Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 29. júní 2012 27
KÖRFUBOLTI Kvennalið Grindavík-
ur sem leikur á ný í efstu deild
kvenna í haust safnar nú liði
fyrir átökin. Tvíburasysturnar
Harpa Rakel og Helga Rut Hall-
grímsdætur eru komnar heim
eftir ársdvöl hjá Njarðvík annars
vegar og Keflavík hins vegar.
„Þetta var mjög auðveld
ákvörðun. Ég er svo mikill Grind-
víkingur að ég verð að vera í
Grindavík. Ég var búin að sjá
það,“ sagði Helga Rut í samtali
við Fréttablaðið í gær.
Grindavík missti flesta liðs-
menn sína fyrir síðustu leiktíð er
ljóst var að liðið myndi ekki tefla
fram liði í efstu deild. Kornungt
lið félagsins vann sigur í næst-
efstu deild og tryggði sér sæti á
meðal þeirra bestu á ný.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálf-
ari liðsins, staðfesti að liðið
hefði rætt við landsliðskonurn-
ar Petrúnellu Skúladóttur og
Ólöfu Helgu Pálsdóttur um að
snúa aftur til Grindavíkur. Þær
stöllur urðu, líkt og Harpa Rakel,
Íslands- og bikarmeistarar með
Njarðvík á síðustu leiktíð. - ktd
Grindvískar körfuboltakonur:
Á leiðinni heim
ÓVISS Petrúnella Skúladóttir er samn-
ingslaus og veltir framtíðinni fyrir sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FRJÁLSAR Einar Daði Lárusson,
tugþrautarkappi úr ÍR, hafnaði í
13. sæti á Evrópumeistaramótinu
í frjálsum íþróttum en keppni í
tugþraut lauk í gær. Einar Daði
hlaut 7.653 stig sem er hans næst-
besti árangur og 245 stigum frá
hans bestu þraut í Kladnó fyrir
tæpum þremur vikum.
„Það er rosalega gaman að
keppa á velli með svona mörgum
áhorfendum. Það er aldrei svona
heima. Fjölskyldan og aðstand-
endur mæta en það eru svo fáir
að fylgjast með þessu heima.
Hérna var alveg pakkað,“ segir
Einar Daði sem var afar ánægður
með þrautina.
„Ég vildi fara í þessa þraut, fljóta
í gegnum hana og klára. Upplifa
stórmót og ná góðri niðurstöðu.
Mér fannst þetta ganga mjög vel
og mér líður rosalega vel,“ sagði
Einar Daði að keppni lokinni. - ktd
Einar Daði í 13. sæti:
Flott frumraun
HVÍLD FRAM UNDAN Einar Daði ætlar að
gefa líkamanum kærkomið frí frá þraut á
næstunni. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ítalir tryggðu sér sæti í
úrslitaleik Evrópumótsins í knatt-
spyrnu þegar liðið lagði Þjóðverja
2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá
í gærkvöldi. Skrautfuglinn Mario
Balotelli var hetja Ítala en fram-
herjinn magnaði skoraði tvö mörk
í fyrri hálfleik sem gerðu svo gott
sem út um leikinn. Mark Mesut
Özil úr vítaspyrnu í viðbótartíma
kom of seint og Ítalir fögnuðu.
Bestu menn vallarins voru auk
Balotelli miðjumaðurinn Andrea
Pirlo og markvörðurinn Gianluigi
Buffon sem voru einnig í liði Ítala
sem varð óvænt heimsmeistari
árið 2006.
Martröð Þjóðverja gegn Ítöl-
um á knattspyrnuvellinum heldur
áfram en Þjóðverjar hafa enn ekki
lagt Ítala að velli í stórmóti. Þetta
var um leið fyrsta tap Þjóðverja í
16 leikjum en liðið vann alla leiki
sína í undankeppninni og hafði eitt
liða lagt alla andstæðinga sína að
velli í lokakeppninni í Póllandi og
Úkraínu.
Spánverjar og Ítalir mætast því
í úrslitaleik keppninnar í Kænu-
garði á sunnudaginn. - ktd
Ítalir lögðu Þjóðverja í undanúrslitum EM í Varsjá:
Balotelli hetja Ítala
ÚR AÐ OFAN Mario Balotelli hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hann reif sig úr eftir
að hafa komið Ítölum í 2-0. NORDICPHOTOS/GETTY