Fréttablaðið - 29.06.2012, Qupperneq 2
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR2
SAMKEPPNI Útivist er þema fyrstu
ljósmyndasamkeppni sumarsins
sem Fréttablaðið efnir til meðal
lesenda sinna. Þeir eru hvattir
til að senda sem fjölbreytilegast-
ar myndir af viðfangsefnum sem
tengjast útivist með einum eða
öðrum hætti.
Besta myndin verður birt á for-
síðu Fréttablaðsins og aðrar verð-
launamyndir inni í blaðinu. Þá fær
myndasmiður bestu myndar tvo
flugmiða með Wow-air í verðlaun
en í önnur og þriðju verðlaun eru
leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgar-
leikhúsið.
Skilafrestur fyrir myndirnar er
miðvikudagurinn 4. júlí klukkan
12 og þær skal senda á netfangið
ljosmyndasamkeppni@frettabla-
did.is.
Þessi keppni eru sú fyrsta í röð
fjögurra sem Fréttablaðið efnir
til í sumar. Þema hverrar keppni
verður kynnt er nær dregur.
Útivist er þema fyrstu ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins af fjórum í sumar:
Forsíðumynd og flugmiðar
með Wow-air í fyrstu verðlaun
VERÐLAUNAMYND Þessi mynd bar sigur úr býtum í páskamyndasamkeppni
Fréttablaðsins í apríl. MYND/HULDA RÓS HÁKONARDÓTTIR
DÓMSMÁL Ellefu prófmál, sem ætlað er að
skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengis-
tryggð lán, hafa verið valin og fara fyrir hér-
aðsdóm á næstunni. Frá þessu greindi Einar
Hugi Bjarnason lögmaður á fundi um fjár-
mögnunarsamninga, sem Samtök atvinnulífs-
ins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar
og þjónustu héldu í gær.
Einar Hugi sat í samráðshópi fjögurra lög-
manna sem tilnefndir voru annars vegar af
umboðsmanni skuldara og hins vegar af Sam-
tökum fjármálafyrirtækja. Hópurinn greindi
meðal annars þau álitaefni sem nauðsynlegt
þótti að láta reyna á fyrir dómi. Þau voru 21
talsins. Þá átti hópurinn að velja mál sem
þóttu hentugust til að bera undir dómstóla.
Í hverju máli reynir þó aðeins á nokkur
álitaefnanna. Þess vegna þurfti að velja ellefu
mál; sex sem tengjast lánum einstaklinga og
fimm sem tengjast málum fyrirtækja.
Náðst hefur samkomulag við héraðsdóm-
stóla, með hjálp innanríkisráðuneytisins, um
að þessi mál fái flýtimeðferð. Tvö þeirra hafa
þegar verið þingfest, og önnur verða þingfest
í haust. Gert er ráð fyrir að dómur verði fall-
inn í þeim öllum fyrir jól.
Auk þess hefur verið rætt um að málin fái
sams konar meðferð fyrir Hæstarétti. Gangi
það eftir gæti endanleg niðurstaða verið
komin í öll málin næsta sumar. - þeb
Mál sem reyna á mismunandi álitamál vegna gengistryggðra lána til dómstóla:
Ellefu prófmál fá flýtimeðferð fyrir dómi
FJÖLMENNT Á FUNDI Troðfullt var á fundinum í gær-
morgun, enda margir sem gengislánadómarnir snerta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MANNRÉTTINDI Ísland lýsir yfir
óhug og þungum áhyggjum af
stöðu mannréttindamála í Sýr-
landi og hvetur til þess að mögu-
legum kerfisbundnum brotum,
sem kunni að reynast glæpir gegn
mannkyni, verði vísað til Alþjóð-
lega sakamáladómstólsins.
Fjöldi ríkja gaf út sameigin-
lega yfirlýsingu þess efnis á fundi
Mannréttindaráðs Sameinuðu
þjóðanna í gær og var Ísland hluti
af henni, að því er segir í frétt
utanríkisráðuneytisins. Tilefnið er
skýrsla rannsóknarnefndar mann-
réttindaráðsins um meint mann-
réttindabrot í Sýrlandi, þar með
talin fjöldamorðin í El-Houleh. - sh
Ísland ályktar um Sýrland:
Slegin óhug yfir
ofbeldisverkum
GRÆNLAND Gígur, sem er 600 km
í þvermál og stærri en Danmörk,
myndaðist á Grænlandi þegar
loftsteinn, sem var þrír kílómetr-
ar í þvermál, hrapaði þar fyrir
þremur milljörðum ára.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
danskra vísindamanna, að því er
greint er frá á vef danska ríkisút-
varpsins. Gígurinn er sagður sá
stærsti í heimi.
Loftsteinninn lenti á jörðunni
með 20.000 km hraða á sekúndu.
Talið er að flóðbylgjan sem fylgdi
í kjölfarið kunni að hafa verið
talsvert yfir 100 m að hæð, farið
hringinn í kringum hnöttinn og
mætt sjálfri sér. - ibs
Stærsti loftsteinsgígur heims:
Risagígur á
Grænlandi
SPURNING DAGSINS
1
1
-0
5
6
8
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
www.ms.is
...hvert er
þitt eftirlæti?
...endilega fáið ykkur
SKIPULAGSMÁL „Mér finnst að Jón
Sigurðsson, okkar sameiningar-
tákn, eigi að fá að vera þarna í
friði,“ segir Marta Guðjónsdóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipu-
lagsráði Reykjavíkur. Marta er and-
víg því að listaverkið Svarta keilan
verði á Austurvelli.
Skipulagsráðið samþykkti fyrir
sitt leyti á miðvikudag að „Svarta
keilan, minnisvarði um borgaralega
óhlýðni“ verði á hellulögðu torgi á
horni Kirkjustrætis og Thorvald-
sensstrætis. Verk Santiagos Sierra
hefur verið á Austurvelli frá því í
janúar. Sierra bauð borginni verk-
ið að gjöf með því skilyrði að það
yrði áfram á Austurvelli. Listasafn
Reykjavíkur lagði til að gjöfin yrði
þegin og menningarráð borgarinn-
ar tók undir það. Hugmyndin var
að Svarta keilan yrði framvegis í
suðvesturhorni vallarins en ekki
beint framan við Alþingishúsið.
Alþingi lýsti sig hins vegar andvígt
staðsetningu Svörtu keilunnar á
Austur velli yfirhöfuð þar sem verk-
ið spillti heildarmynd Austurvallar.
Marta segir afstöðu sína byggjast
á því að Austurvöllur sé sögufræg-
ur staður sem hafi verið vettvangur
margra stórra atburða. Þar sé ekk-
ert annað en blóm, tré og
gras og síðan styttan af
Jóni Sigurðssyni.
„Þegar styttunni var
komið fyrir þar var
það hugsun manna að
þarna væri aðeins ein
stytta og að hún yrði
af Jóni Sigurðs-
syni. Það er alls
ekki við hæfi
að við séum
að koma fyrir
einhverju
sundrungartákni á þessum stað
því Jón Sigurðsson var og er sam-
einingartákn þjóðarinnar,“ segir
Marta sem kveður enn fremur
óásættanlegt að þiggja listaverk
með skilyrðum um staðsetningu.
Hafþór Yngvason, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, segir
nýja staðarvalið koma til móts við
sjónar mið Alþingis. Þá tekur hann
ekki undir skilgreiningu Mörtu
Guðjónsdóttur á eðli listaverks-
ins. „Það er ekki sundrungartákn
heldur lýðræðis-
tákn sem minnir á
grundvallarprin-
sipp lýðræðis-
ins – að valdið
liggur hjá fólk-
inu endanlega.
Þess vegna þarf
það að vera
nálægt
þinghúsinu sem er okkar helsta
tákn um lýðræði,“ segir safnstjór-
inn.
Marta hefur aðra sýn. „Þetta
listaverk á að vera tákn um hrun-
ið og búsáhaldabyltinguna en hvað
var fólk að biðja um í búsáhalda-
byltingunni? Það var að biðja um
lýðræðisumbætur. Síðan þegar
tekin er ákvörðun um staðsetningu
þessa listaverks er fólkið sem bað
um lýðræðisumbæturnar ekki spurt
hvar verkið eigi að vera. Þá á bara
að taka ákvörðunina í lokuðum bak-
herbergjum.“ gar@frettabladid.is
Vill ekki „tákn um
sundrungu“ hjá Jóni
Skipulagsráð samþykkir að Svarta keilan verði við horn Austurvallar. Santiago
Sierra gefur listaverkið sem minnisvarða um borgaralega óhlýðni. Fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks segir óviðeigandi að velja sundrungartákni stað á Austurvelli.
SVARTA KEILAN Ef samþykkt skipulagsráðs verður staðfest í borgarráði stendur
granítverk Santiagos Sierra ekki lengur andspænis aðalinngangi Alþingis heldur
verður flutt á horn Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MARTA GUÐ-
JÓNSDÓTTIR
HAFÞÓR
YNGVASON
Kristján Freyr, er þér sýningin
afar hugleikin?
„Já, það er alveg deginum ljósara.“
Kristján Freyr Halldórsson er verslunar-
stjóri Bókabúðar Máls og menningar en
þar fer fram sýning á verkum Hugleiks
Dagssonar.
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært þrjá pólska karlmenn fyrir
að flytja til landsins 8,6 kíló af
amfetamíni um miðjan apríl.
Mennirnir, tveir 29 ára og einn
22 ára, komu til Íslands með flugi
frá Varsjá 15. apríl. Tveir þeirra
komust óáreittir í gegnum toll-
inn í Leifsstöð og héldu í átt til
Reykjavíkur með leigubíl. Þegar
fíkniefni fundust í farangri þess
þriðja áttuðu yfirvöld sig þegar í
stað á því að hann hefði ekki verið
einn á ferð og eltu félagana tvo
uppi. Þeir voru handteknir á leið
inn í borgina.
Í farangri hvers og eins fund-
ust þrír brúsar utan af Johnson‘s-
sturtusápu og tveir merktir
Gillette-raksápu – alls fimm-
tán pakkningar – allir fullir af
amfetamíni. Fjórði maðurinn,
Pólverji búsettur hér á landi, var
handtekinn í kjölfarið og úrskurð-
aður í gæsluvarðhald ásamt
hinum þremur. Hann er ekki
ákærður í málinu.
Ákæran verður þingfest í
Héraðs dómi Reykjavíkur í dag. - sh
Stórfellt amfetamínsmygl:
Smygluðu dópi
í sápubrúsum
BANDARÍKIN, AP Heilbrigðislöggjöf
Baracks Obama Bandaríkjafor-
seta og Demókrataflokksins stenst
stjórnarskrá. Hæstiréttur Banda-
ríkjanna dæmdi
í málinu í gær.
Obama sagði í
gær að úrskurð-
ur hæstarétt-
ar væri „sigur
fyrir fólk um
allt landið“.
Með löggjöf-
inni er nánast
öllum Banda-
ríkjamönnum gert að hafa heil-
brigðistryggingu, en annars þurfa
þeir að borga sektir. Repúblikanar
hafa haldið því fram að með laga-
setningunni hafi þingið gengið of
langt og farið út fyrir valdsvið sitt.
Alls voru 26 ríki meðal þeirra
sem stefndu alríkinu fyrir hæsta-
rétt. Þau töldu að alríkið væri að
setja íþyngjandi lög fyrir ríkin.
Frá og með 2014 munu trygg-
ingafyrirtæki þurfa að borga
sjúkrakostnað fólks. Dómurinn
klofnaði í afstöðu sinni. - þeb
Hæstiréttur í Bandaríkjunum:
Heilbrigðislög
Obama standa
BARACK OBAMA
Það er ekki sundr-
ungartákn heldur
lýðræðistákn sem minnir á
grundvallarprinsipp lýðræðis-
ins – að valdið liggur hjá
fólkinu endanlega.
HAFÞÓR YNGVASON
SAFNSTJÓRI LISTASAFNS REYKJAVÍKUR.