Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 10
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR10
H
estamennskan er
fyrst og fremst
fjölskyldusport.
Það sem er svo
dásamlegt við
íslenska hestinn
er að fjölskyldan getur öll tekið
þátt og það geta allir fundið sér
hest við hæfi,“ segir Haraldur
Þórarinsson, formaður Landssam-
bands hestamannafélaga á Íslandi.
„Þess vegna er hestamennskan
alveg frábært sport, hvort sem
fólk hefur áhuga á keppnum eða
hestaferðum.“
„Mikill meirihluti okkar sem
höldum hesta er að því til að ríða
út og er ekkert að keppa af viti. Við
ríðum hér um Víðidalinn, hálendið
og sveitirnar.“
Landsmót hestamanna hófst í
Víðidal í Reykjavík á mánudag.
Þetta er í annað sinn sem mótið fer
fram í Reykjavík. Síðast var það
haldið í höfuðborginni árið 2000.
Haraldur segir aðstöðuna í
Reykjavík henta gríðarlega vel
fyrir Landsmót hestamanna. Það
sé hins vegar pólitík sem ráðið
hafi því að mótið hafi oftar verið
haldið á landsbyggðinni.
„Ég hef viljað stilla þessu upp
þannig og segja að það séu aðrir
möguleikar hér í bænum. Lands-
byggðin hefur ákveðna mögu-
leika ef svæðin bjóða upp á glæsi-
leg mót. En það sem við höfum í
Reykjavík er að hér er allt innan
seilingar, öll þjónusta og dægra-
dvöl.
Fólk getur valið um veitinga-
staði, gististaði og þó að við bjóð-
um upp á frábæra aðstöðu fyrir
mótið hér eins og annars staðar þá
er svo mikilvægt að hafa meira.“
Eitthvað fyrir alla
Gert var samkomulag við Strætó
og Reykjavíkurborg um að miðinn
inn á landsmótið fæli í sér fríar
ferðir í Strætó, frítt í sund og frítt
á öll söfn í Reykjavík.
Haraldur segir þetta
skipta sköpum.
„Það þarf ekki að
vera að allir í fjöl-
skyldunni hafi gaman
af hestum. Þá geta
þeir farið á söfn, í
sund eða nýtt aðra
möguleika í borginni
á meðan. Þetta er
auðvitað hægt ann-
ars staðar líka en
hér er allt svo nálægt
okkur. Annar kostur
við að hafa þetta hér
er að við getum hýst
öll hrossin á svæðinu.
Það er ekki eðlilegt
að gera kröfu um að
slíkt sé hægt á hinum
stöðunum. Hingað á
mótið koma yfir þús-
und hross og það þarf
ekkert smáræðis hús-
næði fyrir þetta.“
Samt hefur mótið
ekki verið haldið hér
nema einu sinni áður?
„Nei, það er vegna
þess að hestamenn hafa ekki vilj-
að koma hingað vegna þess að þeir
telja að landsmót eigi að vera úti á
landi. En þetta snýst ekki um það
því landsmót og hestamannamót
voru haldin á sínum tíma á þeim
stöðum þar sem einfaldast var að
útbúa völl.
En núna gerum við aðrar kröfur
til mótanna. Landssamband hesta-
mannafélaga er þriðja stærsta
sérsamband innan ÍSÍ með 11.500
félagsmenn. Við erum stærri en
handbolti og körfubolti. Aðeins
fótbolta og golf stunda fleiri.
Okkur ber sem sérsambandi að
sjá til þess að fjár-
festingin sem sett
er í landsmótin nýt-
ist til uppbyggingar
í hestaíþróttinni. Ef
það á að gerast þá
þurfa mótin að vera
nálægt þéttbýli þar
sem fjárfestingin
nýtist.“
Mótið aldrei stærra
Haraldur segist búast
við því að landsmótið
í ár verði það stærsta
sem haldið hefur
verið. Hann býst
jafnvel við að 15.000
manns verði á svæð-
inu þegar best láti um
helgina. „Það koma
hestar og knapar frá
47 hestamannafélög-
um umhverfis landið.
Það eru um 500 hest-
ar sem koma til móts
auk gesta og áhorf-
enda.“
„Það er gaman að
koma á landsmót svo
ég segi þér eins og er. Við höfum
oft sagt það með landsmótin að
þetta er ekki bara mót í kringum
hestinn því þetta er mannlífsmót
líka. Íslenski hesturinn er fyrst og
fremst sameign allrar þjóðarinnar.
Ef maður horfir á hvernig sveitar-
félög eru byggð upp og kirkjusókn-
ir þá miðast allt við að þú getir
farið ríðandi í og úr messu og sinnt
þínum störfum heima. Öll ferðalög
voru miðuð út frá hestinum. Odd-
vitinn þurfti einnig að komast ríð-
andi í heimahagana. Í dag væru
sveitarfélög mikið stærri ef við
myndum miða allar samgöngur
frá bílnum.
Allt samgöngukerfið á þeim
tíma var hesturinn. Menn riðu til
dæmis oft á Þingvelli í gamla daga
og því fannst hestamönnum tilval-
ið, þegar endurreisa átti umgjörð
um íslenska hestinn, að byrja á
Þingvöllum. Þess vegna var fyrsta
landsmótið haldið þar árið 1950.
Við höfum reynt að markaðs-
setja mótin sem fjölskyldusam-
komu. Hesturinn á svo ríka vit-
und í íslensku þjóðarsálinni sem
menn hafa kannski ekki áttað sig
almennilega á hve sterk er. Við
höfum reynt að átta okkur á því
hvers vegna það er.
Sem dæmi má nefna að hér
áður fyrr var það guðlast að borða
hrossakjöt. Alveg eins og á Ind-
landi þar sem kýr eru heilagar.
Þetta hefur verið viss pólitík hér.
Á Íslandi var ástæðan fyrir banni
á hestaáti sú að ef þú ást hestinn
þinn þá gastu ekki sótt lækni, kom-
ist til byggða eða ferðast. Hestur-
inn var bara lífsbjörgin.“
En borða hestamenn folaldakjöt
í dag?
„Já, já það held ég alveg örugg-
lega. Enda er engin skömm að
því að borða folaldakjöt því það
er eitt besta kjöt sem til er og
það hollasta. Kjötið er ekki heil-
agt, allavega ekki fyrir mér. Við
verðum að athuga að hesturinn er
skepna sem fæðist í 95 prósent-
um tilfella til að vera frístunda-
tæki, annað hvort til keppni eða
svo hægt sé að fara í hestaferðir.
Hann er ekki ræktaður til mann-
eldis. Kjötið er hins vegar afurð af
hestinum sem ber að nýta á skyn-
saman hátt. Þeir hestar sem ekki
henta, þeir sem hafa skapgalla,
ganggalla og eitthvað fleira, eru
sendir í sláturhús og eru nýttir
best þar.“
Þú borðar ekki vin þinn
„Á Íslandi fæðast 5800 folöld á árs-
grundvelli sem eru skráð í FEIF
(Heimssamtök íslenskra hesta-
mannafélaga). En við vitum að
þau eru fleiri, það eru kannski
7000 folöld sem fæðast. Hluti þess-
ara folalda fer í sláturhús. Það
eru kannski fimm til tíu prósent
af þeim folöldum sem fæðast hjá
stóðbændum sem eru send í slátur-
hús.“
Það eru rosalega margir hestar á
Íslandi, ekki satt? Miðað við höfða-
tölu og nágrannaríki okkar. Er
hægt að segja að það sé vandamál?
„Sko, þetta hefur verið rætt.
Það verður náttúrulega að athuga
að hesturinn er miklu meira en
íþróttatæki eða frístundatæki.
Hesturinn verður vinur þinn.
Þetta er kannski partur af því
að þú borðar ekki vin þinn. Það er
voðalega erfitt að fara með hestinn
sinn í sláturhús eða setja hann af.
Þess vegna dregst það oft úr hófi
fram að menn grisji í stóðinu sínu,
afsetji hesta, hvort sem þeir setja
þá í sláturhús eða taka þeim gröf.
Svo við getum sagt já, það eru of
margir hestar á Íslandi miðað við
þá sem eru að nota þá.“
„Við þurfum ekki svona marga
hesta í frístundina. En þeir sem
stunda kjötframleiðslu og hafa
land geta haft sína starfsemi eins
og þeir vilja. Nákvæmlega eins og
þeir sem halda sauðfé eða kýr.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga á Íslandi
Þetta er
kannski partur
af því að þú
borðar ekki vin
þinn. Það er
voðalega erfitt
að fara með
hestinn sinn í
sláturhús.
Á Íslandi eru of margir hestar
Landsmót hestamanna hófst í Reykjavík á mánudag og stendur fram yfir helgi. Mótið sækja þúsundir gesta, knapar og áhorf-
endur, alls staðar af landinu og erlendis frá. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga á Íslandi, sagði
Birgi Þór Harðarsyni frá mótinu, hvers vegna það hentar vel í Reykjavík og vandamálum sem steðja að hestamönnum.
Á LANDSMÓTI Haraldur segist gera ráð fyrir því að aðsóknarmet falli á landsmótinu í ár í Víðidal í Reykjavík. Mikið er um að vera og búið að gera ráð fyrir öllum, jafnvel þeim sem ekki hafa áhuga á hestum. Þeir sem
miða hafa inn á svæðið geta sótt söfn, sundlaugar og ferðast frítt í strætó í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA