Fréttablaðið - 30.03.2012, Page 46
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR30
BAKÞANKAR
Sifjar
Sigmars
dóttur
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. læra, 6. tveir eins, 8. starfsgrein, 9.
spíra, 11. ónefndur, 12. skattur, 14.
bragsmiður, 16. hvað, 17. svörður, 18.
hylli, 20. í röð, 21. bás.
LÓÐRÉTT
1. ofneysla, 3. hvort, 4. fugl, 5.
tálbeita, 7. kvarnast, 10. í viðbót, 13.
lærdómur, 15. mannvíg, 16. rámur,
19. golf áhald.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lesa, 6. ff, 8. fag, 9. ála,
11. nn, 12. tíund, 14. skáld, 16. ha, 17.
mór, 18. ást, 20. aá, 21. stía.
LÓÐRÉTT: 1. ofát, 3. ef, 4. sandlóa, 5.
agn, 7. flísast, 10. auk, 13. nám, 15.
dráp, 16. hás, 19. tí.
Hvað er að
Magga í dag?
Hann er skugginn
af sjálfum sér!
Bólu-
krísa!
Ah!
Engar áhyggjur
Maggi! Þetta er
alveg eðlilegur
hlutur þó að
manni líði illa í
byrjun!
Ég man vel eftir
minni fyrstu krísu!
Guð minn góður!
Bólur á stærð við
hindber og
stúlkurnar
afþökkuðu pent
á tímabili!
En ég var
reyndar aldrei
það óheppinn
að fá þetta í
andlitið! Það
verður að viður-
kennast...
Takk, Jói,
takk!
Æ, áttirðu slæman
dag, Palli minn?
Spjöllum
aðeins saman
um daginn.
Nei.
Mig langar
frekar bara að
kvarta.
Jæja, ég er
til í það.
Í upphafi
Svo virðist sem þú hafir
ekkert stækkað síðan við
mældum þig síðast, Solla.
Er það
ekki?
En
Hann-
es er
búinn!
Það er
eðlilegt. Hann
tók kipp.
Þetta er fruss,
ekki kippur.
Fyrir-
gefðu.
Játning: Mér leiðast umhverfismál. Ég veit, ég veit, ég ætti að skammast mín.
Ég bara get ekki að því gert. Þegar ramma-
áætlanir, megavött og ál ber á góma reikar
hugurinn samstundis að mikilvægari
málum eins og „hvað á ég að hafa í mat-
inn í kvöld“ eða „telst það löggild afsökun
fyrir að þrífa ekki klósettið að mosagrænu
rákirnar sem línustrika skálina gætu verið
næsta stóra vísindauppgötvun á par við
pensillín?“ Fyrir áhyggjum af landi og nátt-
úru treysti ég mér betri mönnum; Svandísi
Svavarsdóttur; Andra Snæ Magnasyni. Þau
kunna þetta.
ÉG SAT nýverið á Soho hótelinu í Lundúnum
og beið þess að taka viðtal við framleiðanda
sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Til að
drepa tímann fletti ég Fréttablaðinu. Hug-
urinn tók samstundis að reika: Mengun-
arvarnir eru öfgar – „mig langar í pitsu
í matinn“; mannréttindi að fá að spæna
upp utanvega-gróður – „ef næsta pensill-
ín fyndist í klósettinu hjá mér fengi ég
pottþétt Nóbelsverðlaun“; nauðsyn-
legt að reisa Búlandsvirkjun því
Skaftárhrepp vantar búbót – „já,
já, bla, bla“. Svandís og Andri
Snær sæju um að lesa þetta. Ég
setti stefnuna á fólk í fréttum.
„Ah, betra.“ Íslendingur að
meikaða í útlöndum. „Frábært.“
Annar Íslendingur að meikaða
í útlöndum. „Geggjað.“ Ég var
niðursokkin í að dást að þeirri
ómetanlegu landkynningu sem
barmurinn á Ásdísi Rán er þegar útréttur
armur framleiðandans braust inn í sjónlínu
mína.
KOMIÐ var að lokaspurningunni: „How did
you like Iceland?“ Ég hafði engan sérstakan
áhuga á svarinu. Í huganum var ég komin í
H&M verslunina við hliðina á hótelinu. En
þar sem hluti nýju Game of Thrones-serí-
unnar var tekinn upp á Vatnajökli varð ég
að spyrja. „Ísland er ólíkt öllu öðru sem ég
hef séð!“ Ákafi framleiðandans sló mig.
„Við þurftum enga tölvugrafík á Íslandi.
Þar eru til litir sem maður hefur aldrei séð
áður. Fegurð Íslands er náttúruleg; hún er
ekta.“
DAGLEGA drekkum við í okkur fréttir
af Íslendingum sem gera garðinn frægan
erlendis; skáldum sem keyptu sér miða
með Iceland Express til London og fundu
þar ljósritunarvél; tónlistarmönnum sem
sigldu með gítarinn til Köben og eru nú
stórir á Strikinu. En okkur yfirsést Íslend-
ingurinn sem raunverulega meikaði það í
útlöndum. Um þessar mundir leikur íslensk
náttúra eitt af aðalhlutverkum í einum vin-
sælasta sjónvarpsþætti heims. Ef til vill er
tími til kominn að við leggjum þeim Svan-
dísi Svavars og Andra Snæ lið og sýnum
íslenskri náttúru jafnmikinn stuðning og
við sýnum brjóstaskorunni á Ásdísi Rán.
– (Sýningar á Game of Thrones hefjast 2.
apríl á Stöð 2. Vatnajökul og umhverfi hans
má sjá á Suðausturlandi – að minnsta kosti
enn um sinn).
Náttúruleg fegurð