Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 14

Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 14
14 29. júní 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Upp Á Íslandi á fólk stundum erfitt með að koma sér saman um hluti – til dæmis hvernig það hefur það og af hverju. Hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga segir að okkur líði vel. Kreppan sé búin og hér sé blússandi uppgangur. Steingrímur J. Sigfússon tekur undir og segir það sýna að stjórnvöld séu á réttri leið. Bjarni Benediktsson er sko aldeilis ekki á því. Hann segir að vissulega séum við á uppleið en stjórnvöld séu samt í tómu rugli. Hagsældin sé fyrst og fremst því að þakka að sjávarútvegur og iðnaður standi með eindæmum vel og ferðamönnum fjölgi hér stöðugt. Niður Svo eru sumir sem segja að Gylfi hafi hreint ekki rétt fyrir sér – við séum enn á botninum, eða hreinlega á leið til glötunar. Í ljósi orða Bjarna er athyglisvert að þeir sem einkum tala þannig eru for- svarsmenn útgerðarinnar og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, regn- hlífarsamtaka bæði iðnaðarins og ferðamennsk- unnar. Fyndið Það er skemmtileg dægradvöl að smíða uppnefni á fólk og hópa. Fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson bryddar upp á einu slíku á Facebook-síðu sinni um fjóra af fram- bjóðendunum til embættis forseta – þau Herdísi Þorgeirsdóttur, Ara Trausta Guðmundsson, Hannes Bjarnason og Andreu Ólafsdóttur. Þau eiga það sameiginlegt að eiga úr þessu litla möguleika á að ná kjöri, og hljóta því í meðförum Gunnars Smára viðurnefnið HAHA- frambjóðendurnir. stigur@frettabladid.is Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsamir að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfé- laginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhús- borðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmti- legt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dreg- ið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönn- um okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoð- unum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfé- lagið og koma þannig fram við samferða- menn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dóm- hörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstak- linga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða sam- ferðafólk sitt. Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Forseta- framboð Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Ævintýralegt að leika í húsi uppi í tré. R étturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borg- ara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosn- ingarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem undirritaður er af Íslandi, en ekki lögfestur þó, kveður meðal annars á um stjórnmálaleg réttindi fatlaðs fólks og tæki- færi til að njóta þeirra til jafns við aðra. Í því felst að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi. Samningur- inn kveður meðal annars á um „að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar ein- staklinga að eigin vali við að greiða atkvæði“. Bent hefur verið á að blindir og þeir sem ekki geta notað hendur sínar eigi þess ekki kost að njóta aðstoðar einstaklings að eigin vali, persónulegs aðstoðarmanns eða fjölskyldumeðlims, við að greiða atkvæði. Þessum hópi fólks býðst aðeins aðstoð starfs- manns kjörstjórnar. Fyrirkomulagið er í samræmi við íslensk lög um kosningar en stenst ekki samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðu- neytið ber ábyrgð á framkvæmd kosninga og raunar heyra mann- réttindamál einnig undir það ráðuneyti. Segja má að innanríkis- ráðuneytinu sé þarna nokkur vorkunn; lögin kveða skýrt á um að þeir sem ekki geti kosið sökum sjónleysis eða vegna þess að þeim sé hönd ónothæf eigi að geta fengið aðstoð kjörstjóra í einrúmi. Hins vegar var það meðal raka fyrir ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum að ekki væri á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um kosningar. Frávik frá lögum gæti þannig orðið til að ógilda kosningarnar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biður þá er málið varðar afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Það er virðingarvert af ráðherra. Hann segist einnig þegar í haust munu leggja fram frumvarp til breytingar á kosningalögum til samræmis við samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Sigurður Kári Kristjánsson flutti raunar frumvarp til breytinga á kosningalögum í anda samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings árið 2010-2011. Það frum- varp var efnislega samhljóða frumvörpum sem lögð höfðu verið fram í tvígang sex og sjö árum fyrr. Þrisvar sinnum hefur slíkt frumvarp því legið fyrir þinginu án þess að hljóta þar brautar- gengi. Vonandi fer ekki eins um frumvarp innanríkisráðherra. Íslendingar undirrituðu Samning Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks fyrir liðlega fimm árum. Samningurinn hefur enn ekki verið fullgiltur en fullgilding ber með sér að laga þarf íslensk lög að ákvæðum samningsins. Kosningalögin eru eitt dæmi um lög sem verður að breyta þegar samningurinn verður lögfestur sem verður vonandi brátt. Íslensk kosningalög samræmast ekki samningi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að: Fatlað fólk geti kosið með reisn Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.