Fréttablaðið - 11.06.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 11.06.2012, Síða 10
10 11. júní 2012 MÁNUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordóm- ana fjúka“. Mig langar að þakka Guð- rúnu fyrir að halda umræðunni um for- dóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameigin- lega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geð- heilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðun- um 10 var beint til allra. Eitt af mark- miðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð“ hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafs- dóttur um fordóma gegn fólki með geð- raskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarn- ir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birt- ingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung lands- manna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheils- una sameiginlega með öllum landsmönn- um og um hana eigum við að sameinast. Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Fordómar Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur í stefnumótun og alþjóðlegur ráðgjafi í geðheilbrigðis- málum Snúrustaurar ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is Söguskýringin Mörgum finnst skjóta skökku við að lopapeysur séu prjónaðar í Kína og seldar hér á landi sem íslenskar. Verður að telja það eðlilega umkvört- un og sjálfsagt að taka fram hvar peysur eru prjónaðar. Einn þeirra sem lét til sín taka í umræðunni var Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann íslensku lopapeysuna vera auglýsingamerki okkar Íslendinga. „Þetta er íslensk hönnun, framleidd á Íslandi með aldagamla íslenska sögu og gerð af íslenskum konum til bæja og sveita.“ Sannleikurinn Á heimasíðu Handprjónasambands Íslands má fræðast um íslensku lopapeysuna og ber upplýsingum þar ekki alveg saman við orð þingmanns- ins. Þar kemur fram að áhöld eru um hvort peysan sé íslensk, sænsk eða grænlensk, þó líklega sé hún nú íslensk. Hins vegar er ljóst að hún kom ekki fram fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar og á sér því áratuga, ekki alda, sögu. Ismafjöld Jón Gnarr og Besti flokkurinn gerðu mikið úr því að þar á bæ væru ekki stunduð hefðbundin stjórnmál. Þess vegna var áhugavert að lesa viðtal við borgastjórann í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Þar segist hann verða meiri og meiri sósíalisti, við séum leiksoppar kapítalismans, hann aðhyllist líbertarían sósíalisma öðru nafni anarkisma. Líklega eru mörg ár síðan íslenskur stjórnmálamaður talaði um jafn marga isma í einu viðtali. kolbeinn@frettabladid.isB örn lesa ekki bara minna en þau gerðu áður heldur eru þau síður fær um að tileinka sér innihald og merkingu þess sem þau lesa, þ.e. lesskilningi þeirra er ábótavant. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi en svo virðist sem vitundarvakning hafi orðið á undan- gengnum misserum um alvarleika málsins. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri ritar grein um lestur í nýútkomið Tímarit Máls og menningar. Þar dregur hún saman niðurstöður rannsókna á lestr- arkunnáttu íslenskra barna sem sýna að þau lesa sífellt minna utan skólans, lesskilningi þeirra hrakar, strákar lesa minna en stelpur, íslensk börn lesa síður bækur sér til ánægju en börn í þeim löndum sem við berum okkur saman við og þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. Ekki þarf að fjölyrða um mik- ilvægi þess að hafa lestur vel á valdi sínu. Vægi þess hefur síst minnkað í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í. Brynhildur bendir í grein sinni á þau beinu tengsl sem eru milli lesskilnings og þess að hafa áhuga og ánægju af lestri bóka. „Ef bæta á les- skilning íslenskra barna og þar með námsárangur þarf að efla lestraráhuga þeirra og lestrargleði,“ segir Brynhildur. Í samfélagi þar sem endalausir afþreyingarmöguleikar eru í boði þarf að taka lestur barna allt öðrum og markvissari tökum en þurfti þegar lestrarfærni var lykill að því að geta sótt sér afþreyingu. Sem fyrr læra flest börn lestrartæknina innan veggja skólans. Formlegt nám þeirra byggir sömuleiðis að stórum hluta á því að hafa lestur og lesskilning á valdi sínu. Það blasir hins vegar við að það heyrir fyrst og fremst til friðar foreldra að hvetja börn sín til meiri lestrar. Foreldrar verða að lesa reglulega fyrir börn sín frá því að þau eru kornabörn, halda því áfram þó að börnin hafi náð tökum á lestrartækninni en hvetja þau meðfram markvisst til að lesa sjálf. Þeir verða að tala um bækur við börnin og síðast en ekki síst vera þeim lesandi fyrirmyndir. Fyrir rúmri viku birtist hér í blaðinu grein Birgittu Elínar Hassel og Mörtu Hlínar Magnadóttur, Ekki lesa ekki neitt. Þar benda þær á rannsóknir sem sýna fram á að börn tapa veru- lega niður lestrarfærni ef sumarleyfið líður án þess að lestur sé þjálfaður – eða án þess að litið sé í bók. Þær hvetja í grein sinni foreldra til að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjöl- skyldunnar yfir sumarið. Hér er tekið undir þessa hvatningu. Börnin eru komin í kær- komið frí frá taktföstum skóladögum og –vikum. Þótt útivist og hreyfing sé vitanlega í fyrsta sæti nú yfir björtustu og hlýjustu mánuðina þá koma líka rigningardagar og hryssingsleg kvöld sem bjóða upp á að taka sér bók í hönd, gefa sig lestrinum á vald og eiga í framhaldinu góðar samverustundir þar sem spjallað er um það sem lesið hefur verið eða það krufið til mergjar. Áhugi á lestri skiptir sköpum: Það má líka lesa á sumrin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.