Fréttablaðið - 11.06.2012, Síða 12
11. júní 2012 MÁNUDAGUR12
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS JÓNSSON
fyrrverandi skólastjóri,
lést miðvikudaginn 6. júní sl. Útförin fer fram
frá Árbæjarkirkju þriðju daginn 12. júní
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Minningarsjóð Grundar, s.: 530 6100.
Sigrún Jónsdóttir
Gyða Magnúsdóttir Ársæll Jónsson
Jón Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN JÓNA JÓHANNSDÓTTIR
Boðahlein 8, Garðabæ,
sem lést sunnudaginn 3. júní, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju
mánudaginn 11. júní kl. 13.00.
Símon Þór Waagfjörð
Kristín Sigríður Vogfjörð
Jónína Waagfjörð Gunnar S. Sigurðsson
Jóhanna Waagfjörð Páll K. Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LAURI OLAVI HENTTINEN
Urðarstekk 4, Reykjavík,
sem andaðist 25. maí, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn
13. júní kl. 13.00.
Auður Gísladóttir Henttinen
Guðrún Hannele Henttinen Karl Alvarsson
Hans Vihtori Henttinen Ingunn Alda Sigurðardóttir
Ívar Esa Henttinen
Egill Kalevi Karlsson Irma Gná Henttinen
Gréta Liisa Karlsdóttir Auður Ilona Henttinen
Elín Eva Karlsdóttir Styrmir Eero Henttinen
Íris Saara Henttinen
Karlsdóttir Hekla Toini Henttinen
Viktor Hugi Henttinen
og barnabarnabörn.
AFMÆLISBÖRN
JOSHUA JACKSON
leikari er 34 ára
í dag.
ROBYN
tónlistarkona er
33 ára í dag.
GENE WILDER
leikari er 79 ára
í dag.
JOEY SANTIAGO
bassaleikari
Pixies er 47 ára
í dag.
Leikir sem fram fara á Evrópu-
mótinu í knattspyrnu í Póllandi
og Úkraínu þessar vikurnar eru
sýndir í hágæðum í Kamesinu á 5.
hæð Borgarbókasafns, Tryggva-
götu 15.
Daglegar útsendingar eru á
leikjunum á opnunartíma safns-
ins. Einnig er heitt te á könn-
unni, tónlist þátttökuþjóðanna í
útstillingu á 1. hæð og bækur um
þátttökuþjóðirnar og fótbolta á
5. hæð.
Aðgangur er að sjálfsögðu
ókeypis eins og ávallt á Borgar-
bókasafnið.
EM á bóka-
safninu
EVRÓPUMÓTIÐ Það er fleira hægt að
gera en að lesa bækur á Borgarbóka-
safninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég hafði Laufeyju vinkonu mína í
huga allan tímann meðan ég samdi
þetta lag og þennan texta,“ segir
tónlistarmaðurinn Jónas Björg-
vinsson sem, ásamt hljómsveitinni
Ummhmm, hefur sent frá sér lagið
Laufin lifa. Lagið tileinkar höfundur-
inn minningu Laufeyjar Ingibjarts-
dóttur, vinkonu sinnar sem hann
tengdist einnig fjölskylduböndum,
sem lést af völdum krabbameins í
maí á síðasta ári. „Auk þess að til-
einka minningu Laufeyjar lagið til-
einka ég það einnig vinum, kunn-
ingjum og ættingjum sem barist hafa
við þennan erfiða sjúkdóm. Ég þekki
margra sem hafa glímt við krabba-
mein,“ segir Jónas.
Laufey lætur eftir sig tvíbura-
drengi og voru haldnir styrktartón-
leikar fyrir þá í fyrrahaust, en faðir
þeirra er einnig látinn. Lagið verð-
ur aðeins gefið út á rafrænu formi
á vefsvæðinu Tónlist.is. Það kostar
349 krónur og mun öll innkoma af
netsölu lagsins skiptast jafnt á milli
Krabbameinsfélagsins og styrktar-
sjóðs drengjanna í heilt ár. Allir sem
að laginu koma, tónlistarmenn, hljóð-
ver og Tónlist.is, gefa vinnu sína.
Jónas stofnaði hljómsveitina
Ummhmm árið 1998 utan um tón-
list sína og gaf hún út plötuna Haust
sama ár. „Það var söngkonan Þórunn
Pálína Jónsdóttir sem kom með hug-
myndina að þessu nafni á hljómsveit-
ina þegar það vantaði eitthvað í flýti.
Þetta nafn fer stundum í taugarnar
á útvarpsfólki sem veit ekki hvernig
á að bera það fram,“ segir Jónas og
hlær. „Sveitin hefur verið í nokkuð
góðri pásu lengi en það er alltaf eitt-
hvað á döfinni og hefur lengi staðið
til að gera eitthvað meira. Einmitt
núna er ný plata á teikniborðinu og
hugsanlegt að þetta nýja lag, Laufin
lifa, verði kveikjan að frekari vinnu
við hana.“
Auk Jónasar og söngkonunnar Þór-
unnar Pálínu Jónsdóttur skipa hljóm-
sveitina Ummhmm þau Eðvarð Lár-
usson á gítar, Þórður Högnason á
kontrabassa, Birgir Baldursson á
trommur, Unnur Birna Björnsdóttir
á fiðlu og Eiríkur Rafn Stefánsson á
trompet. kjartan@frettabladid.is
JÓNAS BJÖRGVINSSON OG HLJÓMSVEITIN UMMHMM: GEFA ÚT STYRKTARLAG
Tileinkað öllum þeim sem
hafa glímt við krabbamein
UMMHMM Frá vinstri: Birgir Baldursson, Unnur Birna Björnsdóttir, Þórður Högnason, Jónas
Björgvinsson, Eðvarð Lárusson, Þórunn Pálína Jónsdóttir. Á myndina vantar Eirík Rafn Stefáns-
son.
Leikarinn ástsæli John Wayne lést af völdum
magakrabba þann 11. júní 1979 á UCLA Medical
Center í Los Angeles. Hann hafði krafist þess
að áletrunin „Feo, Fuerte y Formal“ eða „Ljótur,
sterkur og vandur að virðingu sinni“, yrði grafin
á legstein sinn, en við því urðu afkomendur
hans ekki. Gröfin í Pacific View Memorial Park
kirkjugarðinum var ómerkt í tuttugu ár en
skartar nú legsteini með tilvitnun í frægt
Playboy-viðtal við Wayne.
John Wayne hét í raun Marion Robert Morr-
ison og fæddist í Winterset í Iowa-ríki þann 26.
maí 1907. Hann sló fyrst í gegn sem leikari í
myndinni Stagecoach, sem John Ford leikstýrði
árið 1939. Eftir það varð ekkert lát á vinsældum
hans og lék hann alls í 142 kvikmyndum á
ferlinum, aðallega vestrum. Meðal frægustu
mynda hans eru Rio Grande og True Grit sem
fyrir skemmstu var endurgerð með Jeff Bridges í
hlutverkinu sem Wayne gerði ódauðlegt.
ÞETTA GERÐIST: 11. JÚNÍ 1979
John Wayne deyr úr magakrabba
HUGH LAURIE leikari á afmæli í dag.
„Að fá að þykjast vera eitthvað sem ég er alls ekki er bæði frelsandi og spennandi.“53
1535 Greifastríðinu í Danmörku lýkur með sigri Kristjáns 3. í orr-
ustunni við Øksnebjerg.
1870 Bruggverksmiðjan Amstel er stofnuð í Hollandi.
1910 Gasstöð Reykjavíkur tekur til starfa og starfar til 1955.
1911 Melavöllurinn í Reykjavík vígður.
1957 Handknattleikssamband Íslands er stofnað.
1975 Lög um fóstureyðingar við sérstakar aðstæður taka gildi á
Íslandi.
1982 Orrustan um Stanley, lokaorrusta Falklandseyjastríðsins,
hefst.
1987 Margaret Thatcher verður fyrsti breski forsætisráðherrann
sem sigrar í þrennum kosningum í röð í 160 ár.
1994 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar um 18 er 25 sveitarfélög
sameinast í 7 ný.
2004 Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er borinn til
grafar.
Merkisatburðir 11. júní
Flosason-Olding, kvartett sænska gít-
arleikarans Hans Olding og íslenska
saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar
kemur fram á næstu tónleikum djass-
tónleikaraðarinnar á KEX Hostel, Skú-
latúni 28, annað kvöld, þriðjudaginn
12. júní klukkan 21.
Auk þeirra Hans Olding og Sig-
urðar Flosasonar skipa hljómsveitina
íslenski kontrabassaleikarinn Þor-
grímur Jónsson og sænski trommu-
leikarinn Erik Qvick. Kvartettinn mun
flytja valda djassstandarda, meðal
annars eftir Benny Golson, Dizzy
Gillespie og Bud Powell. Sem fyrr er
aðgangur ókeypis,
Flosason-Olding kvartett á KEX
DJASSTÓNLEIKARÖÐ Sigurður Flosason kemur fram með kvartett sínum og sænska gítarleikarans
Hans Olding. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR