Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 46
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR30 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. læra, 6. tveir eins, 8. starfsgrein, 9. spíra, 11. ónefndur, 12. skattur, 14. bragsmiður, 16. hvað, 17. svörður, 18. hylli, 20. í röð, 21. bás. LÓÐRÉTT 1. ofneysla, 3. hvort, 4. fugl, 5. tálbeita, 7. kvarnast, 10. í viðbót, 13. lærdómur, 15. mannvíg, 16. rámur, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. lesa, 6. ff, 8. fag, 9. ála, 11. nn, 12. tíund, 14. skáld, 16. ha, 17. mór, 18. ást, 20. aá, 21. stía. LÓÐRÉTT: 1. ofát, 3. ef, 4. sandlóa, 5. agn, 7. flísast, 10. auk, 13. nám, 15. dráp, 16. hás, 19. tí. Hvað er að Magga í dag? Hann er skugginn af sjálfum sér! Bólu- krísa! Ah! Engar áhyggjur Maggi! Þetta er alveg eðlilegur hlutur þó að manni líði illa í byrjun! Ég man vel eftir minni fyrstu krísu! Guð minn góður! Bólur á stærð við hindber og stúlkurnar afþökkuðu pent á tímabili! En ég var reyndar aldrei það óheppinn að fá þetta í andlitið! Það verður að viður- kennast... Takk, Jói, takk! Æ, áttirðu slæman dag, Palli minn? Spjöllum aðeins saman um daginn. Nei. Mig langar frekar bara að kvarta. Jæja, ég er til í það. Í upphafi Svo virðist sem þú hafir ekkert stækkað síðan við mældum þig síðast, Solla. Er það ekki? En Hann- es er búinn! Það er eðlilegt. Hann tók kipp. Þetta er fruss, ekki kippur. Fyrir- gefðu. Játning: Mér leiðast umhverfismál. Ég veit, ég veit, ég ætti að skammast mín. Ég bara get ekki að því gert. Þegar ramma- áætlanir, megavött og ál ber á góma reikar hugurinn samstundis að mikilvægari málum eins og „hvað á ég að hafa í mat- inn í kvöld“ eða „telst það löggild afsökun fyrir að þrífa ekki klósettið að mosagrænu rákirnar sem línustrika skálina gætu verið næsta stóra vísindauppgötvun á par við pensillín?“ Fyrir áhyggjum af landi og nátt- úru treysti ég mér betri mönnum; Svandísi Svavarsdóttur; Andra Snæ Magnasyni. Þau kunna þetta. ÉG SAT nýverið á Soho hótelinu í Lundúnum og beið þess að taka viðtal við framleiðanda sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Til að drepa tímann fletti ég Fréttablaðinu. Hug- urinn tók samstundis að reika: Mengun- arvarnir eru öfgar – „mig langar í pitsu í matinn“; mannréttindi að fá að spæna upp utanvega-gróður – „ef næsta pensill- ín fyndist í klósettinu hjá mér fengi ég pottþétt Nóbelsverðlaun“; nauðsyn- legt að reisa Búlandsvirkjun því Skaftárhrepp vantar búbót – „já, já, bla, bla“. Svandís og Andri Snær sæju um að lesa þetta. Ég setti stefnuna á fólk í fréttum. „Ah, betra.“ Íslendingur að meikaða í útlöndum. „Frábært.“ Annar Íslendingur að meikaða í útlöndum. „Geggjað.“ Ég var niðursokkin í að dást að þeirri ómetanlegu landkynningu sem barmurinn á Ásdísi Rán er þegar útréttur armur framleiðandans braust inn í sjónlínu mína. KOMIÐ var að lokaspurningunni: „How did you like Iceland?“ Ég hafði engan sérstakan áhuga á svarinu. Í huganum var ég komin í H&M verslunina við hliðina á hótelinu. En þar sem hluti nýju Game of Thrones-serí- unnar var tekinn upp á Vatnajökli varð ég að spyrja. „Ísland er ólíkt öllu öðru sem ég hef séð!“ Ákafi framleiðandans sló mig. „Við þurftum enga tölvugrafík á Íslandi. Þar eru til litir sem maður hefur aldrei séð áður. Fegurð Íslands er náttúruleg; hún er ekta.“ DAGLEGA drekkum við í okkur fréttir af Íslendingum sem gera garðinn frægan erlendis; skáldum sem keyptu sér miða með Iceland Express til London og fundu þar ljósritunarvél; tónlistarmönnum sem sigldu með gítarinn til Köben og eru nú stórir á Strikinu. En okkur yfirsést Íslend- ingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum. Um þessar mundir leikur íslensk náttúra eitt af aðalhlutverkum í einum vin- sælasta sjónvarpsþætti heims. Ef til vill er tími til kominn að við leggjum þeim Svan- dísi Svavars og Andra Snæ lið og sýnum íslenskri náttúru jafnmikinn stuðning og við sýnum brjóstaskorunni á Ásdísi Rán. – (Sýningar á Game of Thrones hefjast 2. apríl á Stöð 2. Vatnajökul og umhverfi hans má sjá á Suðausturlandi – að minnsta kosti enn um sinn). Náttúruleg fegurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.