Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 42
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR26
sport@frettabladid.is
DAVÍÐ JÓNSSON , frjálsíþróttamaður úr Ármanni, vann í gær til bronsverðlauna í kúluvarpi
á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Stadskanaal í Hollandi með kasti upp á 11,21
metra. Áður hafði Helgi Sveinsson tryggt sér silfurverðlaun í spjótkasti og Matthildur Ylfa Þorsteins-
dóttir í langstökki. Íslendingar hafa lokið keppni á mótinu og eru væntanlegir til landsins í kvöld.
Bestir í 1. til 8. umferð
Pepsi-deildar karla:
Hér á eftir fer listi yfir þá leikmenn sem
eru með hæsta meðaleinkunn hjá
Fréttablaðinu í fyrstu átta umferðum
Pepsi-deildar karla af þeim mönnum sem
hafa fengið einkunn fyrir sex leiki eða fleiri.
Hæsta meðaleink. í Pepsi-deild karla:
1. Atli Guðnason, FH 7,00
2. Rúnar Már Sigurjónsson, Valur 6,75
3. Björn Daníel Sverrisson, FH 6,71
4. Guðjón Árni Antoníusson, FH 6,63
5-7. Jóhann B. Guðmunds., Keflavík 6,50
5-7. Kennie Knak Chopart, Stjarnan 6,50
5-7. Kristinn Jónsson, Breiðablik 6,50
8. Guðmann Þórisson, FH 6,43
9-11. Óskar Örn Hauksson, KR 6,38
9-11. Babacar Sarr, Selfoss 6,38
9-11. Ármann Smári Björnsson, ÍA 6,38
12-13. Sindri Snær Jensson, Valur 6,33
12-13. Freyr Bjarnason, FH 6,33
14. Kári Ársælsson, ÍA 6,29
15-18. Bjarni Guðjónsson, KR 6,25
15-18. Haraldur F. Guðmunds., Kef. 6,25
15-18. Arnór Ingvi Traustason, Kef. 6,25
15-18. Finnur Orri Margeirs., Breiðab. 6,25
19. Garðar Jóhannsson, Stjarnan 6,17
20-24. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,14
20-24. Christian Steen Olsen, ÍBV 6,14
20-24. Halldór Orri Björns., Stjarnan 6,14
20-24. Páll Gísli Jónsson, ÍA 6,14
20-24. Kristján Hauksson, Fram 6,14
25-27. Alexander Scholz, Stjarnan 6,13
25-27. Pétur Viðarsson, FH 6,13
25-27. Jón Daði Böðvars. Selfoss 6,13
28-38. Hannes Þór Halldórsson, KR 6,00
28-38. Atli Jóhannsson, Stjarnan 6,00
28-38. Kjartan Henry Finnbogas., KR 6,00
28-38. Viðar Örn Kjartansson, Selfoss 6,00
28-38. Ingimundur Óskars., Fylkir 6,00
28-38. Frans Elvarsson, Keflavík 6,00
28-38. Guðmundur Steinars., Keflavík 6,00
28-38. Þorsteinn Már Ragnarsson, KR 6,00
28-38. Bjarki Gunnlaugsson, FH 6,00
28-38. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,00
28-38. Alexander Magnús., Grindavík 6,00
FÓTBOLTI FH-ingar eru á toppnum
eftir fyrstu átta umferðir Pepsi-
deildar karla og enginn á meira
í því en Atli Guðnason sem hefur
farið á kostum með FH-liðinu í
upphafi sumars. Atli er efstur í
einkunnagjöf Fréttablaðsins með
7,0 í meðaleinkunn sem er frábær
frammistaða hjá þessum 27 ára
gamla stærðfræðikennara.
Maður leiksins í fimm leikjum
Besti leikur sumarsins hjá Atla
var í 8-0 stórsigrinum á FH en
hann fékk þá 9 í einkunn. Atli
skoraði eitt mark og lagði upp tvö
í þeim leik. Atli hefur þó skarað
fram úr í mun fleiri leikjum enda
verið kosinn maður leiksins fimm
sinnum í umferðunum átta.
Atli, sem verður 28 ára gam-
all í haust, var valinn besti leik-
maður Íslandsmótsins 2009 þar
sem hann kom að 22 mörkum FH-
liðsins en það gekk ekki eins vel
hjá honum síðustu sumur. Atli
kom samtals að 24 mörkum FH
undan farin tvö tímabil eða aðeins
tveimur mörkum meira en allt
sumarið 2009.
Fann 2009-gírinn
Atli fann hins vegar 2009-gírinn
seinni hluta síðasta sumars þegar
hann kom að ellefu mörkum í
seinni umferðinni eftir að hafa
ekki átt þátt í marki fyrstu ellefu
umferðir sumarsins. Atli hefur
síðan tekið upp þráðinn í sumar
og hefur þegar komið að 9 mörk-
um í fyrstu átta umferðunum. Atli
hefur skorað þrjú mörk sjálfur en
hann hefur auk þess átt sex stoð-
sendingar á félaga sína í FH.
Rúnar Már í öðru sæti
Það eru fleiri leikmenn að spila
vel þótt Atli sitji í efsta sæti ein-
kunnagjafarinnar. Í öðru sæti er
Valsmaðurinn Rúnar Már Sig-
urjónsson sem er efstur meðal
miðjumanna deildarinnar. Næstu
tveir eru síðan liðsfélagar Atli
í FH, Björn Daníel Lárusson og
bakvörðurinn Guðjón Árni Ant-
oníusson sem er efstur meðal
varnar manna.
Guðjón spilar í vörninni en
hefur engu að síður komið með
beinum hætti að sex mörkum því
hann er búinn að skora fjögur
mörk og gefa tvær stoðsendingar.
Fjórði FH-ingurinn inn á topp tíu,
Guðmann Þórisson, er síðan efstur
af miðvörðum Pepsi-deildarinnar.
FH er eina liðið sem á fleiri en
einn leikmann meðal tíu efstu í
einkunnagjöf Fréttablaðsins en
Valur, Keflavík, Stjarnan, Breiða-
blik, KR, ÍA og Selfoss eiga öll
einn fulltrúa.
Það er hægt að sjá 40 efstu
menn í einkunnagjöfinni hér til
hliðar. ooj@frettabladid.is
Enginn betri en Atli Guðna
Atli Guðnason er efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir fyrstu átta umferðir
Pepsi-deildar karla. Atli er einn af fjórum FH-ingum inni á topp tíu listanum.
ATLI GUÐNASON Hefur spilað vel með
FH-liðinu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari valdi í gær þá
19 leikmenn sem munu taka þátt í
undirbúningi liðsins fyrir Ólympíu-
leikana sem fara fram í London í
júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli
með Argentínu, Bretlandi, Frakk-
landi, Svíþjóð og Túnis.
Guðmundur valdi 16 útileikmenn
og þrjá markmenn í æfingahópinn
en hann þarf að skera hópinn niður
um fjóra menn fyrir leikana því
hann fer væntanlega með fimm-
tán menn út eins og til Peking
fyrir fjórum árum. Fjórtán menn
eru leyfðir á skýrslu en ólíkt því
sem var fyrir fjórum árum þá má
fimmtándi leikmaðurinn nú vera
með liðinu í Ólympíuþorpinu.
- óój
Handboltalandsliðið á ÓL:
Nítján berjast
um 15 sæti
SILFUR Íslenska landsliðið lenti í 2. sæti
í Peking 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EKTA ÍSLENSKT GRILL
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Undirbúningshópurinn:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson Haukar
Björgvin Páll Gústavsson Magdeburg
Hreiðar Leví Guðmundsson Nötteröy
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson Fuchse Berlin
Arnór Atlason AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover-Burgdorf
Bjarki Már Elísson HK
Guðjón Valur Sigurðsson AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson Fram
Kári Kristján Kristjánsson HSG Wetzlar
Ólafur Gústafsson FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK
Ólafur I. Stefánsson AG Köbenhavn
Róbert Gunnarsson Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson AG Köbenhavn
Sverre Andreas Jakobsson Grosswallstadt
Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf
Þórir Ólafsson KS Vive Targi Kielce
FÓTBOLTI Breiðablik tryggði sér
í gær sæti í átta liða úrslitum
Borgunarbikars kvenna í knatt-
spyrnu eftir 9-8 sigur gegn ÍBV
í Eyjum að lokinni vítaspyrnu-
keppni.
Staðan að loknum venjuleg-
um leiktíma var 3-3 og 4-4 eftir
framlengingu en auk þess fór
rauða spjaldið þrisvar sinnum á
loft í leiknum.
„Ég hugsa að þetta sé skrýtn-
asti fótboltaleikur sem ég hef
tekið þátt í,” sagði Fanndís Frið-
riksdóttir Bliki sem skoraði tvö
mörk í leiknum en hún á ættir að
rekja til Eyja.
„Það er örugglega ekkert vel
séð að ég fari heim með sigur
en ég er kampakát með þetta,“
sagði Fanndís hlæjandi. - ktd
Blikar áfram eftir vítakeppni:
Markaveisla og
spenna í Eyjum
KÆRKOMINN BIKARSIGUR Blika-
stúlkur höfðu ekki unnið bikarleik síðan
sumarið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR