Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 16
16 30. mars 2012 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Forsætisráðherra hefur undanfarna daga gert menn út af örkinni til að
bera mér á brýn að hafa staðið óheið-
arlega að sölu á SR-mjöli fyrir tæpum
tveimur áratugum. Með þeim samanburði
á myndin af núverandi landsstjórn að líta
betur út. Þegar draga á athygli frá mál-
efnalegri rökræðu er þó heppilegra að
fara rétt með.
Við söluna var ráðinn óháður ráðgjafi
með útboði. Það var Verðbréfamarkaður
Íslandsbanka undir forystu Sigurðar B.
Stefánssonar. Ráðgjafinn samdi síðan
útboðsreglur sem fylgt var.
Samkvæmt útboðsreglunum var vænt-
anlegum tilboðsgjöfum gert að sýna
fyrirfram að þeir hefðu fjárhagslegt bol-
magn til kaupanna. Annar tveggja bjóð-
enda gat ekki að mati ráðgjafafyrirtæk-
isins fullnægt þessu skilyrði. Ég ákvað
að veita honum til þess frest jafnlangan
tilboðsfrestinum. Það var eina frávikið
frá leikreglum ráðgjafans. Við lok til-
boðsfrests lagði ráðgjafafyrirtækið til að
lægra tilboðinu yrði tekið enda hefði hitt
tilboðið ekki uppfyllt skilyrðin þrátt fyrir
frestinn. Af 157 nýjum hluthöfum voru
þrír stærstu aðeins með 7,5 prósent hlut
hver: Sjóvá, Alþýðubankinn og Lífeyris-
sjóður Austurlands.
Forsætisráðherra lætur erindreka sína
segja að ég hafi verið að þjóna flokks-
vinum. Hefðu slík sjónarmið skipt ein-
hverju var úr vöndu að ráða því að í hópi
þeirra sem stóðu að baki ógilda tilboðinu
voru menn sem stóðu mér mun nær bæði
persónulega og pólitískt.
Reglan um að tilboðsgjafar þyrftu
fyrirfram að sýna að þeir réðu við kaup-
in var sett meðal annars til að draga úr
líkum á að kaupverðið yrði eftir á dregið
út úr fyrirtækinu sjálfu eða farið yrði á
svig við lög um fjárfestingar útlendinga.
Þessi regla þótti þá vera nokkurt nýmæli
en er nú viðurkennd varúðarregla.
Hneykslun forsætisráðherra á að henni
skuli hafa verið beitt segir sína sögu um
siðferðileg viðhorf í stjórnarráðinu.
Loks var höfðað mál til ógildingar á
samningnum með því að réttum reglum
þótti ekki hafa verið fylgt að áliti
stefnenda. Þeir töpuðu málinu.
Af þessu má ráða að eina ólyktin
sem eftir situr í þessari umræðu
stafar frá málefnalegri steinsmugu
forsætisráðherrans.
Steinsmuga
Viðskipti
Þorsteinn
Pálsson
fv. sjávarútvegs-
ráðherra
Lögbrot á Alþingi?
Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins
segir að fundi Alþingis skuli halda
í heyranda hljóði. Því má velta fyrir
sér hvort ítrekaðir næturfundir um
viðamikil mál fari gegn anda stjórnar-
skrárinnar í þessu efni. Nefna má
að stjórnarskráin kveður líka á um
að dómþing skuli haldin í heyranda
hljóði, enda hafa þau sjaldan
verið haldin að nóttu til.
Hvers vegna funda nefndir
Alþingis ekki frekar á nótt-
unni, þar sem fundir þeirra
eru lokaðir? Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, minnti
í gær þingmenn á að
virða lög. Þeir eru nefnilega gjarnir á
að tala lengur en þeir mega, en kveðið
er á um ræðutíma í lögum um þing-
sköp. „Það gilda lög um störf þings,“
sagði Ásta. Þingmenn virða þau lög
hins vegar lítils.
Lagahöfundum kennt
Persónuvernd skilaði inn umsögn til
allsherjar- og menntamálanefndar
um frumvarp til laga um breytingu
á lögum um þjóðskrá og almanna-
skráningu. Taldi stofnunin nauðsyn-
legt að benda þingnefndinni á að
fara eftir Handbók um
undirbúning og
frágang laga-
frumvarpa, en
það hafði verið látið undir hælinn
leggjast í frumvarpinu.
Fundaði ekki um kvóta
Jón Bjarnason, fyrrum landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, lýsti því í
pontu á miðvikudag að hann styddi
ekki nýtt kvótafrumvarp. Það kom
ýmsum á óvart, ekki síst samherjum
hans í þingflokki Vinstri grænna.
Þingflokkurinn fundaði í tví-
gang um málið áður en það
var lagt fram og samþykkti
það samhljóða. Jón sá hins
vegar ekki ástæðu til að mæta
á þá fundi, en tjáði afstöðu
sína frekar þingheimi öllum.
kolbeinn@frettabladid.isH
elgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á árs-
fundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna
á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórn-
málanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir
um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega vara-
samar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær.
Eftir harða gagnrýni á rekstur og fjárfestingarstefnu lífeyris-
sjóðanna, sem kom fram í skýrslu
óháðrar úttektarnefndar fyrir
nokkrum vikum, virðast ýmsir
stjórnmálamenn líta svo á að
sjóðirnir liggi vel við höggi. Lilja
Mósesdóttir og Ögmundur Jónas-
son hafa lagt til að í stað „mark-
aðsvæddrar sjóðsmyndunar“
eins og sá síðarnefndi orðar það
verði kerfinu breytt í ríkisvætt gegnumstreymiskerfi. Í stað þess að
hver og einn safni upp rétti til lífeyris standi greiðendur iðgjalda á
hverjum tíma undir lífeyri þeirra sem farnir eru af vinnumarkaði.
Þetta er ávísun á gríðarlegar skattahækkanir í framtíðinni, því að
auðvitað eru það skattgreiðendur sem munu standa undir lífeyris-
greiðslunum. Grikkland er gott dæmi um ríki sem hefur sett sig á
hausinn, meðal annars með kerfi af þessu tagi.
Ástandið á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á Íslandi ætti að
vera víti til varnaðar í þessum efnum. Opinberir starfsmenn safna
að vísu í lífeyrissjóð með iðgjaldagreiðslum, en réttindi þeirra taka
ekki mið af eignunum eða ávöxtun þeirra, heldur launum eftirmanna
og eru bundin í lög. Hið opinbera skuldar lífeyrissjóðum starfsmanna
sinna nú um 500 milljarða króna. Eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambandsins, benti á í Fréttablaðinu í gær hafa stjórnvöld
kosið að sópa þessum vanda undir teppið og láta eins og hann sé ekki
til. Hallinn mun þó koma af fullum þunga í fang skattgreiðenda á
næstu árum og áratugum.
Þessi staða setur líka draum Álfheiðar Ingadóttur um einn líf-
eyrissjóð fyrir alla landsmenn, þar sem réttindin yrðu færð að rétt-
indum opinberra starfsmanna, í ljós óraunsæis og óskhyggju. Það er
rétt sem Helgi Magnússon segir; stjórnmálamennirnir ættu að leysa
vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þeir bjóða fram aðstoð sína
við að umbylta almenna kerfinu.
Áðurnefndum stjórnmálamönnum finnst heillandi hugmynd að
komast með puttana í hina almennu lífeyrissjóði, bæði til að ná í
peninga til lítt arðbærra opinberra framkvæmda og til að stuðla að
tekjujöfnun. Það er full ástæða fyrir sjóðfélaga í lífeyrissjóðum að
gjalda varhug við þessum hugmyndum. Núverandi lífeyriskerfi, þar
sem almannatryggingar, samtryggingarsjóðir og séreignarsparnaður
spila saman, hefur reynzt vel og er mörgum öðrum ríkjum fyrir-
mynd. Þar er annars vegar tryggður lágmarkslífeyrir og hins vegar
nýtur fólk eigin dugnaðar og fyrirhyggju þegar komið er á efri ár.
Þeir sem ráða fyrir lífeyrissjóðunum þurfa að læra ýmislegt af
mistökum fyrri ára. En það er nákvæmlega engin ástæða til að
kollvarpa kerfinu og endurtaka mistök annarra þjóða.
Áhugi stjórnmálamanna á
peningum lífeyrissjóðanna er ills viti:
Pólitískir puttar
í lífeyrissjóðina
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn
laugardaginn 31. mars næstkomandi, að Hátúni 10,
9. hæð kl. 10 árdegis.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Að aðalfundarstörfum loknum flytur Styrmir Gunnarsson
erindið „Aðstandendur geðsjúkra – falinn vandi?”
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Geðverndarfélags Íslands
Aðalfundur
Geðverndarfélags Íslands