þingmenn rjúfa þing ekki svo glatt svo að tækifæri til að leggja fram stjórnarskrár- breytingar gefst helst á fjögurra ára fresti. Fyrir vikið hafa menn lengst af lýðveldissögunnar reynt að ná fram tiltölulega breiðri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Þessari dýnamík er breytt í tillögunum. Þær tvær breytingarleiðir sem boðið er upp á í tillögum stjórn- lagaráðs, þ.e.a.s. þing+þjóðar- atkvæði eða stóraukinn meiri- hluti þings þýða ekki endilega að stjórnarskrárbreytingar verði mjög auðveldar, en þeim verður hægt að koma í gegn á skemmri tíma. Það má spyrja sig: Er engin hætta á því að stjórnvöld muni nota þjóðaratkvæðagreiðslutæk- ið til að kalla fram kosningar um umdeild mál líðandi stundar? Er það gott að stjórnarskrá sé hægt að breyta nánast samdægurs ef allir þingmenn eru um það sam- mála? Um hvort tveggja má hafa heilmiklar efasemdir. Hvort tveggja hefði mátt skoða betur, en vilji þingsins stóð ekki til þess. Kosið um tillögurnar eins og þær liggja fyrir Fyrirfram ætti að vara fólk sterklega við því að taka trúan- lega þá sem hyggjast svara gagn- rýni á einstaka ákvæði með því að eitthvað verði hægt að laga í þinginu á seinni stigum málsins. Alþingi hafði á hálfu ári hvorki rýnt tillögurnar efnislega né mótað sér afstöðu til þeirra. Það kallaði saman stjórnlaga- ráð að nýju, en tók ekki afstöðu til þess sem frá því barst. Stjórn- lagaráð lagði þannig til á mars- fundi sínum valkost um að ofan- nefnd 5/6-leið félli út, en fátt var gert með þá niðurstöðu. Engin ástæða er því til að ætla að nokk- uð verði „lagað“ héðan í frá. Með þá vitneskju þurfum við að ganga í kjörklefann. Veikasti hlekkurinn Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama mark- inu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almenn- ings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg“. Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjald- miðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslands- sagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjald- miðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evr- ópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmið- illinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistím- ans, sem nú heita víst útrásar- víkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenn- ingi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslend- ingar gáfu því þennan gjald- miðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga“ eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverk- smiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjár- skortur yrði meðal þjóðarinn- ar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grund- völlur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjald- miðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleika- merki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóð- legra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst ann- ars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undir stöðu nýs gjaldmiðils, kú gildisins? Myntfóturinn gæti sem hæg legast verið afurðamikil kýr í Árnes- sýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildis- myntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugs- stöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarð- snauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gull- sand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir“, mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdótt- ur, þingkonu Framsóknarflokks- ins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn“ og efna til ráð- stefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIГ. Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki. Krónan eða kúgildið Fjármál Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Engu gildir hverju stjórnarskrá lofar borgurunum ef því má auðveldlega snúa við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.