Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 46
11. júní 2012 MÁNUDAGUR22
„Það voru búnir til tuttugu svona
gámar á heimsvísu og við vorum
svo heppin að fá einn þeirra hing-
að til lands,“ segir Annie Mist
Þórisdóttir, Crossfit-drottning og
einn meðeiganda Crossfit Reykja-
vík.
Undir lok seinustu viku kom
til landsins gámur sem er eins
konar færanleg Crossfit-stöð
fyrir allt að fimmtán manns.
„Þetta er bara venjulegur gámur,
nema miklu fallegri, og inni í
honum er rafmagnsstöð, græj-
ur, stengur, lóð, boltar, róðurvél-
ar og fleira. Í raun allt sem þarf
fyrir venjulega Crossfit-æfingu.
Við erum öll rosalega spennt yfir
þessu en við hefðum aldrei getað
staðið undir þessu ef ekki væri
fyrir stuðning TVG-Zimsen,“
segir Annie Mist. Allir geta pant-
að að fá gáminn sendan til sín við
ýmis tækifæri og segir Annie þau
opin fyrir flestum hugmyndum.
„Við ætlum til dæmis að bjóða
upp á að koma með hann á vinnu-
staði og setja upp stöð úti á plani,
en það tekur svona fimm mínút-
ur að setja upp fullkomna Cross-
fit-stöð hvar sem er,“ segir hún
og bætir við að gámurinn komi
einnig til með að opna þeim nýja
og skemmtilega möguleika þegar
kemur að útiæfingum og æfing-
um úti á landi.
Annie Mist er nýkomin heim
af Evrópumótinu í Crossfit þar
sem hún bar höfuð og herðar
yfir aðra keppendur og kom heim
með Evrópumeistaratitilinn í
farateskinu. „Þetta var algjör-
lega golden helgi fyrir mig. Ég
vann í kvennaflokki, kærast-
inn minn vann í karlaflokki og
liðið mitt vann í liðakeppninni
svo þetta hefði ekki getað farið
mikið betur út frá mínu sjónar-
horni,“ segir hún. Næst á dagskrá
er svo heimsmeistaramótið sem
haldið verður 13.-15. júlí, en þar
á Annie Mist titil að verja. „Það
væri auðvitað geðveikt að vera sú
fyrsta til að vinna titilinn tvisvar
sinnum og ég ætla að gera mitt
besta til þess að svo fari,“ segir
hún. Spurð hvort Crossfitið sé
ekki full vinna fyrir hana svarar
hún játandi. „Ég kenni einstaka
námskeið í Crossfit Reykjavík
því mér finnst það svo gaman, en
annars snýst líf mitt bara um að
æfa, hvíla mig og borða, og reyna
að halda mér heilli á geði,“ segir
heimsmeistarinn Annie Mist og
hlær. tinnaros@frettabladid.is
GOTT Á GRILLIÐ
Það væri auðvitað
geðveikt að vera
sú fyrsta til að vinna titilinn
tvisvar sinnum og ég ætla að
gera mitt besta til þess að
svo fari.
ANNIE MIST ÞÓRSIDÓTTIR
MEÐEIGANDI CROSSFIT REYKJAVÍK
„Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og
farið fram úr mínum björtustu vonum,“
segir Myriam Marti sem stendur að vefsíð-
unni Fataskipti.is.
Rúmur mánuður er síðan Myriam stofnaði
síðuna sem nú þegar telur um 500 notendur.
Á síðunni koma saman seljendur, kaupend-
ur og svo þeir sem vilja hafa fataskipti.
Myriam fékk hugmyndina að síðunni þegar
hún var stödd í fataleiðangri. „Það er nú
engin tímamótasaga á bak við þessa hug-
mynd en mig langaði svo að skipta peysu
sem ég átti í aðra flík en gat það ekki því ég
var búin að nota hana. Þess vegna datt mér í
hug að stofna svona síðu, sem er eins konar
flóamarkaður á netinu,“ segir Myriam en
fjölmargir landsmenn keppast við að tæma
fataskápa um helgar og selja í Kolaportinu
eða á flóamörkuðum. „Þetta er í raun það
sama nema án alls þess sem fylgir því að
halda flóamarkað og fara í Kolaportið. Fólk
getur sett bara eina flík á síðuna eða tutt-
ugu. Svo ef það sér eitthvað sem því líkar til
sölu á síðunni er hægt að bjóða viðkomandi
að skipta eða kaupa. Það eru allir með eitt-
hvað ónotað í fataskápnum sem þeir vilja
losna við.“
Það er ókeypis að skrá sig á síðuna sem
er aðgengileg og einföld í notkun. „Notend-
ur hafa verið duglegir að hafa samband og
benda á það sem betur má fara svo síðan er
í stöðugri þróun sem er skemmtilegt,“ segir
Myriam sem sjálf hefur gert þó nokkur góð
kaup á síðunni. „Ég er þessa stundina að
bíða spennt eftir svari hvort ég geti gert
fataskipti við einn notandann.“ -áp
Fjölmargir hafa fataskipti á netinu
ANNIE MIST: ÆTLUM AÐ BJÓÐA UPP Á GÁMINN Á VINNUSTÖÐUM
CROSSFIT-GÁMURINN FER
HVERT Á LAND SEM ER
FALLEGUR Annie Mist segir Crossfit-gáminn líta út eins og venjulegan gám, nema
hann sé mun fallegri.
Jóhann Axel Schram Reed,
óperusöngvari, komst nýverið
inn á óperunámskeið í Los Angel-
es sem ætlað er ungum óperu-
söngvurum sem eru að stíga sín
fyrstu skref sem atvinnufólk í
óperuheiminum. Um þrjú hundr-
uð manns sækja um námskeiðið
ár hvert, en aðeins þrjátíu kom-
ast inn.
Jóhann Axel hefur verið búsett-
ur í Norður-Kaliforníu síðastlið-
in tvö ár þar sem hann stundar
BM-nám í óperusöng í óperudeild
University of the Pacific.
„Ég ólst upp í þessum heimi.
Pabbi minn, Keith Reed, er
óperusöngvari og söng meðal
annars mikið í Þýskalandi og
nærliggjandi löndum. Hann
stofnaði einnig Óperustúdíó Aust-
urlands á Egilsstöðum og ég tók
stundum þátt í uppfærslum þar.
Þannig það lá beinast við að ég
færi og lærði söng því þetta var
það sem ég þekkti og elskaði,“
segir Jóhann Axel sem byrjaði á
námskeiðinu í gær.
Námskeiðið er í raun vinnubúð-
ir fyrir upprennandi söngvara þar
sem þeir læra ýmislegt sem gæti
nýst þeim við atvinnuleit. „Við
förum í leiklistartíma, leikfimi og
dans og lærum svo um fjárhags-
legu hliðina. Óperusöngvarar eru
oft í sjálfstæðum rekstri og þurfa
því að koma sér sjálfir á framfæri
og verða sér úti um vinnu.“
Jóhann segir mikla samkeppni
ríkja milli söngvara og að erfitt
geti verið að komast að hjá óperu-
húsum. Hann hyggur á áframhald-
andi mastersnám í söng í framtíð-
inni og segir líklegt að hann muni
ferðast um heiminn í leit að vinnu
að því loknu.
Þegar hann er að lokum innt-
ur eftir því hvort hann eigi sér
draumahlutverk er hann fljótur
til svars. „Það væri líklega Barón
Scarpia í Tosca. Ég er bassabarí-
tón og er því fastur í því að syngja
hlutverk feðra og illmenna og
Scarpia er eitt versta illmenni sem
til er í óperusögunni. Auk þess er
hlutverkið krefjandi og tónlistin
ómótstæðileg.“ -sm
Jóhann er fastur í að syngja
hlutverk illmenna og feðra
GENGUR VEL Í SÖNGNUM Jóhann Axel
Schram Reed er í hópi þrjátíu óperu-
söngvara sem fengu inngöngu á virt
óperunámskeið í Los Angeles.
Mér finnst best að grilla
kjúklingabringur í barbeque-
sósu með ananas og bera
fram í hamborgarabrauði með
avókadói, tandoori-jógúrtsósu
og grilluðum sætum kartöflum.
Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttakona
og skipuleggjandi Esjuhlaups sem fram
fer 23. júní.
ÁNÆGÐ MEÐ VIÐTÖKURNAR Myriam Marti stofnaði
síðuna Fataskipti.is fyrir mánuði síðan en nú þegar eru
um 500 notendur á síðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM