Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 62
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR46
LÆRDÓMUR VIKUNNAR
„Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan“, svo
hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í
vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Slát-
urfélags Suðurlands um að hefja innflutn-
ing á íslenskum pylsum til Svíþjóðar.
Í fréttinni er íslensku pylsunum lýst
sem töluvert styttri en þeim sænsku og
að þær séu oftast borðaðar „með öllu“.
Blaðamaður Aftobladet fjallar einnig um
söluskálann víðfræga, Bæjarins beztu,
sem stendur niðri við Reykjavíkurhöfn og
tekur fram að staðurinn hafi fengið glimr-
andi meðmæli frá The Guardian og sjálf-
um Bill Clinton. „Einstaklingar á borð við
Metallica og Bill Clinton hafa einnig notið
SS-pylsunnar. Clinton borðaði hana þó
ekki á réttan hátt, hann sleppti lauknum,
remúlaðinu og tómatsósunni sem olli
honum hjartatruflunum samkvæmt heim-
ildum,“ skrifaði blaðamaðurinn.
Í greininni er einnig vitnað í Steinþór
Skúlason, forstjóra SS, sem segir fyrir-
tækið stefna á að selja pyslur í Svíþjóð og
víðar í litlum söluskálum í anda Bæjarins
beztu.
Á vef SS kemur fram að fyrirtækið hafi
í gegnum árin fengið fjölda fyrirspurna
frá ýmsum aðilum sem hafa haft áhuga
á að selja SS-pylsur á erlendum markaði,
ekki hafi þó verið hægt að verða við slíku
fyrr en nú. Á síðunni kemur einnig fram
að líkur eru á að valdar áleggstegundir
og steikur eigi möguleika á erlendum
mörkuðum. - sm
Íslenska pylsan til Svíþjóðar
PYLSUÚTRÁSIN Pylsurnar frá SS verða brátt fáanlegar í
Svíþjóð. Aftonbladet fjallaði um innreið íslensku pylsunnar í
Svíþjóð á síðum sínum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
„Þetta er algjör goðsögn,“ segir trommarinn Einar
Scheving um kollega sinn Steve Gadd sem spilar
með James Taylor í Hörpunni í maí.
Gadd hefur á ferli sínum einnig spilað mikið með
Eric Clapton og Paul Simon á tónleikum, auk þess
sem hann hefur spilaði inn á hljómplötur með fjölda
þekktra flytjenda á borð við Paul McCartney, Peter
Gabriel og The Bee Gees.
Einar kynntist Gadd lítillega þegar hann var einn
af leiðbeinendum á námskeiði sem hann sótti í Dan-
mörku. „Ég kynntist honum lítillega, alla vega nóg
til að heyra í honum annað slagið,“ segir Einar, sem
hefur miklar mætur á Gadd. „Þetta verða frábærir
tónleikar með James Taylor en Gadd er náttúrulega
bónus enda má segja að hann sé stærsta nafnið í
trommuheiminum. Hann er ekki þekktasti tromm-
arinn í heiminum en í þessum trommubransa er
hann sennilega stærsta nafnið.“
Að sögn Einars var Gadd einnig einn eftirsótt-
asti djasstrommuleikari heims um tíma og spilaði
mikið með Chick Corea sem stígur einmitt á svið
í Hörpunni í apríl. Hann segir að trommustíll
Gadds sé mjög einkennandi. „Þó að hann sé þekktur
fyrir að vera mjög leiðandi tæknilega er hann ekk-
ert endilega að fara hamförum um settið. Hann er
fyrst og fremst með þungavigtargrúv og gefur allt í
músíkina.“ - fb
Goðsögn með Taylor í Hörpu
GOÐSÖGN TIL LANDSINS Steve Gadd spilar á trommur í hljóm-
sveit James Taylor í Hörpunni í maí. NORDICPHOTOS/GETTY
„Gabriel með Joe Goddard er
tryllt og svo er Nova með Burial
& Four Tet svona sparilagið
mitt.“
Logi Pedro Stefánsson, liðsmaður
sveitarinnar Retro Stefson.
„Stefnan hjá okkur er að hrista
aðeins upp í þessu, það er klárt
mál,“ segir Þór Bæring Ólafsson.
Hann hefur opnað ferðaskrif-
stofuna Gamanferðir ásamt Braga
Hinriki Magnússyni. Þar verður
áhersla lögð á ýmiss konar utan-
landsferðir, þar á meðal á tónleika,
fótboltaleiki og handboltaleiki.
Einnig verða fjölskylduferðir, borg-
arferðir og ævintýraferðir í boði.
Þór og Bragi Hinrik stofnuðu
ferðaskrifstofuna Markmenn árið
2003. Þar náðu þeir að lækka verð
á fótboltaferðum og árið 2006
keypti Iceland Express skrifstof-
una og stofnaði Express ferðir.
Skömmu síðar hættu þeir í brans-
anum og hafa síðan þá einungis
aðstoðað fjölskyldu og vini við að
fá miða á viðburði erlendis. „Við
vorum ekki sjálfstæðir lengur og
þetta var ekki alveg eins gaman,“
segir Þór, sem telur að núna sé
rétti tíminn til að snúa aftur. Í
þetta sinn verða þeir í samstarfi
við flugfélagið Wow Air. „Það er
meiri stemning hjá fólki að fara út
og gera eitthvað skemmtilegt. Það
er búið að vera hálfgert ferðabann
hjá fólki síðustu ár.“
Þór er ánægður með að vera
farinn að selja ferðir til útlanda á
nýjan leik. „Þessi ferðabransi er
gríðarlega skemmtilegur. Maður
er bara spenntur að vakna á
morgnana og takast á við verkefni
dagsins.“ - fb
Stofna sína aðra
ferðaskrifstofu
Á VELLINUM Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon hafa stofnað ferðaskrif-
stofuna Gamanferðir.
„Ég er viss um að við verðum
eftirlætishljómsveit sjúkra- og
einkaþjálfara,“ segir plötusnúð-
urinn Margeir Sigurðsson um
dansdúettinn Gluteus Maximus
sem hann hefur stofnað ásamt
Stephan Stephensen.
Dúettinn kemur í fyrsta sinn
fram á Reykjavík Fashion Festival
í Hörpu á morgun en þar frumflyt-
ur hann lagið Everlasting og hefur
fengið til liðs við sig söngvarann
Högna Egilsson. „Við erum mjög
ánægðir með að Högni samþykkti
að syngja í laginu enda með frá-
bæra rödd. Við erum langt komn-
ir með næsta lag og þar fáum við
leikarann Magnús Jónsson til liðs
við okkur,“ segir Margeir og bætir
við að dúettinn ætli sér að vinna
með ýmsum gestasöngvurum
í framtíðinni. Nafn dúettsins
vekur athygli en Gluetus Max-
imus er heiti á stærsta vöðva lík-
amans, rassvöðvans. „Rassvöð-
vinn er mjög mikilvægur. Maður
getur til dæmis ekki dansað án
rassvöðvans,“ segir Margeir.
Margeir og Stephan, betur
þekktur sem President Bongo
úr GusGus, hafa verið að vinna
saman í nokkurn tíma og þá aðal-
lega við að endurhljóðblanda lög,
til dæmis fyrir sveitina Sigur
Rós. „Samstarf okkar nær nokk-
ur ár aftur í tímann en við höfum
undanfarið verið að prófa okkur
áfram með eigið efni og nú er
komið að frumflutningi á því,“
segir Margeir en það er góðvinur
þeirra, finnski tónlistarmaðurinn
Jimi Tenor, sem samdi enska texta
lagsins. Lagið kemur út með vor-
inu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra
kappa, Radíó Bongó, en það er
Stephan sem á veg og vanda að
þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig
í að gefa út tónlist á vínyl í tak-
mörkuðu upplagi. Lagið Ever-
lasting verður önnur útgáfa
Radíó Bongó en sú fyrsta er
sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar
píanóleikara.
„Dúettinn er kominn til að
vera og við erum spenntir yfir að
koma í fyrsta sinn fram á Íslandi
en hingað til höfum við verið að
prufukeyra Gluteus Maximus
erlendis við góðar viðtökur,“ segir
Margeir og er nokkuð viss um að
þeir hnykli rassvöðvana á tísku-
pöllunum í Hörpu á morgun.
alfrun@frettabladid.is
MARGEIR SIGURÐSSON: EKKI HÆGT AÐ DANSA ÁN RASSVÖÐVANS
Nefna dansdúett eftir
stærsta vöðva líkamans
STÓRHUGA TÓNLISTARMENN Þeir Margeir Sigurðsson og Stephan Stephensen mynda dansdúettinn Gluteus Maximus en þeir
hafa einnig stofnað útgáfufyrirtækið Radíó Bongó. Á morgun frumflytja þeir lagið Everlasting á RFF í Hörpu en Högni Egilsson er
gestasöngvari í laginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00
Glæný Bláskel
frá Stykkishólmi
Ferskur Túnfiskur
Alla föstudaga og laugardaga
Humar 2000 kr.kg
Óbrotinn fyrsta flokks humar
Fiskibollur
að dönskum hætti
(lax, þorskur, dill, rjómi, krydd)
Harðfiskurinn
frá Stykkishólmi
Þessi sjúklega góði
Humarsoð
frá
Hornarfirði