Fréttablaðið - 11.06.2012, Side 39

Fréttablaðið - 11.06.2012, Side 39
MÁNUDAGUR 11. júní 2012 15 Myndlistarsýningar halda áfram inn í sumarið Takk fyrir komuna á Listahátíđ Ráðhildur Ingadóttir hefur verið útnefnd í heiðursstöðu listræns stjórnanda Skaft- fells – miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, fyrir árin 2013 og 2014. Frá 2009 hefur Skaftfell útnefnt listrænan stjórnandi til tveggja ára. Fyrstur í röðinni var Björn Roth og þá Christoph Büchel. Hlutverk listræns stjórnanda er að móta stefnu miðstöðvarinnar í sýninga- haldi, sem og fræðslu og öðrum verkefnum. Ráðhildur er fædd árið 1959 og hefur starfað sem mynd- listarmaður um áralangt skeið. Hún nam myndlist í Bretlandi en býr og starfar í Danmörku og á Íslandi. Hún hefur meðal annars starfað sem stunda- kennari í Listaháskóla Íslands og verið virk í sýningahaldi undanfarin ár, jafnt innanlands sem utan. Starfsemi Skaftfells er helg- uð myndlist og þjónar mið- stöðin öllu Austurlandi. Þar eru rekin tvö sýningarrými, auk verkefnarýmis, þrjár gesta- vinnustofur auk þess sem Skaftfell sinnir fræðslustarfi. Nýr stjóri í Skaftfelli RÁÐHILDUR INGADÓTTIR Hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Skaftfells – miðstöðvar myndlistar á Austurlandi. Nýtt útilistaverk eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur var afhjúpað í Litluhlíð, nærri þeim stað sem Vatnsberi Ásmundar Sveinsson- ar stóð í Öskjuhlíðinni, á laugar- dag. Það var Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavík- ur, sem afhjúpaði verkið, sem nefnist Streymi tímans. Streymi tímans er „óvenjulegt umhverfisverk“ eins og segir í tilkynningu frá listasafninu. Verkið byggir á því að draga fram jarðfræðilegar minjar sem lágu undir grónu landi sem teng- ir áhorfandann við umhverfi sitt og jarðsögulegan tíma þess. Í tilkynningu segir einnig að staður listaverksins sé einn af fáum í Reykjavík þar sem sjá má fjallahringinn án þess að færa sig um set. Þar sé kjörið næði til að skoða stjörnur og norður- ljós, íhuga tímans þunga nið og síkvikt lifandi landið. Verk Sólveigar vísa gjarnan í skrásetningu staðar og stund- ar. Tími og taktur hins hvers- dagslega lífs eru viðfangsefni sem hafa verið henni hugleikin í fyrri verkum. Sólveig hefur sýnt myndlist sína síðan árið 1980 á fjölmörgum einka- og samsýn- ingum hérlendis og erlendis. Nýtt útilistaverk í Öskjuhlíð Dúettinn Stefán Finnboga Pétursson flytur hljóðverk í tengslum við sýninguna Vol- umes For Sound í Nýlistasafninu á þriðjudagskvöld klukkan 20. Stefán Finnboga Pétursson skipa feðgarnir Finnbogi Pét- ursson og Stefán Finnbogason. Finnbogi er myndlistarmað- ur og verk hans tengja ólíkar listgreinar og nálganir: hug- myndalist, hljóðlist, tónlist, vídeólist, umhverfislist og inn- setningar. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2001 og hefur unnið með hljóm- sveitinni Ghostdigital. Stefán Finnbogason er með- limur í hljómsveitinni Sykur. Sykur hefur gefið út breiðskíf- urnar Frábært eða frábært árið 2009 og Mesópótamíu árið 2011. Feðgar flytja hljóðverk STREYMI TÍMANS Nýtt útilistaverk Sólveigar Aðalsteinsdóttur var afhjúpað í Litluhlíð í Öskjuhlíð á laugardaginn. Farfi og fegurð – sýning um sögu húsamálunar var opnuð í Árbæjarsafni í gær. Á sýning- unni er hægt að fræðast um kalk og tjöru, línolíumálningu og límfara. Hvar þessi efni voru notuð og hvenær. Í stássstof- unni hefur Helgi Grétar mál- arameistari og kennari oðrað brjóstþilið, þar er einnig hægt að sjá marmoreringu og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt. Að sýningunni standa auk Minjasafns Reykjavíkur, Mál- arameistarafélagið og Félag iðn- og tæknigreina. Í sama sýningarhúsi á Árbæj- arsafni var árið 2006 sett upp sýning um sögu húsagerðar í Reykjavík frá 1840 – 1940 í sam- vinnu við Menntafélag bygg- ingariðnaðarins. Ári seinna tók einnig til starfa Húsverndar- stofa, sem er fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa, í samvinnu við Iðuna fræðslu- setur og Húsafriðunarnefnd. Farfi og feg- urð í Árbæ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.