Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 4
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 29.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,5318 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,80 127,40 201,25 202,23 168,33 169,27 22,632 22,764 22,036 22,166 19,024 19,136 1,5404 1,5494 196,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Kvikmyndin The Hunger Games fær fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ekki þrjár, eins og kom fram í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT FRÉTTABLAÐIÐ, BRUSSEL Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambands- ins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönn- um í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orku- mál, utanríkis-, öryggis- og varn- armál og neytenda- og heilsu- vernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé sam- hljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppn- ismál leggur Ísland meðal ann- ars áherslu á að viðhalda núver- andi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í sam- ræmi við ákvæði EES-samnings- ins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starf- semi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlut- falli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samn- ingskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyr- irfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fisk- veiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins verður fisk- veiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sér- stöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í mögu- leikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sér- lausn vegna landbúnaðar á norður- slóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfir- færum við ekki slíkar lausnir sjálf- krafa frá einum viðræðum til ann- arra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar.“ thorgils@frettabladid.is Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok Fjórir samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verða opnaðir í Brussel í dag. Fimmtán hafa verið opnaðir en veigamestu kaflarnir bíða. Stækkunarstjóri vonast eftir að allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok. VIÐRÆÐUR Sérlausnir sem önnur ríki, til dæmis Finnar, hafa fengið í viðræðum við ESB verða ekki færðar sjálfkrafa yfir á önnur lönd, sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JAPAN Þrír menn voru teknir af lífi með hengingu í fangelsum í Japan í gær. Þetta eru fyrstu aftökurnar sem fram faru í land- inu í eitt og hálft ár. Mennirnir voru allir dæmdir fyrir morð sem þeir frömdu á árunum 1999 til 2002. Toshio Ogawa, dómsmálaráð- herra Japans, staðfesti á blaða- mannafundi í gær að aftökurn- ar hefðu farið fram. Hann sagði að þær nytu stuðnings meðal almennings. Nú sitja 132 einstaklingar í fangelsi í Japan sem hlotið hafa dauðadóm. Þeir hafa ekki verið fleiri síðan í seinni heimsstyrjöldinni. - áas Alls 132 á dauðadeild í Japan: Þrír morðingjar teknir af lífi ÚKRAÍNA Átján ára úkraínsk stúlka, Oksana Makar, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær eftir hafa orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun. Árásin átti sér stað 8. mars síðastliðinn í borginni Mykolayiv í suðurhluta lands- ins. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Úkraínu. Þrír menn réðust á stúlkuna og nauðguðu henni, reyndu að kyrkja hana og brenndu. Stúlk- an fannst svo daginn eftir og var henni þá komið á sjúkrahús. Mennirnir hafa verið handtekn- ir en tveimur þeirra var sleppt vegna tengsla við yfirvöld. Þeir hafa verið handteknir aftur. - áas Óhugur í Úkraínu: Lést eftir hópnauðgun VESTURBÆRINN Meðalleiguverð í landinu er hæst í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÚSNÆÐISMÁL Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1% í febrúar frá mánuðinum áður. Þjóðskrá Íslands birtir vísitöluna mánaðarlega en þetta er í fyrsta sinna frá því í júlí síðastliðnum sem vísitalan lækkar milli mánaða. Alls hækkaði vísitalan um 11% á árinu 2011 en heldur hægðist á hækkunum leiguverðs undir lok ársins. Vísitalan var svo kyrr milli desember- og janúarmánaða og lækkaði milli janúar og febrúar eins og áður sagði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs en hún byggir á gagnagrunni Þjóðskrár. - mþl Vísitala leiguverðs: Leiguverð tekið að lækka á ný AKUREYRI Milljónum hefur verið varið í sálfræðikostnað liðsmanna slökkviliðsins á Akureyri vegna eineltisvanda innan liðsins og ófull- nægjandi starfsanda. Vandamálið hefur verið til staðar í mörg ár, að sögn bæjarstjóra Akureyrar, Eiríks Björns Björgvinssonar, í samtali við Akureyri vikublað. Fréttablaðið greindi frá því fyrir tveimur árum að mikið ósætti ríkti á meðal slökkviliðsmanna í bænum vegna starfssamnings þeirra. Þá hafði verið reynt að finna lausn á vandanum í þó nokkurn tíma. - sv Milljónir í sálfræðikostnað: Einelti innan slökkviliðsins SKATTAMÁL Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmt- ungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eign- astýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagð- ur á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum ein- staklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækk- aður í 1,5% af nettóeignum ein- staklinga á bilinu 75 til 150 millj- ónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rök- stuðningur hefði verið fyrir skatt- inum að þeir sem högnuðust hvað mest á eigna- bólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatt- urinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxta- berandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundin- um tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for- maður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþing- is. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skattur- inn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjár- mála. - mþl Formaður efnahags- og viðskiptanefndar útilokar ekki aðra framlengingu á auðlegðarskatti: Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts HELGI HJÖRVAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 23° 14° 12° 12° 14° 10° 10° 20° 16° 20° 12° 29° 11° 19° 21° 7°Á MORGUN Fremur hæg V-læg átt. SUNNUDAGUR Víða fremur hæg V-læg átt. 3 5 6 -2 1 8 7 8 7 6 4 3 3 4 2 5 4 3 3 4 3 3 5 5 3 77 2 13 6 8 SÝNISHORN af öllum árstíðum! Vætusamt N-til næstu daga. Kólnar NA-til í dag og gæti snjóað þegar frystir. Milt áfram S-til um helgina, einkum SA-til þar sem ætti að sjást eitthvað til sólar. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.